Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. NÖVEMBER 1976 Uppreisnin f Ungver jalandi 1956. Ofbeldisárásir og skrílslæti —sagdi Þjódviljinn um mót- mælaadgerðimar gegn inn- rás Sovétríkjanna í Búdapest ANDÚÐ Reykvíkinga á aðgerðum Sovélrtkjanna I Ungverjalandi fór ekki framhjá neinum, en misjafnlega var sú andúð túlkuð f blöðum. 1 Þjóðviljanum 8. nóvember 1956, daginn eftir mótmælin við sovózka sendiráðið, er fjögurra dálka mynd á forsfðu af mótmælunum og jafnstór fyrirsögn, sem segir: „Sjálfstæðisflokkur- inn skipuleggur ofbeldisárásir og skrflslæti". Hefst fréttin svo með þessum orðum: „I gær gerði óður Heimdallarskrfll árás á fólk fyrir utan sovézka sendiráðið f Túngötu, æpti og gargaði, kastaði grjóti og aur, hrinti fólki og reif utan af þvf fötin. Aðalforustumaður þessarar stormsveitar var Pétur Benediktsson, þjóðbankastjóri og fyrrverandi sendiherra, skipaði hvftliðunum fyrir verkum, argaði og öskraði eins og götustrákur. En með f ráðum var Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri, fyrrverandi nazistaforingi, sem tryggði það allan tfmann að aðeins voru örfáir lögregluþjónar til þess að hafa hemil á Heimdallarskrflnum og bjarga fólki undan stórslysum. igyptar niunií berjastmedan nofckurbrezknr PÖa franskur hermaður er eflir í landi þei rra Kijórn tinravt Ulwr *IIk et'ki I mál m) lfcl« hrrnvt iiU nínnr hnrtn 4t1 þvi vgwpziw UtnÚHVfí’fii <t«n þa»r hnta Utgt nniltr sig ÞfftiUr moaa «kki legnla iiínt v»pn fyrr *n •lílr kítlrit eg IrtutiLit k"t- iöm rm fandt ör ifg-! frUWi Lcir mano kitt-ít ekkl ltyfé Bnlttm =3. rrSkkora a8 rríi* c'jrfnuiom 6r SöeuLurö- iki», oq Kftja það ikil- n6i fyrir v.pn*hléi, ét Wlsmena iátí aitar af barii M cíTpzkf land, þ*ít bafa Iwttokíi. >úat Port Said vctjait gega ofttr.Ui áxácar- keriajina. scm haia um- biug! borgítia og haliá íiram átásum shiutn, itát* íyrir gefin loforð fcfl vopnahlé. »iKi - ii- > — f ra. *>tv»W yerir éfit eflU iklpun Pctun Bentéiktatpntr þjixRinntswfjðrc oq fyrrvero.iit! amboy.i'ion i tm. H -■ \*ri tmtt «« :'.tA *:(•!» rtUtUu »»rl (•:,<« yuSur frHr Purt Sjálfstæðisflokkurinn skipuleggur .vX^kM^iofbeldisárásir og skrílslæti Pétur Benrdíktsson þjoðbankasljori sljórnaði Ilt’imdallarskríln- tim í samráði við Signrjón Signrðsson lÖgreglustjóra fltraiArx Br»U f («rr perðt Mur HclmðsllanúfrU) anU á fðlk fyrtr.» rrrt*. * otan sovézka »er«UréöUJ l T«.n«<*u, æptl og Rirg.ðl «. wt «o. tvteM «r|ótl o« aur. hrintí fólkl rOf uUn oJ þvt ratí wt:i: í Por. a»ia kr*u fyr- fótln ue rflr:í».» ~**»*M. Honj Aa.lfocuOumi.8ur þenstrar *torm»«t.itar *ar Pttur j H «« k*r««fiit hwm ' Briifdiktssou, liJöfAwnkttstjóri -ig fyrrverandt mndlhrrr*. | m«S) nc :iM taiat * nkipuðl livtUUfunum tyrlr vcrkum. orfaðl og Mkraði rln» j k-'r*(*<WbWlK"h+T °* *<Ku*tnULtir með I réðum *ar Slfufjðn 8tgu:ð»»m: | í gær var sem kunnugt er 39 ára afmæli rússnesku verka- lýðsbyltingarinnar og var gest- um boðið að vanda í sovézka sendiráðið af því tilefni. En Sjálfstæðisflokkurinn hafði sinn sérstaka viðbúnað; hann safnaði í gær saman hinum