Morgunblaðið - 05.07.1979, Síða 24

Morgunblaðið - 05.07.1979, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1979 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiósla hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Sími83033 Askriftargjald 3500.00 kr. á mánuði innanlands. lausasölu 180 kr. eintakiö. Röng ákvörðun Sú ákvörðun Benedikts Gröndals, utanríkisráðherra, að fella úr gildi takmarkanir á ferðafrelsi varnarliðsmanna er .röng. Þau rök, sem utanríkisráðherra hefur borið fram til stuðnings þessari ákvörðun eru ekki haldbær. í aldarfjórðung hafa verið í gildi verulegar takmarkanir á ferðafrelsi varnar- liðsmanna utan varnarstöðvarinnar. Frá sjónarhóli okkar íslendinga hafa þessar takmarkanir gefið góða raun. Þær hafa komið í veg fyrir óþarfa samskipti á milli okkar og varnarliðs- manna og þær hafa komið í veg fyrir, að úlfúð skapaðist að nokkru ráði milli íslendinga og hinna erlendu hermanna. Reglum, sem gefið hafa góða raun á ekki að breyta nema knýjandi ástæður liggi til þess. Svo er ekki í þessu tiifelli. Veruleg vandamál eru því samfara fyrir litla þjóð að hafa erlent herlið í landi sínu. Við íslendingar höfum axlað þá byrði í nær þrjá áratugi. Við höfum gert það annars vegar í því skyni að tryggja öryggi og sjálfstæði þjóðarinnar og hins vegar til þess að leggja okkar af mörkum til sameiginlegra varna lýðræðis- þjóða Vesturlanda. Hins vegar höfum við lagt áherzlu á, að dvöl þessa erlenda herliðs hefði ekki í för með sér neikvæð áhrif á þjóðlíf okkar, tungu og menningu. í því skyni voru strangar reglur settar um takmarkanir á ferðafrelsi varnarliðsmanna utan varnarstöðvarinnar. Þær hafa gefizt vel. Bandaríkjamenn hafa að vonum alltaf verið óánægðir með þessar reglur. Fyrirsvarsmenn þeirra hér á landi hafa ítrekað kvartað yfir þeim. Þær kvartanir hafa ekki verið teknar til greina — fyrr en nú. Bandaríkjamenn verða að gera sér ljóst, að það er beggja hagur að glögg skil séu á milli varnarstöðvarinnar og bandarísku hermannanna þar og okkar íslendinga. Þeir verða að gera sér ljóst, að takmarkanir á ferðafrelsi varnarliðsmanna eru eitt af því, sem þeir verða að þola meðan þeir gegna herþjónustu hér á landi. Það eru engin rök, þegar utanríkisráðherra segir það vera „hreint mannréttindamál, að þeir njóti hér í frítíma sínum sama ferðafrelsis og við njótum erlendis og erlendir ferðamenn hér“. Bandarísku varnarliðsmennirnir eru ekki ferðamenn hér. Þeir eru hér á landi að gegna ákveðnum störfum og dvöl þeirra hér er viðkvæmt mál fyrir alla íslendinga. Það eru heldur engin rök, þegar utanríkisráðherra ber það fyrir sig, að íslendingar hafi hlotið gagnrýni og háð bandarískra blaðamanna fyrir þessar reglur. Gagnrýni og háð bandrískra blaðamanna skiptir okkur ekki máli. Það er hins vegar rétt, sem utanríkisráðherra segir, að „sambúðarvandinn hefur verið sáralítill um langt skeið.“ En þá á hann ekki að gera ráðstafanir, sem augljóslega geta aukið á hann og valdið leiðindum, óþægindum og úlfúð. Morgunblaðið er andvígt þessum breytingum og hvetur utanríkisráðherra til þess að hverfa aftur til fyrra fyrirkomulags. Bandaríkjamenn sjálfir eiga að sjá sér hag í því, að friður ríki um dvöl varnarliðsins meðan það er hér af illri nauðsyn og eiga að láta vera að bera fram kvartanir, sem aðeins geta haft neikvæð áhrif á varnarsamstarf íslendinga og Bandaríkjamanna. Þannig tala Rúss- ar við skósveina Bersýnilegt er, að sovézk stjórnvöld telja sig ekki þurfa að taka mikið tillit til Svavars Gestssonar, olíuráðherra, og félaga hans í ríkisstjórn íslands. Þótt ráðherrann hafi þybbast við að fara til Moskvu til viðræðna við Sovétmenn um Rotterdamviðmiðun hefur hann þó látið spyrjast fyrir um það í Moskvu á bak við tjöldin, hvort tekið yrði á móti honum þar. Bersýnilegt er, að almenningsálitið hér innanlands hefur knúið olíuráðherrann til þeirra aðgerða. En þá kemur í ljós, að Sovétmenn neita að taka á móti Svavari Gestssyni í Moskvu. Hér er um slíkan dónaskap að ræða í samskiptum ríkja, að slíka framkomu sýna Rússar aðeins auðsveipustu skósveinum sínum. Þess vegna segir neitun Rússa mikla sögu um samband Kommúnistaflokksins í Sovétríkjunum og Alþýðubandalagsins hér. Ríkisstjórn íslands getur ekki sætt sig við þetta svar Sovétstjórnarinnar. Hún á að hætta áþreifingum í sovézka sendiráðinu hér og af hálfu íslenzka sendiráðsins í Moskvu og óska formlega eftir viðræðum við sovézk stjórnvöld um verðviðmiðun í olíukaupum. Það verður að reyna á það til fullnustu, hvort Sovétmenn ætla að sýna ríkisstjórn íslands þá ókurteisi og fyrirlitningu, sem