Morgunblaðið - 05.07.1979, Page 15

Morgunblaðið - 05.07.1979, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1979 15 Litaval ný málningarvöruverzlun: „Kappkostum að veita faglegar ráðleggingar” Málararnir Guðlaugur Þórðar- son og Jón Eiríksson hafa nýverið opnað verzlun í Hafnar- firði, þar sem á boðstólum eru hvers kyns málningarvörur, teppi, veggstrigar og aðrar skyldar byggingarvörur. Mbl. ræddi stuttlega við þá félaga fyrir skömmu og spurði þá fyrst hver kveikjan hefði verið að því að þeir sem iðnaðarmenn ætluðu nú að fara að stunda verzlunarrekstur. „Þetta er ef til vill að einhverju leyti þörfin fyrir að reyna eitthvað nýtt og svo var það, að hér var fyrir málningarvöruverzlun sem hætti. rekstri. — Þá ætlum við okkur að vera í búðinni til skiptis ásamt afgreiðslumanni til að reyna að veita fólki faglega ráð- leggingu. Það hefur stundum vilj- að brenna við í málningarvöru- verslunum að þekkingu hefur vantað." Hvernig hefur gengið þessar fáu vikur? „Það má segja að þetta hafi gengið vonum framar það sem af er, sérstaklega höfum við selt mikið af teppum, enda eina verzlunin í Firðinum sem verzlar með slíkt. Við gerum okkur auðvitað vonir um að Hafnfirðing- ar snúi viðskiptum sínum í ríkari mæli til okkar í stað þess að fara til Reykjavíkur í verzlunarleið- angur, enda erum við með nokkuð gott úrval að okkar mati. Seljum málningarvörur frá Málningu hf. í Kópavoginum og frá Sjöfn á Akureyri." Aðspurðir sögðu þeir Guðlaugur og Jón að nær öll málningarvara sem á boðstólum væri hér á landi væri framleidd á Islandi. Allbjartar horfur í framleiðsluiðnaði Niðurstöður nýbyrtrar Hag- sveifluvogar iðnaðarins fyrir fyrsta ársfjórðumg 1979 benda til þess að aukning hafi orðið f iðnaðarfram- leiðsiunni á fyrstu þremur mánuðum þessa árs ef miðað er við sama tímabii árið áður. Ætia má, að aukningin nemi um 5%, sem er breyting frá því sem var á fyrsta ársfjórðungi 1977 og 1978 þegar framleiðsian dróst saman. Framleiðslumagnið nú á fyrsta ársfjórðungi 1979 er hins vegar heldur minna miðað við fjórða árs- fjórðung 1978 eða um 1%. Þrátt fyrir þennan samdrátt sýna sam- svarandi niðurstöður fyrri ára að framleiðsluminnkunin nú er mun minni en undanfarin ár á þéssu tímabili. Horfurnar framundan verða því að teljast allgóðar þar sem fyrirtæki með um 40% mannaflans spá fram- leiðniaukningu og fyrirtæki með um 50% mannaflans búast við óbreyttu ástandi. Sala hjá fyrirtækjum með um 70% mannaflans jókst á fyrsta ársfjórðungi 1979 miðað við fyrsta ársfjórðung 1978. Hins vegar hefur salan minnkað hjá fyrirtækjum með um 57% mannaflans sé miðað við fjórða ársfjórðung 1978. Birgðir fullunninna vara hafa af þeim sök- um aukist nokkuð. Söluhorfur samkvæmt Hag- sveifluvoginni á öðrum ársfjórðungi eru góðar og má gera ráð fyrir að birgðir fullunninna vara minnki, þar sem sölumagn mun aukast hlutfalls- lega meira en framleiðslan. Fyrir- liggjandi pantanir gefa einnig fyrir- heit um aukna sölu og framleiðslu en þær voru mun fleiri í lok marz en um áramótin. Carter Bandaríkjaforseti berst nú harðri baráttu við verðbólgu ófreskjuna, sem aldrei hefur verið stærri. Verðbólga nemur í dag um 14,2% í Bandaríkjunum sem er það mesta í hinum vestrænu iðnríkjum. Myndin lýsir