Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1979 Og sjá, það var harla gott Einhverja eftirþanka virðist Guðvin Gunnlaugsson hafa haft af frumhlaupi sínu í Vísi rétt fyrir síðastliðin jól. En svo vill honum það happ til, að Asdís Erlings- dóttir skrifar hlýlegt orð um grein hans, og þá þurfti ekki framar vitnanna við. „Sjá, það var harla gott“. Þó telur Ásdís, að grein G.G. hefði ekki átt að birtast fyrr en „eftir Friðarhátíðina", og er það skiljanlegt. Og óneitanlega hefði það verið kristilegra, í nánd hinn- ar helgu hátíðar, að segja heldur eitthvað fallegt og mannbætandi en að hreyta ónotum í kennilýð landsins. Betra er að kveikja lítið ljós en að fárast yfir myrkrinu. Og Guðvini, sem góðum og guðelsk- andi manni, hefði farið betur að taka fyrri kostinn. Þessi athugasemd Ásdísar sýn- ir, að hún er friðelskandi kona. Og vona ég, að hvorki Lúsífer né hans „ólmu vargar" mæði hana nokkru sinni, þó að þeir kumpánar hrelli G.G. miskunnarlaust, eftir því sem hún gefur í skyn. Guðvin og Biblían Hér hefði G. G. átt að láta staðar numið, svo að ekki sannað- ist á honum, „að hið síðara þess manns verði verra en hið fyrra". En í þess stað skrifar hann langt mál í Mbl. 22. marz s.l. þar sem ægir saman þekkingarleysi, misskilningi og rangfærslum á orðum mínum. Get ég ekki látið hjá líða að leiðrétta þetta. Ekki þó til þess að koma einhverri skímu inn í hugskot viðmælanda míns, því að það er trúlega vonlaust verk, heldur vegna annarra, sem ef til vill hafa nennt að fylgjast með orðaskiptum okkar. Ekki ætla ég að eltast við alla eftirprentun Biblíunnar í grein G.G. Það vita allir, sem eitthvað vita, að með orðum hennar er hægt að „sanna" eða „afsanna" alla hluti á milli himins og jarðar, sé frjálslega með þau farið og þau rifin úr samhengi. Ekki segi ég beinlínis, að G.G. lesi Biblíuna afturábak, en undarlega margt horfir þó öfugt við honum í þeirri helgu bók. Að ég hafi sagt það „ekkert annað en tímaskekkju að tala um að Biblían væri frá Gúði sjálfum komin“, er ekki rétt. En hitt sagði ég tímaskekkju, að trúa á bók- stafsinnblástur hennar og óskeik- ulleika í öllum greinum. Hver sem vill getur sannfært sig um það, hvort það er „gróf fölsun" að segja, að Jesús hafi ekki talið orð Ritningarinnar óhagganleg eða óskeikul. Nægir þar að benda á orð hans í Fjallræðunni, þó að fleira komi til. Þá vil ég staðhæfa, að þetta sem G.G. kallar „að neita sannleika Biblíunnar", sé allt annað en það, að neita skilningi G.G. á sannleika hennar. En þetta tvennt leggur hann að jöfnu: Sannleikann, og skilning sinn á sannleikanum. Og svo segir hann, að allir, „sem halda sig við kenningar Biblíunn- ar“ muni vera sér sammála. Og í niðurlagsorðum greinar sinnar segir hann: „Ég vildi láta kenning- ar Biblíunnar koma sem bezt í ljós í þessum málum". Það er ekki lítillætinu fyrir að fara. Hann telur sinn skilning hinn eina rétta! Þó er það staðreynd, að margir lærðustu og virtustu biblíuskýr- endur heims eru G.G. algerlega ósammáia um fiest þau atriði, sem hann leggur áherzlu á. Biblían er að mörgu leyti vanda- söm bók við að fást. Margt er þar að sönnu auðskilið, svo sem kjarn- inn í boðskap Jesú. En Biblían er rituð á svo ólíkum tímum þeim, sem við þekkjum, og svo fjölmargt sagt þar