Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1979
5
Bergur Jónsson skipaður
rafmagnseftirlitsstjóri
IÐNAÐARRÁÐHERRA, Hjör-
leiíur Guttormsson, hefur skipað
Berg Jónsson, verkfræðing,
rafmagnseftirlitsstjóra ríkisins
frá og með 1. þ.m.
Fráfarandi rafmagnseftirlits-
stjóri, Jón Á. Bjarnason, hefur að
eigin ósk látið af störfum af
heilsufarsástæðum.
Hinn nýskipaði rafmagnseftir-
litsstjóri, Bergur Jónsson, er
fæddur 16. apríl 1934. Hann lauk
prófi í rafmagnsverkfræði við
Technische Hochschule í Munchen
árið 1960. Starfaði síðan sem
verkfræðingur hjá Siemsens-
Schuckertwerke AG til 1966 við
hönnun og eftirlit á rafbúnaði við
Fyrirheit um að farm-
gjöldin verði endur-
skoðuð innan 2 mánaða
— segjaforráðamenn skipafélaganna
TILLAGA Verðlagsnefndar um
að heimila skipafélögunum 18%
hækkun á farmgjöldum sínum
auk 4% hækkunar vegna gengis-
breytinga kom ekki til afgreiðslu
á ríkisstjórnarfundi í fyrradag.
Að sögn Svavars Gestssonar,
viðskiptaráðherra, vannst ekki
tími til að afgreiða málið á
fundinum en það verður tekið
fyrir á næsta fundi
ríkisstjórnarinnar.
Hörður Sigurgestsson, forstjóri
Eimskipafélagsins, sagði að þeir
teldu þessa afgreiðslu Verðlags-
nefndar ófullnægjandi og teldu að
það væri ekki rekstrargrundvöllur
fyrir skipin með þessum hætti.
„Okkur er sömuleiðis sagt að þetta
sé bráðabirgðaafgreiðsla og á það
hefur verið lögð mikil áherzla. Það
er gert ráð fyrir að málið verði
tekið upp á ný og afgreitt innan
tveggja mánaða. Við teljum þetta
ófaglega afgreiðslu á málinu, því
við höfum engar athugasemdir
fengið við okkar útreikninga, sem
hafa verið lagðir fram og þeir
hafa ekki verið gagnrýndir svo
okkur sé kunnugt. Við bendum á
að skipafélögin hafa frá í mars
1978 fengið 60% hækkun á þessum
farmgjöldum en á sama tíma
hefur olía hækkað um 290%, þó að
vísu langmest allra síðustu mán-
uðina og svo annað dæmi sé tekið
sem allir skilja þá hafa dagblöðin
á þessum tíma hækkað um 106%,“
sagði Hörður.
Hörður sagði að skip Eimskipa-
félagsins myndu ekki stoppa þótt
ekki fengist meiri hækkun á farm-
gjöldunum nú en þessi 22%. „Við
teljum að það sé óhjákvæmilegt
annað en staðið verði við fyrirheit
um að þetta verði endurskoðað
innan tveggja mánaða, því að
þessi rekstur mun fara í strand
með þeim farmgjöldum, sem
skipafélögin fá nú,“ sagði Hörður.
Ragnar Kjartansson, fram-
kvæmdastjóri hjá Hafskip hf.
sagði að skipafélögin teldu að
þarna væri einugnis um bráða-
birgðahækkun að ræða. Skipafé-
lögin hefðu lagt fram rökstuðning
fyrir hækkunarbeiðni sinni sem
væri ótvíræður og kæmi þar fram
að hækkunarþörfin væri um 40%.
Félögin hefðu síðast fengið hækk-
un á farmgjöldum í upphafi árs
1978 og frá þeiin tíma hefði allur
innlendur kostnaður aukist um 40
til 42%, erlendur kostnaður um 10
til 12 og þá væri olían ekki
meðtalin, sem hefði tvöfaldast í
verði. „Við leggjum allt okkar
traust á þá aðila, sem fara með
endanlegt vald í þessum efnum og
trúum því ekki að þessari atvinnu-
grein verði úthlutað nokkurra
milljarða tapi á þessu ári sem í
raun væri ef þessi 18% hækkun
væri ein látin gilda til áramóta,"
sagði Ragnar.
F ákur kaupir Ragn-
heiðarstaði í Flóa
HESTAMANNAFÉLAGIÐ Fák-
ur hefur keypt jörðina Ragnheið-
arstaði i Gaulverjabæjarhreppi í
Árnessýslu og er ætlunin að
jörðin verði nýtt sem beitiland
íyrir hross félagsmanna Fáks og
einnig verði þar aðstaða fyrir
tamningastöð og hugsanlega
reiðskóla og námskeiðahald á
vegum félagsins. Að sögn Guð-
mundar Ólafssonar, formanns
Fáks, var endaniega gengið frá
kaupunum nú nýverið en kaup-
verð jarðarinnar er 37 milljónir
króna og sagði Guðmundur að
þessi kaup yrðu fjármögnuð með
sameiginlegu átaki félagsmanna.
