Morgunblaðið - 21.10.1978, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1978
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
Evrópukeppnin í knattspyrnu
Mala Eyjamenn
Slask á mölinni?
VESTMANNAEYINGAR mæta pólska liðinu Slask frá
Wroclaw á Melavellinum í dag og hefst leikurinn
klukkan 14.00. Leikurinn er liður í UEFA bikarkeppn-
inni og er þetta í þriðja skiptið sem íslenzkt lið kemst í 2.
umferð keppninnar. ÍBV hélt blaðamannafund á Hótel
Esju í fyrradag og pólska liðið kynnt. Þjálfari liðsins
Aleksander Papievski sat fyrir svörum blaðamanna,
ásamt forráðamönnum ÍBV.
Melavöllurinn
Rétt einu sinni er Melavöllurinn
vettvangur stórleiks í fótbolta.
Auðvitað væri æskilegra að leikur
sem þessi færi fram á grasi, en því
er ekki að heilsa. Fram kom hjá
Eyjamönnum, að allt of seint v’æri
til þess að leika á Laugardals-
vellinum. Þá var spurt um gras-
völlinn í Kópavogi, sem er valla
fullkomnastur hérlendis. Eyja-
menn fengu synjun frá Kópavogi á
þeirri forsendu, að beiðni þeirra
hefði komið of seint. Ef Eyjamenn
hefðu ákveðið sig fyrr, hefði verið
sjálfsagt að lána völlinn. Það
reyndist Eyjamönnum ókleift,
sökum þess að framan af stóð til
að leika báða leikina í Póllandi. Þá
vildu Eyjamenn lýsa yfir gremju
sinni yfir því banni sem UEFA
setti á völlinn í Eyjum. Var bannið
lagt á vegna þess að öryggi
leikmanna þótti ekki nægilega
tryggt, girðingar umhverfis völl-
inn væru lélegar. Síðan viscu allir
framhaldið, öryggi Eyjamanna var
ekki betur tryggt en svo á írlandi,
að fjöldi áhorfenda réðist inn á
völlinn og Friðfinni Finnbogasyni
var greitt rothögg. Að þessari
upptalningu lokinni, er ljóst, að
annað hvort varð Melavöllurinn
fyrir valinu, eða ekkert. Hitt er
AC Milan
áfram?
Einnleikur fór fram í 2. umferð
UEFA-bikarkeppninnar í fyrra-
kvöld. Þá léku í Búlgaríu, Levski
Spartak og ítalska liðið AC
Milan. Jafntefli varð, 1—1, eftir
að bæði liðin höfðu skorað á
fyrstu mínútu leiksins. ítalirnir
náðu forystunni með marki Ki-
odi, en búlgarska liðið jafnaði
samstundis með marki Milkov.
Fleiri mörk voru ekki skoruð þó
að 89 mínútur væru til leiksloka.
Möguleikar ítalska liðsins á
áframhaldandi þátttöku ættu nú
að vera miklir.
svo apnað mál, að mölin mun
vafalaust koma Eyjamönnum til
góða, því að fram kom að leikmenn
Slask hafa aldrei á malarvöll
stigið. Ef menn rekur minni til,
léku Skagamenn fyrir nokkrum
árum gegn sovézka stórliðinu
Dynamó Kiev á Melavellinum og
gáfu rússneska birninum ekkert
eftir. Kænugarðsliðið var feiki-
sterkt um þær mundir, miklu
sterkara heldur en Slask er nú eða
hefur nokkru sinni verið. Slask sló
í síðustu umferð liðið Larnaca frá
Kýpur út úr keppninni. Knatt-
spyrna er ekki hátt skrifuð á
Kýpur og þar er leikið á hörðum
leirvöllum. Svo fór, að Slask náði
aðeins jafntefli á útivelli, en komst
áfram á góðum heimasigri, það er
ekki sannfærandi og gefur vonir
um góða framgöngu Eyjamanna.
Slask
Slask frá Wroclaw er lið pólska
hersins og á þessu keppnistímabili
hefur því ekki vegnað sem skildi.