á líkingamáli og í tilefni viðburða, sem við lítið þekkjum til, að margt verður torráðið þess vegr.a, Það þarf mjög staðgóða þekkingu á þeim jarðvegi, sem Biblian er vaxin úr, til þess að ha‘gt sé að skilja rétt margt það, sem hún hefir inni að halda. Það er eftirtektarvert, að G.G. „vildi láta kenningar Biblíunnar koma sem bezt frarn". Hvers vegna vill hann ekki, sem krist- inn maður, heldur halda sig við kenningar Krists? En margt í Biblíunni er óneitanlega í algerri mótsögn við anda hans og kenn- ingu. Þá þykist G.G. trúa því, að „Ritningin geti ekki raskazt“. Þó er hann logandi hræddur við alla bihlíugagnrýni og heldur sýni- lega að hún fari öll úr reipunum, sé við einhverju hróflað. Spjöldin verði bara eftir. segir hann. Lúter og Biblian Ég minntist á Lúter í fyrri grein minni, en hefi nú fengið grun um, að G.G. sé ekkert gefið um mann- inn þann. Og gæti orsökin verið sú, hve afstaða þeirra til Biblíunn- ar er gjörólík. I hirðisbréfi sínu: Ljós yfir land, tekur herra biskupinn, Sigurbjörn Einarsson, fyrir afstöðu Lúters til Biblíunnar. Segir hann Lúter að sönnu hafa verið biblíufastan, en þó hafi hann getað verið óhlífinn í biblíugagnrýni sinni, ef því var að Sr. Bjartmar Kristjánsson: skipta. Og ekki hafi hann heldur álitið, að allt sé jafnbrýnt og mikilvægt, sem geymist innan spjalda hennar. Ennfremur segir biskupinn. „Lúter hefir örugga fótfestu í túlkun Biblíunnar, ákveðið áttamið. Þess vegna getur hann með fullkomnu jafnaðargeði bent á ranghermi og missagnir í báðum testamentunum. Slíkum athugasemdum gefur hann svo lítinn gaum, að þær eru bersýni- lega sjálfsagðar í hans augum. Biblían glatar engu af tign sinni og áhrifavaldi, þótt hún beri fingraför mannlegra takmark- ana“. Og enn segir hr. biskupinn. „Áhrifavald Ritningarinnar byggist ekki á neinum ytri rök- um fyrir guðdómlegum óskeikul- leika hennar, heldur aðeins á íhúandi mætti orðsins sjálfs“. (Allar lbr. B.K.). Skotheldir virkismúrar I áðurnefndu hirðisbréfi bisk- upsins er kafli, sem nefnist: Bibl- ían og kirkjan. Þar talar hann um skilning frumkirkjunnar á Bibl- íunni og segir, að sá skilningur hljóti á öllum tímum að vera viðmiðun kirkjunnar. Þó sýni sag- an það, að menn hafi viljað fá ýtarlegri greinargerð fyrir úr- skurðarvaldi Biblíunnar og inn- blæstri. Menn hafi greint á um það, hvort og hvernig hún sé óskeikult Guðs orð. Síðan segir orðrétt: „Þeir tímar hafa verið, er menn vildu leysa þessar spurning- ar svo spaklega, að Biblian væri í alla staði umgirt skotheldum virk- ismúrum og sæti með öllu óhult í hásæti guðlegrar tignar. Þetta er eitt af því, sem guðfræðingar mótmælenda á seytjándu öld töldu til afreka sinna, en ekkert stór- virki reyndist þeim fallvaltara. Enda fóru þeir langt út fyrir þau mörk, sem Biblían setur sjálf. Og fornkirkjan hafði enga tilraun gert til slíkrar guðfræðilegrar virkisgerðar. í játningum forn- kirkjunnar er varla að Biblíunni Svar til Guðvins Gunnlaugs- sonar vikið, þær snúast allar um Krist". En sagan endurtekur sig. Er þetta ekki einmitt það sem G.G. vill, að komið sé upp þessum „skotheldu virkismúrum" um- hverfis Biblíuna, svo að verk Guðs hrynji þar ekki öll til grunna? Ósannindafólkið G.G. segir mig gera guðspjalla- mennina og Maríu guðsmóður