Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1979 13 ----< Umsjón: HILDUR FRIÐRIKSDÓTTIR Attu von á litlum nœturgesti? Ef þú átt von á litlum næturgesti og hefur ekkert barnarúm á lausu, má notast við skúffu úr kommóðu, eins og myndin sýnir. Oft er einmitt erfitt með þau litlu, þegar þau eru farin að hreyfa sig aðeins um, en eru ekki nógu stór til að sofa í sófa. Gamlan bol má gera eins og nýjan Gamla boli má gera eins og nýja með því að klippa þá til og sauma ýmiss konar skreytingarbönd á þá. Einnig má kaupa hvíta bómullarnærboli og klippa þá til og sauma bönd á þá. Mætti jafnvel nota sökkla? Á flestum heimilum eru sökklarnir undir eldhús- skápnum ekki notaðir, heldur negldir aftur. Eins og þessi mynd ber með sér, hefur fólkinu dottið í hug að nota þetta sem geymslu undir skíðin sín. Festingarnar mættu vera eins og er á mörgum eldhússkápum, þ.e. skápshurðinni er ýtt inn til þess að hún opnist. Gott er að vita... ... að vilji maður ganga úr skugga um hvort litur í flík sé ekta, getur maður bleytt flíkina á stað, sem sóst ekki (s.s. hjá saumum), lagt síðan hvítt efni sitt hvorum megin og straujað með heitu straujárni. ... að ef einhver notar ennbá harða flibba — og finnst beir of harðir, má lina þá smávegis með bví að nudda með hvítu kerta- vaxi. Sama má gera, ef saumar o.þ.h. angra fólk. — O — ... að ef erfitt er aö skera fituna á svínasteikinni í teninga, getur maö sett steikina inn í ofninn í u.b.b. 15 mínútur, pá er auðveld- ara að skera hana. — O — ... að ef skóhlífar eru Þröngar er mikil hætta á að Þær springi. Reynið að setja svolítið talkun inn í Þær, Þá mun skórinn falla betur inn í. — O — ... að ef drapplitar eöa seglgarnslitar gardínur eru orðnar litlausar eða fölar má lita Þær með Því að setja nokkra dropa af soyja í sjóöandi vatn. En að sjálfsögöu veröur paö að vera efni, sem tekur lit, s.s. eins og bómull, pví ekki er hægt aö lita öll efni. — O — ... að hafi maður verið að búa til glassúr á köku og sett of mikinn vökva í má jafna hann aftur með einu blaði af matarlími, sem bleytt hefur verið upp eins og venjulega. ... að ef eitthvað hefur brunnið yfir í pottinum má reyna að hella svolitlu ediki í pottinn, láta Það standa til næsta dags og er Þá hitaö. Bletturinn á Þá auðveldlega að fara. Salt- vatn á að koma í sama stað. — O — ... aö Þurrkað grænmeti í t.d. kjötsúpu getur maður útbúiö Þannig: Þvoið grænmetið vel og rífið Það á rifjární. Setjið paö á hreinan pappír og látið grænmetið porna, snúið Því af og til meö gaffli, svo að Það Þorni fyrr. Þegar grænmetið er orðið alveg Þurrt er Það sett í krukku með Þéttu loki. — O — ... aö bastkörfur og -tösk- ur enda lengst við rakt hitastig. Sumt bast er svo Þurrt, aö Það Þarf hrein- lega að „vökva“ Þaö af og til. Bang & Olufsen NÝ KOMIÐ AFTUR. VERÐ: 289.800.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.