Morgunblaðið - 13.04.1978, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 13.04.1978, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1978 Leikkonan myrt í „leikritinu” JAMES Thomas, „sjállmenntaður leikritahöfundur“, hélt í dag fram sakleysi sínu í máli ungrar leikkonu sem myrt var með hamri. Leikkonan. Patricia Cowan, hélt að verið væri að reyna hana í hlutverki í „leikriti" eftir Thomas, sem hann nefnir „Ilamar"1. Lögregluyfirvöld telja að eina ástæðan fyrir morðinu sé að Thomas hafi langað að vita hvernig tilfinning væri að myrða mann. Thomas sagðist einnig vera saklaus af að hafa nær barið fjögurra ára gamlan son Patriciu til bana með hamri. Yfirvöld segja að vinkona Patriciu, Gwendolyn Chenauit, hafi verið vitni að morðinu. Hún er nú í gæzluvarðhaldi ásamt annarri konu, Lyneil Garlington, sem á að hafa reynt að fela morðvopnið. Garlington á einnig að hafa látið Thomas hafa lista með nöfnum fjögurra leikkvenna, sem hugsanlega gætu „leikið" í „Hamri“. Á listanum var nafn Patriciu Cowans, og hafði verið merkt við það. Vinur Patriciu Cowans, Aljean Cheatham, samdi fyrir nokkru leikrit, sem hún lék í. I leikritinu er atriði svipað morðatriðinu í „Hamri“, og er talið iíklegt, að Thomas hafi fengið hugmyndina að sínu „leikriti" þaðan. 12 millj. dalir til flóttafólks (;< nl 12. aprfl. AI> POtJL Hartling. formaður flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóð- anna, skoraði í dag á þjóðir heims að leggja fram 12 milljónir Veður víða tím heim Amsterdam 6 sólskin Apena 21 bjart Berlín 7 skýjað _ Briissel 6 bjart Chicago 14 bjart Frankturt 7 rigning Genl 5 skýjað Helsinki 8 skýjaö Jóh.b. 18 sólskin Kaupm.h. 9 skýjað Lissabon 15 sólskin London 8 rigning Los Angeles 21 skýjað Madrid 11 sólskín Malaga 13 súld Miami 26 bjart Moskva 9 bjart New York 11 bjart Ósló 7 snjókoma París 7 léttskýjað Róm 22 skýjað Stokkh. 7 skýjað Tel Aviv 22 skýjað Tokýó 12 rigning Vancouver 12 sólskin Vín 20 sólskín Poul Ilartling. Bandarikjadala (um 3 milljarða króna) til hjálpar um 300.000 flóttamiinnum frá Ogaden. Flóttamennirnir flýðu Ogaden-svæðið í nýafstöðnu stríði Sómalíumanna og Eþfópíumanna. Flóttamennirnir eru nú flestir í Djibouti í Sómalíu og í Eþíópíu. Peningana á aö nota til aö faeða flóttafólkiö og reisa því hús. Þá á einnig að sjá flóttafólkinu fyrir lyfjum og menntun. ERLENT Féllu tólf í sprengingu? Damaskus. 12. aprfl. AP. SÝRLENDINGAR ásökuðu íra- elsmenn í dag um að hafa komið fyrir sprengju-gildru inni í Sýr- landi er varð 12 manns að bana. Sögðu sýrlenskar heimildir að sprengjan hefði sprungið 1. apríl, og stafaði nokkur hætta af geislavirkum efnum sem í henni voru. Sprengjan var þó ekki kjarnorkusprengja, heldur sögðu Sýrlendingar að sprengjunni hefði verið komið fyir í útvarpi. Þegar hún sprakk losnuðu rafeindir, sem fregnir hermdu að gætu verið hættulegar mönnum.. Á sunnudag hrundi tveggja alda gömul bogabrú yfir ána Loire í bænum Tours í Frakklandi. Enginn slasaðist, en mikið tjón hlaust af því allar síma- og rafmagnslínur til lunilTI limmrlí borgarinnar, sem og vatnslagnir lágu um brúna. Brúin var UX IXXXI XIX IXXIIXI 35 metrar á lengd og var stolt borgarbúa. Mikið tjón er 100 fðngum sleppt úr haldi í Rhódesíu Salishury. Rhf>desíu. 12. apríí. AP. RHODESÍUSTJÓRN sagði í dag að á morgun, fimmtudag, yrði um 100 pólitískum föngum sleppt úr haldi í landinu. Hafa stjórnvöld boðið yfir 50 hlaðamönnum hvað- anæva að. að vera viðstaddir, en jafnframt sagt að blaðamönnun- um sé óheimilt að skrifa nokkuð um aðbúnað fanganna og fangelsi Rhódesíu yfirleitt. Fangarnir 100 eru þeir fyrstu af 461, sem lofað hefur verið að láta lausa. Hinum verður sleppt á næstu dögum. Ekki er enn vitað í hvaða fangelsi fangarnir 100 eru, en yfirvöld fangelsismála í Rhódesíu hafa sagt að blaðamönnunum verði ekki tilkynnt það fyrr en á leiðinni þangað. Ráðamenn