Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ1979 r Magnús Oskarsson: Vilmundur hræk- ir á Hæstarétt „Ég var soltinn og klæðlaus og orkti í Alþýðublaðið, og allur heimurinn fyrirleit blaðið og mig“ kvað Steinn Steinarr á sínum tíma. Það er nú fremur lág prósenta og minnkandi, af öllum heiminum, sem les Alþýðublaðið nú orðið, en það væri synd að segja, að ekki væri vel að því unnið að tryggja sér fyrirlitningu þessara fáu manna. Er það verk- efni komið í hendur Vilmundar Gylfasonar og svo að sjá, að það gangi bara vel. í þessu starfi háir það blaðinu ekkert að vera rit- stjóralaust, því auglýsingar um sauðfjárbaðanir og annað slíkt má fá úr hinum blöðunum og rit- stjórnargreinar skrifar Vilmund- ur og merkir sér kyrfilega. Nú er það svo, þrátt fyrir góða hjálp ríkisútvarpsins og þraut- seigju ellilífeyrisþeganna, sem enn kaupa Alþýðublaðið, að fyrir- litningarvinna Vilmundar fær ekki þá útbreiðslu, sem hún á skilið. Vegna messíasarhlutverks hans í pólitíkinni að undanförnu, er nefnilega þörf á því, að menn þekki boðskap hans og vinnubrögð sem bezt, og geti að því loknu gert sér grein fyrir því, hvort hann er líklegur til að stuðla að frelsun heimsins. Nýlega hefur Vilmundur skrifað tvær ritstjórnargreinar í Alþýðu- blaðið, sem vel má nota til þekk- ingarauka á höfundi þeirra. Þar sem Alþýðublaðið hrekkur skammt og aðrir hafa ekki til þess orðið, mun hér lítillega hlaupið undir bagga með Vilmundi Gylfa- syni með því að draga fram sýnis- horn úr þessum greinum hans. Báðar fjalla ritstjórnargreinarnar um Hæstarétt íslands og virðist tilefnið vera ein hógvær setning, höfð í blaði eftir hæstaréttarrit- ara, á þá leið, að það sé ekki venja réttarins að svara blaðaskrifum. Var þá Vilmundi nóg boðið og grípur hann til pennans og Alþýðublaðsins og er nú rétt að gefa honum orðið: „Hæstiréttur íslands á að vera önnur stofnun. sem er hafin yfir opinbera umræðu. í slfkum hugmyndum felst hvort tveggja — siðmenning og sið- fágun. En Ármann Snævarr eða aðrir ábyrgðarmenn Hæstaréttar íslands þessarar virðulegustu stofnunar ís- lenzka réttarfarsins, er með möppudýrshætti sínum að gera þessa sjálfsögðu lífsskoðun ókleifa. Vestur á Melum í Reykjavík lærir hópur fólks skipulega að verða að ómenntaðasta fólki á vesturhveli jarðar(!). Hér er átt við, ekki menntunina, heldur innrætinguna sem fer fram í lagadeild Háskóla íelands. Þar er ekki kennt. Þar er fólki innrætt skipulega, ekki að taka móralskar ákvarðanir, ekki að bera siðferðilega ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut. Nei, þar er fólki innrætt undirgefni og ræfildómur. Einstaklingur. sem hlotið hefur slíka innræt- ingu, kennara eins og Ólafs Jóhannessonar, er Björn Helgason, ritari Hæstaréttar. Og þegar það er borið á Hæstarétt íslands, sem ætti að vera trygging borgaranna gegn ranglæti, að þeir aðhafist samkvæmt móðursýkisskrifum einhverra ritsóða, þá svarar möppudýrið og kerfiskallinn. svo sem hann hefur innrætingu til, að Hæstiréttur íslands telji ekki ástæðu til að sinna slíkum ummælum.