Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. NÖVEMBER 1976 5 Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra: Ringulreið innan sjómannasamtaka — og atkvæðagreiðslan sorgarsaga Erfið úrlausnar- efni á sviði utan- ríkismála bíða Carters og stjórnar hans í KOSNINGABARÁTTUNNI boðaði Jimmy Cart- er hvaS eftir annað breytingar á utanríkisstefnu Bandarikjanna næði hann kjöri í forsetaemb- ætti. í því sambandi lýsti hann því margsinnis yfir, að hann mundi ráðfæra sig við leiðtoga bæði repúblíkana og demókrata á þingi um mótun utanrikisstefnu, en hvernig sem þessi mál eiga eftir að þróast liggur fyrir, að á næsta ári muni Bandaríkjastjórn standa andspænis mörgum erfiðum úrlausnarefnum á sviði utan- ríkis- og öryggismála. Enn sem komið er hefur Carter ekkert látið uppi um það hver verða muni utanrikisráðherra i stjórn hans, en athygli manna beinist einkum að þremum mönnum, James Schtesinger, Zbigniew Brzezinski og Cyrus Vance. James Schlesinger var varn- armálaráðherra þar til Ford forseti vék honum úr embætti fyrir um það bil ári. Schlesing- er hefur ætíð verið mjög tor- trygginn I garð Sovétmanna og gagnrýninn á „détente" stefn- una, sem hann telur Bandarfk- in og önnur vestræn ríki hafa farið flatt á. Nýlega var Schles- inger á ferðalagi f Kfna við góð- an orðstfr gestgjafanna. Zbigniew Brzezinski er pró- fessor og kunnur greinahöf- undur, og hefur hann verið sér- stakur ráðunautur Carters um utanrfkismál i kosningabarátt- unni. Loks er nefndur Cyrus Vance, lögfræðingur og banka- stjóri, sem verið hefur ráðgjafi Hvfta hússins i utanrfkismálum um árabil. Enn er allt á huldu um hverju Carter sækist fyrst og fremst eftir þegar hann velur sér utanrfkisráðherra. Þeim spurningum er ósvarað hvort hann leitar að hæfum manni með stjórnunarhæfileika os sérþekkingu á utanríkismálum, eða hvort hann sækist eftir ein- beittum manni, sem hafa mun veruleg áhrif á sjálfa stefnuna í utanríkismálum. Verði hið fyrra uppi á teningnum má bú- ast við því, að stefnan verði mótuð i Hvfta húsinu og ráð- herrann sjái þá fyrst og fremst um framkvæmd hennar, í stað þess að utanrfkisráðherrann sé áhrifamestur á þessu sviði eins og verið hefur lengst af. I kosningabaráttunni gagn- rýndi Carter harðlega utanrík- isstefnu stjórnar Fords, og taldi Henry Kissinger alltof einráð- an og raunar ráðrfkan í þvi efni. Carter hefur lýst því yfir, að utanríkisráðherra sinn muni ekki „halda á utanríkisstefnu Bandarfkjanna f ferðatösku“, og höfðaði hinn nýkjörni for- seti þar til Kissingers. Þá hefur Carter lýst andúð sinni á leyni- makki, sem hann hefur talið setja svip sinn á stjórn utanrík- ismála, og hefur hann látið svo um mælt, að hann leggi áherzlu á opinskáa umræðu um stjórn utanrfkismála. Jimmy Carter mun leggja aukna áherzlu á rfki þriðja heimsins, og hann hefur lýst því yfir að náin samvinna við Evrópu og Japan sé nauðsyn- leg, bæði með tilliti til hags- muna þessara ríkja sjálfra og framfara í þróunarlöndunum. Meðal þeirra mála, sem Cart- er verður fljótlega að taka af- stöðu til, eru málefni Atlants- hafsbandalagsins. Nýlega lýsti James Callaghan, forsætisráð- herra Breta, þvf yfir, að svo kynni að fara að Bretar yrðu að draga úr framlögum vegna Atlantshafsbandalagsins. Bandamenn Breta hafa tekið þessa yfirlýsingu mjög alvar- lega, en ef þessi boðskapur Callaghans næði fram að ganga mundi það hafa í för með sér verulega útgjaldaaukningu fyr- ir önnur aðildarrfki bandalags- ins, og þá fyrst og fremst Bandarfkin. Bretar hafa um 55 þúsund hermenn í V- Þýzkalandi og er þetta hluti af framlagi þeirra til sameigin- legra varna aðildarrfkjanna, og brezku hersveitirnar hafa mik- ilvægu hlutverki að gegna ef til tfðinda dregur á þessum slóð- um, þar sem her Varsjárbanda- lagsins stendur hinum megin við varnarlínuna grár fyrir járnum. Carter hefur lýst því yfir, að hann vilji kalla heim hluta af herliði Bandarfkjanna á er- lendri grund, svo framarlega sem það draga ekki úr öryggi Bandaríkjanna. Þeirri spurn- ingu er ósvarað hver verða munu viðbrögð Carters ef svo kynni að fara að Bretar gerðu alvöru úr því að draga herlið sitt til baka frá Mið-Evrópu, að einhverju leyti eða öllu. