Morgunblaðið - 12.09.1978, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.09.1978, Qupperneq 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978 Námsstjóri í Tónmennt rætt við Njál Sigurðsson í Þórbergskri smákytru á f jórðu hæð húss staðsettu í Þingholtunum — nánar tiltekið fyrir austan gömlu prentsmiðjuna sem kennd var við tímamótamann í tónlistarsögunni, Gutenberg; fyrir sunnan Gamla bíó sem í rjáfrum og á hanabjálkum geymir enduróm íslensks Kullaldarsöngs, fyrir vestan Mokka kaffi þar sem ungir tónsmiðir riðu um hetjuhéruð og leystu lífsgátuna fyrr á öldum, og fyrir norðan kirkju aðventista sem alltaf er verið að mússisera í — situr á stundum kvintctt tónlistarmanna, í mikilli þröng og sátt, við að hnoða það tónlistardeig og baka sem bera á ungmennum íslenskrar framtíðar. Þar getur stærsta og smæsta ákvörðun mótað líf þúsunda barna jafnt lífs sem óborinna, kennara og fjölskyldna, Sveigt hugi inn á ókannaðar brautir, vakið andúð sem unað, forvitni og fordóma. Gefum við bakstrinum gaum í hlutfalli við mikilvægi hans? Á skrifstofu tónmenntamámsstjóra er jafnan margt um manninn og verkefni. Skrifstofan er uppspretta kennslugagna sem okkur hefur vanhagað um f allt of mörg ár, kennslubóka, kennarahandbóka auk áætlana hvers konar. Margvíslega upplýsingu er þar að fá> Til að anna ' tónmenntakennaraþörf árið 1987, eftir níu ár, er áætlað að við þurfum að eiga rúmlega eitthundrað starfandi tónmenntakennara, kennara í fullum stöðum. í dag starfa 50 sérmenntaðir tónmenntakennarar í landinu! Og annað — Skólarannsóknadcild mennta- málaráðuneytisins var komið á laggirnar með forstöðu Andra Isakssonar árið 1966. Deildin annast ekki fyrst og fremst rannsóknarstörí eins og nafn hennar gefur þó til kynna, heldur samningu og útgáfu námsefnis samkvæmt námsskrá grunn- skóla. Þegar starfsemi deildar- innar hófst voru skipaðir sérstak- ir starfshópar í hverri lögboðinni námsgrein. Undirbúningshópar gerðu úttekt á stöðu námsgreina og settu fram tillögur um hvernig staðið skyldi að endurskoðun námsefnis, kennslufyrirkomu- lags og prófa. Oft tók það nefndirnar um það bil eitt ár að taka saman álit þar sem staða greinarinnar var tíunduð í hnot- skurn. Njáll Sigurðsson náms- stjóri í tónmennt og starfsmaður Skólarannsóknadeildarinnar var inntur eftir því hvenær nefndará- lit tónlistarstarfshópsins kom fram. Svar hans við þessari spurningu og fleirum kemur fram í eftirfarandi viðtali sem er ætlað að varpa ljósi á starf og verkahring námsstjóraembætt- isins. Nefndarálit 1972 „Sex manns hófu störf haustið 1971 og skiluðu nefndaráliti ári seinna eða í ágúst 1972. í nefnd þessari áttu sæti Egill R. Friðleifs- son, Jón Hlöðver Áskelsson, Sig- ríður Pálmadóttir, Jón Ásgeirsson, Njáll Sigurðsson og Stefan Edel- stein, sem jafnframt var formaður nefndarinnar. Undanfari þessa nefndarstarfs var rannsóknar- verkefni á vegum deildarinnar um stöðu tónlistar í skólakerfinu, en Stefan Edelstein annaðist hana. Stefan birti um rannsóknina ítarlega skýrslu í tímaritinu Menntamál ekki alls fyrir löngu. Strax og nefndin hafði skilað áliti var farið að huga að samningu námsefnis