Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1979 Dr. Björn Sigrfússon: I. Tillajía um efnið í 31. gr. stjórnarskrárinnar Stormi fylgis við jafnari kosn- ingarétt má ekki linna, né heldur elskulegum afturhaldsbrýningum eins og þeirri sem Jón Konráðsson á Selfossi reit í Mbl. 16. mars um kjördæmamálið. Hann krefst aukningar á atkvæðamisvæginu; þess óska reyndar í felum þúsund- ir annarra þó hver þingmaður veigri sér við að þverneita jöfnun- arkröfum. Lesendum er farið að leiðast þref. Eg stekk því formálalaust að þingmannatölu kjördæma, sem verði 10 alis, og þeim hlutum, sem nóg er að hálfskorða í stjórnarskrá én skorða ber nánar í kosningalögum, sem Alþingi breytir án þingrofs. Orðalag mitt vil ég standi til bóta en umrædd 31._gr. feli einkum í sér þetta: A Aiþingi eiga sæti þjóðkjörnir þingmenn, 61 að tölu, kosnir leynilegum, hlutbundnum kosn- ingum til 4 ára kjörtímabils í senn. Af þeim skulu 30 vera kjörnir af frambjóðendum í þeim 4 kjördæm- um sunnan Hvalfjarðar sem kennd eru við Reykjanes, Alftanes, Reykjavík og Kjalarnes, en 31 af frambjóðendum þeirra 6 kjör- dæma dreiíbýlis, sem kennd eru við Vesturland, Vestfirði, Norður- land vestra, Norðurland eystra, Austúrland og Suðurland. Þrír'þingmannanna úr hvorum hópi, 6 alis, eru landskjörnir þingmenn til jöfnunar milli þing- flokka samkvæmt heildarfylgi á landinu. Eftir að landskjörstjórn hefur skipt þeim sætum milli flokkanna skulu 1., 2. og 3. lands- kjörinn þingmaður vera þeir efstu af föllnum frambjóðendum flokks- ins, sem hæsta atkvæðatölu höfðu hlotið í fyrrnefndu kjördæmunum fjórum, en 4., 5. og 6. landskjörinn þingmaður þeir, sem í viðkomandi flokki höfðu fallið með hæsta atkvæðatölu innan síðarnefndu kjördæmanna sex. Kjördæmiskosnir eru 55 þing- menn. í kosningalögum skal þeim skipt niður á kjördæmin og kjör- dæmamörk á landinu ákveðin, innan þeirra takmarkana sem hér segir: Þannig skal deilt hinum 27 þingsætum fyrir Reykjavík og Nesjakjördæmin þrjú að 8, 7 eða 6 verði þingsætin fyrir hvert þeirra og sem jafnastur mannfjöldi reiknist að baki þingsæti hverju. Dreifbýliskjördæmin sex skulu takmörkuð þannig að ekkert lög- sagnarumdæmi (= sýsla eða kaup- staður) skiptist. Vera skulu 6 þingmenn fyrir hvort hinna fjöl- mennustu af þeim en í engu kjör- dæmi færri en 3, alls 28 þihgmenn. Varamenn fyrir kjördæmis- kosna og landskjörna þingmenn skulu kosnir með sama hætti. Kosningalög segja nánar í hvaða þörf og hvaða röð þeir taka þing- sæti á Alþingi. Nú verður kosningalögum ávexti af í sambandsríki voru við Eyrarsund, nánustu fyrirmynd- inni að flokkakerfi voru. En ólga okkar vex. Aðkallandi þörf í því skyni að tala þingflokka okkar haldist óbreytt (eða slysist niður í þrjá með tímanum) er að hverfa aftur til þess 8 þingmanna há- marks í kjördæmi, sem gilti aldar- fjórðunginn fyrir 1959 (raunar 6 fyrir 1942) meðan núverandi flokk- ar festu í jarðvegi allar þær rætur, sem þeir enn búa að en geta nú farið að að bregðast þeim ef Reykjavík yrði óskipt kjördæmi liðugra 20 