Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ1979 41 fólk í fréttum + Þessi mynd er tekin af hinum landflótta keisarahjónum frd íran, er þau rœddu við blaða- menn fyrir nokkru, eftir að þau voru komin til bæjarins Cuema- vaca í Mexikó. Það var á þessum blaðamannafundi, sem keisarinn sagði að hann vœri kristinn maður. Og kvaðst treysta því að hann œtti eftir að snúa heim aftur til ættlands síns. Blaða- mennimir spjölluðu við keisara- hjónin við útisundlaugina sem er við hið veglega hús, sem þau hafa tekið á leigu í þessumfrœga mexikanska ferðamannabœ. Á Ascot- veðreiðunum + Frægustu veðreiðar í heiminum eru brezku Ascot-veðreiðarnar. — Þar eru leiddir saman gæðingar hestamanna frá ýmsum löndum heims. — En þar ríkir líka nokkur spenna kringum kven- þjóðina sem þangað fjöl- mennir og er þar sagt mikið kvennaval. Má oft sjá glæsilega búnar konur í þeim hópi og þá klæddar samkvæmt nýjustu tísku. — Á efri myndinni má t.d. sjá Karl Bretaprins með nellikku í hnappagatinu og hefðbundinn Ascot- hatt á höfði, á spjalli við tvær leidíur, með barða- stóra hatta samkvæmt síðustu tísku. — Á þeirri neðri, einnig tekin á Ascot-veðreiðunum, mæt- izt tíska frá sitthvorri öldinni, er önnur kvenn- anna er í skósíðum chiffon-sumarkjól — með sólhlíf frá því á Viktoríu- tímabilinu og hin klædd skv. klaufkj ólatísku 20. aldarinnar. Frá hinum árlega vorfundi Ferðamálaráða á íslandi. Samtök ferðamálaráða Evrópu: Funda í fyrsta sinn á íslandi Hinn árlegi vorfundur European Travel Commission var haldinn í Reykjavík dagana 8. og 9. júní. en ETC er samstarfsnefnd opinberra ferðamálaaðila 25 Vestur-Evrópulanda. 20 lönd áttu fulltrúa á fundinum og formaður ETC og jafnframt framkvæmda- stjóri Ferðamálaráðs Luxem- borgar, Geoges Hausemer, var forseti fundarins. Aðal viðfangsefni fundarins var framkvæmdaáætlun samtakanna fyrir aðal markaðssvæðin þrjú, Bandaríkin, Kanada og Japan. Á fundinum var samþykkt yfir- lýsing um réttindi manna til frjálsra ferðalaga, sem beint er til ríkisstjórna með þeim tilmælum að ekki aðeins verði forðast að hindra ferðlög þegnanna heldur einnig að fjarlægðir verði tálmar sem áður hafa verið settir, og ekki síst að auðvelduð verði framþróun ferðamála í heild. Miklar umræður urðu á fundin- um um áhrif þau sem olíuhækkun og hugsanleg eldsneytisskömmtun myndi óhjákvæmilega hafa á þróun ferða og samgöngumála Næsti fundir ETC verður hald- inn í desember n.k. Stjórn samtak- anna var endurkosin til eins árs. Forseti ETC er Georges Hausemer framkvæmdastjóri Ferðamála- ráðs Luxemborgar, en varaforset- ar þeir dr. Daskalakis, forseti ferðamálastofnunar Grikklands Claudio Bonvecchio, aðalforstjóri ferðamálastofnunar ítaliu og Heimir Hannesson, formaður Ferðamálaráðs íslands. TÍsku- sýning Föstudag kl. 12.30—13.30. Sýningin, sem verður í Blómasal Hótels Loftleiða er haldin á vegum Rammagerðarinnar, Islensks Heimilisiðn- aðar og Hótels Loftleiða Sýndir verða sérstakir skartgripir og nýjustu gerðir fatn- aðar, sem unnin er úr íslenskum ullar- og skinnvörum. Módelsamtökin sýna Hinir vinsælu réttir kalda borðsins á boðstólum Verið velkomin. HÓTEL LOFTLEIÐIR Sími 22322

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.