“ Þeim, sem í alvöru vilja kynnast Vilmundi, er bent á að lesa framangreindan kaflá tvisvar. Þá mun það t.d. ekki fara framhjá neinum, að í upphafi kaflans talar hann um „siðmenningu og siðfágun". Hann veit sem sagt að hvort tveggja er til. Síðan hrækir hann á Hæstarétt og á Háskóla íslands í leiðinni og forsætisráðherra. Til huggunar þeim, sem e.t.v. dettur í hug að geðheilsa Vilmundar hafi brugðizt honum augnablik, er óhætt að fullyrða að svo er ekki. Viku síðar hefur hann greinilega hugsað málið vandlega og ekki þótt nóg að gert. Að svo búnu flýgur hann öðru sinni á Hæstarétt í illu og ber áhlaupið öll merki þeirrar sérstöku siðfágunar sem einkennir Vil- mund. „Almennur ræfildómur Hæstaréttar íslands", eins og það heitir á'máli Vilmundar, fær að sjálfsögðu bágt fyrir að „þjóna ranglætinu" og er þetta með ræfildóminn og þjónustuna við ranglætið tvítekið tjl áherzlu. í fyrirsögn síðari ritstjórnar- greinarinnar er um það spurt hvort Hæstiréttur íslands sé „varðhundur kerfisins" eða „vörn fólksins". (Einhverjum hefði e.t.v. dottið í hug að spyrja hvort lögregluþjónar ættu ekki líka að vera vörn fólksins, en það er sjálfsagt of viðkvæmt mál fyrir Vilmund að fara út í þá sálma). Hér hefur því lítillega verið lýst, hvernig Vilmundur Gylfason hef- ur í tveimur ritstjórnargreinum í Alþýðublaðinu hrækt myndarlega á Hæstarétt og tvo af handhöfum forsetavalds þjóðarinnar. Ef Vilmund grunar, að enn sé eitt- hvað eftir af mannorði Alþýðu- blaðsins, kann hann vafalaust ráð við því. Hann gæti t.d. skrifað um forseta íslands eða biskupinn í siðmenningarstíl sínum og ef allt um þrýtur á hann eftir kristna kirkju og guð almáttugan. Að því loknu gæti hann hallað sér ánægð- ur afturábak og tekið undir með skáldinu: „... og allur heimurinn fyrirleit blaðið OG MIG.“ Magnús óskarsson. ___________________21_ Aukin að- stoð við vanþró- uð ríki París 25.júní.Reuter AÐSTOÐ aðildarríkja Efnahags og framfarast- ofnunar Evrópu(OECD) við vanþróuð ríki jókst um 3,6 milljarði Bandaríkjad- ollara á síðasta ári og nam á árinu samtals 18,3 millj- örðum dollara. Af einstökum aðildarríkjum veittu Noregur og Svíþjóð hlutfallslega mest til hjá- lparstarfsins, eða 0,9 af hundraði þjóðartekna sinna. Holland og Danmörk veita einnig til starfsins meira en 0,7 af hundraði þjóðartekna sinna. Takmark stofnunarinnar er að aðildarríki veiti 0,7 af hundraði þjóðartekna sinna til aðstoðar við vanþróuð ríki. I ársskýrslu OECD, sem lögð var fram í gær, kom fram að aðstoð kommúnistaríkja og olíuframleiðsluríkja við þróunarlöndin hefur ekki aukist á síðustu árum og eru þess jafnvel dæmi að viðkom- andi ríki hafi dregið úr að- stoðinni. Fjárhagslegt tjón hefur vaxið eftir því sem tímar hafa liðið Hér fer á eftir í heild stefna sú, sem Valdimar Þórðarson og Þorkell Valdimarsson haf<» lagt fram á hendur borgarstjóranum í Reykjavík vegna fjárhagslegs tjóns af fasteigninni Aðalstræti 8. Valdimar Þórðarson Freyjugötu 46 og Þorkell Valdimarsson Bergþórugötu 23. gjöra kunnugt; að þeir þurfi að höfða mál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur gegn borgarstjóran- um í Reykjavík f.h. borgarsjóðs vegna fjárhagslegs tjóns á fast- eigninni Aðalstræti 8, er borgar- yfirvöld hafa valdið stefnendum að fjárhæð kr. 721.000.000 með 30% ársvöxtum frá stefnudegi til greiðsludags og málskostnaði skv. gjaldskrá Lögmannafélags Islands. Málavextir eru þessir: Hinn 23. febrúar 1944 fóru eigendur lóðanna nr. 8—16 við Aðalstræti fram á það við borgar- ráð