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af efnahagslegum erf- iðleikum f ýmsum Evrópulönd- um ef olíuverð fer hækkandi á næstunni eins og horfur eru á, og það kemur nú í hlut Carters að taka ákvörðun um ráðstafan- ir Bandarikjanna f því sam- bandi. Þá verður Carter að taka af- stöðu til áframhaldandi friðar- umleitana í Miðausturlöndum þegar málefni Lfbanons hafa verið leidd til lykta. Hann verð- ur að taka afstöðu til mála i Afrfku sunnanverðri, og enn er óútkljáð framtíðarstefna Bandaríkjanna varðandi Formósu og Kína. Carter hefur sagt, að hann vilji koma á stjórnmálasam- bandi við Kfnverja, en Kínverj- ar munu ekki vera tilkippilegir í því efni meðan Bandaríkin styðja stjórnina á Formósu. Þá hefur hinn nýkjörni for- seti lýst því yfir, að aðildarrfki Atlantshafsbandalagsins eigi að bera meiri ábyrgð á vörnum Evrópu en nú er, og það er almenn skoðun að hann muni kalla heim eitthvað af liði Bandaríkjanna í Evrópu. Hann hefur boðað áframhaldandi „détente“-stefnu gagnvart Sovétríkjunum, en hefur sagt um leið, að sjálfur muni hann verða mun harðari samninga- maður á því sviði en Ford hafi verið. Enda þótt forsetirtn, sem fer með framkvæmdavaldið, og Framhald á bls. 29 MATTHlAS Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra, sagði á Alþingi f gær, að forsenda breytinga á sjóðakerfi sjávarútvegsins og fiskhækkunar þeim samfara, sem samþykktar voru með undir- skriftum fulltrúa aðila vinnu- markaðsins f sjávarútvegi, hefði verið, að kjarasamningar yrðu undirritaðir. Þar sem misbrestur hefði verið á þvf hefði ríkisstjórn- in séð sig knúna til að setja bráða- birgðalög um kjarasamninga sjómanna. Fyrsta umræða fór fram f gær f efri deild um frumvarp til lög- festingar bráðabirgðalaganna og mælti Matthías fyrir þvf. í ræðu sinni rakti hann hvernig nefnd aðila sjávarútvegs undir forsæti þjóðhagsstjóra hefði, að beiðni sjómanna og útvegsmanna, endurskoðað sjóðakerfi sjávarút- vegsins. Sagði hann, að samkomu- lag hefði orðið í nefndinni um breytingu á sjóðakerfinu, sem gerði kleifa 24% hækkun fisk- verðs og voru frumvörp lögð fram með samþykki nefndarinnar um útflutningsgjöld og stofnfjársjóð fiskiskipa. Forsendur breyt- inganna voru þær að kjara- samningar yrðu undirritaðir. „Þetta þrennt, breytingarnar á sjóðakerfinu, fiskverðshækkunin og samningar um kaup og kjör Matthfas Bjarnason. sjómanna var f beinu samhengi hvert við annað." Eins og kunnugt er voru samningarnir, þrátt fyrir samþykki forystumanna sjómanna, ýmist felldir eða sam- þykktir. Sagði Matthfas að alger ringulreið hefði skapazt innan samtaka sjómanna. Verkfall, sem hafið var, varð að engu og menn sem greitt höfðu atkvæði gegn samningunum fóru á aðra verstöð og reru þaðan. Þann 28. júlí lagði sáttanefnd fram málamiðlunartillögu, sem fól f sér nokkra breytingu til batnaðar fyrir sjómenn, en sem vakti óánægju útgerðarmanna. „Rfkisstjórnin beitti sér fyrir samþykkt útgerðarmanna við til- lögunni en einnig að leiðtogar sjómanna skýrðu málin betur fyrir félagsmönnum sfnum, en það var ekki gert.“ Sagði -Matthías, að atkvæða- greiðslan um þessa tillögu hefði verið sorgarsaga. A öllu landinu hefðu aðeins 274 sjómenn greitt atkvæði, þrátt fyrir það að at- kvæðagreiðsla hefði staðið í heil- an mánuð. 140 voru á móti og 122 með tillögunni. Rakti hann síðan hvernig þátttaka hefði verið í ein- stökum verstöðvum. Félagsmenn Farmanna- og fiskimannasam- bandsins tóku betri þátt i at- kvæðagreiðslunni og greiddu 198 atkvæði á móti en 135 með. „Ég leit svo á,“ sagði Matthfas, „að þegar samningarnir voru felldir hefðu sjóðakerfisbreyting- in og fiskverðshækkunin sem henni fylgdi einnig verið felldar." Sagði hann að þar með hefði skapazt staða, sem gerði bráða- birgðalögin nauðsynleg. Það hefði ekki verið ætlunin að félögin, sem samþykktu samningana, ættu ein að bera breytinguna, sem varð á skiptaprósentunni. Né var það ætlunin að þeir, sem ekki sam- þykktu samningana, nytu þeirra Framhald á bls. 29 UNDIRSAMA ÞAKI KE-2500K c Plötuspilari - útvarp - magnari 25W+25W HMS Solims 20Hz 20,«0«Hz Nýr Kenwood! Hi Fi samstæðan KE 2500 frá Kenwood, sú bezta sem völ er á. Þú hvorki heyrir né. sérð aðra betri. Raunverulega er hún samstæða 5ja úrvals Kenwood tækja sem sameinuð eru í fallegum hnotukassa undir einu og sama þaki, fágað og fyrirferðarlítið.en ódýrt. Komið 'og kynnist KENWOOD, þið verðið ekki fyrir vonbrigðum. Allt fyrsta flokks frá fKENWOOD FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.