Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 37
 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ1979 37 | Jón Þ. Árnason: Lífríkiog lífshættir XXXVII | Það er mannfyrirlitning að telja fólki trú um, að bjálfabjartsýni dugi til að yfirstíga erfiðleika, sem þegar eru orðnir þrúgandi. Á yfirstandandi öld gífuryrða og lýsingarorða í hástigi er mönnum gjarnt að rita og ræða um þáttaskil, um tímamótaat- burði, um aldahvörf í sögunni, um upphaf nýrrar vegferðar. Oftast eru upphrópanir af þessu tagi frumhlaup ein eða palla- dómar, því að samtíðin hefir sjaldnast skilyrði til að úr- skurða, hvort eða hvaða þættir hafinnar þróunar muni í raun hafa söguleg eða byltingarkennd áhrif. Það mun aðeins reynast á færi arftakanna svo að viðhlít- andi verði. Þó ber ekki fyrir að synja, að stöku aðalsmönnum andans er undarlega oft gefið að sjá rás viðburða fyrir eða skynja samhengi fortíðar, nútíðar og framtíðar. Sem dæmi læt ég nægja að nefna Tactius, Carlyle, Nietzsche, Spengler og Toynbee. Þrátt fyrir að spellvirkjar og sprellimenn úr sundurleitustu sauðahúsum (Marx, Freud, Chaplin, Kahn, Popper) hafi átt með fádæmum greiða leið í hjörtu og hugi núlifandi kyn- slóða, hafa fæstir átt auðvelt með að slæva skilningarvit sín til þeirrar hlítar, þó að mikill vilji hafi staðið til, að ríkjandi og sífellt ískyggilegri heims- þrengingar hafi látið þá ósnortna með öllu. Enda engin von: margsinnis dag hvern rekur úrhelli dembu í óstöðvandi fréttaflaumi blaða, tímarita, út- varps og sjónvarps um peninga- vandræði og gengissveiflur, verðbólgu og atvinnuleysi, óeirð- ir og glæpaverk, hungur og hráefnaskort. Ekki sízt orkuskort! Orku- skort, sem þykir ægilegastur af þeim sökum alveg sérstaklega, að hann hefir hækkað benzín- verð í för með sér eiginlega alls staðar nema í móðurlandi frjálsrar verðmyndunar, Banda- ríkjunum. Þar heldur ríkisvaldið benzínverðinu undir sannvirði með ströngum verðlagshöftum og má ekki heyra annað nefnt. Alveg eins og spánýtt efnahags- lögmál, sem segði að vöruverð ákvarði hráefnamagn, hefði skyndilega orðið allsráðandi. Af bonzínvígstöðvunum i Kaliforníu Olíulaus eru vestur- lönd ósjálfbjarga Ramakvein Skræfur vinna 2,5% handa bilasjiíklinga engin stríð Bandaríkjaher Orkuskortur er ekki aðeins óþægilegur Nú hvarflar ekki að mér að gera lítið úr þeim óþægindum, er benzínleysi veldur í framleiðslu, viðskiptum og annarri nauðsyn- legri atvinnustarfsemi, og ekki heldur þeim sárgrætilegu sálar- hörmum, sem það hlýtur að leggja á bíldýrkendur almennt. Yfir þeim vofir óneitanlega sá voði að neyðast kannski innan tíðar til að Ieggja á sig 4—8 mínútna píslragöngu frá rúm- stokk á biðstöð strætisvagns, sporvagns eða járnbrautarlestar og þaðan aðra eins á vinnustað, eða jafnvel að þurfa að fjárfesta í dýru reiðhjóli. En orkuskortur er því miður miklu örlaga þyngri. Hann þýðir ekki aðeins óþægindi og truflan- ir í framleiðslu og viðskiptum. Orkuskortur þýðir myrkur og kulda, þorsta og hungur, stöðnun og hnignun og endalok þess menningarlífs, sem Vestur- landafólk hefir skapað, þróað og notið í meira en 100 ár. Orkuskortur getur m.a.s. þýtt þrældóm og dauða Vesturlanda- búa yfirleitt. Ekki bætir hætis- hót úr skák, að hann er að mestu sjálfskaparvíti, enda eru sjálf- skaparvíti venjulega ekki annað en einkunn