Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1979 Þarf BUR að láta togar- ana sigla vegna sölutregðu á karfa til Rússlands? Færeysku bæjarfulltrúarnir heimsóttu Landhelgisgæzluna og skoð- uðu varðskipið Ægi þar sem Pétur Sigurðsson forstjóri skýrði frá starfsemi hennar. Ljósm.J.Á. Færeyskir bæjarfull- trúar í Reykjavík SVO VIRÐIST sem tregða á sölu karfa til Sovétríkjanna bitni fyrst og fremst á Bæjarútgerð Reykjavíkur. Þessir söluerfið- leikar kalla þó einnig á breyting- ar á vinnslu og aukna sókn f aðrar fisktegundir hjá öðrum fyrirtækjum. Marteinn Jónasson hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur sagði í gær, að skipunum yrði nú beint að nýju á þorskveiðar með- an það væri hægt vegna friðunar- aðgerða. Síðan yrði það ráð að vinna karfann á Bandaríkja- markað og si'ðast að láta skipin sigla með aflann. I fyrra voru veidd liðlega 33 þúsund tonn af karfa og var þá um nokkra aukningu frá árinu áður að ræða. Að sögn Más Elíssonar fiskimálastjóra eru ekki fyrir- liggjandi tölur um karfaafla fyrri helming þessa árs. Þó sagði Már, að ljóst væri að aflaaukning væri í flestum tegundum og sagðist ætla að karfaaflinn hefði aukist um 10—12% miðað við síðasta ár. Sagði Már að aukningin væri ekki NÆSTKOMANDI mánudag hefst í London fundur Alþjóða hval- veiðiráðsins og sitja hann fyrir íslands hönd Þórður Ágeirsson skrifstofustjóri sjávarútvegs- ráðuneytisins, Jón Jónsson for- stjóri Hafrannsóknastofnunar- innar. Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. og Eyþór Einarsson formaður Náttúruverndarráðs. Þórður Ásgeirsson sagði að fund- urinn stæði yfir 9. —13. júlí og kvað hann. að þar yrði m.a. fjallað um tillögu Carters Banda- ríkjaforseta um að hvalveiðar yrðu bannaðar með öllu. Þórður sagði að ekki væri enn hægt að segja hvaða afstöðu ísland tæki til þessarar tillögu. Vísindanefnd hvalveiðiráðsins hefði hana til athugunar og væri hún að ganga frá áliti sínu, sem lagt yrði fram á fundinum og fyrr myndi ísland ekki taka afstöðu. Þórður sagði að einnig kæmi til umfjöllunar tillaga frá Ástralíu- Kaffi og unnar kjötvörur hækka? VERÐ á kaffi á heimsmarkaði hefur að undanförnu hækkað verulega vegna ótíðar í Brasiliu og liggur nú fyrir hjá verðlags- ncfnd beiðni um hækkun á kaffi- verði. Er gert ráð fyrir, að þessi hækkunarbeiðni verði tekin fyrir á næsta fundi nefndarinnar, sem verður eftir heigi. Hækkun á heimsmarkaðsverði á hrákaffi er um 30% en sú hækkun mun ekki koma fram að fullu hérlendis strax. Fyrir nokkru samþykkti verð- lagsnefnd hækkun á unnum kjöt- vörum og liggur sú samþykkt enn óafgreidd hjá ríkisstjórninni. Frá því að verðlagsnefnd fjallaði um málið hafa landbúnaðarvörur enn hækkað og hafa framleiðendur unninna kjötvara nú óskað eftir nýrri hækkun. Má því gera ráð fyrir, að unnar kjötvörur hækki á næstunni og gæti hækkun þeirra orðið milli 15 og 20%. sízt komin til vegna friðunarað- gerða á þorski og til að auka áhuga á karfaveiðum hefði verið ákveðin verðuppbót á karfa 15. maí síðastliðinn. Már sagði enn- fremur, að bezti karfatími skip- anna hefði yfirleitt verið frá því í maí fram í októbermánuð. Þá benti Már Elíasson á, að útflutningur á fiski til Sovétríkj- anna hefði heldur minnkað í fyrra og það jafnvel þó fiskafli Sovét- manna sjálfra hefði minnkað um eina milljón tonna. Kaup þeirra virtust því ekki fara eftir eigin aflamagni. Marteinn Jónasson fram- kvæmdastjóri BÚR sagði, að þessi sölutregða á karfa til Sovétríkj- anna væri geysilegt áfall fyrir útgerð, sem væri með þessa