Morgunblaðið - 13.04.1978, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 13.04.1978, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRIL 1978 21 Sigþór Sigurðsson: Að varðveita sál í lifandi bæ Að varðveita sál í lifandi bæ Innan fárra vikna fara fram kosningar til sveitarstjórna á íslandi. Menn greinir talsvert á um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Þróunin hefur víða verið sú, að þrátt fyrir valddreifingarboðskap núver- andi ríkisstjórnar, hefur ríkis- valdið seilzt um of í málefni sveitarfélaga. Heilbrigðis- félags- og skólamál bera þess gleggst vitni. Fjárfestingar- stefna ríkisvaldsins hefur og gert sveitarfélögunum erfitt fyrir. Óeðlileg samkeppni um vinnuafl hefur kynnt undir verðbólgunni, en hún hefur mjög rýrt allt fé til fram- kvæmda og er erkióvinur sveitarfélaga sem og allra einstakiinga. Farsæl stjórn bæjarmála í Hafnarfirði Almenn ánægja hefur ríkt með stjórn Hafnarfjarðar síð- asta kjörtímabil. Hitaveita og slitlag á götur bæjarins hafa haft forgang, og er það vel. íbúum bæjarins hefur fjölgað jafnt og þétt. Þetta hlýtur að leiða af sér nokkurn vanda. Uppbygging þjónustustofnana ýmiskonar verður æ stærri þáttur í útgjöldum bæjarsjóðs, eins og í öðrum nútíma bæjarsamfélögum. Uppbygging við höfnina — olíuhöfn Hafnarfjörður á eina bestu höfn landsins, enda á hún sér langa og merka sögu. Samkeppni hefur verið vaxandi miili hafna á landinu. Feikilegar tekjur geta runnið í bæjarsjóð af höfninni. Það er ánægjulegt, að t.d. hið nýja bílaferjuskip, Bifröst, skuli hafa bækistöð í Hafnarfirði. Margs konar þjón- ustu þarf að efla í tengslum við höfnina og ef til vill þyrfti að kanna betur hvort ekki megi koma upp í Hafnarfirði stórri olíuhöfn, eða álíta menn það eitthvert náttúrulögmál, að hún tilheyri Reykjavík? Tengja þarf nýja og gamla bæinn Umhverfis og skipulagsmál eru nú víða rædd. Það þarf ekki að horfa lengra en til Reykja- víkur, þar sem allt logar í deilum í þessu efni. Þeim hefur ekki tekist að halda lífi í gamla miðbænum og eru nú að reyna að endurlífga það sem dautt er, en eins og menn vita hefur það aldrei gefið góða raun. Hafnfirðingar eiga fagran og sögulega merkilegan miðbæ. Við megum ekki gera sömu mistök og Reykvíkingar, heldur þurfum við að tengja hann nýrri hverfunum og gera hann að vaxandi sameiningartákni okk- ar Hafnfirðinga. Auka þarf atvinnutækifæri Hafnfirðingar vilja lifa og starfa í Hafnarfirði. Til þess að svo megi verða, þarf að laða til bæjarins ýmiss konar atvinnu- rekstur einkum á sviði iðnaðar og þjónustu. Þetta hefur verið gert í nokkrum mæli, en halda verður því áfram til að sporna gegn því að Hafnarfjörður verði svefnbær frá Reykjavík. Félagsmiðstöðvar og frjáls félög Ungt fólk þarf að eiga aðstöðu til að stunda heilbrigt tóm- stundalíf. Sjoppumenning hefur eins og víða annars staðar skotið rótum í Hafnarfirði, þrátt fyrir öflugt starf frjálsra félaga. Það er ætíð viss hópur æskufólks sem hvergi festir rætur. Reykjavík hefur gert átak til að mæta þörfum þessa hóps, svo og til að útvega frjálsum félögum húsnæði til sinnar starfsemi. Þar á ég