fyrstu viðbrögð benda til. Sparisjóðirnir þriðja stærsta lánastofnun 1í — afkoma þeirra var mjög góð á síðastí Afkoma íslenskra sparisjóða var góð á síðasta ári og hlutfallslega miklu betri en bankanna, að því er fram kom á blaðamannafundi sem stjórn Sambands íslenskra sparisjóða efndi til í gær. Aðalfundur sambandsins var haldinn um síðustu helgi og þar var ákveðið m.a. að fela stjórn sambandsins að koma á fót þjónustu fyrir þá sparisjóði, sem ekki eru tengdir Reiknistofu bankanna, er annist tölvuskráningu á skuldabréfum um verðbótaþætti og vísitölulánum. Þá var ákveðið að koma á fót Landsþjónustu sparisjóðanna sem feli það í sér að viðskiptavinur sem á sparisjóðsbók geti lagt inn eða tekið út úr bókinni í hvaða sparisjóði sem er. sambandi yrði að minnast þess að þótt hér væri rætt um alla bank- ana sameiginlega annars vegar og alla sparisjóði hins vegar, þá gæfu þessar tölur samt ágæta mynd af góðri afkomu sparisjóðanna al- mennt og hlutfallslega gagnvart bönkunum. Þörf á nýrri löggjöf Baldvin Tryggvason sagði á blaðamannafundinum að með verðbótum á sparifé hafi innláns- aukning meðal annars orðið í lánastofnunum og eftirspurn eftir lánsfé eitthvað dregist saman. Með reglum Seðlabankans um verðtryggingu sparifjár og inn og útlána sem tóku gildi 1. júní síðastliðinn hafi nokkur vandi skapast fyrir þá sparisjóði, sem ekki hefðu tölvuvinnslu í sinni Þriðja stærsta innlánstofnunin Innlánsaukning sparisjóðanna á síðasta ári varð meiri en nokkru sinni áður eða um 49.3% og voru heildarinnstæður í sparisjóðum landsins í árslok 1978 um 23 milljarðar króna og þar með eru sparisjóðirnir sameinaðir þriðja stærsta innlánsstofnun landsins næst á eftir Landsbankanum og Búnaðarbankanum, að sögn Bald- vins Tryggvasonar, formanns sambandsins. Baldvin sagði einnig á fundinum í gær, að heildartekjuafgangur viðskiptabankanna sameiginlega á síðasta ári hefði verið 2.778 millj- ónir króna en sparisjóðanna 877 milljónir króna. Baldvin sagði að miðað við heildarútgjöld bank- anna væri tekjuafgangurinn 5,9% af öllum gjöldum síðasta árs en hefði verið 16.1% hjá sparisjóðun- um. Rekstrartekjur af heildar- gjöldum væru heldur minni hjá bönkunum eða um 23% en væru 20.1% hjá sparisjóðunum. Þá væri staða sparisjóðanna hjá Seðla- bankanum yfirleitt alltaf jákvæð og sparisjóðirnir væru einhverjir bestu viðskiptavinir Seðlabank- ans. í árslok 1978 hafi innistæða sparisjóðanna í Seðlabankanum verið 2.7 milljarðar en bankarnir hafi átt innstæðu upp á 9.8 millj- arða. Af heildareign bankanna væri þetta um 4.6% en væri 10.7% af heildareignum sparisjóðanna. Þá sagði Baldvin að geta mætti þess í þessu sambandi að eigið fé bankanna hefði á síðasta ári verið 10.7 milljarða sem væri 5% af heildareignum þeirra en eigið fé sparisjóðanna hefði verið 2.5 milljarðar á árinu sem er 9.8% af heildareignum þeirra. í þessu Saltverksmiðjan á Suðurnesjum: Framleiðslan hafin að nýju - lausn fund- in á kísilstíflunum í kerinu er saltið eítir að vatnið heíur verið látið guía upp. Til að fullþurrka það er það sett í tækið með trektinni ofan á, sem er til hliðar við kerið. Ljósm. Mbl. Kristján. Hér má sjá röráútbúnaðinn þar sem eimingin fer fram. Þessi rör þurfti áður að rífa í sundur, stykki fyrir stykki, nær vikulega vegna stfflunarinnar. Ljósm. Mbl. Kristján. FRAMLEIÐSLA í tilraunasalt- verksmiðjunni á Reykjanesi hófst að nýju í fyrrakvöld eftir nokk- urt hlé vegna framleiðsluörðug- leika. Mbl. hitti stöðvarstjórann, Þórð B. Sigurðsson, að máli í verksmiðjunni í gær og spurði frétta. „Við gátum hafið framleiðsluna á ný í gærkvöldi, en urðum að hætta aftur í morgun vegna bilun- ar á smástykki, en það kemst í lag aftur í dag. Við urðum að hætta framleiðslunni vegna þess að röra- búnaðurinn stíflaðist hvað eftir annað af kísil, en nú teljum við að við séum búnir að leysa vandann. Við blöndum smáskammti af salt- sýru saman við gufuna og hún veldur því að kísillinn festist ekki lengur inni í rörunum.“ — Hver er í stuttu máli fram- leiðsluþróunin? „Við fáum mjög tæra 170° heita gufu úr borholu hér í grenndinni. Þetta byggist síðan á eimingar- útbúnaði þar sem önnur efni en vatn og salt skiljast frá. Síðan er vatnið látið gufa upp og eftir verður salt. Saltið sem við höfum framleitt er hvítt og hreint og þeir, sem notað hafa saltið við fiskvinnslu, hafa verið mjög ánægðir, segja fiskinn hvítari og fallegri en með notkun erlends salts." — Hversu margir vinna við verksmiðjuna og hversu mikið getið þið framleitt? „Hér vinna 5 manns á vöktum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.