Morgunblaðið - 05.07.1979, Page 32

Morgunblaðið - 05.07.1979, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ1979 Svante Nycander ritstjóri Dagens Nyheter: Áféngislöggj öfin Hve mikið gagn getur hún gert? (Erindi haldið á fundi norræna geðlækna í Reykjavík 19. október 1978). Menn segja oft að misnotkun áfengis sé félagslegt vandamál. Á líkan hátt segja aðrir að það sé samfélagsins sök ef menn misnota áfengi. Á sama hátt og einstaklingar, sem misnota áfengi, gera sér sjaldan grein fyrir áfengisnotkun sinni er afstaða þjóðfélagsins byggð á afneitun og yfirborðs- ályktunum. I mótun almenningsálitsins og ákvarðanatöku samfélagsins er kerfisbundin skekkja í tengslum við þá staðreynd að 90% þjóðar- innar nota áfengi og flestir að eigin áliti án skaða. Eg á þó ekki við það áfengisnotkun tengist mjög viðhorfum manna. Skekkjan, sem ég hef í huga, varðar aðallega veruleikaskyn og skilgreiningu orsaka og afleiðinga á sviði áfeng- ismála. Þessi misskilningur kemur m.a. fram í þjóðfélagsumræðum sem næstum ævinlega vanmeta gildi áfengislaga. Áberandi er frjáls- lynd afstaða í áfengismálum íklædd félagslegum sýndarrökur.i, sem í raun stefnir að því að verja eigin áfengisvenjur. Menn gefa sér vissar forsendur til að trúa á og byggja á þeim kenningar og velja niðurstöður sem hugsanlega styðji málstaðinn. Framar öllu vilja menn trúa því að áfengislöggjöf hafi lítið gildi í baráttunni við það tjón, sem áfengi veldur. Ef þróun áfengisneyslu og skað- inn, sem af henni hefur leitt á Norðurlöndum um lengri tíma, eru athuguð, er augljóst að breyt- ingar á áfengislögum skipta miklu. Ætla mætti að breytingin frá bændaþjóðfélagi í iðnríki eða almennar lífskjarabætur skiptu mestu. En á Norðurlöndum eru dæmi um, að við gerólíkar þjóð- félags- og efnahagsaðstæður getur áfengisneysla ýmist verið mikil eða lítil. Áfengislöggjöf Um miðbik 18. aldar voru engin áfengislög til í Svíþjóð. Brennivín var búið til eftir þörfum og selt eftir geðþótta. Áfengisvandamálin voru gífurleg að flestra dómi. Árið 1855 voru sett lög með ákvæðum um eftirlit með tilbúningi áfengis, sköttun á því, ásamt miklum takmörkunum á sölu á brennivíni. Afleiðingin af þessu varð nærri alger þurrkun, sérstaklega í sveit- um. Á næstu árum var áfengis- vandamálið í Svíþjóð talið úr sögunni. Engar skýrslur eru til að fyrir 1855 en allt bendir til þess að lögin þar hafi valdið snöggri og mikilli breytingu í þessum efnum. Skömmtun Næsta stórbreyting verður 1914 og árin þar á eftir þegar áfengis- skömmtunin var lögleidd í Stokk- hólmi. Áfengisskömmtunin var einn hluti svonefnds Bratts-kerfis, sem hvildi á þremur aðalstoðum í áfengismálastefnu: í fyrsta lagi eftirliti með hverjir fengu efnið; í öðru lagi afnámi einkagróða af áfengissölu; og í þriðja lagi áfengisvörnum sveitarfélaganna, sem annast aðstoð við einstak- linga með tilteknu eftirliti og hömlum. Eftirlit með sölunni fólst í því að einungis viðurkenndir einstak- lingar, sem uppfylltu félagslegar skyldur sínar, gátu keypt áfengi. Sterkir drykkir voru skammtaðir. Enginn fékk meira en fjóra lítra á mánuði. Seinna var skammturinn minnkaður í þrjá lítra. Samtímis voru settar hömlur á