hugsunarleysis. Þegar olíuíurstum þóknast. slokkna Ijós Evrópu I síðasta lagi miðvikudaginn 17. október 1973 hefði leiðtogum vestrænna iðnaðarríkja átt að verða vorkunnarlaust að gera sér a.m.k. tvennt ljóst. I 1. lagi, að hráefnaforði jarðar er tak- markaður, og í 2. lagi, að tak- markaður hráefnaforði knýr til afturhvarfs frá eyðsluvaxtarbú- skap. Það gerðist nefnilega nefndan dag, sem reyndar hlaut fyrr eða síðar að leiða af drottnunaróbeit vestrænna leiðtoga, er virðast hafa haldið, að mannþekkjarinn og stjórnspekingurinn Machia- velli hafi farið með flimt, þegar hann kenndi í höfuðritverki sínu, „Discorsi sopra la prima decade di Tito Livio“, að stjórn- mál snúast eingöngu um völd og handhöfn þeirra, og að ákjósan- legra sé að skipa fyrir en hlýða eða semja og hjala. Arabaríki, 11 að tölu ákváðu í Kuweit að nota samanrændar eignir Vestur- landa til að þvinga þau til undanhalds og uppgjafar. Þau ákváðu að minnka hráolíufram- leiðslu sína um 5% fyrir lok mánaðarins og síðan 5% mánað- arlega unz hálstökin bæru til- ætlaðan árangur. Reyndar náðu Arabaríkin ekki stjórnmálamarkmiðum sínum þá þegar að fullu. Hins vegar tókst þeim að fjórfalda hráolíu- verð veturinn 1973/1974. Með því sýndu þau Vesturlandabúum svo að ekki varð misskilið, hverjir réðu hvenær og hvort ljós lýstu híbýli Evrópumanna og verk- smiðjur Bandaríkjamanna fengjust starfræktar með eðli- legum afköstum. Um 5 ár liðu frá því að fyrsta orkukreppan skók heiminn og þangað til gamalmenni, sem nálega enginn vissi að væri til, varð þess valdandi, að olíufram- leiðsla stöðvaðist mánuðum saman í Iran, næstmesta olíu- framleiðslulandi heims. Og iðnaðarríki Vesturlanda standa andspænis orðnum atburðum jafn máttvana og úrræðalaus og áður. Á Vesturlöndum hafði enginn lært neitt á hálfum áratug og valdvís ríkisstjórn fyrirfinnst þar ekki fremur en vitglóra undir hattstæði verkalýðsrek- enda. Þó ber þess að geta, að týrt hefir á skari. Sumir Bandaríkja- menn, ekki ómerkir, hafa gefið í skyn, að olíuskortur í Bandaríkj- unum kynni að neyða þá út í „hindrunarstríð". Á þaö drap- þáverandi utanríkisráðherra, .Henry Kissinger, opinskátt í ræðu sinni í Washington hinn 2. janúar 1975, og núverandi orku- málaráðherra, James Schlesing- er, þáverandi hermálaráðherra, lýsti yfir, ekki síður skorinort, hinn 18. maí sama ár: „Ég held, að við yrðum ekki jafn umburð- arlyndir og síðast, ef nýtt olíu- sölubann skylli á.“ Ummæli í svipuðum dúr úr sömu átt hafa heyrzt undanfarið og þó að þau beri ekki vott um sérlega stjórnvizku, þá staðfesta þau ótvírætt, að stríð eða friður í heiminum getur oltið á lausn bandaríska orkuvandamálsins — og þar með tilvera Evrópu, því að jafn satt og það er, að Bandaríkin þurfa nú að flytja inn um 40% af olíu þeirri, sem þau eyða, og bráðlega nálægt 50%, þá eru flest Evrópuríki nær algerlega háð erlendum fram- leiðendum. Tilvitnuð ummæli, þótt fásinna séu af fleiri en 1 ástæðu, eru ennfremur vottur um, hversu tæpt er að heljar- þröm, sem „velferðarríki" Evrópu hafa arkað fram á í slóð Bandaríkjanna undir kjörorðinu: „Hagvöxtur (5—7% p.a.) og vel- ferð umfram allt!