Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR4. NÓVEMBER 1976 Þjóðleikhúsið frumsýnir Vojtsek eftir Biichner á sunnudaginn: Leikritið ekki sýnt fyrr en 76 árum eftir lát höfundar ÞJOÐLEIKHUSIÐ frumsýnir á sunnudaginn JV/.ka leikritið VOJTSEK eftir Georg Buchner og er þetta f fyrsta skipti, sem verkið er flutt hér á landa, en Vojtsek er önnur frumsýning Þiððleikhússins á stðra sviðinu f haust. Leikstjðri er Rolf Hádrich, en hann stjðrnaði gerð sjðnvarpsmyndarinnar um Brekkukotsann&l hér á landi á sfnum tfma. 1 sýning- unni koma fram milli 20—30 manns og fer Hákon Waage með stærsta hlutverkið, en hann hefur ekki áður leikið svo stðrt hlutverk á fjölum Þjðð- ieikhússins. Georg Btichner lézt áður en hann hafði fyllilega lokið við að semja Vojtsek árið 1837, aðeins 23 ára að aldri. Þrátt fyrir ung- an aldur hafði hann þegar af- rekað ýmislegt, m.a. samið 4 leikrit og doktorsritgerð um taugakerfi fiska, sem aflaði honum kennarastöðu við há- skólann í Ztirich. Þekktasta verk BUchners er Dauði Dantons, sem er eina leikritið, sem var gefið út að honum lif- andi. Vojtsek var ekki frum- sýnt fyrr en árið 1913, en eigi að slður þykir BUchner hafa haft ótrúlega mikil áhrif á þýzkar bókmenntir. Eins og áður sagði er Rolf Hadrich leikstjóri uppsetning- ar Þjóðleikhússins á þessu leik- riti, sem er með mest leiknu þýzkum verkum á þessari öld og sennilega það leikrit BUchners, sem oftast er leikið. GtSLI Alfreðsson aðstoðarleikstjðri og Rolf Hádrich leikstjöri ræðast við á æfingu á Vojtsek. Gunnar Eyjðlfsson leikur tambúrmajðrinn og hefur náð kverkataki á Hákoni Waage, sem leikur Frans Vojtsek. HSdrich til aðstoðar er Gísli Alfreðsson, leikmynd er eftir Sigurjðn Jóhannsson, búningar eru fengnir að láni frá Þýzka- landi, gerðir af Ekkehard Kröhn. Þýðingu leikritsins gerði Þorsteinn Þorsteinsson. Auk Hákons Waage, sem leik- ur Frans Vojtsek, fara Kristbjörg Kjeld (sem barns- móðir hans Marla), Gunnar Eyjólfsson (sem tambúrmajór- inn), Róbert Arnfinnsson (sem höfuðsmaðurinn) og Baldvin Halldórsson (sem doktorinn) með stór hlutverk f leikritinu. Meðal annarra leikenda eru Jón Gunnarsson, Randver Þorláksson, Bryndfs Péturs- dÖttir, Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir, Sigurður Skúlason, Ævar R. Kvaran, Bjarni Stein- grímsson, Steinunn Jóhannes- dóttir, Flosi Olafsson, Valdemar Helgason og Gisli Al- freðsson. Leikritið Vojtsek byggir BUchner að nokkru á stað- reyndum og styðst þá einkum við morðmál, sem frægt varð f Þýzkalandi upp úr 1820 og lengi var deilt um. Rúmlega fertugur maður, Josef Vojtsek, myrti ekkju nokkra, sem hann hafði verið I tygjum við, stakk hana til bana en var handsam- aður. Hann virtist tvimælalaust sekur um morð að yfirlögðu ráði, en verjandi hans hélt þvf fram að hann hefði ekki verið ábyrgur gerða sinna, þar eð hann hefði verið haldinn of- skynjunum. Málinu lauk þó með því að Vojtsek var háls- höggvinn árið 1824. BUchner byggir verk sitt að nokkru á þessum atburðum og benda nýjustu rannsóknir á handritum hans til að leikritið sé nokkurs konar rannsókn á morðmáli. Efni leikritsins þótti marka timamót að því leyti að þar er maður af lægstu stigum, hversdagsmaður, leiksoppur kringumstæðna og þjóðfélags- andstæðna, gerður að aðalper- sónu. I verkinu veltir höfundur fyrir sér spurningunni: Hvað rekur fátækan almúgamann út I að myrða unnustu sfna og barnsmóður. A fundi með blaðamönnum í gær sagði Sveinn Einarsson Þjóðleikhússtjóri að er verið var að vinna að upptöku á Brekkukotsannáli á sfnum tíma hefði fæðzt sú hugmynd að Hadrich kæmi hingað til lands Framhald á bls. 29 EINLIT ULLARRÝJA TEPPI Kr. 5.770- per ferm. komin á gólfíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.