Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. NÖVEMBER 1976 Silfurdepillinn Eftir Annette Bar/ee Ef þú gætir fengið að sjá landabréf ljósálfanna, myndirðu sjá þér til mikillar furðu, að það er alsett örsmáu silfurdeplum. Eins og þú veist, eru borg- irnar á okkar landabréfum auðkenndar með svörtum deplum, svartar rákir sýna fljótin og einkennilegar brúnar klessur eru notaðar til að tákna f jöll og hæðir. Þessu er ólikt farið með ljósálfana. Þeir vilja ekkert nema falleg landabréf, og þess vegna nota þeir silfurdepla til að sýna smábæi, og gullstjörnur til að sýna stórborgir og bláar og gyltar rákir til að sýna læki og fljót. Þeir hafa líka silfurhringi til að auð- kenna ætasveppaakra og rauða til að sýna hvar jarðarberin eru, og bláar stjörnur til að sýna bláberjasvæðin, svo þú sérð sjálfsagt að litlar líkur eru fyrir því, að ljósálfabörn geti villst. Ef ljósálfar týnast á vorin, þurfa þeir ekkert annað að gera en fljúga út á einhvern ætisveppaakurinn og hringja álfabjöllunum, sem þar eru. Þeim er þá bjargað á örfáum sekúndum. Nú vill svo til, að kvöld nokkurt, er ég sat heima hjá mér og var að virða fyrir mér uppdrátt af landinu, sem ég bý í, þá sýndist mér ég sjá silfurdepil og þyrp- ingu af bláum stjörnum rétt við heimili mitt. Ég sýndi einum vina minna landabréf- ið og spurði hvað þetta væri, en þá vildi svo einkennilega til, að hún gat ekki séð þessi furðulegu merki, og þegar ég gáði aftur að, gat ég ekki heldur séð þau, en það þóttist ég þó vita, að þau táknuðu eitthvað stórkostlega merkilegt. Næsta kvöld leit ég út um gluggann minn, til þess að virða fyrir mér fallega engiö, sen allt var þakið blómum og þar sem rauðar hænur og rauðskjöótt belja héldu til á hverjum degi. Þegar ég leit út um gluggann, fannst mér eins og engið hefði tekið hinum furðulegustu breytingum. Ég gáði betur að, og sá nú, að vissulega voru þarna hinir merkilegustu hlutir að ske. Þarna var aragrúi af örsmáum Ijósálf- um, sem léku sér á blómunum og sveifl- uðu sér á milli háu puntstráanna. Ein- kennilegur klióur barst í gegnum glugg- ann minn, og vel getur verið að þetta hafi verið söngur eða hjal álfanna, nú eða þá bara eitthvað af þessum dularfullu hljóð- um, sem við stundum heyrum á nóttinni. Rétt undir trégirðingu, sem þarna var, sást ljósbjarmi. Nú getur vel verið, að þetta hafi stafað af tunglskininu eða ein- hverju öðru, en bjarminn virtast koma undan runnunum þarna og trjárótunum og út úr smáholum i jörðinni. Og allt í Hún hefur alltaf haft ótrúlega matarlyst. Með tilvfsun til flöskuskeytis yðar, skal upplýst að ég smfða nú aðeins hraðbáta. t klúbbnum. — Ilafið þið heyrt það, að hann Sörensen ætlar að fara að gifta sig? — Ojæja, hvers vegna skyldi hann verða lánsamari en við hinir? varð einhverjum að orði. Frú Petersen fékk verk f bakið og spurði heimilislækni sinn ráða. Læknirinn: Það er ekki hlaupið að þvf að losa yður við verkina á þessum aldri. Það er tfmans tönn, sem farin er að hafa áhrif á vður. Frú Petersen: Haldið þér það, að það sé réttara af mér að fara til tannlæknis? Nýgiftur maður: Konan mfn bjó til matinn f fyrsta skipti f gær. Vinur hans: Hvað fenguð þið þá? Sá