Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ1979
Seðlabankinn á
Landakotstúni?
Sú var tíðin, að ýmsir ruku
upp til handa og fóta vegna þess
að byggja átti Seðlabanka á
einni leiðinlegustu lóð höfuð-
borgarinnar. Þá ætlaði allt um
koll að keyra. Það var hin mesta
generalprufa í andófi, sem hér
hefur sézt. Eg hafði í sjálfu sér
ekkert á móti þessu upphlaupi.
En hitt skil ég ekki, hvernig
hægt er að tæta Landskotstúnið
í sundur, án þess umhverfis-
hetjurnar segi orð? Er samræmi
í þessu? Gamall Vesturbæingur
horfi ég upp á þetta miðjarðar-
haf æsku minnar hverfa inn í
„menninguna" án þess nokkur
andófsmaður hlaupi upp á haug-
inn sinn.
Landakot og kaþólikkar eiga
allt gott skilið. Ég ólst upp undir
verndarvæng þeirra og met þá
og starfsemi þeirra öðru fremur,
eins og ég tel, að einatt hafi
komið fram í skrifum mínum.
En mér er óskiljanlegt, að þeir
eða aðrir geti hávaðalaust eyði-
lagt fegursta blettinn í borginni.
Hvað skyldu vinir okkar,
Meulenberg biskup og Ferdinand
hringjari, hafa sagt við því? Eða
aðrir þeir góðvinir okkar, sem nú
eru gengnir í jörðina, sumir í
garð þessa sama túns?
Ég held kaþólska kirkjan hafi
bannfært menn fyrir minna en
þau helgispjöll, sem þarna er
verið að vinna á Vesturbænum.
Og þeir, sem eru alltaf annað
slagið uppi á einhverjum haugn-
um hafa ekki síður galað af
minna tilefni.
Hvar eru nú Torfusamtökin og
þeir, sem hæst hafa látið vegna
umhverfisverndar í þessu
skrýtna aumkunarverða þjóð-
félagi, sem hefur tvenns konar
siðferði að helzta leiðarljósi?
Eða er kannski til „góð“
umhverfisvernd og „vond“? Spyr
gamall Vesturbæingur, sem
hefur heyrt talað um góð stríð og
vond, en óskar einskis fremur en
friðar við kaþólska vini sína og
hélt satt að segja, að það væri
heilagt boðorð þeirra að halda
frið við sitt gamla sögufræga
tún; umgjörð æsku okkar, sem
trítluðum á eftir munknum og
biskupnum og öðrum þeim, sem
voru að okkar dómi í nánari
tengslum við guð og grös en
aðrir dauðlegir menn.
Pétur Pétursson þulur og
andófsmaður sendi mér húman-
istiska kveðju hér í blaðinu
nýlega. Við Vesturbæingar erum
vanir að þakka fyrir okkur með
hlýju viðmóti. En ég nota
tækifærið til að koma því á
framfæri við Pétur og aðra
andófsmenn tilfallandi hug-
sjóna, að þeir taki nú til hendi og
láti herlúðrana gjalla. Að burt-
reiðum loknum snúum við okkur
svo að nýjum Hólmgönguljóðum
— og förum þá ekki í tún-
greiningarálit. Éf við gerum það,
verður Seðlabankinn að lokum
reistur á Landakotstúninu —
eða Bernhöftstorfunni.
Matthias Johannessen.
DEMYC - rádstefna um
E vrópuríki utan EBE
RÁÐSTEFNA um vandamál
ríkja í Evrópu sem eru utan
Efnahagsbandalagsins verður
haldin á vegum DEMYC, sam-
taka ungra lýðræðissinna í
Evrópu, hér á landi dagana
14.—15. júh' næstkomandi. Sam-
band ungra sjálfstæðismanna,
sem er aðili að DEMYC, er fram-
kvæmdaraðili þessarar ráð-
stefnu.
Á ráðstefnunni verður fjallað
um efnahagsstöðu þessara ríkja í
Evrópu, samstarf Evrópuríkja og
hlut smáríkja í alþjóðlegu sam-
starfi. Einnig möguleikann á víð-
tækara vestrænu samstarfi en nú
er og gildi slíks samstarfs. Ræðu-
menn á ráðstefnunni af íslands
hálfu verða þeir Þorvaldur Garðar
Kristjánsson, Vilhjálmur Egils-
son, Geir Haarde, en einnig verða
erlendir fyrirlesarar.
Formaður DEMYC síðastliðin
tvö ár hefur verið Englendingur-
inn Tony Kerpel, en á aðalfundi
samtakanna sem haldinn var í
Þýskalandi fyrir skömmu, var
Elmar Brook frá Vest-
ur-Þýskalandi kjörinn formaður.
Jón Ormur Halldórsson sem verið
hefur framkvæmdastjóri DEMYC
undanfarin tvö ár lét þar einnig af
þeim störfum, en Jón Ormur var
kjörinn varaformaður DEMYC á
aðalfundinum. Formleg for-
mannaskipti samtakanna munu
fara fram á ráðstefnunni í
Reykjavík sem fyrr er frá sagt.
Fulltrúaþing HIK:
Gagnrýnir Alþingi og Menntamálaráðuneyti
FULLTRÚAÞING hins fslenska
kennarafélags var haldið nýverið.
Átelur þingið þann drátt sem
orðið hefur á samþykkt löggjafar
um framhaldsskólafrumvarpið og
þar með eðlilega þróun skólamála
á framhaldsskólastigi, er tryggi
öllum unglingum jafnan rétt til
náms í verklegum og bóklegum
greinum. Þingið lýsir fylgi sínu
við meginstefnu frumvarpsins í
síðustu gerð þess og fagnar því að
tillit hafi verið tekið til síðustu
álitsgerða þess. Hins vegar lýsir
þingið furðu sinni á þeim tillögum
sem fram komu á síðustu starfs-
dögum Alþingis, að einstakir skól-
ar á framhaldsskólastigi njóti
sérstöðu í skólakerfinu af söguleg-
um ástæðum. Telur þingið engin
kennslufræðileg rök liggi slíkri
sérstöðu að baki.