samhljóða því, en inn- tak þess var í stórum dráttum þetta: Fjallað var um tímafjölda til tónmenntakennslu; námsmark- mið, gefin dæmi um námsefni; vægi og skörun einstakra náms- efnisþátta (þ.e. hlutfall t.d. söngs og hlustunarefnis); tengsl tón- menntanáms við nám í öðrum greinum (t.d. tengsl við móður- málskennslu, íþróttir, mynd- og handmennt, eðlisfræði); kennslu- og námsaðferðir; vinnuaðstöðu og kennslutæki; námsmat; námsbæk- ur og kennarahandbækur; kenn- aramenntun. I lok nefndarálitsins kom sá kafli sem reynst hefur langlífari en aðrir, eða svokölluð framkvæmdaáætlun. í henni eru settar fram í línuritsformi tillögur um í hvernig áföngum skuli unnið að samningu og útgáfu námsefnis. I viðauka nefndarálitsins er rætt um tónmennt á forskólastigi og í sérbekkjum, og einnig hljóðfæra- kennslu í grunnskólum." Blm.i Hver var fjöldi tón- menntakennslustunda í skólum almennt 1972? „Þegar viö hófumst handa var það viðtekin venja að einn söng- tími væri í viku hverri. Er tilraunakennsla nýs námsefnis fór af stað var hins vegar veitt heimild fyrir upptöku tveggja kennslustunda á viku í tilrauna- bekkjum. Nú í vetur er tímaskipt- ing námsgreina orðin meira í höndum einstakra skólastjóra; fer eftir aðstæðum og er sveigjan- legri." Námsefnisgerð og endurskoðun Blm.i Hvert var næsta skref eftir að nefndarálitinu hafði verið skilað 1972? „Stofnaður var annar starfshóp- ur til námsefnisgerðar. I honum áttu sæti Sigríður Pálmadóttir, Njáll Sigurðsson, Guðfinna Dóra Ólafsdóttir og Herdís Oddsdóttir. Hópurinn hóf störf haustið 1972. Fyrsta námsbókin kom svo út vorið 1973 og var notuð við kennslu þá um haustið. Samin var handbók fyrir kennara 1. bekkjar, og kennsluefni safnað saman og það fjölritað fyrir nemendur. Til- rauna-kennsla hófst í nokkrum skólum strax þennan vetur. Um vorið og sumarið á eftir var námsefnið endurskoðað og lag- fært. Haustið 1973 kom svo út fyrsta eiginlega kennslubókin í tónmennt á grunnskólastigi. Blm.i Hvað hafði endurskoðunin í för með sér? „Það , að sett var fram ársyfir- lit, eða tillögur um skiptingu námsefnis og dreifingu á skólaár- ið, og hlutfall þess innan hverrar kennslustundar. Við höfum haldið áfram gerð ársyfirlita við skipu- lagningu námsefnis þeirra grunn- skólabekkja sem síðan hafa bætst í hópinn. Skipulagt námsefni hefur verið samið fyrir fyrsta bekk og allt til þess fimmta. Blm.i Hvernig reynist að rétta kennurum allt kennsluefni skil- merkilega vegið, hnoðað og bakað? „Við efuðumst sjálf um rétt- mæti þess að láta kennurum í té kennsluefni sem ef til vill kynni að hefta hugmyndaflug þeirra. En við rökstuddum þessi vinnubrögð m.a. með því að margir tónmennta- kennara okkar hafa ekki að baki mikla menntun og þjálfun í Tónhvísl eftir GUÐMUND EMILSSON kennslufræðum. Auk þess auðveld- aði þetta skipulag námsefnisgerð- ar. Við þóttumst þess viss að persónuleiki hvers kennara, kennslustíll og áhugamál, myndu halda velli þrátt fyrir þessa námsefnis holskeflu. Við gerðum ráð fyrir að efnið breyttist í meðförum, sem og varð raunin.