Rhódesiu, Ian Smith, Ebel Muzorewa, Ndabaningi Sit- hole og Jeremiah Chirau ákváðu fyrir skömmu að sleppa nokkur hundruð föngum og hafa 254 þegar verið látnir lausir. Dómsmálaráðherra Rhódesíu, Peter Claypole, bar í dag til baka fregnir um að dragast mundi úr hófi að láta fangana lausa. Sagði Claypole að mikil pappírsvinna væri fylgjandi náðununum og því gætu þær dregist aðeins. Meðal annars verða fangarnir að skrifa undir skjal, þar sem þeir heita því að haga sér friðsamlega og brjóta ekki landslög. Claypole sagði einnig að föngun- um yrði séð fyrir flutningi heim til sín. Þá sagði hann að ekki hefði unnizt tími til að kynna ættingjum allra fanganna að þeir hefðu verið náðaðir, og því verið ákveðið að engir ættingjar skyldu taka á móti þeim. Aðspurður um það hvort sumir hinna náðuðu væru fylgismenn blökkumannaleiðtoganna Nkomo og Mugabe, sem afneitað hafa samkomulagi stjórnar Smiths og blökkumanna um framtíðarskipan mála í Rhódesíu, sagði Claypole: „Ekki hefur verið tekið tillit til þess hvaða stefnu hinir náðuðu aðhyllast. Fangarnir eru einungis valdir með tilliti til öryggis í landinu. Við vitum jafnvel ekki hvaða stjórnmálaskoðanir sumir hinna náðuðu hafa.“ 15 fallið 14 daga bardögum í Beirút Ucirút, 12. april. Reutor. SYRLlENSKIR herir vopnaðir skriðdrekum og eldílaugum rcyndu í dag að stilla til friðar í IJeirút, eftir fjögurra daga blóð- uga bardaga í höfuðborginni milli hægri- og vinstrimanna. Að minnsta kosti 15 hafa fallið í bardögunum og 75 særst. Bardagarnir hófust þegar hægri menn minntust þess að þrjú ár eru síðan átök hófust í Ain Rummaneh-hverfinu í Beirút. Átökin breiddust fljótt út og urðu upphafið á borgarastyrjöld í land- Hægrimenn ásökuðu Palestínu- skæruliða um að hafá hafið bardagana fyrir fjórum dögum og lýktu átökunum við atburðina 1975. Yfirmenn Palestínuskæruliða báru ásakanir hægrimanna til baka, og vitni segjast ekki hafa séð vinstrimenn taka þátt í átökunum nú. Leiðtogar hægrimanna, Bashir Gemayel og Dany Chamoun, sögðu í dag að stjórn Líbanons væri með öllu ófær um að halda uppi friði í landinu. Gemayel sagði á blaða- mannafundi að „því miður getur enginn haldið Palestínuskærulið- um í skefjum". Hann bætti við að hægrimenn hefðu stungið upp á því að líbanski herinn og hægrimenn, ásamt friðargæzlusveitum Araba, tækju að sér friðargæzlu í Líbanon. "Skothvellir heryðust enn í dag í hverfum hægri- og vinstrimanna, en stórkostahríðin sem verið hafði var fyrir löngu hætt. Flestir skólar í.hverfum krist- inna hægri manna voru lokaðir í morgun, og margir óttast að til nýrra átaka geti komið á næst- unni. Létt tekið á broti Marks Phillips Anna Bretaprinscssa og eiginmaður hennar Mark Phillips. Ilann var tekinn um daginn fyrir of hraðan akstur, í annað sinn á einu ári. BímiíIp. Englandi. 12. apríl. AP GAMALREYNDUR cnskur dómari, Vera Brey, tilkynnti í dag, að hún ætlaði að segja af sér til að mótmæla því hve létt va>ri tekið á umferðarlagabrot- um meðlima brezku konungs- fjölskyldunnar. „Mér virðist sem það séu sérstök lög fyrir hina ríku og önnur fyrir fátæka,“ sagði Brey, eftir að Mark Phillips, eigin- maður Önnu prinsessu, var aðeins gert að greiða 15 sterl- ingspund (um 7.200 krónur) fyrir of hraðan akstur. Þetta var í annað sinn á einu ári, sem Mark er sektaður fyrir of hraðan akstur. „Svo virðist sem dómararnir í London hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að móðga ekki konungsfjölskylduna," sagði Brey, en hún hefur verið dómari í 21 ár og auk þess borgarstjóri Bootles. Bootle er smáborg í Norður-Englandi. „Hefði ég átt að dæma í máli hans, hefði ég sektað Mark um 100 til 150 pund,“ sagði Brey. Mark Phillips viðurkenndi að hafa ekið um götur Lundúna á 45 til 90 kólómetra hraða, en leyfilegt er að aka þar á 45 kílómetra hraða á klukkustund.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.