vínveitingar, m.a. að vínveitingstaðir yrðu að selja mat. Áfengisskömmtunin náði fyrst, árið 1914, aðeins til Stokkhólms- búa. Þremur árum seinna ákvað Ríkisþingið, að hún skyldi gilda fyrir allt landið. Áfengisskömmt- un var þannig reynd á tímabili, þegar nauðsyn var á hömlum á áfengissölu vegna örðugleika og óvissu stríðsáranna. Síðan leið nokkur tími þar til jafnvægi var náð og kerfinu var beitt á líkan hátt um land allt. Þess vegna urðu afleiðingarnar óljósari, bæði fyrir samtímann og framtíðina. Ljóst er þó, að áhrif Brattskerf- isins voru æskileg. Árið 1930 var áfengisnotkun Svía 30% lægri en síðasta árið áður en skömmtunin kom til sögunnar. Ölvunartilvik- um fækkaði um 50%. Ef aðeins er miðað við ölvunartilvik í borgum þá fækkaði þeim um 70%. Ofbeldisverkum og slysum af völd- um drykkju fækkaði einnig. Ef aðeins er miðað við Stokkhólm koma fram eftirfarandi breyting- ar á árunum 1913 til 1930: minnkun Áfengisneysla á mann um 40—50% Drykkjuskapur ungs fólks 80% Ofbeldi og áfengislagabrot 60% Ölvunartilvik ' 70% Delerium tremens 90% Sú mynd, sem þessar tölur draga upp, skýrist af ýmsum öðrum staðreyndum. Áfengisnotk- unin hafði minnkað og misnotkun og vandamál vegna áfengisneyslu minnkað enn meir. Skömmtuninni var beint gegn misnotkun en ekki néyslunni almennt. Brennivíns- verð var tiltölulega lágt; raunverð lækkaði á 3. áratugnum. Afnám skömmtunar Næsta stórbreytingin á áfengis- málastefnu var gerð árið 1955 er áfengisskömmtunin var felld úr gildi. Margar orsakir lágu til þess, og skal minnst á tvær. Önnur var sú að bindindishreyfingin í Sví- þjóð vann á móti skömmtunar- kerfinu vegna þeirrar sannfæring- ar sinnar að skömmtunarbækurn- ar hefðu sefjandi áhrif á neytend- ur áfengis. Fólk hélt, að skömmt- unin leiddi til aukinnar áfengis- sölu og að skömmtunarbókin stuð- laði að því, að fleiri keyptu áfengi en ella. Það var talið eftirsóknar- vert að eignast skömmtunarbók, eins konar félagslegt fullgilding- arvottorð. Bindindishreyfingin vann þess vegna frá 1930 ákaft gegn Bratts-kerfinu. Önnur ástæða var almenn andúð á skömmtun og hömlum, sem litið var á sem fylgifisk stríðstímanna. Skömmtunin var því gerð að eins konar tákni Kreppu-Svíþjóðar. Afleiðingar afnáms skömmtun- arinnar 1955 urðu mjög alvarleg- ar. Ári síðar hafði áfengissalan aukist um 30%, ölvunartilvikum fjölgað um helming; í Stokkhólmi höfðu þau þrefaldast og „deleríum tremens“-tilvik urðu fimm sinnum fleiri. Verðhækkun Með því að hækka útsöluverð áfengis stórlega í lok 6. áratugar- ins var hægt að draga úr áfengis- sölunni, en drykkjuskapur, eink- um meðal unglinga, minnkaði ekki eftir þá aukningu, sem varð þegar skömmtunin var afnumin. Staðreyndir sýna þannig glöggt áhrif Bratts-kerfisins, bæði þegar því var komið á og þegar það var afnumið. Mörgum var þetta ljóst, en löngum unnu ákveðin öfl að mótun almenningsálits, sem gerði lítið úr félagslegum áhrifum kerf- isins. Þetta almenningsálit styrkt- ist af viðhorfum bindindishreyf- ingarinnar, sem var mótfallin skömmtunarkerfinu frá upphafi. Menn fullyrtu að raunveruleg áhrif kæmu ekkj fram fyrr en að löngum tíma liðnum. Þegar drykkjuskapur minnkaði, meðan skömmtunin