Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ1979 25 Ljósm. Mbl. Kristinn. Frá blaðamannafundinum, sem stjórn Sambands íslenskra sparisjóða efndi til í gær. Á myndinni er talið frá vinstri, Þór Gunnarsson, Sparisjóði Hafnarfjarðar, Páll Jónsson, Sparisjóðnum í Keflavík, Hallgrímur Jónsson, Sparisjóði vélstjóra, Ingi Tryggvason, Sparisjóði Reykdæla, Baldvin Tryggvason, Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, Baldvin er jafnframt formaður Sambands íslenskra sparisjóða, og Ástvaldur Magnússon, starfsmaður sparisjóðasambandsins. mdsins i an þjónustu vegna breytinga á vaxta- kerfinu. Þetta mál hafi verið rætt á aðalfundinum og tillaga sam- þykkt þess efnis að fela stjórn Sambands íslenskra sparisjóða að koma á fót þjónustu, fyrir þá sparisjóði sem ekki eru tengdir Reiknistofu bankanna, er þá ann- ist tölvuskráningu á skuldabréfum með verðbótaþætti og vísitölulán- um. Það stæði sparisjóðum mjög fyrir þrifum að enn skorti á að ný löggjöf hafi verið sett um spari- sjóðina en þörfin fyrir hana væri orðin mjög brýn. Núgildandi lög- gjöf væri orðin á margan hátt úrelt og stæði starfsemi sparisjóð- anna fyrir þrifum. „Við vonum að næsta þing líði ekki án þess að ný löggjöf um sparisjóði verði sett“, sagði Baldvin. Hann sagði einnig að unnið væri að stofnun Landsþjónustu sprai- sjóðanna sem fæli í sér þá ný- breytni að viðskiptavinur sem ætti sparisjóðsbók, útgefna af spari- sjóði, geti lagt inn eða tekið út úr bókinni í hvaða sparisjóði sem væri og sama gilti um innborganir á veltureikninga. Aukin samvinna sparisjóðanna Á blaðamannafundinum kom fram að mikill vilji er fyrir sam- vinnu sparisjóðanna og fælu þess- ar breytingar það meðal annars í sér. Á landinu eru nú 42 sparisjóð- ir með 44 afgreiðslustaði víðs vegar um landið. En þrátt fyrir styrk sinn hefur dreifing þeirra skapað óhagræði og minni spari- sjóðir hafa átt í erfiðleikum. En á fundinum kom fram að þrír spari- sjóðir, í Keflavík, Hafnarfirði og Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis, væru nær 50% af styrk- leika sparisjóðanna. Með auknu samstarfi þeirra í milli ætti að vera unnt að styðja minnstu sparisjóðina. í fyrirhugaðri lög- gjöf væri gert ráð fyrir trygginga- sjóði sparisjóðanna sem hefði það að megin markmiði. Framtíðar- draumurinn væri að stofna sam- eiginlega stofnun á Stór-Reykja- víkursvæðinu og sameina í henni styrk sparisjóðanna. Á aðalfund- inum voru raktar leiðir til að efla þessa samstöðu og kom þar fram að sambandsstjórnin hefur ráðið fyrsta starfsmann sinn Ástvald Magnússon og ýmsar aðrar leiðir væru í undirbúningi. Á fundinum kom fram að sparisjóðir ættu undir högg að sækja um stofnun útibúa og þeir minni ættu í vök að verjast vegna samkeppninnar við útibú bankanna. Breytingar í aðsigi Þess má geta að á aðalfundinum sem haldinn var í Bifröst í Borg- arfirði flutti Jóhannes Nordal seðlabankastjóri ávarp þar sem hann gerði grein fyrir þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið í vaxta og lánskjaramálum sam- kvæmt nýjum lögum um stjórn efnahagsmála. Einnig ræddi Jóhannes um framtíðarhlutverk sparisjóðanna og samskipti þeirra við Seðlabankann. Þá flutti Sveinn Jónsson endurskoðandi erindi um bókhaldsskipulag, innra eftirlit og endurskoðun. Benedikt Guðbjarts- son lögfræðingur fjallaði um verð- skjöl og skuldabréf, Hallgrimur Jónsson, sparisjóðsstjóri um Reiknistofu bankanna og Þór Gunnarsson, aðstoðarsparisjóðs- stjóri um landsþjónustu sparisjóð- anna og gírókerfið. Eru öll þessi málefni ofarlega á baugi meðal stjórnenda sparisjóðanna þar sem breytingar eiga sér nú stað í starfsemi lánastofnana. Aðalfundinn sóttu 66 fulltrúar frá 32 sparisjóðum og er það meiri þátttaka en nokkru sinni áður. I stjórn Sambands íslenskra spari- sjóða eru: Baldvin Tryggvason, Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis, formaður, Guðmundur Guðmundsson, Sparisjóði Hafnar- fjarðar, Páll Jónsson, Sparisjóðn- um í Keflavík, Ingi Tryggvason, Sparisjóði Reykdæla og Sólberg Jónsson, Sparisjóði Bolungarvík- ur. í varastjórn eru þeir Hallgrím- ur Jónsson, Sparisjóði vélstjóra og Ingólfur Guðnason, Sparisjóði V-Húnvetninga. „Það ætti að vera ljóst hvort þetta gengur eftir u.