þingsæta. Margt fleira, sem hér er ekki rúm að ræða, mælir með að gera ekki mann- grúa neins staks kjördæmis meiri en t.d. sjöttaparts þjóðarheildar- innar. Hann er þá síður fráskilinn gersónukynnum við fulltrúa sína. Ábyrgðar- og verkaskipting milli 20 fulltrúa fyrir stakt kjördæmi gefst varla vel við hliðina á sams konar ábyrgðardreifingu í aðeins 4 — 6 þingmanna hóp í hinum kjördæmunum. Umdeilanleg tak- sem ala nú þrjá fimmtunga þjóðar, skuli hvorki gerð alveg jöfn né með hlutfallinu 3:2 heldur með hiut- fallinu 30:31 dreifbýlinu í vil. Sársauki yrði að öðrum kosti í fleiri kjördæmum en ella þarf og yrði of sár til þess að gott leiddi af. Rök og reikningar með og móti gætu fyllt heila bók. Þetta hlutfall mun tryggja að ekki verði Alþingi með yfirtroðslur gagnvart þétt- býlinu. En margir andstæðingar hlutfallsins 30:31 geta sagt með sanni að með slíkum „ójöfnuði" sé fyrirbyggð endurkoma gullaldar þeirrar, sem bernskutíð núverandi flokka var, með aðeins 6 þingmenn samlagt (frá 1920) fyrir Reykjavík og núv. Reykjaneskjördæmi. En svo skammgóður vermir náðist af því valdamisrétti að ósannað er að hlutfallið 30:31 með viðeigandi vaidsdreifingaraðgerðum við hliðina, gæfist dreifbýliskjördæm- um framtíðar miklu lakar. Ein- mitt í ljósi búferlasögunnar hafa hinir þrákelknislausari menn í Jöfnun kosningaréttar í 4-8 þingsæta kjördæmum breytt, innan téðra takmarkana. Ekki má breyting valda því að mismunur á atkvæðisvægi að baki þingsætum eftir kjördæmum vaxi. Skylt er Alþingi, og eins ríkis- stjórn í því tilfelli, sbr. 28. gr., að breyta lögum til nægrar vægis- jöfnunar þegar svo er komið að kjósendafjöldi einhvers kjör- dæmis nær ekki 80% af meðaltali slíks vægis að baki 28 þingsætun- um í dreifbýliskjördæmum sex eða ekki 80% slíks meðaltalsfjölda í fjórum kjördæmum sunnan Hval- fjarðar, eftir því hvorri helft ríkis kjördæmið liggur. II. Tillaga mín er íhaldsvilji í sumu Málið á tregari byr en sæmir augljósu meirihlutafylgi þjóðar við jöfnunarbreytingar. Enga til- lögu um þær þorði fráfarandi stjórnarskrárnefnd 1978 að bera fram, kastaði heldur boltanum upp til leikkeppni í milli flokka. Ekkert hænufet gæti samvirk ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar leyft flokkum sínum að stíga í alvöru í málinu, hvað sem í mál- gögn hennar kemur að henni lát- inni. Ekki á hin nýja stjórnar-’ skrárnefnd, sem skila skal af sér 1981, þarna auðveldan leik. Hvaða lausn sem um semdist yrði Alþingi hrætt við afleiðingar, einnig fylgi- kvíllana. Þó borgar sig ekki að vera hálfur í svörum í svo alhæfðu mannréttindamáli. Ekki er heldur vert að þegja við falskenningu eins og þeirri að markmiðið að jafna lífskjör í landinu hljóti að nást miklu síður ef kosningaréttur verði jafnari en er. Einna nýjustu staðhæfinguna um það bar merk- iskona í Framsóknarflokknum á borð í Tímanum 17.3., í árás á réttmæt rök Jóns Skaftasonar fv. alþm. fyrir málefninu. Ég nenni ekki að vitna í fjölda greina með og móti. Játað skal á hinn bóginn að í dreifbýli er