Browne og Hiibner
vilja tefla á
Reykjavíkurmótinu
BANDARÍSKI stórmeistarinn
Walter Browne, sem sigraði á
síðasta Reykjavíkurskákmóti, hef-
ur þegið boð SÍ og TR um að tefla
á Reykjavíkurmótinu í febrúar. Þá
hefur v-þýzki stórmeistarinn Rob-
ert Hubner tilkynnt að hann vilji
gjarnan tefla á mótinu.
Áður höfðu stórmeistararnir
Korchnoi og Stean lýst áhuga
sínum á þáttöku í Reykjavíkur-
skákmótinu.
Ragnheiðarstaðir eru 800 hekt-
ara jörð og sagði formaður Fáks
að um væri að ræða bæði tún og
vallendi og væri þetta kjörið
beitiland fyrir hross. Jörðin væri
skammt frá Stokkseyri og góð
aðstaða til útreiða í nágrenninu.
Guðmundur sagði það ætlun
stjórnar félagsins að gefa félags-
mönnum kost á að taka á leigu
girðingarhólf fyrir hross sín og
einnig yrði sköpuð aðstaða fyrir
þá sem þarna vildu dvelja bæði í
tjöldum eða hjólhýsum um stund
og vera við útreiðar. Þá væri
ætlunin að ráða bústjóra á jörðina
til að annast eftirlit en koma ætti
upp aðstöðu á jörðinni fyrir tamn-
ingastöð og til að hafa hross á
vetrarfóðrum. „Með þessum kaup-
um hefur ræst óskadraumur, sem
hefur verið á stefnuskrá félagsins
í áratugi, og opnast ýmsir mögu-
leikar, sem félagið hefur ekki
fram að þessu getað látið rætast,"
sagði Guðmundur.
Þá má geta þess að Reykjavík-
urborg hefur samþykkt að heimila
Fáki afnot af auknu landi jarð-
anna Saltvíkur og Arnarhoíts á
Kjalarnesi til hrossabeitar utan
hluta af túnunum í Saltvík og
svæðis fyrir væntanlegar bygging-
ar í Arnarholti. Hefur félagið með
þessu fengið stærra land en það
hafði áður úr þessum jörðum.
Skuld ríkissjóðs hjá
Seðlabankanum 26
milljarðar um áramót
—10,9 milljarðarekstrar-
skuld fyrstu 6 mánuði ársins
Bergur Jónsson.
raforkuver í Djakarta í Indónesíu,
svo og að undirbúningi orkuvera í
Þýskalandi, Spáni og Libíu.
Frá árinu 1966 hefur Bergur
verið verkfræðingur og síðar
deildarverkfræðingur hjá Lands-
virkjun og hefur m.a. unnið þar að
hönnun og eftirlit með raforku-
verinu við Sigöldu og fjölmörgum
öðrum verkefnum.
Þá hefur Bergur annast stunda-
kennslu við Háskóla íslands og
Tækniskóla Islands.
REKSTRARSKULD ríkissjóðs
hjá Seðlabanka íslands var 29.
júní sl. 10.962 milljónir en var á
sama tíma í fyrra 9.862 milljónir.
Tómas Árnason, fjármálaráð-
herra sagði í samtali við Mbl. að
auk þessara tæpu 11 milljarða
hefði skuld ríkissjóðs um síðustu
áramót við Seðlabankann verið
26 milljarðar og hefði sú skuld
verið að safnast saman á undan-
förnum árum en hann vissi ekki
um stöðu hennar nú.
Varðandi fyrrnefnda 10.9 millj-
arða króna skuld sagði Tómas að
hún hefði verið að safnast saman
á árinu en ríkissjóður væri með öll
rekstrarviðskipti sín við Seðla-
bankann og venja væri að tekjur
ríkissjóðs væru miklu meiri
seinnipart ársins, þannig að á
fyrri hluta ársins væri jafnan um
nokkra skuld ríkissjóðs við Seðla-
bankann að ræða.
Tómas sagði það rétt vera að
hann hefði sagt að ríkissjóður
væri á hausnum, er bifreiðaeig-
endur afhentu honum mótmæli
sín vegna hækkunar á benzín-
verði. „Ég var að undirstrika það
að ríkissjóður stæði ekki nógu veí,
þegar ríkið skuldar 26 milljarða
um síðustu áramót og að við
bættri þeirri 10.9 milljarða skuld,
sem safnast hefði saman á árinu.
Það verður þó að gera greinarmun
á þessu tvennu, því 26 milljarð-
arnir eru föst skuld ríkissjóðs við
Seðlabankann en 10.9 milljarðarn-
ir eru rekstrarskuld sem á að
jafnast út á árinu," sagði Tómas.
Um samanburð milli ára sagði
Tómas að hafa yrði í huga að
heildarupphæð fjárlaga í ár væri
mun hærri en í fyrra. Fjárlögin
fyrir árið 1978 hefðu verið að
heildarupphæð 139 milljarðar en
það þyrfti meira rekstrarfjár-
magn til að standa undir 208
milljarða króna fjárlögum eins og
fyrir árið 1979.
lllpÍÉtSsSi