stóru togara. — Þetta þýðir að við, sem höfum notað tímann að undan- förnu til að taka út þorskveiði- bann og aflað vel á karfa, verðum að hætta því og fara á þorskveiðar á ný, sagði Marteinn. — Á peim mönnum um að hvalveiðar yrðu bannaðar smátt og smátt og með ákveðnum umþóttunartíma fyrir vissar þjóðir og gengi hún heldur styttra en tillaga Bandaríkja- manna. veiðum verðum við eins lengi og við getum vegna friðunaraðgerða, en að því kemur að við förum á karfaveiðarnar aftur. Þá reynum við að vinna aflann fyrir Banda- ríkjamarkað og síðan verða sigl- ingar með aflann að leysa vanda okkar. — Vinnsla á karfa fyrir Banda- ríkjamarkað er miklu hægari og því ættum við ekki að þurfa að fækka mannskap vegna þessarar stöðu, sem upp er komin. Sem dæmi má nefna, að ef við vinnum 100 tonn af karfa á Rússlands- markað á tilteknum tíma þykj- umst við góðir ef við vinnum 35 tonn af sama fiski á sama tíma fyrir Bandaríkin. Staða sem þessi hefur í raun komið upp áður, en þá tókust samningar um viðbótar- magn á Rússlandsmarkað svo ekki sköpuðust þeir erfiðleikar, sem nú er við að glíma, sagði Marteinn Jónasson. Björn Ólafsson framkvæmda- stjóri Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar sagði að fyrir BÚH ylli þessi sölutregða ekki miklum erfiðleikum, þar sem fyrirtækið legði aðaláherzlu á karfafrystingu fyrir Bandaríkjamarkað. — Við erum að taka út okkar þorskveiði- bann, en eigum að geta klárað okkur þrátt fyrir þetta, sagði Björn Ólafsson. Vilhelm Þor- steinsson hjá Útgerðarfélagi Akureyrar tók i sama streng, en sagði einnig að vissulega væri það alvarlegt mál ef Rússar vildu ekki ræða viðbótarsamninga á karfa fyrr en í haust. FÆREYSKIR bæjarfulltrúar frá Þorshöfn eru staddir hérlendis í heimsókn um þessar mundir. Komu nokkrir þeirra um síðustu helgi, en vegna veðurs seinkaði komu annarra og væru þeir væntanlegir til landsins í gær- kvöldi. Færeysku bæjarfulltrúarnir heimsóttu í gærmorgun skip Landhelgisgæzlunnar, Ægi og um hádegið var snætt í Dillonshúsi í BORGARRÁÐ Reykjavíkur felldi á fundi sínum sl. þriðjudag tillögu frá Albert Guðmundssyni og Magnúsi L. Sveinssyni um að fresta uppsögn þeirra starfs- manna Reykjavíkurborgar, sem nú hafa náð eftirlaunaaldri, þar til nefnd, er starfað hefur að endurskoðun á reglum um ald- ursmörk borgarstarfsmanna, hefði lokið störfum og borgarráð rætt niðurstöður nefndarinnar. Albert Guðmundsson, borgar- fulltrúi, sagði í samtali við Mbl. að borgarstjórn hefði fyrr á þessu ári samþykkt tillögu frá borgarfull- trúum Sjálfstæðisflokksins um nefndarskipun til að endurskoða reglur um aldursmörk borgar- starfsmanna og því hefðu hann og Magnús talið eðlilegt að meðan niðurstöður nefndarinnar lægju ekki fyrir væri beðið með að segja borgarstarfsmönnum upp við 70 ára aldur. Fulltrúar vinstri meiri- hlutans hefðu hins vegar viljað Árbæjarsafni og eftir hádegið var farin skoðunarferð um borgina. í dag átti að byrja með heimsókn á Þjóðminjasafnið og stofnun Árna Magnússonar og í kvöld kl. 20 býður Slysavarnarfélagið til sigl- ingar um Sundin. Á morgun verð- ur farið í Borgarfjörð, snæddur hádegisverður í Munaðarnesi og kvöldverður að Þingvöllum, en fulltrúarnir halda síðan utan á laugardagsmorgun. starfa eftir óbreyttum reglum og segja starfsfólki upp við sjötugt. „Eg geri mér vonir um að nefndin komist að þeirri niður- stöðu," sagði Albert „að ekki sé rétt að láta starfsmenn hætta einungis vegna aldurs meðan þeir halda kannski lítið skertri starfs- orku. Ég hef starfað að málefnum aldraðra og fengið að sjá of mörg dæmi þess að gott starfsfólk sé látið hætta í fullu fjöri og þannig flýtt fyrir vandamálum ellinnar en einangrun að loknum starfs- degi er það alversta, sem aldraða getur hent.