að ósannindamönnum. Þau ummæli undrast ég ekkert úr þeirri átt. Hins vegar skil ég ekki, hví hann hefir ekki Gabríel erkiengil með í hópnum. Ennþá tilkomumeira hefði það að sjálfsögðu verið. Hálfhræddur er ég um það, að María sé ekki heilmildarmaður Lúkasar, varðandi það sem hér um ræðir. Þar eru svo mörg ljón í veginum. Hvernig á t.d. að skýra undrun hennar yfir því, er Jesús, tólf ára, varð eftir í musterinu? Hún blátt áfram vandar um við son sinn: „Barn, hví gerðirðu okkur þetta? Sjá, faðir þinn og ég leituðum þín harmþrungin". Þá er það vitað mál, að hvorki María móðir Jesú né bræður hans fylgdu honum að málum, meðan hann gekk hér um kring. Um það vitnar Markús 3.21 og 3.31—35. En þar kemur það fram, að þau álitu hann „ekki vera með sjálfum sér“. Og þegar Jesú er sagt, að móðir hans og bræður séu að kalla á hann, þá gefur hann það svar, sem ekki verður misskilið og ráða má af, hvaða skilningi hann átti að mæta hjá sínum nánustu. Allt þetta, og fleira, er í hróp- andi mótsögn við það, sem María hefði átt að vita, ef við eigum að líta á fyrsta kapítula Lúkasar- guðspjalls sem sagnfræði fyrst og fremst. En nú dettur engum bibl- íuskýranda það í hug, engum sem vill láta taka orð sín alvarlega. Og líklegt finnst mér, að Lúkasi hafi aldrei komið til hugar, að til mundu verða þeir menn er skildu „jarðligri skilningu" það, sem hann segir guðinnblásinn um þennan einstæða og óumræðilega atburð, komu Frelsarans í þennan heim. Og biblíuskýrendur segja: „Þetta er tungumál trúarinnar fremur en hrein sagnfræði“. Guðs eingetinn sonur Heitið: Guðs sonur, var vel þekkt með Gyðingum frá fornu fari. Englarnir voru kallaðir synir Guðs. Israelsþjóðina kallar Guð „sinn eingetinn son“. ísraelskon- ungur er og nefndur sonur Guðs. Þá verður þetta að messíasarheiti í Síð-gyðingdóms tímabilinu. Samkvæmt málvenju Gyðinga táknar heiti þetta útvalningu Guðs til ákveðins hlutverks, það boðar umhyggju hans og föður- kærleika og það háleita markmið, sem hann hefir sett sínum elsk- aða. Annað felst ekki f þessu tignarheiti. Með heiðingjum kemur þetta heiti mjög oft fyrir, og er þá skilið bókstaflega. Slíkir „guðs synir" voru t.d. Faraó Egypta, sem talinn var vera sonur guðsins Ra. Alex- ander mikli átti að vera sonur Zevs og Platon sonur Appollós, og svo frv. Það er ekki ólíklegt, að kenning- in um meyjarsonerni Jesú hafi átt að gera heiðingjunum auðveldara um að trúa því, að Jesús væri Guðs sonur. í þessu máli átti líka sinn afdrifaríka þátt hin ranga þýðing Septuagintu á Jeasajasi 7.14, þar sem „ung kona“ er gerð að yngismeyju. Það var frum- kristninni mikill styrkur að geta stutt boðskapinn með tilvitnunum í G.t. Þetta hafði sína þýðingu á þeirri tíð, þó að okkur finnist ekki þessar tilvitnanir allar sérstak- lega sannfærandi. Orðið „eingetinn" er þýðing á gríska orðinu: „monogenes", sem kemur eitthvað níu sinnum fyrir í N.t. Þar sem það kemur fyrir í sambandi við Jesúm, er það þýtt á ofannefndan hátt. Annars staðar er þýðingin: „einka-“, í sambönd- unum, einkadóttir, einkasonur og einkabarn. Nú væri óheimilt að þýða sama gríska orðið með mismurtandi orðum, nema því aðeins að merking þeirra orða sé hin sama. Og nú eru þessar tvær þýðingar sömu merkingar. „Guðs eingetinn sonur“ er