nýgifti: Magapínu. Pabbi, hvernig er konfak staf- að? Það er ekki stafað, drengur minn, það er drukkið. V J 62 Jack staulaðist með erfiðismun- um niður þrepin. Hann þá fúslega aðstoð Erins. Ég gleymdi að segja að Martin og hans menn senda óskir um góðan bata. — Það er fallegt af þeim...Jack gekk eins og hann væri berfættur og rogaðist með Ijósmvndaútbúnað Verns, sem Jamie hafði beðið hann að taka. Vern átti enga f jölskvldu svo að kannski mátti vænta þess að Jack væri jafnvel að þvf komínn að erfa hann og hver annar. Hann gat ekki látið vera að hugsa um Vern sem nú var að rotna einhvers staðar úti f eyði- mörkinni og það fór kaldur hroll- ur um hann við tilhugsunina. — Eruð þér alveg vissir um að Linn sé farin? spurði hann Erin þegar hann staulaðist áfram. — Iiún tók við leigubflnum mfnum, þegar ég kom aftur frá hótelinu. Emilio fór upp að ná f farangurinn hennar, en ... Hjartslátturinn varð örari þeg- ar hann sá gegnum opnar dyrnar að hún var ekki farin. Hún stóð við hliðina á Helene skammt frá bflnum. Hann færði sig tíl hennar með erfiðismunum og lagðí hönd- ina utan um hana. — Það var fallegt af þér að bfða eftir mér. — Hvernig Ifður þér? — Eins og gömlu vindlausu dekki, sagði hann. — En ef ég fæ nokkrar hætur...Hann sté inn f bflinn og hallaði aftur augunum unz hún hafði kvatt Helene. — fig kem og hitti ykkur á hóteiinu, sagði Erin. — Já, þakka þér fyrir. Hann kinkaði þreytulega kolli til Erins og Helene sem veifuðu til þeirra. — /Etlaðir þú virkilega að fara án mfn, sagði hann f ásökunartón. — Ég held nú að þú hafir oftar leikið þann leik víð mig en ég við þig, sagði hún. — Ekki f þvf ástandi sem ég er núna. Miguel keyrði upp að hliðinni á bflnum og hrópaði: — Senor Seavering. — Miguel. Góðan dag. — Er verkinu lokið, senor? — Já, okkur tókst að yfirbuga Þá. Miguei stöðvaði bflinn og mið- aldra sólbrenndur maður sté út úr bflnum. Jack reyndi að sperra upp þreytt augun og var sann- færður um að nú væri hann far- inn að sjá ofsjónir. Hann starði inn f andlit Vernons Fix. — Skelfing er að sjá útlitið á þér, sagði Vern og hló við. Miguel ætlar að keyra okkur öll á gisti- húsfð. Gamli vinur, þú verður að fara beint I bólið. — Má ég kynna þig fyrir Linn Emries, stundi Jack upp. Þau stigu inn f bfl Miguels og hann sneri við og ók á eftir leigu- bflnum f áttina til gistihússins. — Hvernig fórstu eiginlega að þessu? spurði Jack. — Ég gekk og gekk og gekk. Gekk mig upp að hnjám. Loks komst ég til Iftils þorps f fjöllun- um og þar hef ég beðið f heila viku eftir að komast þaðan. — Já, Miguel, sagði Jack og tók um hönd Linn. — Verki okkar er sannarlega vei og giftusamlega lokið. — Ég heyrði f gær hjá lögregl- unni, að þú hefðir orðið fyrir skoti, sagði Vern. Jack hristi höfuðið! — Eg hef nfu Iff eins og köttur- inn. Eftirmáli Hann gekk upp f vinnuherberg- ið sitt og settist niður. Sfðar f dag myndi hann fara með Dwight f vélinni til sjúkrahússins f La Paz. Stjórnvöld höfðu loks gefið leyfi til að hann yrði fluttur undir læknishendur. Erin ætlaði að koma með þeim. Lfðan Jamics var voðaleg. En hann vissi að einhvern tfma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.