nægur kosningaréttur ennþá dýrmætari eign en í fjöl-- menni og staðbundin rök þarf að, meta af gát. íhaldssemi gegn ofhraðri tilfærslu á völdum er líka farsæl flokkum. Mergurinn í II. kap. mínum verða því atriði, sem ég neita að slíta úr tengslum við fortíð. Kjördæmabreytingin 1959 var til bóta. Eins og norrænu ríkin hin er ísland orðið óhæft til þess tveggjaflokkakerfis, sem er enskt og nú byggt á útilokun liberala flokksins og á einmenningskjör- dæmum. Hlutbundnu kosningarn- ar má gera persónulegri en gert hefur verið. Enn eigum við því láni að fagna að þola tognun í þingflokkum án þess að springi. Lýðræðis- og borgarahreyfingar landsmála hafa ekki sundrast í glundroðann, sem sjá rhá t.d. mörk Kjalarnes- og Álftaneskjör- dæma nefni ég bráðum, líka þá undantekningu frá meginreglu greinarheitis míns að stakt kjör- dæmi fái e.t.v. aðeins 3 þingmenn. Hlynntur væri ég tillögu um að sá framboðsflokkur nyti tilkalls til jöfnunarþingsæta, sem ekki hefði náð kjöri í kjördæmi en þó náð 6% eða 8% af kjósendafylginu. Það ætti að tryggja að flokkur deyi ekki af tilviljun og nýhreyfingar geti stundum eflst til þingsetu. Hinir landskjörnu á fyrsta þriðjungi aldar voru aðeins 6 (voru og hétu til 1915 konungkjörnir) og tekur íhaldssemi mín mið af þeirri tölu. Sönnunarbyrði til stað- festingar á því að stærri hópur hinna föllnu frambjóðenda mundi gera Alþingi starfhæfara en kjör- dæmakosnu þingmennirnir gera það liggur á öðrum en mér. Fækkun dreifbýlisþingmanna til að geta fjölgað á þingi uppbótar- fulltrúum með engin eða ófyrir- sjáanleg heimkynnatengsl væri ekki til bóta. Festing þingmanna- fjöldans við oddatölun 61 virðist mér afsakanlegt beggjabil til- lagna, sem ólíkir kunnugleika- menn um hætti og húsnæði Al- þingis hafa borið fram. Oddatala er æskilegri en 60, sem nú er. Það lýsir íhaldsvilja hjá mér og skoðanabræðrum mínum að helmingsvaldaskiptin milli drcifbýliskjördæma sex og hinna, öllum flokkum loksins vitkast í kjördæmamálinu. Meðalíbúafjöldi bak við hvert hinna 28 dreifbýlisþingsæta er samkvæmt tillögu minni 3'/2 úr þúsundi en hálfu öðru þúsundi hærri meðalfjöldi að baki þingsæt- anna 27 sunnan Hvalfjarðar. Mis- vægi atkvæða yrði mikið enn þótt viðbrigði séu það frá því sem er. Mér segir svo hugur að hiti deilunnar kynni, að þessum sigri fengnum, að beinast yfir í rifrildi um hentug kjördæmamörk innan höfuðstaðarsvæðis og um deiling 16 þingsæta milli þeirra 4 kjör- dæma, sem hafa langt innan við 20 þúsund íbúa hvert. Þeim atriðum og fleirum ber því að halda utan 31. gr., sem þó haslar bardaganum þröngan völl. Með óhreyfanlega núverandi þingsætatöluna 6 standa þar 20 þúsunda kjördæmið Suðurland og Norðurland eystra með 5—6 þúsundum fleira fólk. í happdrættinu um jöfnunarþing- sæti gætu þau gert sér vonir umfram meðallag. Hugsanlegar tilfærslur á sýslumörkum gætu hvergi á landinu komið þingsæta- tölunni minna við en í þeim lands- hlutum. III. Vangaveltur um deiling sæta og kjördæma í kosningalögum Lausleg ádrepa á kjördæmin tíu má