var, fullyrtu menn að ástandið hefði skánað enn meira í öðrum löndum og það hefði líka gerst í Svíþjóð þó að ekki hefði verið skömmtun. Og þegar áfengisbölið jókst eftir 1955, þá fullyrtu sömu menn, að það hefði aukist enn þá meira, ef skömmt- unarkerfið hefði verið við lýði áfram. Af reynslu Dana má sjá, hver áhrif mikil hækkun á verði brenndra drykkja hefur. í kreppu fyrri heimstyrjaldarinnar, 1917, hækkuðu Danir verð á ákavíti úr 65 aurum upp í 8 kr. flöskuna en það leiddi til þess að sala minnk- aði um 80%. í Svíþjóð ræddu menn um það milli styrjaldanna að danska kerfið væri ein leið til takmörkunar áfengisneyslu í stað Bratts-kerfisins. í Englandi varð einnig gífurlegt minnkun neyslu vegna skyndihækkunar. Aukið frjálsræði Besta dæmið um gildi lagaboða er frá Finnlandi árið 1969: Rýmk- uð lagaákvæði um sölu og dreif- ingu áfengis, sem m.a. leyfðu sölu milliöls og fjölgun vínsölustaða, leiddu til þess að Finnar, sem löngum höfðu neytt minna áfengis en aðrar Norðurlandaþjóðir, þutu upp fyrir Svía. Menn geta á margan hátt leitast við að brynja sig gegn þeirri staðreynd, að best sé að minnka áfengisbölið með lagafyrirmælum. Eg bendi hér á venjulegustu stað- hæfingarnar. Menn segja, að lög séu mikil- væg, en að búið sé að ná því sem hægt er með þeim. í gildi séu lög, sem ekki gerist betri, og því tómt mál að tala um umbætur aæ því sviði. Beina verði sjónum að öðr- um aðferðum. Þegar slíkum stað- hæfingum er slegið fram án nokk- urs rökstuðnings, er ástæða til að ætla, að um sé að ræða venjulega andstöðu gegn ákveðinni áfengis- málastefnu. Þeir, sem halda því fram, að ekkert sé hægt að bæta frekar með lögum, segðu sennilega það sama, hvernig sem lögin væru. Skynsamleg áfengismálastefna Það segir sig auðvitað sjálft, að það eru takmörk fyrir því hversu hátt áfengisverð má vera og höml- ur strangar, án þess að það hafi miður æskileg áhrif. Það þekkjum við af reynslu af bannlögum á millistríðsárunum í ýmsum lönd- um. Það kunna að vera einhver atriði í núgildandi áfengislögum, þar sem gengið hefir verið of langt í takmörkunum. Þar er um að ræða viðkvæmt mat, sem löggjaf- inn verður að meta af mannþekk- ingu sinni og innsæi. En það er ekkert, þegar á heildina er litið, sem bendir til að við séum nálægt þeim mörkum, sem ekki má fara yfir. Skynsamleg áfengismála- stefna ætti að stuðla að frekari hömlum en nú eru í gildi. Ég skal benda á nokkur dæmi um hvað gera mætti. Fyrir nokkru birtist í Dagens Nyheter. greinaflokkur, sem bar heitið: „Jeppi drekkur og allir spyrja hvers vegna." Hin sístæða spurning: „Hvers vegna drekkur Jeppi?" hefur löngum verið um- ræðugrundvöllur þegar rædd hafa verið áfengismál. Reynt hefur verið að leita annarra og dýpri orsaka misnotkunar en drykkju- venja og hve auðvelt er að komast yfir áfengi. Menn hafa viljað telja grundvallarorsök vandans óvið- komandi áfengismálastefnu en bent á félagslegt misrétti, at- vinnuleysi, stéttaskiptingu og öryggisleysi. Orsakasambandið er talið sannað eða ekki nauðsynlegt að sanna það. I umræðum í Sví- þjóð hafa margir krafist þess, að fræðsla, leiðbeiningar og rann- sóknir á áfengismálum beinist einkum að sambandi milli