Morgunblaðið - 05.07.1979, Page 1

Morgunblaðið - 05.07.1979, Page 1
48 SÍÐUR 151. tbl. 66. árg. FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Arás inn í Salisbury Salisbury. 4. júlí. Reuter. SKÆRULIÐAR Föðurlandsíylk- ingarinnar laumuðust langt inn í Salisbury í dag og gerðu sprengjuárás á hús erkibiskups grísk-kaþólsku kirkjunnar. Heimili erkibiskupsins er í hverfi þar sem búsettir eru nokkrir helztu ráðherrar ríkis- stjórnarinnar, embættismenn og yfirmenn heraflans. Yfirmaður heraflans, Peter Walls hershöfð- ingi, býr steinsnar í burtu og forsætisráðherrann og forsetinn skammt undan. Skæruliðar hafa aldrei áður sótt eins langt inn í úthverfi Salisbury síðan skærustriðið hófst fyrir sex árum og víðtæk leit er hafin að árásarmönnun- um. Jafnframt hélt Abel Muzorewa Ræðu aflýst Camp David. Maryland, 4. júli.AP.Reuter. JIMMY Carter forseti aflýsti í dag án skýringa ræðu sem hann ætlaði að flytja í sjónvarpi í kvöld um orkukreppuna. Embættismenn gáfu í skyn að forsetinn vildi fá meiri tíma til þess að vinna að orkuáætlun sem hann ætlaði að gera bandarísku þjóðinni grein fyrir. forsætisráðherra fund í höfuð- borginni með sendimanni brezku stjórnarinnar, Harlech lávarði. Harlech lávarður fór skömmu síðar til London til þess að gefa skýrslu um horfur á lausn. Bollalagt er hvort skæruliðarnir hafi ætlað að ráðast á ráðherra, en lögreglan segist einskis hafa orðið vísari. Hús gríska erkibisk- upsins var greinilega auðkennt sem aðsetur hans. Lyfgegn tannpínu London, 4. júlí. Reuter. HÓPUR brezkra tannlækna heldur því fram að hann hafi fundið upp bóluefni handa börnum sem gæti að héita má útrýmt tannskemmdum. Prófessor Bertram Cohen, forstöðumaður rannsóknar- deildar tannfræðideildar brezka skurðlækningaskólans, segir að bóluefnið hafi verið fundið upp eftir níu ára rann- sóknir. Apar voru notaðir við rannsóknirnar. Hann kveðst ekki efast um að hægt verði að nota bóluefn- ið með jafn miklum árangri á mönnum og á öpunum sem voru notaðir í rannsóknunum, en tók fram að enn þyrfti að vinna nokkurt starf áður en því stigi væri náð. Sprengingar á Costa del Sol Madrid, 4. júlí. AP. Reuter. AÐSKILNAÐARHREYFING Baska herti á skemmdarverka- herferð sinni gegn spænska ferða- mannaiðnaðinum í dag og tvær sprengjur sprungu í hótelum á Costa del Sol. Engan sakaði í sprengingun- um. Fyrri sprengjan sprakk á fyrstu hæð lúxushótels í Fuen- Olíunotkun í V-Evrópu eykst enn París, 4. júlí. AP. OLÍUNOTKUN Bandaríkja- manna minnkaði um 0.7% fyrstu fjóra mánuði ársins en olíunotkun fimm V-Evrópuríkja jókst um 3.3%, að sögn OECD í dag. I V-Evrópu jókst olíunotkun í Frakklandi, V-Þýzkalandi, Ítalíu, Bretlandi og Hollandi. Skömmu fyrir leiðtogafundinn í Tokyo sakaði Valery Giscard d’Estaing Frakklandsforseti Bandaríkja- menn um að hafa ekkert aðhafzt til að minnka olíunotkun. En Carter forseti sagði, að Banda- ^•íkjamenn hefðu gripið til harð- ari ráðstafana en Evrópuríkin. girola og olli miklu tjóni. Tæpum klukkutíma siðar sprakk önnur sprengja á ríkisreknu hóteli utan við Torremolinos. Fólk hafði ver- ið flutt úr báðum hótelunum áður en sprengjurnar sprungu og öll hótel í Fuengirola voru tæmd. Baskahreyfingin Eta hafði áður varað, við sprengingunum í síma. Baskneskir skilnaðarsinnar skutu jafnframt á þingmann úr Mið- demókrataflokknum og hann særðist. Sprengjum var kastað á þrjú útibú frönsku Citroen-bíla- verksmiðjanna í Baska-héruðun- um en engan sakaði. Seinna sprakk sprengja nálægt ferðamannaþorpinu Santa Crist- ina de Aro á Costa Brava, en engan sakaði. Eta hafði áður varað við