sennilega betur en nokkur orð því ástandi sem nú ríkir í þessum málum hjá Carter. Verðbólgan ergir V estur-Þ j óðv er j a Talsmaður vestur-þýska lands- bankans sagði á fundi með frétta- mönnum nýverið að barátta Vestur-Þjóðverja gegn verðbólg- unni síðustu misseri hefði ekki borið tilætlaðan árangur, þrátt fyrir að verðbólga í Vestur-Þýzkalandi væri lægri en í flestum löndum öðrum eða um 3,7% í maí s.l. Talsmaðurinn sagði að helzta vandamál Þjóðverja væri að halda stöðugra verðlagi heldur en nú og hann sagði ennfremur að núver- andi órói á olíuviðskipta- markaðinum myndi áður en árið væri á enda hafa ófyrirséðar afleiðingar fyrir hagvöxt lands- manna og þá jafnframt verðbólg- Framleiðsluminnkunin á fyrsta ársfjórðungi 1979 miðað við fjórða ársfjórðung 1978 hefur leitt til að venjulegur vinnutími styttist frá því sem hann var á fjórða ársfjórðungi. Nýting afkastagetunnar er þó talin vera betri á fyrsta ársfjórðungi heldur en á ársfjórðungnum næsta á undan. Að síðustu segir að í heild séu horfurnar nokkuð bjartar á öðrum ársfjórðungi þar sem gera má ráð fyrir framleiðsluaukningu og líkur til þess að salan aukist verulega. Þó ber þann skugga á að þessi þróun nái fram að ganga að mikil ókyrrð hefur ríkt á vinnumarkaði með verkföllum undanfarnar vikur. Ljóst er að áhrifa þess mun gæta víða þó ekki liggi enn fyrir niðurstöður um þann skaða sem af hefur hlotist. Áhugaleysi lærðra manna á íslenzku mæltu máli Ýmislegt mætti vafalaust bet- ur fara í íslenzkum menntamál- um og er sumt af því skiljanlegt. Eitt er þó með öllu óskiljanlegt, en það er sinnuleysi lærðra manna í íslenzku um mælt mál. Eg var í vetur staddur í kennarastofu í stórum skóla, þar sem meðal annars voru til um- ræðu meðal kennara tvö erindi, sem ég flutti í vetur í útvarp um þetta efni. Stærðfræðikennari nokkur beindi þá þeirri spurn- ingu til lærðs íslenzkukennara, hvernig á því stæði að þeir hefðu aldrei sinnt töluðu máli þjóðar- innar. Hinn lærði íslenzkukenn- ari svaraði af einlægni: „Ég veit það ekki!" Eða með öðrum orð- um, það virðist hreinlega hafa gleymst. Sem ung þjóð á nútíma- vísu höfum við íslendingar vissulega orðið að læra margt af öðrum. En hér virðist þó hafa gleymzt það sem sízt skyldi, að leggja áherzlu á fagran fram- burð móðurmálsins, sem vitan- lega er kenndur meðal allra siðmenntaðra þjóða nema ís- lendinga. Erlendir áhugamenn um tungumál hljóta að eiga erfitt með að trúa því, að meðal þjóðar með tungumál sem ekki hefir breyzt meira en svo, að hvert mannsbarn getur lesið og skilið hinar fornu og frægu íslendinga- sögur, sé mæltu máli ekki sýnd- ur meiri sómi en svo, að ekki sé skylda að kenna fagran fram- burð móðurmálsins í einum ein- asta skóla landsins, sökum þess að yfirvöldum hafi láðst að koma sér saman um samræmdan framburð. Þetta er hneyksli, sem hver föðurlandsvinur hlýtur að blygðast sín fyrir. Ævar R. Kvaran Fyrir nokkrum mánuðum var ég beðinn að flytja hjá Rotarymönnum erindi um mælt mál. Erindið virtist vekja sterkan áhuga hjá fundarmönnum, ef dæma má eftir þeim fjörugu um- ræðum sem vöknuðu að erindi loknu. Meðai ræðu- manna í þessum umræðum var ritstjóri Morgunblaðs- ins, Matthias Jóhannessen, skáld. Þegar við hittumst aftur fyrir nokkru vakti hann