við uppbyggingu svokallaðra félags- miðstöðva. Tímabært er að kanna, hvort grundvöllur sé fyrir slíka þjónustu i Hafnar- firði. Frjáls félög eiga sífellt í fjárhagsörðugleikum. Þau þurfa að eyða miklum dýrmætum tima í fjáröflun. Það er skylda bæjarfélags og ríkis að létta undir fjárhagsbagga þeirra, þannig að tími þeirra manna er við þessi mál starfa geti farið í aukið starf. Með styttri vinnu- viku fólks, verður þetta æ brýnna. Að horfa fram á við Þegar litið er til framtíðar- innar, virðast verkefnin óþrjót- andi. Þannig verður það sjálf- sagt ætíð í lifandi samfélagi. Hugmyndir manna og gildismat er síbreytilegt. Aðalsmerki okk- ar sjálfstæðismanna er að verð- veita einstaklingsframtak bæjarbúa, virkja það og efla, hvort sem um er að ræba á sviði aukinnar þjónuStu við almenn- ing í rekstri almenningsvagna, frjálsa félagastarfsemi eða einkareksturs í atvinnulífinu. Skúli Einarsson, matsveinn: Hver er rétt- ur sjómanna? Ungmennafélag Biskupstungna 70 ára Ungmennafélag Biskups- tungna er um þessar mundir 70 ára, en félagið var stofnað á sumardaginn fyrsta árið 1908. Var stofnfundurinn haldinn að Vatnsleysu og sóttu hann 30 manns. í starfsskýrslu frá árinu 1909 kemur m.a. fram að félagar eru um 35 og voru haldnir 10 fundir það ár. Eru á þeim fundum auk venjulegra fundarstarfa iðkaðar ýmsar íþróttir og af öðrum störfum félagsins má nefna að girtur var skógarrcitur, haldnir fyrirlestrar og skcmmtanir og síðar er hafin kartöflurækt við jarðhita og bókasafn er stofnað árið 1911. Leiklist hefur verið sinnt og verið settir á svið nokkrir tugir leikrita segir í frétt fram Ung- mennafélaginu, bæði stuttir leik- þættir og stærri verk svo sem Skugga^Sveinn og Lénharður fógeti. I vetur var sjónleikurinn Gísl eftir Brendan Behan settur á svið og sýndur 9 sinnum og var þetta fyrsti liðurinn af hátíða- höldum í tilefni 70 ára afmælisins. Á sumardaginn fyrsta hinn 20. apríl n.k. verður hátíðarveizla í Aratungu sem hefst kl. 14 og verður um kvöldið vaka með ýmsum dagskráratriðum og dansi. Býður Ungmennafélagið öllum núverandi og fyrrverandi félögum og öllu Biskupstungnafólki að taka þátt í þessum hátíðarhöldum. Síðar í vor er svo ráðgert að halda íþróttamót í tilefni afmælisins. Skelfir íslenskra sjómanna væri réttnefni örfárra ofurhuga innan íslensku tollgæslunnar sem setja metnað sinn í að eltast við sjómann sem kemur heim eftir langa útivist og hefur orðið á að versla fyrir sinn lögmæta gjaldeyri. Ekki trúi ég þó að öfund ráði gerðum þessara manna sem jaðrar allt að því við satisma yfir 1—2 kössum af bjór e$a tveimur fiöskum af víni. Því fara þessir herrar þá ekki tii sjós? En að vísu er betra að vera heima hjá sínum nánustu. Ríkið borgar líka vel þá yfirvinnutíma við mikla og góða leit, þó ekkert finnist því nógir eru aurarnir í þjóðarbúinu í dag. Einnig mætti segja mér að dýrt væri fyrir skipafélögin að láta skipin bíða úti á ytri höfninni eftir duttlungum tollvarðanna eftir af- greiðslu. Því ekki að láta íslenska réttarvernd kanna hver réttur borgarans er sem ég efa stórlega að sé nægur (í sambandi við tollalög- gjöfina). Nema þessir herrar séu með æðri embætti í huga en því trúi ég ekki, því kannski er ekki hægt að nota þá nema til að gramsa í eigum annarra hvort sem er, um borð eða í bílum fólks, sem er að sækja sína nánustu. (Skemmtilegt eða hitt þó heldur). Mér dettur í hug þessi setning: „Þakka góðgerðarnar góði en komdu, ég ætla að taka þig fyrir smygl.