taka þau eftir röð á landi, Árni Helgason: Þeir lægstlaunuðu sjá hvernig „bjarg- vættirnir,, eru... Kommúnistminn hefir gengið sér til húðar í veröldinni. Þeim fækkar óðum dag frá degi sem viðurkenna að þeir séu kommúnistar. Eftir eru sjónhverf- ingar og blekkingar. Það sem auðtrúa menn bundu vonir við leystist upp í vonleysi. Ævintýra- glamurpostular Alþýðubandalags- ins hafa orðið hægar um sig en fyrir kosningar. Ein vinstri stjórn enn riðar til falls og nú veit almenningur það af sárri reynslu að þeir sem byggja á hinum svonefnda sósíalisma byggja hús sín á sandi. Þetta er staðreynd tilverunnar í dag. Verkalýðsfor- ystan hefir brugðist hrapalega. Þeir lægst launuðu sem þar hafa lagt inn sína von hafa fengið hana frysta í ísköldum raunveruleika og bilið milli hæsta og lægsta kaups hefir aldrei verið meira en á tímum þriðju og seinustu og verstu vinstristjórnar, enda þar flestir áttavilltir við stýrið. Ráðherrar sem ætluðu að leiða verkalýðinn til velmegunar horfa lítið á laun sinna umbjóðenda, en hækka sinn hag með fríðindum og hæstu launum um leið og verka- lýðsforystan telur það í starfi og staðreyndum koma þjóðinni best að hafa þá sem verðmæti lands- auðsins skapa á sem rýrustum kjörum. Og það er ógerningur að reikna það út hve mikið þessir vinstri ráðherrar fá í laun fyrir að rýra afkomumöguleika þeirra sem mega sín lítils eða einskis í þjóð- félaginu. Allur söngur Alþýðu- bandalagsins um hærri laun tii lægstlaunaðra er þagnaður eða runninn út í hæsi. Þessi ráma rödd veit ekki hvernig hún á að blekkja sína fylgjendur næst. Ríkisstjórnin er í raun og veru fallinn. Hún hangir saman á hræðslu og örvæntingu við þá sem trúðu henni fyrir lífsafkomu sinni. Hvílík örlög? Og enn ræður hún ekki við þá sem hæstir eru og krefjast meira og holskefla vitleysunnar er framundan. Það er sorgleg staðreynd að þeir sem vinna að framleiðslunni í dag, þeir sem eru venjulegir verka- menn í hraðfrystihúsum og fisk- verkunarstöðvum, hafa ekki nema 1/10 af kaupi þeirra sem lofuðu að jafna kjörin. Álls konar menn sem lifa af afrakstrinum og koma hvergi nærri framleiðslunni leggja ekkert í áhættu eða kostn- að, fleyta rjómann í þjóðfélaginu. Hún er líka þögnuð röddin í Þjóðviljanum um arðrán og svo- leiðis því þar hefir nefnilega kommúnistum fjölgað svo mikið að nú verða þeir að fá frið til að verja sitt „arðrán". Þótt ömurlegt sé til þess að vita hvernig komið er í ísl. þjóðlífi undir vinstri stjórn, er það þó ljós punktur í öllu saman áð þeir lægstlaunuðu, frystihúsverka- menn og aðrir, eru búnir að sjá hvernig þeirra „bjargvættir" og verkalýðsforystan starfar. I dag er því mikil hægri sveifla á íslandi. Fólkið þolir ekki blekk- ingar og svik til eilífðar. Helgiljóminn er hruninn af kommúnismanum. Hann er ekki í Árni Helgason tísku í dag. Það verður íslenskri þjóð til bjargar. Hver einstakl- ingur hættir að trúa í hrævareld- ana, finnur sjálfan sig í eigin mætti og ósjálfrátt verður flúið til N

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.