al- ræmda hvítliðaskril sínum, mönnunum sem landsfrægir urðu fyrir að berja samlanda sína 30. marz 1949 fyrir að mót- mæla hernámsstefnunni, mönnunum sem koma fram sem verkfallsbrjótar og upp- þotsmenn í hverju einasta verk- falli." í sérstökum ramma inni í fréttinni er svohljóðandi klausa: „Leiðtogar Sjálfstæðis- flokksins sviptu eftirminni- lega af sér grímunni f gær með hinum skipulögðu ofbeldisverkum hvftliðanna. Nú getur hver Íslendingur sannfærzt um hver hugur fylgir máli þegar þessir menn þykjast standa vörð um lýðræði og mannrétt- indi, þegar einmitt nazista- klfkan I Sjálfstæðisflokkn- um gengst fyrir ofbeldi — og þykist með þvf vera að mótmæla ofboldi! Þessir menn hafa eftirminnilega da-mt sig úr samfélagi þeirra' islendinga sem mót- mæla ofbeldisverkum og krefjast frelsis og sjálfs- ákvörðunarréttar allra þjóða. Fréttinni lýkur svo meó upptalningu á nokkrum þátttakendum f mótmælun- um og árásum á lögreglu- stjóra, og hljóðar sá kafli á þessa leið: „Aðalforustumaður Heimdellinganna var Pétur Bencdiktsson, þjóðbankastjóri og fyrrverandi sendiherra. Hann óð þarna um trylltur og afmyndaður í framan og æpti: „I»arna kemur N.N., blóð- hundur og landráðamaður, tak- ið á móti honum!“. Af öðrum forsprökkum má nefna Gunnar Helgason, einn af fram- kvæmdastjórum Sjálfstæðis- flokksins, Sveinbjörn Hannes- son hinn alkunna hvítliða, Þor- vald Garðar Kristjánsson for- mann Varðarfélagsins, Davíð Ólafsson fiskimálastjóra fyrr- verandi formann Varðarfélags- ins og leiðtoga i nazistaflokkn- um, og einnig má nefna menn eins og Teit Finnbogason fyrr- verandi stormsveitarnazista, Leif Sveinsson lögfræðing, Hauk Clausen hvítliða og mein- særismann frá 30. marz, Þor- björn Guðmundsson verzlunar- mann, Sigurjón Einarsson Heimdelling og marga fleiri. Einnig var þarna framarlega í flokki Matthfas Jóhannessen, „bókmenntasérfræðingur" Morgunblaðsins og skrifar hann eflaust hyllingaróð um lýðræðishetjurnar og frelsis- vinina í Morgunblaðið í dag. Auðsjáanlega voru samantek- in ráð milli forustumanna Sjálf- stæðisflokksins og Sigurjóns Sigurðssonar lögreglustjóra um þessi skrflslæti i gær. Lét lögreglustjórinn loka Túngöt- unni fyrir allri bflaumferð til þess að trufla ekki Heim- dellingana, og aldrei voru þarna nema fáeinir lögreglu- þjónar. Unnu þeir störf sín eins vel og kostur var en höfðu auð- vitað engin tök á að koma í veg fyrir hið siðlausa framferði Heimdellinganna. Er þessi framkoma Sigurjóns Sigurðs- sonar, fyrrverandi nazistaleið- toga, svo algert hneyksli að marföld ástæða er til að reka hann úr starfi án tafar. Þegar hvftliðarnir höfðu unn- ið afrek sín f Túngötu var þeim öllum boðið í Sjálfstæðishúsið, þar sem þeir fengu veitingar á kostnað Sjálfstæðisflokksins. V'ar þar m.a. staddur Bjarni Benediktsson, sem tók svo mik- inn þátt í undirbúningi þessara óeiröa að hann hefur ekki mátt vcra að því að sinna þingstörf- um i tvo daga.