“ Hugmyndafræði Blm.i Var einhver ákveðin hug- myndafræði lögð til grundvallar námsefnisgerðinni og skipulagi hennar? „Já, að vissu marki tókum við hugmyndir Kodaly og hefðir í tónlistaruppeldi Ungverja okkur til fyrirmyndar. Kennsla sam- kvæmt hugmyndum Kodaly fer að miklu leyti fram í gegnum söng- inn. Söngurinn er sa ás sem allt annað vinst upp á. Kennslan og þjálfunin er byggð á því efni sem nærtækast er t.d. þjóðlögum og alþýðutónlist. Við bætum síðan við ýmsu öðru efni til að ná samfelld- ari námsyfirferð og kerfisbundn- ari framvindu og auka fjöl- breytni." Blm.t Voru einhverjar aðrar grundvallarhugmyndir hafðar til hliðsjónar við gerð námsefnisins? „Já. Skörun námsefnisins er skipulögð í ársyfirlitum. Nýtt efni er kynnt með hliðsjón af og í tengslum við fengna reynslu nem- andans. Kennarinn höfðar oft til þess sem börnin muna og kunna meðvitað eða ómeðvitað, frá fyrri kennslustundum. Þetta er einnig ein grundvallarhugmynda Kodal- ys.“ Blm.i Fljótt á litið virðist sem gert sé ráð fyrir töluvert hraðri yfirferð námsefnis? „Já, þetta er rétt. Ég held við höfum haft tilhneigingu til að ætla fullmikið efni í hvern tíma. En við bendum kennurum á að hægt sé að sleppa og hagræða. Námsefninu má skipta í „kjarna" og „val“. Við æskjum þess eins að kennarinn reyni að komast yfir kjarnann ef það er hægt.“ Gagnrýni Blm.i Hver hafa viðbrögð kenn- ara verið? „Fátt var um kennslubækur þegar nýja námsefnið kom út og það hlaut því að fá fremur góðar undirtektir. Mikið af kennsluefn- inu hafði fram til þessa verið óaðgengilegt, t.d. þjóðlagasafn sr. Bjarna Þorsteinssonar, eða óþekkt með öllu. Auðvitað hafa komið fram gallar á kennsluefninu enda um algjört brautryðjendastarf að ræða.“ Blm.i Hvers eðlis hefur gagn- rýnin verið? „Það er kvartað undan að námsefnið sé of þykkt smurt, þótt það sé ekki heilög skylda kennara að fara yfir það allt. Þetta er mest áberandi í kennsluefni 4. og 5. fyekkjar, og kannski er námsefnið í því tilfelli hreinlega of þungt. En samkvæmt áætlunum okkar á að Tveir af starfsmönnum Skólarannsóknadeildar menntamálaráðuneytisins, tónmenntakennararnir Guðfinna Dóra Ólafsdóttir og Pétur Hafþór Jónsson. Ótrúlega margþætt starf er unnið hér við erfiðar aðstæður. Afmælisþing SÍBS: Samvinna við Öryrkjabanda- lagið um byggingu vinnustað- ar fyrir öryrkja í heimahúsum „AÐALMÁL þessa þings var fyrir- huguð samvinna við Öryrkja- bandalagið um byggingu tengi- byggingar við Hátún 10 til að skapa vinnuaðstöðu fyrir öryrkja í heimahúsum og það var samþykkt að stefna að því að framkvæmdir hefjist á næsta vori,“ sagði Kjartan Guðnason formaður SÍBS, er Mbl. ræddi við hann í gær um 21. þing SIBS um helgina, sem jafnframt var 40 ára afmælisþing. Kjartan sagði að áframhaldandi framkvæmdir að Reykjalundi hefðu einnig verið á dagskrá, en í þeim efnum hefði þó ekkert verið ákveðið. Á 40 ára afmælisþingi SÍBS voru staddir fulltrúar berklavarn- arsambandanna á Norðurlöndum í tilefni þess að Samband norrænna berklasjúklinga var stofnað á Reykjalundi fyrir 30 árum og var afmælisþing þess haldið í gær. Á afmælisþingi SÍBS var afhjúpað listaverk eftir Leif Breiðfjörð í nýrri dagstofu vistmanna að Reykjalundi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.