að borgaryfirvöld gengju frá framtíðarskipulagi við Aðalstræti og í Grjótaþorpi. Beiðni þessi var ítrekuð margsinnis munnlega við forráðamenn Reykjavíkurborgar. Vegna framkominna tillagna um skipulag á svæði þessu rituðu lóðareigendur skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar bréf hinn 31. janúar 1967, þar sem þeir mót- mæltu þeirri skerðingu er skipu- lagstillagan gerði ráð fyrir um byggingar á lóðunum og sögðu í bréfi sínu ennfremur: „Við vekjum athygli á því, að nú er senn aldarfjórðungur liðinn síðan við sendum háttvirtu bæjarráði meðfylgjandi erindi, þar sem við greipdum frá fyrir- huguðum byggingum okkar á greindum lóðum. Dráttur á skipulagi bæjarhverfis þessa hefur þegar valdið okkur beint og óbeint ómældu fjárhagslegu tjóni. Skipulagstillögur þær, sem nú eru lagðar fram og fela í sér svo mikla skerðingu eigna okkar sem að framan er lýst, eru auk þess stórlega gallaðar frá okkar sjónarmiði. Eru því ítrekuð mótmæli við þeim og þess eindreg- ið óskað, að gagnger og tafarlaus endurskoðun verði framkvæmd á skipulagi umrædds svæðis. Við áskiljum okkur að sjálf- sögðu fyllsta rétt til fullra bóta fyrir hvers konar skerðingu eignarréttar okkar, er endanlegt skipulag kann að valda okkur. I bréfi dags. 26/4 1972 eru óskir þessar enn ítrekaðar. Ekki fengu lóðareigendur svar við þessum óskum sínum og var ljóst að fjárhagslegt tjón þeirra hefur vaxið mjög eftir því sem tímar hafa liðið. Er það einkum af tveimur orsökum I fyrsta lagi hafa fasteignagjöld af lóðum og mannvirkjum stór- hækkað á undanförnum árum og í öðru lagi hefur verið stöðugt erfiðara og kostnaðarsamara að halda við hinum gömlu húsum á lóðunum m.a. vegna aukinna krafna opinberra aðila. Þannig hefur eldvarnareftirlitið gert auknar körfur og m.a. mælst til þess að hluti hússins Aðalstræti 8, sem stefnt er út af í máli þessu, verði ekki nýttur nema að verulega kostnaðarsamar endur- bætur eigi sér stað. Það hefur því verið lóðarhöfum ákaflega nauðsynlegt að geta byggt nýtt hús á lóðinni Aðal- stræti 8, sem er eini möguleikinn til að mannvirki á lóðinni og lóðin sjálf gefi af sér viðhlítandi arð. Á sama tíma og ekkert svar hefur borist við óskum lóðarhafa hafa risið stórhýsi í næsta nágrenni t.d. á lóðinni Aðalstræti 6, Aðalstræti 9 og bygging Pósts og síma. Þá hafa umræður um friðun Grjótaþorpsins enn aukið óvissu lóðarhafa um framtíð þess- arar eignar, en ákveðið svar við hvort húsið á lóðinni verði friðað hefur ekki fengist. Frá því bréfaskipti lóðarhafa við borgaryfirvöld hófust hafa átt sér stað eigendaskipti á lóðinni. Við skipti á sameignarfélaginu Silli og Valdi fékk annar stefn- enda, Valdimar Þórðarson, annar eigenda sameignarfélagsins lóðina í sinn hlut ásamt þeim réttindum er henni fylgja og afhenti hann hana syni sínum, Þorkeli. Eru þeir báðir stefnendur í máli þessu. Auk framgreindra bréfa hefur Þorkell ritað borgaryfirvöldum mörg bréf varðandi mál þetta. Kröfufjárhæðin er þannig feng- in: 1) Á árunum 1951 — 1955 var heimiluð bygging á 5.461.4 fermetra húsi á lóðinni nr. 6 við Aðalstræti sem eftir sameiningu við lóðina nr. 6B var 959.23 fermetrar. Telja stefnendur að þeim hafi borið sami réttur til byggingar á sinni lóð þ.e. að byggja á lóðinni nr. 8, sem er 704.1 fermetrar, hús 4.013 