Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ1979
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100KL. 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
‘f nyujAmPK-aa'Li ir
manna og viðeigandi móttöku-
tækni sem byggist á þekkingunni
á eðli sólarorkunnar.
Til að geta bætt móttökuskil-
yrðin fyrir aðsendum lífgeislunar-
áhrifum þarf einnig þekkingu á
eðli þeirrar geislunar, og hvernig
til skuli haga, svo að sem bestur
árangur náist, í að bæta hag
einstaklinga og mannkyns alls.
Tel ég ekki vafa á, að náist sú
samstaða sem svo nauðsynleg er
og sem til er stefnt í þessum
málum, mun mannkynið eiga í
vændum bjartari framtíð, en til
þessa hefur verið hægt að gera sér
vonir um.
Ingvar Agnarsson.
• „Hvað ungur
nemur, gamall
temur“
Mig langar að koma með
fyrirspurn til fóstrufélags íslands.
Er félagið að lognast út af, eða er
það að reyna að þegja Elínu
Torfadóttur í hel? Er ekki kominn
tími til að félagið segi sitt álit á
málum Elínar, sem flestir vita að
er ein virtasta og bezta fóstra sem
starfað hefur í Reykjavík.
Við fóstrurnar í Laufásborg vil
ég segja þetta: Eitt af því sem Elín
Torfadóttir kenndi mínum börn-
um í Tjarnarborg var, að maður
gerir aldrei öðrum það sem maður
vill ekki að aðrir geri manni
sjálfum. Hafa fóstrur Laufásborg-
ar aldrei hugleitt þetta og þá ekki
síst með eigin framtíð í huga?
Hvað kennið þið ykkar börnum?
Allir vita að af ykkar framkomu
læra börnin. Ef þið eruð jafn gott
fordæmi og Elín er í öllum sínum
störfum, þurfið þið engu að kvíða.
Að lokum vil ég þakka Elínu
fyrir allt sem hún gerði fyrir mín
börn er þau voru í hennar góðu
umsjá, sjálf þakka ég óverðskuld-
ug elskulegheit fyrr og síðar.
Virðingarfyllst
móðir þiggja barna
úr Tjarnarborg.
• Umferðarmál
Strætisvagnar eiga nú for-
gangsrétt til aksturs út á akbraut,
er þeir hafa skilað af sér farþeg-
um, sem ekki ber að lasta, enda
eru þeir greinilega merktir svo
auðskilið má vera. Þá hlýtur sú
spurning að vakna, hverjir aðrir
fólksflutninga- eða vöruflutninga-
vagnar hafi sama rétt? Ef svo er
að fleiri hafi hann þá hlýtur það
að vera skylda opinberra aðila að
sjá til að þeir seú merktir á sama
hátt svo að bílstjóri er á eftir ekur
geti varað sig. Aðrir en bílar
merktir á þennan hátt ættu ekki
að hafa leyfi til slíks. Þetta er
ritað vegna atviks er gerðist,
nýlega án þess þó að slys yrði eða
skemmdir á farartækjum. En
nærri lá að illa faéri.
Vilja þau yfirvöld er kynnu að
hafa með þetta að gera sjá sóma
sinn í að lagfæra þetta áður en
slys verður.
Ásgeir Guðmundsson
Kópavogsbraut 16
• Sólarlandaferðir
Ágústa Hróbjartsdóttir hringdi
vegna skrifa um sólarlandaferð
aldraðra á Suðurnesjum:
„Ég fór með dótturdóttur mína
til Spánar árið 1977. Við ætluðum
að fara með vinafólki okkar og
búa á hóteli á Costa del Sol. En
svo komu upp veikindi í þeirri
fjölskyldu og hjónin gátu ekki
farið með okkur. Þá borgaði Guðni
í Sunnu þeim til baka hvern
einasta eyri og við stelpan fórum
og bjuggum á Teyja mar.
Ég get ekki hugsað mer neitt
yndislegra en þessa ferð. Þar voru
fjórir fararstjórar og allt stóð eins
og stafur á bók. Ég mun lengi lifa
í endurminningunni vegna hlý-
leika fararstjóranna og áreiðan-
leika þeirra á öllum sviðum."
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pitursson
HÖGNI HREKKVÍSI
Við erum rigmontnir
Nú bjóðum við 46 gerðir, liti
og munstur aff hinum
hcimsbekktu ^mua gólffdúkum
„B»að besta er ekki
alltaff það dýrasta"
Viö útvegum
dúklagningamann
Borgarás
Sundaborg 7, simi 81069.
Poppe-loftþjöppur
Útvegum þessar heimsþekktu loftþjöppur í
öllum stærðum og styrkleikum, meö eöa án
raf-, bensín- eöa diesel-mótors.
Söiuiirttouigiyr <J6)(ri)©©®ira &x ©®
Vesturgötu 16, 101 Reykjavík.
Símar 91-13280/14680.
RFVKJAVIK, KULANO
Á Aaronson skákmótinu í
London um páskana kom þessi
staða upp í skák þeirra Clarks,
Englandi, sem hafði hvítt og átti
Ieik, og Diaz, Kólumbíu.
17. Rd5+! — exd5, 18. Hb3 —
Dxb3 (Örvænting, en eftir 18. —
Dc5,19. Hxb7+ — Kd8, 20. Dxf7 er
sókn hvíts óstöðvandi). 19. cxb3
_ d4, 20. Rc4 - b5, 21. Rb6 og
svartur gafst upp.
MANNI OG KONNA
HAGTRYGGING HF M
Konna, hvaö ertu
eiginlega aö gera?
Ég er aö búa til ryk,
eins og alvöru bílarnir
gera í sveitinni.
Hafiö Ijósin á í miklu ryki á vegum úti.