enn máls á þessu efni og varð það að samkomu- lagi að ég skrifaði greina- flokk hér í blaðið um mælt mál. Þetta er fyrsta grein- in. hann hefði sjálfur látið hendur standa framúr ermum í þessu máli þau fimmtán ár, sem hann var menntamálaráðherra, en á því tímabili ræddi ég oft við hann um þessa furðulega van- rækslu í íslenzkukennslu. En betra er seint en aldrei! Er áhugi á mæltu máli að vakna? Það er nú liðið rúmt ár síðan sjálfu Alþingi tók að blöskra ástandið í meðferð talaðs máls hér á landi og samþykkti þ. 5. maí í fyrra þingsálytkun um íslenzkukennslu í Ríkisútvarp- inu svohljóðandi: „Alþingi álykt- ar að fela ríkisstjórninni að sjá svo um, að kennsla og fræðsla í Ríkisútvarpinu í öllum greinum móðurmálsins verði efld“. Og greinargerð flutningsmanna hefst á þessum tveim setningum: „Engum dylst, að íslenzk tunga á í vök að verjast. Á þetta sér- staklega við um talað mál, fram- burð og framsögn". Það var ánægjulegt að fá það þannig opinberlega viðurkennt, að talað mál, framburður og framsögn komi eitthvað við ís- lenzkukennslu. Mér þótti vænt um þetta framtak þingmann- anna fimm, sem að ályktuninni stóðu og fengu hana samþykkta. Ekki sízt þótti mer vænt um að sjá að meðal þeirra manna var gamall vinur minn og skólabróð- ir, þótt ég hefði heldur kosið að Samræma verður íslenzkan framburö án frekari tafa Það liggur í augum uppi, að til þess að hægt sé að framfylgja þingsályktun alþingis um efl- ingu kennslu í mæltu máli, þá verður að taka ákvörðun um, hvernig ákjósanlegast sé að við tölum. Ég var eitt sinn spurður að því í útvarpsþætti, hvort ég hefði í hyggju að segja löndum mínum fyrir um, hvernig þeir ættu að tala! Slík hótfyndni er nú tæplega svaraverð, en hitt get ég ekki skilið, af hverju við ættum ekki, eins og aðrar þjóðir, að geta komið okkur saman um það, hvað heppilegt væri að kenna í íslenzkum framburði, þannig að við gætum eignast einhvern heppilegan fyrirmynd- arframburð, sem fólk ætti þó kost á að læra við venjulegt íslenzkunám í skólum landsins. Ég mun í næstu grein gera nokkra grein fyrir skoðunum mínum í þessum efnum. En hvað sem þeim líður, má þetta nauð- synjamál alls ekki dragast leng- ur, ef við eigum ekki að verða okkur til skammar. H vers vegna hef ir steypuef ni, sem tekið er úr s jó, ekki ver- ið þvegið með f ersku vatni? Eg sé í Morgunblaðinu í dag frétt þess efnis, að byggingarnefnd Reykjavíkur hafi ákveðið að skylt skuli að þvo allt steypuefni sem tekið er úr sjó með fersku vatni til að hindra alkaliskemmdir. í tilefni af þessu vil ég geta þess, að á árunum 1938—1944 er Jón Gunnarsson, byggingaverkfræðing- ur, var framkvæmdastjóri Síldar- verksmiðja ríkisins, lagði hann ríka áherslu á að steypuefni sem tekið var úr sjó væri þvegið með fersku vatni til þess að ná úr því saltinu. Ég starfaði að efnarannsóknum hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á þess- um árum og minnist þess vel og jafnframt þess, að ég fylgdist stund- um með þessu að beiðni Jóns. Jón Gunnarsson var sem kunnugt er vel menntaður verkfræðingur. Mér er því spurn hvers vegna þessa hefir ekki verið krafist hér fram að þessu? Reykjavík, 3. júlí 1979. Páll Ólafsson, mag. scient.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.