“ Daginn eftir er Þjóðviljinn loks búinn að finna ástæðuna fyrir mótmælum Reykvíkinga. Dugar nú ekki minna en fimm dálka fyrirsögn yfir þvera for- síðuna, sem hljóðar svo: „Sið- laus framkoma íhaldsins". Og í undirfyrirsögn segir: „Leiðtog- um flokksins er ekkert heilagt í baráttunni til að tryggja thors- urunum auð og völd“. Á eftir fylgir svo löng grein þar sem reynt er að sýna fram á að mótmælin hafi f rauninni að- eins verið Thorsættinni til framdráttar. Fara hér á eftir nokkrir kaflar úr þessari rök- semdafærslu Þjóðviljans: „Það dylst nú engum íslend- ingi hvernig fasistaklíka íhalds- ins reyndir að misnota dýpstu sorgir og þungbærustu raunir erlendra þjóða til framdráttar gróða sfnum og völdum á ís- landi. Framkoma nazistadeild- ar Sjálfstæðisflokksins undan- farna daga er eitthvert ógeðs- legasta og kaldrifjaðasta sið- leysi sem íslendingar hafa kom- izt i kynni við. Þessir ofstækis- fullu valdamenn virðast hvorki eiga mannlegar tilfinningar né siðgæði; þeir meta alla hluti til gróða og valda." „Thorsættin er orðin dauð- hrædd um völd sin og gróða; hún var gripin algerri skelf- ingu þegar vinstri stjórnin lýsti yfir því að hún ætlaði að endur- skoða bankakerfið svo að þjóð- in réði sjálf yfir bönkum sín- um. Þess vegna kemur Pétur Benediktsson fram eins og sið- lausasti gangster; hann hryllir ekki við því að nota harmsefni milljóna manna til framdráttar græðgi sinni og húsbænda sinna.“ „Peningaklíka Thorsaranna hefur reynt að tryggja völd sin með því að skipa um sig sveit harðsnúinna nazista, þeim hef- ur verið raðað í ýmsar mestu valdastöður þjóðfélagsins og þeir hafa nú forustu fyrir æs- ingum og skrflslátum íhaldsins. Mennirnir sem dáðu Hitler og þjóðamorð hans meðan hann var nokkurs megnugur þykjast nú hafa gerzt málssvarar lýð- ræðis og mannhelgi!" „öll þessi völd hefur ættar- klíkan fengið i skjóli þess að Ólafur Thors hefur lengstum verið sjávarútvegsmálaráð- herra, en hún veit einnig að núverandi sjávarútvegsmála- ráðherra mun ekki þola að þess- ir samansaumuðu fjárplógs- menn drottni lengur yfir mikil- vægasta atvinnuvegi þjóðarinn- ar. Af því stafar heiftin sem birtist í skrilsuppþotinu í fyrra- dag; þess vegna er reynt að hagnýta hina geigvænlegustu heimsviðburði í þágu auðs og valda." 1 þessum blöðum Þjóðviljans er fátt um fréttir af ástandinu i Ungverjalandi. Þ6 er þar tveggja dálka frétt á baksiðu um að nú séu útvarpsstöðvar ungverskra uppreisnarmanna þagnaðar, og lýkur fréttinr'i með þessum orðum: „Búdapestútvar’ * feS gær, að Ungver kærðu r' ekki um aðstoð ii s ' - um, en hins vegar \ fram þakkir til Sovéti.i, tt sem heitið hafa Ungverjum matvælum og annarri aóstoð." ^mkoma unni tIokl*sins er „u : i**1««, ® tryg(.:n .. ettkeri f A .... « <„<H„ f»rt ,rM»r b»„ka; '« aftur ‘I sl ^júrans túfaim ? /;»>- -m S"í’»; •« C í Ifrtiu. Oll •* 'Hiiilo • hxtn brfur „y'/J’ j <*ÍT"Au "a f h"utan i Itthu: ff. 'rtfn hefur . 1 I rft** Tfc,,,* T’ ló»«u M feútta « ,u"'Mt i kn I * *olltl«*,n|,, > , llr S|> . *tíf Sttiuiskauo htntreti ‘►to, - />■■+.! þu, *** **> n„xo m hn tw z 1 /*"-r «*• «t, /*r 7 ■„>.. t: ' <<»"• "—ZZJ-j »■ ........... "* '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.