þ.b. einn mánuð," sagði Þórður B. Sigurðsson stöðvarstjóri. Ljósm. Mbl. Kristján. Þessi mynd er tekin (tilraunastofu verksmiðjunnar. Á borðinu fremst á myndinni má sjá stauka með saltinu í. Saltið er áþekkt „venjulegu“ grófu salti, nema hvað það er mun hvítara. og einn verkfræðingur. Ef við keyrum allan sólarhringinn getur framleiðslan orðið 2 tonn á sólar- hring. Þetta er aðeins tilrauna- verksmiðja, ætlunin er að hér verði 35 þús. tonna ársframleiðsla, árleg saltnotkun íslendinga er nú 45 þús. tonn.“ — Nú er áætlað, að niðurstöður rannsókna þessarar tilrauna- verksmiðju lægju fyrir á árinu. Telur þú að svo geti orðið? „Það ætti að vera unnt að segja til um niðurstöðurnar eftir mán- aðartíma eða svo. Framieiðslan hefur gengið mjög vel að undan- skildu þessu vandamáli með kísil- inn. Ljóst ætti að vera hvort saltsýran kemur að fullum notum eftir u.þ.b. mánuð — allar tilraun- ir sýna, að ekkert ætti að vera til fyrirstöðu lengur, þegar þetta ýandamál er frá.“ Ríkisst jórnin f restadi ákvördun um olíu- og benzínverð fram yfír helgi „ÞAÐ SEM er að veltast fyrir mönnum er, hvort skattlagningin á að koma strax, eða hvort á að hinkra við og sjá, hvort hlutirnir lagast eitthvað, þannig að ekki þurfi að koma með jafnþungar álögur,“ sagði Magnús H. Magn- ússon félagsmálaráðherra, er Mbl. spurði hann í gær um fjáröflunarúrræði ríkisstjórnar- innar vegna olíuvandans. „En miðað við að gasolían fari úr 103 krónum í 159 þá þýðir óbreytt verð til skipa og húshitunar útgjöld upp á 1,5 til 2 milljarða króna á mánuði,“ sagði Magnús. Magnús sagði ekki ákveðið, hvaða tekjuöflunarleið yrði farin, en eins og Mbl. hefur skýrt frá, er talað um 6—10% gjald á allan innflutning, eða söluskattshækk- un í formi 1,5—2% viðlagagjalds. Búið var að boða fund í verð- lagsnefnd í dag, þar sem afgreiða átti hækkunarbeiðnir olíufélag- anna, en í gær var þeim fundi frestað fram yfir helgi að beiðni Björgvins Guðmundssonar skrif- stofustjóra í viðskiptaráðu- neytinu. Varðandi bensínhækkunina er talið að líterinn fari í allt að 312 krónur, ef bensínið hækkar, eins og tilefni er til. Innan ríkisstjórn- arinnar var rætt um að ríkissjóð- ur tæki ekki þá prósentuhækkun, sem hann á að fá, heldur yrði hún felld niður og hefði það þýtt 16 til 17 krónur á lítra. Niðurfelling þessi mun hins vegar þýða um 500 milljóna króna tekjutap fyrir ríkissjóð til áramóta og vildi fjármálaráðherra ekki standa að bráðabirgðalögum þar um nema því aðeins að allur vandi ríkissjóðs yrði tekinn í dæmið. Norska olían: Misskilningur að hægt sé að fá farma á lægra verði — Aðeins langtímasamningar lækka verðið 08ló, 4. júlí. Frá frétta* ritara Mbl. Jan—Erlk Lauré. - EKKI KEMUR TIL greina að seld verði ódýr olía til íslands. Sú olía sem við erum reiðubúnir að selja íslendingum myndi annars verða flutt út til sölu á Rotter- dammarkaðinum og verðið sem ísland yrði að greiða er því nokkurn veginn það sama og landið verður að greiða fyrir olíuna þaðan, sagði Jan T. Bjerke framkvæmdastjóri Norsk Olje, Norol, í samtali við Mbl. í dag. Norol er almennt olíufélag þrátt fyrir að ríkið eigi það og við verðum að reka olíuverzlun og ekki er heldur um það að ræða að norska ríkisstjórnin styðji olíu- sölu til íslands og upplýsti Bjerke að sent hefði verið til íslands uppkast að samningi, en svar ekki borist. Rætt hefur verið um að seld yrðu 20 þúsund tonn af svartolíu nú í júlí og hafa íslend- ingar beðið um önnur 20 þúsund tonn, sem afhent yrðu í septem- ber. — Við getum ekki sagt til um það á þessu stigi en verðum að fjalla um það siðar, sagði Bjerke. Svartolíuna frá Norol er ekki hægt að nota á loðnuskipin fyrr en hún hefur verið blönduð hráolíu. — Okkur vantar slíka dísilolíu, en við vitum ekki enn hvernig leysa má þennan vanda. Okkur skilst að á íslandi séu til umframbirgðir af henni og er því hugsanlegt að við fengjum dísilolíu þaðan til að blanda í svartolíu okkar í Mong- stad utan við Bergen, sem síðan yrði send til íslands, sagði Bjerke. Olíusérfræðingar tjáðu Mbl. að hefðu íslendingar haldið að hægt væri að kaupa frá Noregi einstaka olíufarma væri það mikill mis- skilningur. Það er aðeins með langtímasamningum sem lækka má olíuverðið talsvert niður fyrir það verð sem er á Rotterdam- markaðinum. Bjartmar Gjerde, olíu- og viðskiptaráðherra Noregs, hefur heitið íslendingum að eftir 1—2 ár yrði hugsanlegt að semja um olíukaup frá Noregi. Slíkir samningar gætu trúlega lækkað olíuverðið frá því sem nú er á plíunni frá Sovétríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.