því hið sama og „einkasonur Guðs“. Allir menn eru Guðs börn, Guðs dætur og Guðs synir. En Jesús einn er „einkasonur Guðs“. Það táknar hans sérstöku sonarstöðu, og að sjálfsögðu sonarstöðu að andanum til en ekki holdinu. Lærifeður Gyðinga sögðu. „Þrír eru þeir, sem þátt eiga í komu sérhvers barns í heiminn. Heilag- ur andi, blessaður sé hann, faðir- inn og móðirin“. Af húsi og kynþætti Davíðs Ekki eru sannfærandi rök við- mælanda míns fyrir því, að María móðir Jesú hafi verið af ætt Davíðs. Víst hefi ég séð þetta á prenti. En þeir tímar eru liðnir, að það eitt séu talin rök fyrir sann- leiksgildfinu. Og hér liggur bein- ast fyrir að spyrja, hvers vegna guðspjallamennirnir, sem leggja svo afarmikla áherzlu á, að Jesús hafi verið „Davíðs sonur", segja það þá ekki að María hafi verið af ætt Davíðs, ef Jesús átti ekki mannlegan föður? Dr. William Barclay, sem var mikilsvirtur prófessor í biblíu- fræðum við Glasgow-háskóla, seg- ir svo í bók sinni: The plain man looks at the Apostles’ creed (bls 76—77), í lauslegri þýðingu: „Ættartölur Jesú voru greini- lega settar saman af einhverjum, sem ekki hafði heyrt getið um meyjarsonerni Jesú, eða tók þá sögu ekki bókstaflega. Því að ættartölurnar missa marks, ef Jósef var ekki faðir hans. Þær eiga að sanna það, að Jesús hafi verið „sonur Davíðs", og renna þannig stoðum undir það, að hann háfi verið hinn fyrirheitni Messías. En hafi hann ekki átt annað mann- legt foreldri en Maríu, þatvar hann ekki af Davíðsætt. Því að María var frændkona Elísabetar móður Jóhannesar skírara, og Elísabet var ein af „Arons dætr- um““. (Þ.e.a.s. þær voru af Leví- ættkvísl en ekki Júdaættkvísl.) Heldur ófimlega ferst viðmæl- anda mínum, þegar hann vill hafa endaskipti á meiningu orða Páls í Róm. 1,3—4, og snúa henni sér í hag. I orðum postulans kemur þetta svo greinilega fram sem verða má. Jesús er fæddur af kyni Davíðs, þ.e.a.s. hann er í heiminn kominn á sama hátt og aðrir menn. En það er upprisa hans, sem „auglýsir kröftuglega" að hann er sonur Guðs, hvað anda heilagleikans snertir. Sama kemur einnig fram í Róm. 9.5 og Galatabréfinu 4.4. En orða- lagið: „fæddur af konu“ er ávallt notað í merkingunni: fæddur á sama hátt og aðrir menn. Sbr. Job. 14.1: „Maðurinn, af konu fæddur, lifir stutta stund". Guðdómur Jesú Krists veltur ekki á þessum hlutum, þ.e. kenn- ingunni um meyjarsonerni hans, heldur á þeim anda heilagleikans og kærleikans, sem með honum bjó. Væri margnefnd kenning rétt, væri Jesús ekki „sannur maður“, eins og þó kirkja hans hefir lagt svo mikla áherziu á. Mér er óskiljanlegt með öllu, að kristnir menn geti varpað því frá sér, að Jesús Kristur hafi verið sannur maður jafnframt því að vera Sonur Guðs. Enda var honum kærast mannssonarheitið um sjálfan sig. Trú og þekking G.G. spyr, hvort við eigum að neita öllu í Ritningunni, sem við ekki skiljum. Að sjálfsögðu eigum við ekki að neita öllu því sem við ekki skiljum, hvort sem það er í Ritningunni eða annars staðar. Síðan vitnar hann í þann merka mann, Pálma Hannesson rektor, er hafi sagt, að þar sem þekking- una þrjóti, taki trúin við. Hér sýnist mér viðmælandi minn vera að tala um „trú“ í merkingunni. „að leggja trúnað á“ eitthvað. Guðstrú er allt annað. En það er einmitt