Fulltrúaþing HÍK mótmælir
framkomnum tillögum Mennta-
málaráðuneytisins um sparnað í
rekstri grunnskóla og bendir á að
enn skorti mikið á að grunnskólinn
sé fær um að sinna hlutverki sínu
samkv. grunnskólalögum. Skoðun
þingsins er sú að til þess að tryggja
eins og kostur er hámarksnýtingu
þess fjármagns sem úr er að spila,
svo og velferð nemenda, er happa-
drýgra að eftirláta hverjum skóla
ráðstöfunarrétt síns hluta fjár-
magns og mannafla.
Fulltrúaþingið átelur einnig
Menntamálaráðuneytið fyrir að
auglýsa ekki stöðu skólameistara
Menntaskólans á Egilsstöðum svo
sem stjórn félagsins og landsþíng
hafði gert kröfu um.
HAPPDRÆTTI
iTI I
dae
VINNINGAR
í 3. FLOKKI
SumarbústaðuraðGrímsnesi, kr. 15.000.000
54973
Bifreiðavinningur kr. 2.000.000
30632
Bifreiðavinningar kr. 1.500.000
593 6074 8840 54318
5736 8207 17283
Utanlandsferðir eftir vali kr. 500.000
6586 24428
Utanlandsferðir eftir vali kr. 250.000
9328 25321 42525 51584 63137
12890 32492 43553 54342 69527
14435 35261 45020 61564 69847
19735 37658 49530 61921
24651 41204 49809 62111
Húsbúnaður eftir vali kr. 100.000
72 8050 21844 35358 49440
3304 9925 26199 36520 51110
6837 14196 31741 40523 65779
6873 20429 32641 48273 66328
Húsbúnaður eftir vali kr. 50.000
1468 16433 38671 48647 64903
2132 17175 39811 48833 65102
2835 19766 39829 49612 66915
4098 19890 41562 52021 70209
4729 22906 42227 52984 70906
5102 23064 43205 53439 71336
7395 24092 43832 53917 72704
10318 32786 44840 55011 73088
14197 34483 47266 55891 73471
15023 35101 47662 59980 73611
16103 37079 48428 60719 74871
Húsbúnaður eftir vali kr. 25.000
37 8702 19147 27755 37644 46263 58795 66830
130 8869 19174 27841 37944 46368 58945 66838
193 9225 19243 28637 38076 46399 59053 66934
219 9487 19486 28676 38103 46860 59181 67123
596 9571 20C01 28826 38574 47167 59187 67299
732 9669 2CC89 28874 38782 47268 59304 67423
804 9817 20249 29482 38934 47327 59765 67575
1137 10002 20383 29743 38999 47460 59872 67582
1224 10035 2C7C5 29886 39240 47553 60589 68050
1424 10285 2C726 29963 39352 47564 60627 68454
1483 10569 2C846 3C286 39454 47654 60969 68611
1524 10591 21313 30393 39562 47677 61065 68645
1716 10744 21437 30447 39849 47975 61309 68646
1901 10944 21534 30713 39880 48121 61401 68854
1920 11323 21794 31225 39945 48165 61428 68934
1947 11493 22CC1 31396 40034 48390 61443 68976
2833 11646 22160 31425 40107 48441 61531 69534
2938 11724 22296 31459 40233 48696 61572 695 57
3486 11725 22628 31787 40365 48927 61585 69597
3543 11772 22658 31877 40376 49063 61696 69607
3687 12554 22762 31985 40420 49217 62223 69659
3786 12898 23234 31987 40615 50095 62410 69761
4017 12957 23340 32001 40711 50379 62497 69840
4545 13069 23392 32216 40916 50490 62504 69982
4992 13355 23613 32285 41013 50724 62598 70431
5C5I 13515 23718 32327 41150 51631 62732 70819
5323 13652 23731 32697 41209 51985 63061 70893
5450 13775 241C9 32744 41569 52409 63282 71179
5521 13786 24375 32754 42036 52729 63355 71383
5868 13898 24578 33508 42389 52918 63447 71506
5892 14086 24666 33547 42511 53117 63832 71527
6055 14436 247C6 33551 42987 53258 64119 71725
6111 14490 24821 33751 43107 53624 64231 71740
6359 14639 24834 34745 43645 54191 64344 7X869
6403 14768 25364 34776 43689 54314 64631 72103
6517 15319 25409 34994 43790 54801 64659 72443
6544 15326 25458 35477 43943 54854 64784 72794
6591 15695 26217 35479 442 03 54886 64811 72882
6779 16414 26777 35739 44376 55898 65096 72992
7076 16833 26909 36068 44472 56007 65133 73653
7121 16887 26918 36138 44668 56199 65426 73838
7186 17282 26920 36194 44776 56419 65583 74015
7838 17668 26949 36225 45304 56499 65934 74145
7927 17857 27143 36318 45348 56896 66324 74277
7960 17905 27171 36469 45609 57060 66326 74303
7974 18406 27189 36564 45864 57283 66515 74589
8029 18552 27388 36630 45939 57645 66521 74842
8200 19051 27595 37104 46151 58045 66577 74994
8209 19063 27635 37137 46198 58150 66589
Afgreiðsla húebúnaðarvinninga hefet 15. hvers mánaðar
og stendur til mánaðamóta.