Morgunblaðið - 13.04.1978, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1978
Sem stendur eru tvær sýning-
ar í Norræna húsinu, Textíl-
félagið í kjallara og svenskur
grafík-maður í bókasafni og á
göngum. Það er því líflegt að
líta þar við þessa stundina. Það
er ekki langt síðan farið var að
sýna á göngum og í bókasafninu
og ég sé ekki annað en að það
gangi bara bærilega. Þetta
eykur auðvitað starfsemi
hússins, og er það sannarlega
vel. Við skulum fyrst aðeins
staldra við og líta á sýningu
Sextcn Ilaage, sem er á göngum
og í bókasafninu Hann er eins
og áður segir Svíi og sýnir 24
grafíkmyndir, þurrhál og
akvatinta. Þetta eru gríðarlega
vel gerðar myndir og tæknilega
alveg óaðfinnanlegar, að ég
held. Tólf þessara verka eru í
myndröð, er listamaðurinn
nefnir Europa Sviten og saman-
stendur aðallega af húsamynd-
um, en götur koma þar einnig
við sögu. Það er eins og lista-
maðurinn hafi sérlegan áhuga á
arkitektúr frá vissu tímabili, en
þrátt fyrir fullkomna tækni
finnst mér sumt af þessum
verkum vera nokkuð þungt í tóni
og það svarta hefur yfirhöndina
ef svo mætti komast að orði. Eg
held, að sum þeirra verka, sem
ekki eru í Europa Sviten, séu
það besta á þessari sýningu, en
í heild er hún heldur líflaus, en
snotur.
Textílfélagið
Textílfélagið mun vera ungt
að árum og hefur nú efnt til
Eitt af verkum Sixten Haage. „Vor“ eftir Sigrúnu Sverrisdóttur.
Sýningar í Norræna húsinu
sinnar fyrstu einkasýningar á
textíl, ef ég veit rétt. Stefnt mun
vera að því, að slíkar sýningar
verði haldnar annað hvert ár
hér, og vonandi tekst þessum
ágætu kvinnum að gera það. Það
eru allt kvinnur, sem sýna á
þessari sýningu, og eru þær
hvorki meira né minna en 17
talsins. Þarna getur því að líta
ýmislegt, sem er forvitnilegt, og
ég veit ekki, hvört menn hafa
gert sér grein fyrir, að jafn
mikið væri á ferð hjá okkur og
þessi sýning gefur til kynna.
Þarna eru ofin teppi, þrykkt
textíl, hannaðar flíkur og fínir
púðar, svo að nokkuð sé nefnt,
fyrir utan það, að hér ægir
saman ýmsum efnum, er þessir
starfskraftar nota til tjáningar
sinnar, og má til gamans nefna
Myndllst
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
þang, lopa, hrosshár, bómull og
ull. Ég verð að játa, að ég er ekki
það vel að mér í fræðunum, að
ég geti talað um þessa sýningu
af nokkurri verulegri þekkingu.
Ég kann til dæmis ekkert til
handverksins og þekki ekki
mikið til efnisins heldur. Jæja,
hvað með það, hér kemur smá
rolla um hlutina samt: Anna
Halla Björgvinsdóttir á þarna
mjög lagleg sjöl, Anna bóra
Karlsdóttir notar ull og bómull
til að gera skemmtilegt ver, sem
hún nefnir Myndir. Asgerður
Búadóttir er áberandi mest
sjóuð í sínu fagi og á þarna
merkileg teppi, sem gerð eru úr
hrosshári og ull. Hún virðist
vera í sérflokki á þessari
sýningu, enda hefur hún miklu
lengri starfsferil að baki en
aðrar stöllur hennar á þessari
sýningu. Ásrún Kristjánsdóttir
hannar textíl og sýnir lík verk
og hún átti á sýningu í Gallerí
Sólon sáluga íslandus. Eva
Vilhelmsdóttir hannar flíkur og
sýnir meðal annars anorak og
pils prjónað, sem ég tók eftir.
Fríður Ólafsdóttir sýnir tvö
verk, sem ég gluggaði sérdeilis í,
nr. 25 og 26. Guðrún
Gunnarsdóttir hannar fyrir
Álafoss og gerir mjög snotra
hluti. Guðrún Jónsdóttir sýnir
handofin húsgagnaáklæði, sem
mér féllu vel í geð. Hanna G.