fermetra að stærð. Miðað við hús þetta og leigu í húsinu Austurstræti 17 hefðu brúttótekjur orðið sem hér segir í samanburði við raun- tekjur hússins að Aðalstræti 6 árin 1970-1979: Áriö 1978 ...................... Áriö 1977 ...................... Áriö 1976 ...................... Áriö 1975 ...................... Áriö 1974 ...................... Áriö 1973 ...................... Áriö 1972 ...................... Áriö 1971 ...................... Áriö 1970 ...................... Af þessum tölum má sjá að tekjutap lóðarhafa hefur ekki verið lægra en 2 milljónir á ári miðað við núverandi verðlag og hefur það staðið allt frá ársbyrjun 1958. 2) Neitun borgaryfirvalda á því að lóðarhöfum sé heimilt að byggja eins og heimilt var á lóðinni Aðalstræti 6 hefur valdið því að þeir hafa orðið fyrir stórkostlegu fjárhagslegu tjóni sökum hækkunar á byggingarkostnaði. Miðað við vísitöluhúsið, sem talið er samtals 442.25 fermetrar og 1205 m2 hefur byggingarkostn- aður frá 1958 hækkað úr kr. 1.089.68 per. rúmmetra í kr. 51.611. Miðað við 13.423 m3 hús á lóðinni Aðalstræti 8, sem er sama hlutfallsverð og húsið Aðalstræti 6, hefur tjón lóðar- eiganda miðað við byggingu slíks húss á árinu 1958 orðið a.m.k. 678 millj. króna. Fyrir því stefnist hér með borgarstjóranum í Reykjavík, hr. Agli Skúla Ingibergssyni, Fáfnis- vegi 8, Reykjavík, til að mæta fyrir bæjarþingi Reykjavíkur, sem háð verður í bæjarþingsalnum að Túngötu 14, fimmtudaginn 28. júní n.k. kl. 10 f.h., til þess þar og þá að sjá skjöl og skilríki í rétt lögð, á sókn sakar og réttarkröfur að hlýða, til sakar að svara og dóm að þola í framangreinda átt. I greinargerð segir m.a.: „Allt frá árinu 1944 hafa borgaryfirvöld staðið í vegi fyrir því að byggt hafi verið með Aðal- stræti á lóðunum 8—16. Á árunum 1951 — 1955 var hins vegar leyfð bygging á lóðinni Aðalstræti 6 miðað við nýtinguna 5,7. Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli munnleg og skrifleg hefur ekki fengist svar við þv' hvort og þá hvernig byggja megi á lóðinni Aðalstræti 8. Áf þessum sökum hafa lóðarhafar þurft að sitja með lóðina illa nýtta vegna lélegs húss á lóðinni, greiða af henni skatta og önnur gjöld. Hefur þetta komið í veg fyrir að þeir nytu eðlilegs arðs af þessari verðmiklu eign. Þvert á móti hefur eignin orðið til fjárhagslegrar byrði. Fasteignarmat lóðarinnar Aðal- stræti 8 er kr. 131.038 þús og er þvi hver fermeter metinn á kr. 186.107. Fasteignamat hvers fer- meters í lóðinni Aðalstræti 6, sem nýtt er í hlutfallinu 5,7 er kr. 171.949. Er því ljóst að lóðin Aðalstræti 8 er metin eins og hún væri fullnýtt og hefur stefndi innheimt fasteignagjöld og ríkis- sjóður eignarskatta miðað við mat þetta. Um rökstuðning vísast að öðru leyti til stefnu og framlagðra gagna. Eg áskil mér allan rétt til frekari öflunar gagna og máls- skýringa á síðari stigum máls þessa m.a. við munnlegan mál- flutning." Rauntskjur Rsiknaðar takjur Mitmunur ... 3.281.360 5.417.550 2.136.190 ... 2.626.666 3.611.700 985.034 ... 1.883.011 2.889.360 1.006.349 ... 935.382 1.709.538 774.156 ... 791.802 1.151.731 359.929 ... 627.200 1.055.419 428.219 ... 541.000 858.782 317.782 ... 409.500 858.782 449.282 ... 572.750 858.782 286.032

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.