“ Fyrstifundur olíunefndar FYRSTI FUNDUR olíunefndar- innar er ráðgerður í dag. Verður hann kl. 14 í húsnæði Landsvirkj- unar. Formaður olíunefndarinnar er Jóhannes Nordal. Á skrifstofu Félags farstöðvareigenda hefur verið í nógu að snúast í sambandi við bátarallið að undanförnu, en er þessi mynd var tekin var það Júlíus Högnason, sem fylgdist með ferðum bátanna. Rallbátur í erfiðleikum ÞEIR Ólafur Skagvik og Bjarni Sveinsson á rallbátnum Ingu komu inn til Raufarhafnar um miðnætti í nótt, en haidið var frá Neskaupstað klukkan 16 f gærdag. Gunnar Gunnarsson og Ásgeir Ásgeirsson á Signýju lentu í erfiðleikum í gærkvöldi út af Borgarfirði eystra, fengu hnút á bátinn svo hann fyllti af sjó og urðu þeir að halda inn til Borgarfjarðar. Um miðnætti voru skemmdir á bátnum ekki fullkannaðar, en ekki talið, að þær væru svo alvarlegar, að báturinn gæti ekki haldið hringferðinni áfram. Samkvæmt útreikningum sigraði Signý í áföngunum frá Vestmannaeyjum til Hafnar í Hornafirði og frá Höfn til Nes- kaupstaðar. Inga vann hins veg- ar leiðina frá Reykjavík til Eyja og frá Neskaupstað til Raufar- hafnar, þannig að bátarnir eru nú jafnir að stigum, báðir með 34 stig. Reglum hefur verið breytt eftir að bátarnir í keppn- inni urðu aðeins tveir og fær sá bátur sem fyrr kemur í áfanga- stað 10 stig, en seinni báturinn 7 stig samkvæmt þeim upplýsing- um, sem Mbl. hefur aflað sér. Ekki var í gærkvöldi vitað hven- ær lagt yrði í næsta áfanga í þessu bátaralli Dagblaðsins og Snarfara, en hjá Félagi farstöðv- areigenda, sem fylgist með bát- unum allan sólarhringinn, reikn- uðu menn með að Inga biði éftir Signýju og bátarnir legðu saman upp í áfangann til Akureyrar. Þegar bátarnir lögðu frá Höfn í Hornafirði um klukkan 23 í fyrrakvöld tóku báðir bátarnir niðri og þurftu að fá aðstoð, en skemmdir urðu litlar sem engar. Bátarnir fengu gott veður til Neskaupstaðar, en hins vegar var talsvert erfitt í sjóinn þaðan og til Raufarhafnar og eins og áður sagði fékk Signý á sig hnút. Ingu sóttist ferðin seint inn flóann til Raufarhafnar og þurfti að hægja ferðina og sigla með landi. Fjöldi fólks beið bátsins á bryggjunni á Raufar- höfn undir miðnættið. Costa delSol: „Einu óþœgindin er rafmagnið fór af” MORGUNBLAÐIÐ hafði sam- band í gær við íslendinga á tveimur hótelum á Costa del Sol á Spáni, E1 Remo og Santa Klara í grennd við Torremolin- os. Halla Þórarinsdóttir á E1 Remo sagði að ekki hefði verið um neinar sprengingar eða hótanir að ræða á því hóteli, en í grennd við það og hefði rafmagn t.d. farið af í 3—4 tíma fyrir 3 dögum þegar sprengt var í nágrenninu. — Það eru einu óþægindin, sem við urðum fyrir hér og því eru menn rólegir og hafa ekki áhyggjur af þessu. Menn tala ekki svo ýkja mikið um þetta, enda fylgjast fæstir með fréttum hér syðra. — Við fréttum af þessum sprengingum þegar landar okk- ar, sem heyrt höfðu fréttir af þeim sögðu frá þeim, sagði Elísabet Guðmundsdóttir, sem býr á Santa Klara, en að öðru leyti höfum við ekki orðið vör við neitt hér. Menn reyna að njóta sólarinnar, þó voru hér þrumur og eldingar í gær, en það tók þó fljótt af. Alþjóða hvalveiðiráðið: — Afstaða Islands til hval- veiðibanns ekki ráðin Borgarráð: Meirihlutinn felldi að fresta uppsögnum borgarstarfemanna við 7 0 ára aldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.