Eínisskrái
Mozarti Forleikur að Töfra-
flautunni
Nordali Bjarkamál
Brahmsi Píanókonsert nr. 1
Einieikarii Hans
Richter-IIaaser
Stjórnandii Karsten Ander-
sen
Forleikurinn að töfraflaut-
unni er ævintýri, sem þarf að
flytja með nærfærni, ævintýri
sem flytjandinn þarf að trúa á
og þora að upplifa með hlust-
endum sínum, anna.rs verður
það aðeins saga af akrítnum og
ótrúlegum fyrirbærum, skrök-
saga. Varðandi Mozart á efnis-
skrá Sinfóníuhljómsveitarinnar
er það eftirtektarvert að hann
ér orðinn þar eins konar „start-
ari“. Á fernum tónleikum sem
eitthvað er leikiö eftir Mozart
hefjast þrennir á upphitunar-
forleikjum, en einum var „start-
að“ með sinfóníu og flautukons-
ert.
Að undanteknum forleiknum
að Töfraflautunni er rétt eins
„prógrammnefndin" þekki ekki
beztu verk Mozarts, eða treysti
hljómsveitinni ekki fyrir erfið-
ari verkum hans. Það er of
eftirtektarvert að skipuleggj-
endum tónleika hérlendis hefur
tekist að búa svo um, að
hljómleikagestir þekkja nær
ekkert af íslenzkum tónverkum,
með því m.a. að láta líða svo
langt á milli uppfærslu þeirra,
að bæði flytjendur og hlustend-
ur standa í sömu sporum og að
um frumflutning væri að ræða.
Ef það er rétt, sem undirritaðan
minnir, að Bjarkamál eftir Jón
Nordal hafi ekki verið flutt á
tónleikum í rúm 20 ár, eða síðan
1956, ætti þeim, sem eitthvað
þekkja til náms og lærdóms,að
#vera það ljóst, hversu vel
tónleikagestir hljóta að þekkja
Bjarkamál, þegar svo á móti
. stendur ofboðsleg ítroðsla fjöl-
miðlanna og svo sú staðreynd,
að hlustun góðrar tónlistar
Karsten Andersen
Tónllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
tekur langan tíma. Við flutning
verksins kom það ekki ósjaldan
fyrir að leikur hljómsveitarinn-
ar var mjög slæmur og vaknar
sú spurning hvort hlustandi
miði gæðamat sitt á gerð
verksins, við blæ og tóntaksmis-
tök t.d. strengjasveitarinnar,
sem minnti óþægilegá á „gamla
daga“. Frá þeim dögum er til sú
saga að tónverkið Ömmusögur
eftir Sigurð Þórðarson tónskáld
var flutt af útvarpshljómsveit á
tónleikum í Þýzkalandi og fékk
höfundurinn hljóðritun þessa
senda og greindi svo frá, að
hann hafi ekki þekkt verk sitt.
Upphafstónar þess hafi komið
sér svo ókunnuglega fyrir eyru,
að honum hafi helst dottið í hug
að um væri að ræða rugling á
segulbandsspólum. Athugun
leiddi í ljós að svo var ekki og
tónverkið var leikið eins og
tónskáldið hafði gengið frá því.
Ilans Richter-Haaser
Munurinn lá í því hve verkið var
mun betur fluLL hjá þessari
ónafngreindu þýzku útvarps-
hljómsveit en Sinfóníuhijóm-
sveit Islands. Þannig getur verið
mikill munur á flutningi verks
og hafi hlustendur ekki neitt til
samanburðar, eru áhrifin, sem
verkið skapar, reiknuð höfundi
til tekna eða skuldar.
Bjarkamál er góð tónsmíð og
á skilið betri flutningen nú varð
raunin á. Hér er ekki verið að
sakast við Karsten Andersen.
Hann getur ekki kennt okkur
Islendingum að bera virðingu
f.vrir eigin menningu og það er
kominn tími til að íslendingar
hætti þeim vanmeta- og heimsk-
ingjahætti að snúa „brjóstmynd
Jóns Sigurðssonar til veggjar“.