þeirri sprengingu. í Kaupmannahöfn sagði K. Dahl Andersen, forstjóri Tjæreborg- ferðaskrifstofunnar, að hryðju- verkastarfsemi Baska væri komin á það stig að nauðsynlegt geti orðið að stöðva leiguflug með skandinaviska skemmtiferðamenn til vinsælla ferðamannastaða á Spáni. „Við verðum að hugsa alvarlega um ferðir sem eru áætl- aðar í næstu viku,“ sagði hann. Hann lagði áherzlu á að ekki væri í ráði að flytja ferðamenn heim í bráð og sagði að aðeins Örfáir ferðamenn vildu snúa heim. Þessum leikfélögum í leikskólanum á Saudárkróki fannst ekki vanþörf á að fá æfingu í meðferð vef'heíla, þó ungir væru. Við skulum vona. að þesskonar farartæki heyri fortíðinni til á íslenzkum þjóðvegum, er þeir fá hílprófin sfn. LjVfem. Mhl. Kristinn. Ben Bella látinn laus eftir 14 ár AlgeirsborK, 4. júlí. Reuter. AP. AHMED Ben Bella, fyrsti forseti Alsfrs, var loksins látinn laus úr haldi í' dag rúmum 14 árum eftir að Houari Boumedienne heitinn steypti honum af stóli. Alsfrska fréttastofan tilkynnti að Ben Bella, scm nú er 62 ára gamall, væri látinn laus í tilefni af þvf, að 17 ár eru liðin síðan Alsír hlaut sjálfstæði. Ben Bella hvarf af sjónarsviðinu þegar bylting var gerð í dögun 19. júní 1965 og heíur sfðan verið í stofufangelsi. Hann hóf baráttu sína fyrir sjálf- stæði Alsírs 1949, en var mestan hluta uppreisnarinnar gegn Frökk- um, sem stóð í sjö ár, í frönskum fangelsum. Hann var stofnandi aðal- uppreisnarhreyfingarinnar og varð forseti 1963. Boumedienne ofursti sem tók við af honum lézt í desemBer í fyrra. Talið er að sú ráðstöfun að sleppa Ben Bella sé persónuleg ákvörðun eftirmanns Boumediennes, Chadli Benjedids. Ben Bella er sagður hafa búið undir ströngu eftirliti hersins í bústað 25 km suður af Algeirsborg ásamt konu sinni og tveimur kjör- börnum. En slakað hefur verið á hömlunum á honum á síðustu mán- uðum og það var talið benda til þess að hánn yrði að lokum látinn laus. Leiðtogar landa þriðja heimsins, þar á meðal Titó Júgóslavíuforseti og Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, munu hafa gert ítrekaðar fyrirspurnir um meðferðina á Ben Bella. Þegar Boumedienne gerði bylting- una var talið að hann óttaðist að vinstrisinnar væru að sölsa undir sig völdin, en hann reyndist eins vinstri- sinnaður og Ben Bella og var ólíkur honum í því einu, að hann lagði meiri áherzlu á hagkvæmara ríkis- kerfi. Dularfullur hlutur fundinn í geimnum London, 4. júlí. Rcuter. TVEIR brezkir stjörnuíræðing- ar sögðu í dag, að þeir heíðu undir höndum sönnunargögn sem bentu til þess, að til væri geysistór og dularfull „kúla“ úr efni úti í geimnum, 10 sinnum stærri en stærsti klasi sólkerfa sem vísindamenn hafa ímyndað sér. Verið getur að þessi dularfulli hlutur dragi til sín nálæg sól- kerfi og okkar eigið með aðdrátt- arafli sínu að sögn vísindamann- anna, Andy Fabian frá Cam- bridge-háskóla og Bob Warwick frá Leicester-háskóla. Vísindamennirnir hafa rann- sakað röntgengeisla utan úr geimnum sem hafa fundizt með brezka gervihnettinum Ariel 5 og birta niðurstöður sínar í vísindaritinu Nature. Rannsókn þeirra á þessum geislum bendir til þess, að þeir séu frá geysistórum óskiljanleg- um massa sem er kannski 10 milljarða ljósára frá jörðu. Næsta sólkerfi við okkar, Andro- meda, er um tvær milljónir ljósára í burtu. Vísindamennirnir viðurkenna að áður óþekkt sólkerfi miklu nær jörðu en kúlan sem þeir hugsa sér kunni að vera upp- spretta röntgengeisla Ariels. En önnur nýleg sönnunargögn renna stoðum undir rökin fyrir tilvist „kúlunnar".

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.