Er liðið aðeins um miðja deild í
Póllandi. Þetta er í fimmta skipti
sem liðið tekur þátt í Evrópu-
keppni og tvívegis hefur félagið
komist í 8 liða úrslit. Það var í
UEFA bikarnum árið 1975—76,
þegar þeir féllu loks úr fyrir
Liverpool og síðan i keppni bikar-
hafa árið eftir, þegar Napólí sló
liðið út. Með Slask leikur einn
núverandi landsliðsmaður, en það
er miðvörðurinn sterki Wladislaw
Zmuda. Zmuda var sagður einn
sterkasti varnarmaðurinn í
Argentínu í sumar leið, fá Sigurlás
og félagar þar erfiðan mótherja.
Sagði Papiwski, að þrátt fyrir að
hann vissi ekkert um íslenzka
knattspyrnu og að lið hans hefur
aldrei fyrr leikið á möl, væri hann
eftir atvikum bjartsýnn á sigur
sinna manna og þeir myndu leika
opinn sóknarleik og reyna að skora
sem mest af mörkum.
Eyjamenn tilbúnir
Það kom fram, að nokkrir
Eyjamanna hafa átt við flensu að
• Örn óskarsson kom ÍBV áfram
í aðra umferð með því að skora á
útivelli á móti Glentoran. Von-
andi tekst honum að skora f dag á
Melavellinum.
stríða undanfarna daga, en líklegt
er þó að allir verði frískir þegar í
slaginn verður komið í dag.
Þjálfari Eyjamanna í sumar,
George Skinner hefur ekki sést
siðan að liðið lék síðari leikinn við
Glentoran og vita Eyjamenn
nákvæmlega ekkert um afdrif
hans, þrátt fyrir að hann hafi
ætlað að sjá um liðið allt þar til að
keppnistímabilinu væri lokið. í
forföllum Skinner hefur Sigmar
Pálmason séð um þjálfun liðsins
og hefur verið sgft stíft að
undanförnu.
Verður tap?
Það kom fram á fundinum, að
ÍBV varð fyrir miklu fjárhagstapi
í leikjunum gegn Glentoran, mjög
fáir áhorfendur mættu í Kópa-
voginn og kostnaður var allur
gífurlegur. Vestmannaeyingar
gera sér hins vegar þær vonir, að
þetta standi allt til bóta, enda allt
annað og sterkara lið sem boðið er
upp á. Telja Eyjamenn, að það
verði a.m.k. 2500—3000 manns að
sýna sig ef endar eiga að ná
• Sigurlás Þorleifsson hinn
marksækni og leikni framherji
ÍBV.
saman. Það er óhætt að taka undir
þá von Eyjamanna að sem flestir
sjái sér fært að sjá leikinn, því að
það er ekki á hverjum degi sem
íslenzkt lið leikur í 2. umferð
Evrópukeppninnar. Þó að dálítið
af glansinum fari af við það að
leikið er á möl, ber að líta á það að
þá eru sigurlíkur landans aðeins
meiri og það er heldur ekki á
hverjum degi að íslenzk lið vinna
leiki í Evrópukeppnunum.
- gg.
Fékk mann til að sjá um afliend-
inguna sagði formaður HKRR
ÞAÐ vakti verðskuldaða athygli
eftir leik Vals og Víkings í
Reykjavikurmótinu í handbolta, að
ekki virtist vera nokkur mættur til
þess að afhenda sigurvegurunum
verðlaunin, en með tveggja marka
sigri sínum tryggðu Valsmenn sér
Reykjavíkurbikarinn. Mbl. hafði
samband við Úlfar Steindórsson,
formann HKRR og spurði hann
hvað ylli slíkum vinnubrögðum.
— Það sem gerðist er auðvitað
óafsakanlegt og á mína ábyrgð sem
formanns HKRR, en sannleikurinn
er sá að ég hafði fengið mann til
þess að sjá um verðlaunaaf-
hendinguna. Hann hafði síðan
fengið annan mann til liðs við sig.
Annar gat ekki mætt, en hinn var
þess albúinn að færa sigurvegurun-
um verðlaun sín. Við hjá HKRR
höfðum rætt það mjög ýtarlega á
fundi kvöldið áður, að markahlut-
fall skyldi ráða. Þarna voru
fulltrúar frá báðum liðum, m.a.
Rósmundur Jónsson frá Víkingi.
