Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR4. NOVEMBER 1976 Þórir S. Guðbergsson félagsráðgjafi: Lesið fyrir börn — um börn I Tímaleysi hrjáir flesta í okk- ar þjóðfélagi. Sýnist þar oft sitt hverjum um frumorsakir þess, enda margir þræðir og oft flóknir, sem fléttast I þann stóra vef, sem við köllum íslenskt þjóðfélag og uppeldi á okkar dögum. Á kvöldvökum fyrri tíma var gjarna lesið upphátt fyrir alla. Mörgum núlif andi mönnum er i fersku minni staður og stund og frásögn, þegar foreldri, skyld- menni eða vinir sátu með þau eða hjá þeim og sögðu þeim sögur. Og mörg kvæði og ljóð lýsa því einnig, hverju upp- eldislegu hlutverki þetta gegndi hér aður fyrr, eins og í kvæðinu Ríðum heim til Hóla, pabba kné er klárinn minn, leikur með börnum, o.fl. i þess- um dúr. Hver kannast ekki við setn- ingar og atvik sem þessi:,,Mamma, gerðu það lestu fyrir mig ? " „Nei góða min, ég má ekki vera að því. Biddu hann pabba þinn, nú er hann heima!" „Pabbi viltu lesa fyrir mig Búkollu ?" ,,Æ, góða min, vertu ekki að þessu suði loksins þegar maður er heima. Þú ert búin að heyra um Búkollu a.m.k. 10 sinnum!" Við skulum vona, að það sé ekki eins slæmt eins ogáskrýtl- unni, sem getur lýst þessu á- standi mjóg vel. Maðurinn spyr drenginn hver faðir hans sé og drengurinn svarar eitthvað á þessa leið: Ég held að það sé maðurinn, sem sefur uppi í sófa hjá okkur á sunnudögum! Það er erfitt í þjóðfélagi sem okkar að finna tima til þess að gera eitthvað með börniinum sinum. Við getum keypt sitt- hvað handa þeim gefið þeim leikföng, leyft þeim að fara eitt og annað, „keypt okkur frið" eins og stundum er sagt. En hann gæti orðið býsna dýr- keyptur sá tími, sem við erum ekki með börnum okkar. I mörgum tilfellum þurfa börn okkar nefnilega miklu meira á okkur að halda og samskiptum við hina fullorðnu, fjölskyldu sína en leikföngum, mynda- blöðum, eða blóferðum. Það reynist oft erfitt að finna tíma til þess að gera eitthvað með börnunum slnum, eins og t.d. aö lesa fyrir þau, ræða við þau og vera með þeim. Margir tala um að erfitt sé að „fórna" svo miklum tfma, sem oft sé svo dýrmætur - og mörgum er held- ur ekki fyllilega ljóst, hve mikilvægt það er fyrir börnin og þá hina fullorðnu lika, að þeir taki sér tfma með börnum sínum og veati þeim öryggi og hlýju með návist sinni og þátt- töku í lífi þeirra. Lítum þvi ekki á sllkt sem „fórn". Hnittin tilsvör, skemmti- lýsinga og rannsaka upp á eigin spýtur hvað er að gerast. En það er einmitt þetta, sem er svo mikilvægt fyrir þau og þroska þeirra á unga aldri. Hér verður það þvi fyrst og fremst spurning um, hvernig við metum þann tíma sem við höfum yfir að ráða og hvernig við viljum nýta hann. Það er undir okkur sjálfum komið. Á hverjum degi verðum við að velja og hafna i lifinu, hætta á eitt og annað og gera það, sem við álítum best hverju sinni. Ung móðir var beðin um að taka að sér ofurlitla aukavinnu fyrír fáeinum dögum og þótti mér svar hennar sérlega áhuga- vert, en það var eitthvað á þessa leið: „Ég hef bara engan tlma frá heimilinu eftir að ég hef unnið fullan vinnudag. Á maður að bjarga öðrum börnum með þvf að vanrækja sitt eigið heimili og sln eigin börn?" hlýju, sem er þeim sérstaklega nauðsynleg á fyrstu ævi- árunum. Því miður fjölgar þeim börnum, sem hrökkva við og verða hrædd og óörugg, ef einhver ætlar að leggja hendur yfir axlir þeirra eða sýna þeim eftirtekt og hlýju með vingjarn- legu klappi. Þau eiga þvf ekki að venjast, að einhver taki þau i fang sér eða á hnén, tali við þau og strjúki þeim um axlir eða höfuð. En með því að lesa fyrir börnin eða segja