“ Álitsgerðir og útreikningar sérfræðinga vegna óumflýjan- legrar orkukreppu hafa ekki gert neina stoð. Almenningur hvorki trúir né skilur — og ráðherrar og þingmenn kinka bara kolli. Verð húsahitunarolíu hækkaði á orkumarkaði auðhringa í Rott- erdam um 125% frá miðsumri í fyrra til febrúarbyrjunar í ár, og benzín um 117%. Sparnaði anzar enginn, og ekkert hefir frétzt um verðlækkanir síðan. Þvert á móti, allt bendir til stígandi verðs, og ástæðurnar eru síður en svo dularfullar. Þar sem því er nú einu sinni þannig varið, að hráolía er sá náttúruaflgjafi, sem helmingur allrar orkuframleiðslu heimsins er reistur á, og þar sem hráolía stendur undir 55% allrar orku- framleiðslu EBE-landa að með- altali, og 53% í Vestur-Þýzka- landi, 87%.* í Danmörku, röskum 70% í Ítalíu og 64% í Frakk- landi, er spurningin ekki, hvort orkuskortur verði, heldur hvort hráolíuskortur verði, eða hvort hráolíuöflun Evrópu sé nægilega örugg. Svörin við báðum spurn- ingunum eru skýrt og skorinort: Nei! Þau eru m.a.s. svo ótvíræð, að skorturinn bitnar ekki fyrst á niðjum Evrópumanna, heldur á þeim sjálfum strax! — sem naumast getur talizt óréttlátt, því að sök ber að bíta sekan. Bíllinn. bfllinn iiber alles! í hagspá bandaríska orku- málaráðuneytisins um hráolíu- þarfir heimsins, sem birt var hinn 21. marz f. á, er talið víst, að á árunum 1981 eða 1982 muni eftirspurn fara fram úr fram- boði, og að árið 1985 muni framleiðslan verða tilfinnanlega minni en þarfir, og mismunur- inn nema („að bjartsýnustu manna yfirsýn") allt að 1.000.000 t daglega eða 365.000.000 t það ár. „En“, sagði Schlesinger orku- málaráðherra öldungadeild Bandaríkjaþings, þegar hann gerði grein fyrir málinu, „þessi munur verður þó því aðeins ekki meiri að því tilskildu, að önnur ríki en OPEC-ríkin framleiði 1.250.000.000 tonn, eigin olíu- framleiðsla Vestur-Evrópulanda t.d. þrefaldist, og OPEC-ríkin auki framleiðslu sína um minnst 300.000.000 tonn.“ Og enn mælti hann við sama tækifæri, án þess að taka of djúpt í árinni: „Orku- vandamál heimsins eru að miklu leyti sök Bandaríkjanna. Þar af leiðir, að lausnin er að miklu leyti undir Bandaríkjunum kom- in.“ En enginn, sem þekkir „The American way og life“ að ráði lætur sér til hugar koma, að Bandaríkjamenn hafi vilja eða getu til að hafa jákvæð áhrif á olíuvandamálin á nokkurn hátt. I Bandaríkjunum bruna um 154.000.000 bíla, þar af rösklega 100.000.000 einkabílar, um stræti og vegi dags daglega, þar fjölg- aði bíladýrkendum um 20.000.000 og bílum um 24.000.000 á árunum 1973—1978; bara í Kaliforníu, þar sem nú er hafið mannfall í baráttunni um benzíndropann, dældu benzín- salar ríflega 10% meira á 15.000.000 skráða bíla á 1. fjórð ungi ársins 1979 en árið áður. Og hinn 19. maí sl. tilkynnti hermálaráðuneytið í Washingt- on, að sig skorti eldsneyti á skriðdreka, flugvélar og herskip, það myndi neyðast til að draga úr notkuninni um 10%, Sérstak- lega kvað það sig skorta diesel- olíur handa flotanum og kerosin handa flugvélunum. Þetta er þeim mun athyglis- verðara, því oftar sem í huga er haft, að bandaríski herinn hefir ekki fengið nema 2,5% af öllu eldsneyti, sem brælt er upp í því ríki, sem hefir tekið að sér að verja vestræna menningu. Sú spurning hlýtur m.a. af þessum sökum að gerast óþægi lega áleitin, hvort bandarísk bíllinn muni ekki reynast, þegai öllu er á botninn hvolft, skæðast vopn GULAGmanna í sókninni gegn frjálsræðisheiminum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.