Sá sem það gerir vanvirðir og
lítillækkar ekki minnst sjálfan
sig. Heima fyrir er Karsten
Andersen leiðandi maður í
norsku tónlistarlífi og hefur
gert meira fyrir ísl. tónmennt
en nokkur annar gestastjórn-
andi, án þess að láta þess getið
eða óska eftir þakklæti. Tónleik-
unum lauk með flutningi á
fyrsta pianókonsertinum eftir
Brahms. Hans Richter-Haaser
lék konsertinn af miklum krafti
og var mótun hans á verkinu
eins og formgreining. Þetta var
þungur og sterkur Brahms. Það
framhald á bls. 17
Sinfóníutónleikar
Nútíma söngvar
Listráð Kjarvalsstaða stóð
fyrir tónleikum s.l. föstudag og
komu þar fram sænska sópran-
söngkonan Ilone Maros og Þor-
kell Sigurbjörnsson. Flutt voru
söngverk eftir Eskil Hemberg,
Sven-Eric Báck, Daniel Börtz,
sem allir eru sænskir, og tvo
ungverja, Miklós Kocsár og
Miklós Maros, en sá síðast-
nefndi er búsettur í Svíþjóð. Það
er fráleitt að bjóða upp á svona
tónleika, án þess að textar séu
prentaðir í efnisskrá, í stað þess
að fylla hana með sífelldu
þvaðri um að þessi eða hinn sé
„eitt þekktasta“ tónskáld Svía
ug gegni hinum og þessum
embættum. Það má vera að
erfitt sé að þýða t.d. ungverska
textann, en þá skandinavísku
hefðu ekki þurft að þýða og
Harmljóð Garcia Lorca sungin á
ungversku eru merkingalaus
fyrir Islendinga. Tónleikarnir
hófust á þremur söngvum eftir
Hemberg, sem ekki voru frekar
skýrðir en að þeir væru gjöf
tónskáldsins til „konu hans á
afmælisdegi hennar 1977.“
Lögin eru ekki óskemmtilegur
fjölskylduglaðningur og voru vel
sungin. Ánnað verkefnið var
Lamenti eftir Kocsár, við kvæði
eftir Gacia Lorca. Söngur er
tónræn útfærsla á tilfinningum
og blæbrigðum bundnum í orð-
um og án skilnings á skáldlegri
röðun þeirra í ljóð og tilfinnan-
legu inntaki er lítil von til að
hlustandinn geti notið söngsins,
nema sem tónferli og blæbrigði
eins og í hljóðfæratónlisl. Eina
verkið á þessum tónleikum, sem
undirritaður skildi að gagni, var
Monologhi 5 eftir Daniel Börtz.
Eintal 5 er næst siðasti kaflinn
í sex kafla tónverki, þar sem
hver kafli er sjálfstæð hljóð-
könnun á einleikshljóðfæri.
Kammersveit Rvíkur
Tónleikar þessir voru að
mestu byggðir upp á sænskri
nútímatónlist og voru sópran-
söngkonan Uona Maros og Mikl-
os Maros, sem stjórnaði tónleik-
unum, gestir Kammersveitar-
innar.
Þar sem undirritaður hefur í
fyrri skrifum látið þess getið að,
nauðsynlegt sé að textar ljóð-
anna fylgi í efnisskrá, er því við
að bæta, að ef tónlistin á
eitthvert erindi við textann
hlýtur túlkun og skynjun verks-
ins að vera samtengd merkingu
hans. Að bjóða tónleikagestum
upp á textalausa söngtónleika
eru vörusvik. Tónleikarnir hóf-
ust á tveimur söngvum eftir
Ingvar Lindholm og var fram-
haldiö með söngverki eftir
Miklos Maros. Þriðja verkið var
Strengjakvartett í einum þætti
eftir John Speight, en hann
hefur starfað hér á landi, sem
kennari viö Söngskóla Sigur-
sveins D. Kristinssonar, og hafa
nokkur tónverk eftir hann verið
flutt á tónleikum. Kvartettinn
er ljós í gerð, þar sem skiptist
á skýrt aðgreindar leikfléttur og
eins og hægt er að dæma eftir
fyrstu hlustun, væri ekki ólík-
legt að verkiðr þyldi meiri
andstæður í flutningi, sem að
öðru leyti var þokkalega fram-
settur. Eftir Sven-David Sand-
stöm var flutt tónverkið Just a
bit. Verkið er samið fyrir sópran
(án texta), fiðlu, fagott og
hörpu. Þar er leikið með hálf-
tónsbil og var einkurn skemmti-
legt að heyra nákvæmni söng-
konunnar í tóntaki hálftónanna.
Eftir Eskil Hemberg var svo
sungin „En gammal saga" við
kvæði eftir Paul Lindblom og
lauk svo tónleikunum á Decet
eftir Sven-Eric Báck. Decet er
viðamesta verk tónleikanna og