þetta, sem hann virðist telja sáluhjálparatriði, að leggja trúnað á, eða játa, vissar trúar- kenningar kirkjunnar. Fjarri fer því, að allar kenningar kirkjunnar séu út í bláinn, þó að ég hafi gagnrýnt þær kenningar, sem G.G. telur „höfuðatriði kristninn- ar“. En hvað sem um trúarkenn- ingarnar og trúarskoðanirnar verður sagt, held ég, að enginn verði frelsaður eða fordæmdur þeirra vegna. Þar þarf annað og meira að koma til. En játning trúarlærdómanna er í sjálfu sér enginn kristindómur. Um þessa tegund trúar, sem hér hefir verið minnzt á , fer Jakobs- bréfið neyðarlegum orðum: „Þú trúir því að Guð sé einn. Þú gerir vel. En illu andarnir trúa því líka og skelfast". Orð Pálma rektors styðja reyndar alls ekki málstað Guðvins Gunnlaugssonar. Því að hræddur er ég um, að hann hefði ekki verið reiðubúinn til þess að beita „trúnni" gegn þekkingunni, þó að G.G. telji slíkt engum vandkvæð- um bundið. Orð hins vitra manns koma G.G. því að engu haldi, sem heldur var ekki við að búast. Almætti Guðs Ekki tel ég mig hafa þær hugmyndir um almætti Guðs, að ég undrist það, þó að á ýmsu gangi í veröldinni. En við vorum að tala um „endalokin og dag dómsins", og vil ég enn halda því fram, með hina miklu postula að bakhjarli, að lokasigurinn verði Guðs, þó að hann kannski sýnist tapa orrust- um á jörðu. Hafi Guð skapað heiminn og mennina með, sem við G.G. trúum væntanlega báðir, þá er það næsta óaðgengileg kenning, að hann skilji að lokum við mikinn hluta mannkynsins í endalausri for- dæmingu. Enda segist G.G. ekki geta hugsað til þess „sársauka- laust", sem ég lái honum ekki. En G.G. virðist hafa all sér- stæðar hugmyndir um almætti Guðs, og ekki ólíkar þeim, sem gerðust með Gyðingum á fyrri tíð. En Guðs armlegg sáu þeir fyrst og fremst að verki, þar sem eitthvað það gerðist, sem ekki átti að geta terzt að öllu eðlilegu. Guð þeirra \ ar hátt ofan og utan við heiminn oj. gat gripið inn í rás viðburðanna á jörðu eftir eigin geðþótta og óháður sínum eigin lögum. Svipað- ar hugmyndir koma fram hjá viðmælanda mínum. En hann seg- ir: „Hvað var það fyrir Guð almáttugan að skapa fóstur án mannlegs föður"? Já, „hvað væri það fyrir Guð almáttugan" að láta sólina koma einstaka sinnum upp í vestri, svona til tilbreytingar? En hann bara gerir þetta ekki. Og hann þarf ekki að rjúfa sín eigin heilögu lögmál til þess að fram- kvæma fyrirætlanir sínar. Og í því meðal annars, er trúfesti hans fólgin, að hann lætur ekki eitt gilda f dag og annað á morgun. Asklok fyrir himin Það er einhver undarleg þrá- hyggja, sem G.G. er haldinn. Það er eins og hann sé ekki í rónni nema hann þykist sjá „afkristnun" og „guðlast" einhvers staðar í fullum gangi, hvort heldur í nútíð eða fortíð. Orð séra Árna Þórarinssonar um prófessor Ásmund Guðmunds- son síðar biskup, eru raunar hið mesta lof að því leyti, að það mundi enginn meðalmaður gera að afkristna heil sólkerfi á skammri stundu. En auðvitað hlæja allir vitibornir menn að afkristnunartali sr. Árna. Hann var nú eins og hann var. Merkur maður á ýmsa lund en ærið gífuryrtur. Og svo virðist sem hann hafi verið haldinn þeirri firru, sem ýmsa hendir, að telja alla þá óvini kristindómsins, sem Enn um höfuðatriðin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.