þeim sögur nálgumst við þau á sérstakan hátt og það veitir okkur tæki- færi, sem við ella mundum e.t.v. missa af. Við verðum þátt- takendur með þeim, komust betur inn í hugarheim þeirra og hugmyndaflug og kynnumst því hvaða skoðanir og hug- myndir þau hafa um sitthvað, sem við vorum fáfróð um áður. Það auðgar okkur og veitir okk- ur betri þekkingu á þeim og Tímaskortur og verdbólguuppeldi legar spurningar, einlægur og opinn hugur barnanna, góð samvera - allt þetta og miklu meira yljar okkur oft og veitir okkur ógleymanlegar minn- ingar og börnunum meíra öryggi og athvarf í samskiptum sínum við okkur. Við það að lesa fyrir þau eða segja þeim sögur opnast mörg tækifæri, sem við fáum ekki ella. Þau fá tækifæri til þess að spyrja um orð og orðasambönd, atburði, samhengi hluta o.s.frv. Þau læra að hlusta, spyrja, tengja saman og síðast en ekki síst þau læra að ræða saman á eðlilegan og opinn hátt. Bæði börn og fullorðnir eru alltof mikið möt- uð á okkar dögum. Vegna tlma- skorts lætur fólk sér nægja að heyra og hlusta og myndar sér skoðanir út frá því, sem aðrir segja og halda, „andlegt fóður" gengur ómelt niður, af því að það er lítill sem enginn tími til þess að ræða hlutina eða mynda sér nánari skoðanir um þá. Eins vill fara með börnin. Þau sjá sitt af hverju og heyra, en fá of fá tækifæri til þess að ræða um hlutina og spyrja, afla sér upp- En hvað er til ráða I verð- bólguuppeldisþjóðfélagi sem okkar, þar sem öll afkoma virð- ist byggjast á yfirvinnu, auka- vinnu eða annarri vínnu? Þar sem bæði hjónin vinna til þess að komast af og æ fleirum reynist erfitt að ná endum saman? Tímaskortur er einkenni á þjóðfélagi okkar. Það kemur í æ ríkara mæli niður á börnum okkar, sem fara þá á mis við nálægð hinna fullorðnu og líkamlega snertingu þeirra og veitir þeim meira öryggi i tjá- skiptum við okkur. Talið er að börn fari að taka eftir og bregðast við talmáli að- eins nokkrum tímum eftir fæð- ingu og margir álíta, að hæfi- leiki þeirra til þess að skilja mál fari að þroskast þegar á meðgöngutlmanum. Málþroski og móguleikar til eflingar þess- um þroska er því mjög mikil- vægur þáttur I uppeldi barna, en m&rgt getur hindrað eðlileg- an málþroska og mun meira verða rætt um það I næstu grein. Alfsnesuppboðinu var frestað 10 sinnum: „Tel af ar ólíklegt að málarekstri verði haldið áfram" — segir lögmaður Sigurbjörns Eiríkssonar veitingamanns (Intl Inei™«J1<,»r*or hrl- rm^mm *«—- ' "**™ . (MirtUit Sv.ln«o» HH.J MORGUNBLAÐIÐ sneri sér f gær til Inga Ingimundarsonar hrl., lögmanns Sigurbjörns Ei- rfkssonar veitingamanns, og spurði hann hvort lfta mætti svo á að málarekstri Sigur- bjórns á hendur sýslumannin- um I Kjósarsýslu væri lokið, þar sem Ingi hefði ekki mætt við málflutning I málinu fyrir Hæstarétti s.I. föstudagsmorg- un. Ingi sagði að ekki væri búið að taka um það ákvörðun, hægt væri að hefja málarekstur að n.vju innan f jögurra vikna gegn greiðslu gjalds, enda þótt úti- vistardómur hefði fallið I mál- inu. „Hitt er svo annað mál," sagði Inga, „að ég tel afar ólfk- legt að málarekstri verði haldið áfram. Sigurbjörn á I greiðslu- erfiðleikum en ég vona að hon- um takist á einhvern hátt að greiða þessar skuldir." Svo sem fram hefur komið áður í Morgunblaðinu, er mál þetta til komið vegna uppboðs, sem fram átti að fara á jörðinni Álfsnesi I Kjalarneshreppi vegna vangoldinna opinberra gjalda og skatta Sigurbjörns Ei- ríkssonar, en Sigurbjörn er eig- andi jarðarinnar. Hér var aðal- lega um að ræða ógoldna skatta og útsvör vegna viðbótarálagn- ingar ríkisskattstjóra vegna ár- anna 1971 og 1972 (Klúbbmál- ið). Málið var fyrst tekið fyrir I uppboðsrétti Kjósarsýslu 18. apríl 1975. Stærstu- uppboðs- beiðendur voru sýslumaður Kjósarsýslu, sem innheimtu- maður rlkissjóðs, vegna van- goldins söluskatts og þing- gjalda Sigurbjörns, samtals að fjárhæð 13.395.762.00 krónur, auk vaxta og kostnaðar og Gjaldheimtan vegna vangold- inna opinberra gjalda að fjár- hæð 2.054.957, auk vaxta og kostnaðar. Sfðar bættist í hóp uppboðsbeiðenda meðal ann- arra sveitarsjóður Kjalarnes- hrepps vegna vangoldinna op- inberra gjalda að upphæð 3.589.041 krónur, auk vaxta og kostnaðar. UPPBOÐINU FRESTAÐ 10SINNUM Uppboðinu hef ur síðan í aprí! 1975 verið frestað 10 sinnum að beiðni uppboðsþola, Sigur- björns Eiríkssonar, með sam- þykki uppboðsbeiðenda. Síðast í febrúar 1976. 25. nóvember 1975 ritaði Ingi Ingimundarson hrl. sýslumanni Kjósarsýslu bréf og óskaði eftir breytingu á uppboðsskilmálum, frá því sem venjulega er um slík uppboð. Hinn 26. febrúar 1976 jók Ingi kröfur sfnar. Upp- boðshaldarinn, Einar Ingi- mundarson, sýslumaður í Kjós- arsýslu kvað upp þann úrskurð 19. marz 1976, að uppboðsskil- málar skyldu óbreyttir standa. Þessu vildi Sigurbjörn og lög- maður hans ekki una, heldur áfrýjuðu til Hæstaréttar snemma I apríl á þessu ári. Hef- ur málið þar fengið skjótari meðferð en gerist venjulega með slfk mál, og átti málflutn- ingur að fara fram á föstudag- inn, en þá mætti Ingi Ingi- mundarson ekki í réttinn eins og komið hefur fram. BEÐIÐ UM BREYTINGAR I úrskurði sýslumanns segir svo um atriði þau i uppboðsskíl- málunum, sem Sígurbjörn og lögmaður hans hafa ekki sætt sig við fram til þessa, en ætla að láta standa, samkvæmt þvi sem Ingi Ingimundarson segir hér aðframan: „I máli þessu, sem tekið var til úrskurðar þann 19. marz 1976 hefur Ingi Ingimundar- son, hrl. fyrir hönd uppboðs- þola, Sigurbjörns Eiríkssonar, eiganda jarðarinnar Alfsness I Kjalarneshreppi, krafist þess, að 3. gr. uppboðsskilmála, sem lagðir hafa verið fram f máli þessu (rskj. nr. 24) verði breytt á þann veg, I fyrsta lagi, að í stað þess, að uppboðskaupandi greiði um leið og boð hans er samþykkt, f jórðung kaupverðs, komi 1/10 hluta kaupverðs inn- an árs frá því boð hans var samþykkt og í öðru lagi, að i stað þess að uppboðskaupandi skuli greiða eftirstöðvar kaup- verðsins innan tveggja mánaða frá þvl boð hans er samþykkt, að svo miklu leyti, sem það fær ekki að standa áfram verð- tryggt I hinni seldu eign, sbr. uppboðsskilmála, — komi inn- an fjögurra ára þar frá, (þ.e. frá þvl að boð kaupanda var samþykkt) greiði uppboðskaup- andi eftirstöðvarnar, að svo miklu leyti, sem þær fá ekki að standa áfram veðtryggðar i eigninni. I greinargerð I máli þessu dags. 26. febrúar 1976 jók um- boðsmaður uppboðsþola, Ingi Ingimundarson, hrl. við kröfur sínar á þá lund, að hann krafð- ist þess til vara, að tfmamörk 3. gr. uppboðsskilmála, þ.e. um greiðslu uppboðsandvirðisins, yrðu rýmkuð að mati uppboðs- haldara. — Einnig krafðist hann þess, að uppboðshaldari úrskurðaði, að uppboðsbeiðni Kjalarneshrepps væri niður fallin, þar sem ekki hefði verið mætt I málinu af hálfu þess uppboðseiganda. Ennfremur krafðist hann málskostnaðar úr hendi uppboðsbeiðanda." ÓSKIR RÖKSTUDDAR I bréfi sem Ingi Ingimundar- son ritaði uppboðshaldaranum, sýslumanni Kjósarsýslu, þann 25. nóvember 1975 rökstyður hann óskir sínar um breytta uppboðsskilmála á éftarfarandi hátt: „Eins og allar landareignir í nágrenni Reykjavíkur, hefur þessi eign umbj.m. stórhækkað í verðmæti og er enginn vafi, að raunverð hennar fer langt fram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.