félags- legra vandamála og ofdrykkju. Fólk krefst þess sem sé, að fræðsla og rannsóknir staðfesti þær hug- myndir sem við, meirihluti áfengisneytenda, notum til að þagga niður efasemdir um skað- leysi drykkjuvenja okkar. Fræðsl- una á að nota í yfirbreiðslu skyni. I umræðum í Svíþjóð notum við orðið „einkennahugmynd" um þennan hugsunarhátt. Á seinni árum hafa andstæðar hugmyndir hlotið byr, og er það niðurstöðum rannsókna að þakka. Þær benda til, að fjöldi ofneytenda áfengis standi í ákveðnu sambandi við heildarneysluna og því hafi að- gerðir, sem miða að því að draga úr neyslu, veruleg áhrif á of- drykkju og tjón af henni. Skoðun þessi er nú mjög almenn meðal þeirra Svía, sem láta sig áfengis- mál varða. Þeir sem hallast að „einkenna- hugmyndinni", beita tíðum rök- færslu sem í rauninni er óhugs- andi samtímis henni. Margir halda með réttu, að það sé sam- band milli tjóns af völdum áfengis og verulegra takmarkana á dreif- ingu þess, en blanda þar saman orsök og afleiðingu. Þeir álíta, að lög valdi sefjun, forvitni um áfengi, löngun í það, sem hyrfi, ef við hættum að mynda spennu kringum það með ónauðsynlegum takmörkunum. Talað er um hlut- lausa og eðlilega afstöðu til áfeng- is. Þessum hugmyndum tengist hrifning af drykkjusiðum Suð- ur-Evroðpumanna. Hugsið ykkur, ef við gætum lært að drekka eins og Frakkar eða ítalir, sem menn sjá sjaldan ofurölvi á götum úti. í Svíþjóð halda sumir, að Danir hafi lært að drekka menningarlega og sér að meinalausu, þar eð áfengi fæst þar í hverri búðarholu. Þessi sefjunarkenning hafði úr- slitaáhrif í baráttunni við skömmtunarkerfið. Hún var höf- uðröksemdin í bindindisnefndinni 1944 fyrir frjálsri áfengissölu. Reynslan hefur ekki rennt stoðum undir sefjunarkenninguna. Þvert á móti hefur hún hvað eftir annað bent til hins gagnstæða. Aukið frelsi til dreifingar leiðir til auk- innar áfengisneyslu. Og sú sefjun, sem er greinilegust og styðst við flest dæmin, er bundin sjálfum áf engisvenj unum. í sjálfu sér getur verið eftir- sóknarvert að vinna að því að draga úr spennu kringum áfengis- málin. Mörg orrustan og margar aðgerðirnar á þessu sviði hafa verið einskis nýtar og árangurs- lausar. En gera verður þá kröfu, að úr spennunni verði dregið á skynsamlegan hátt. Við verðum að viðurkenna, hvernig málum er háttað í raun og veru. Áfengi er fíkniefni, sem orkar mjög á einstaklinginn. Það er vanabind- andi og við það er ekkert dular- fullt, ekkert sem sérstaklega þarf að útskýra, þótt ákveðinn hundr- aðshluti fólks misnoti slíkt efni. Ef við ætlum okkur að draga úr spennunni kringum áfengismálin án þess að viðurkenna þessar hliðar málsins, gerum við okkur sek um að leggja óskylda hluti að jöfnu. Gróðasjónarmið hindra hömlur Ivan Bratt, höfundur skömmt- unarkerfisins, hélt því fram, að aðalhindrunin á vegi virkrar áfengismálastefnu væri ekki áfengisfíknin, heldur miklu frem- ur peningagræðgin. Þar sem auð- velt er að stórgræða á áfengissölu, myndast hagsmunahópar, sem verða þrýstiafl gegn lagahömlum. Þegar áfengi er selt með öðrum Þátttakendur á ráðstefnu norrænna geðlækna um alkóhólisma, 18. —21. okt. 1978.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.