“ Hvað á sjómaður að gera við sinn lögmæta gjaldeyri? Leggja hann í banka erlendis? Það er bannað. Leggja hann í banka heima? Þið vitið hvernig það er. Kaupa til heimilisins og borga toll er heim er komið? Þá er gjaldeyrir- inn orðinn nokkur dýr. Fá sér konur og vín úti? Það er alveg bannað. Hvað skal þá gera? Hætta til sjós oggerast tollþjónn með samviskuna að leiðarljósi. Einnig finnst mér skylt að það komi fram, að þarna er margur góður drengurinn innan þessarar stéttar en þó finnst mér vera farið að týra á tíkarskarinu ef verra er að koma heim á Fróni en austur fyrir tjaldið góða. Ef menn innan einnar stéttar á okkar litla landi eru hræddir hver við annan, þá finnst mér illa farið á okkar góða, fagra landi. Að endingu vil ég óska þess, að þeir innan þessarar stéttar, sem eru og hafa verið mannlegir, haldi því áfram því'þá mun þeim vel farnast og ekki trúi ég öðru en að íslenska sjómanna- stéttin verði fámenn áður en lýkur ef þessum árásum á hana linnir ekki, því ég veit að eyjan okkar getur ekki án sjómanna verið og einnig veit ég að í hugum manna er mikil kergja út af þessum ófögnuði. Trúi ég ekki öðru en hægt sé að framfylgja lögum á mannúðlegri hátt en gert er við sjómenn oft á tíðum. Með ósk um breytta tollalöggjöf sjómönnum í hag, sem þeir eiga réttilega skilið, og að þeir þurfi ekki að koma heim til sín eins og sakamenn, óska ég ykkur alls hins besta á ókomnum .árum og velfarn- aðar í starfi og leik. Skúli Einarsson matsveinn. Tunguseli 4. CITROÉNA' TÆKNILEG FULLKOMNUN CITROÉN^CX DRAUMABILL FJÖLSKYLDUNNAR ÞEGAR ÁKVEÐIN ERU BÍLAKAUP ER NAUÐSYNLEGT AÐ VITA HVAÐ FÆST FYRIR PENINGANA ------HVAÐ BÝÐUR CITROÉN* YÐUR?-------- 1. Báðir bílarnir hafa verið valdir bílar ársins. 2. Fullkomið straumlínulag gerir bílinn stöðugri og minnkar bensíneyðslu. 3. Framhjóladrifið, sem CITROÉN byrjaði fyrstur með skapar öryggi í akstri við allar að- stæðui. 4. Vökvastýri, (CX) með þeim eiginleikum að átakið þyngist, því hraðar sem er ekið. 5. Vökvafjöðrun (aðeins á CITROÉN) skaþar eiginleika og öryggi sem enginn annar bíll get- ur boðið upþ á. T.d. hvellspringi á miklum hraða er það hættulaust, enda má keyra bílinn á þrem hjólum. 6. Vökvahemlar sem vinna þannig að hemlunin færist jafnt á hjólin eftir hleðslu. 7. Þrjár mismunandi hæðarstillingar, með einu handtaki, gerir bílinn sérstaklega hentugan við íslenskar aðstæður, t.d. í snjó og öðrum tor- færum. Samkvæmt sænskum skýrslum reyndist CITROÉN einn af fjórum endingarbestu bilum þar i landi. 9. CITROÉN er sérstaklega sparneytinn. 10. Miðað við allan tæknibúnað er verðið á CITROÉN mjög hagkvæmt. 8. L SAMA HÆÐ ÓHAÐ HLEÐSLU - SAMA STAÐA ÓHÁÐ ÓJÖFNUM G/obus? LÁGMUU 5. SÍMI81555 é

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.