Það var sem sagt báðum aðilum
fullljóst að Val nægði tveggja
marka sigur. Valsmenn héldu meira
að segja að þeir þyrftu að vinna með
4 mörkum. Síðan gerist það , að
Valsmenn unnu með tilskildum
tveimur mörkum og voru þar með
orðnir Reykjavíkurmeistarar. Þá
blandar sér í málið Sigurður
Jónsson, formaður HSÍ, og tilkynnir
að svona nokkuð sé ekki samkvæmt
reglum HSÍ, þar gildi markamis-
munur en ekki markahlutfall og þar
sem hann var jafn hjá báðum
liðunum bæri að leika annan leik.
Maðurinn sem þarna var staddur til
að afhenda verðlaunin er Valsari og
er hann heyrði orð formannsins
varð hann ragur við að afhenda Val
bikarinn ef vera kynni að hann væri
að gera einhverja vitleysu. Var þá
hringt í mig og staðfesti ég þá að
Valur væri Reykjavíkurmeistari.
Víkingum var fullljóst að þeir höfðu
tapað þessu, en þarna sáu þeir sér
leik á borði og þeim tókst að hleypa
afhendingunni upp. Valsmenn hafa
því ekki verið formlega krýndir enn
þá, en það verður gert á næstunni,
það ætla ég sjálfur að sjá um og þá
verða vonandi engir öskrandi og
æpandi í kring — sagði Úlfar
Steindórsson. — gg.
KR gegn Njarð-
víkum helgina
ÞAÐ ER stórleikur í körfunni um
þessa helgi, en á morgun leiða
saman hesta sína KR-ingar og
Njarðvíkingar. Fleiri ieikir eru þó
einnig á dagskrá og fara þeir fram
í dag.
Stúdentar fara norður til Akur-
eyrar og leika þar í dag klukkan
14.00 við Þór. Stúdentar eru e.t.v. að
ná sér á strik eftir góðan sigur gegn
Valsmönnum á dögunum, en Þórs-
arar eru einnig til alls líklegir.
í dag klukkan 14.00 leika síðan
Valur og ÍR í íþróttahúsi Hagaskól-
ans. Verður þar vafalaust um mikla
baráttu að ræða og tvísýnt um
úrslit.
Á morgun klukkan 15.00 verður
síðan leikur helgarinnar í Haga-
skólanum, en þá eigast v%ð KR og
UMFN eins og fyrr sagði. I síðustu 6
leikjum liðanna í opinberu móti
hafa KR-ingar unnið 3 og Njarðvík-
ingar 3. Sigrarnir hafa þó ætíð verið
með litlum mun og verður svo
einnig nú á hvorn veginn sem það
verður. KR-ingar sigruðu stúdenta
örugglega um síðustu helgi, en
UMFN-menn sigruðu ÍR-inga með
aðeins 3 stigum á sama tíma.
• Þessi mynd er úr síóasta einvígi körfuknattleiksrisanna KR og
Njarðvíkur. Það er Bjarni Jóhannesson, sem sýnir slík tilÞrif aó jafnvel Helgi
Tómasson pætti góóur af. KR-ingar sigruðu í Þessum leik og tryggðu sór
Þar með islandsmeistaratitilinn. Vafalaust láta Njarðvíkingar Þessa ekki
óhefnt en á morgun er eins góður tími til Þessa og hver annar.
Fyrstu leikir íslandsmóts-
ins í handknattleik
handknattleik hefst af fullum krafti
ÍSLANDSMÓTIÐ
um helgina.
Hefst þá keppni í 1. deild karla og kvenna, 2. og 3. deild karla.
Leikir helgarinnar eru þessir:
LAUGARDAGUR.
Varmá í Mosfellssveit HK — Víkingur 1. deild karla kl. 14.00.
Hafnarfjörður 1. deild kvenna FH — UBK kl. 14.00.
1. deild karla FH — ÍR kl. 15.00.
Laugardalshöll 1. deild kvenna Fram — Haukar kl. 16.00.
1. deild karla Fram — Haukar kl. 17.00.
Akureyri 2. deild karla KA — Leiknir kl. 16.00.
Akranes 3. deild karla ÍA — ÍBK kl. 15.00.
SUNNUDAGUR.
Akure.vri 2. deild karla Þór — Iæiknir kl. 14.00.
Njarðvík 3. deild karla Njarðvík — Grótta kl. 14.00.
2. deild kvenna Grindavík — Njarðvík kl. 15.00.