Morgunblaðið - 05.07.1979, Síða 19

Morgunblaðið - 05.07.1979, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ1979 19 verður því ekki séð, að nokkur minnsta þörf sé á að réttirnar verði rifnar niður og breytt úr því formi sem þær upphaflega voru gerðar, óg er þó ekki tekinn með sá möguleiki að fé fækki á þessu svæði, eða hverfi með öllu vegna opinberra aðgerða. Hinar nýju réttir eiga að verða jafn stórar þeim gömlu. Ytri og innri hringur á sama stað. En dilkum fækka um helming, og verða stíaðir sundur með spýtum. Veggir hlaðnir úr hraungrýti, og hellt í þá að ofan steinsteypu. Léttir það naumast viðgerð ef eitthvað haggast. Dyr úr almenn- ingi í dilka eru rúmar, svo hæfir vélknúnu farartæki. Þær eru gerðar af steinsteypu, en það byggingarefni á sér ekki langa reynslu hérlendis, en nóga til þess að hin síðustu ár má orðið flokka það með forgengilegustu efnum sem höfð eru til bygginga, og vankunnáttu kennt um endinguna. Þessar dyr eru tilkomumiklar á að líta. Svo sem smækkuð mynd af sigurbogum rómversku keisar- anna, en alls ólíkar venjulegum dilksdyrum. En litlu varðar hvernig nýju réttirnar verða. Hitt skipti öllu máli að gömlu réttirn- ar, það mikla meistaraverk, verður látið hverfa. Skeiðaréttir eru algerlega ein- stæðar að mannvirkjagerð. Þar þurfti margar snilldar eigindir hugvits og handa að sameinast svo verkið næði fram að ganga sem varð. Fyrst var að samþykkja bygg- ingu réttanna, og ákveða stað og gerð þeirra. Áætla hvað margir menn þyrftu til að ljúka verkinu á einum degi, það voru tveir þriðju allra verkfærra manna á svæðinu. Til þess að ná þeim saman, taka þá frá heyskapnum, þurftu sterk- ari samtök en til staðar eru í dag. Auðséð er hvers vegna bygging- unni var hraðað svo, að einn dagur var ætlaður til verksins. Sláttur byrjaði þá síðar en nú er, og stóð fram á harða réttir, svo ekki hefur þótt gott að taka flesta verkfæra menn að heiman um hábjarg- ræðistímann, lengur en brýnasta nauðsyn krafði. Þá skipti verk- stjórnin miklu máli, hvernig hún fór úr hendi. Raða mönnunum niður, svo hver fengi starf við sitt hæfi. Óhætt er að fullyrða að allt tókst þetta með afbrigðum vel, án nokkurra verkfræðinga, arkitekta, eða mistaka sem nú vilja fylgja af mörgum framkvæmdum. Og enginn peningur greiddur í verka- laun, nema ef vera skyldi eitthvert smáræði til þeirra sem sáu um framkvæmdina. Byggingarsaga Skeiðarétta er svo sérstæð, að hún ein nægir til þess, að ég hika ekki við að telja niðurrif þeirra skemmdarstarf- semi af lökustu tegund. Oft sést það og heyrist í fjölmiðlum, að skemmdarverk eru framin, og verðmætum spillt. Kastað grjóti í glugga, brotist inn í hús og allt eyðilagt sem hönd á festir. Óskiljanlegar eru þær aðfarir, og naumast ætlandi öðrum en geð- trufluðum vesalingum. Lítils er þó um þetta vert saman borið við jöfnun Skeiðrétta við jörðu, því það verður aldrei bætt með fjár- munum. Sú spruning leitar fast á, hvaða undur voru þar að verki, að breyta þurfti réttunum, þar sem engin rök lágu til að þess væri þörf. í stað þess að hlaða þær upp sem líkast því sem þær upphaflega voru. Svo vill til að enn er fært að bjarga því sem óspillt er. Hætta öllum breytingum og hlaða upp réttirnar í sínu upphaflega formi. Gjarnan má það haldast sem búið er að gera. Gæti það orðið síðar hinn ágætasti minnis-varði þeirra manna sem búsetur hafa á grösug- asta landbúnaðarhéraði landsins á 1100 ára afmæli íslandsbyggðar. SPÖLKORN ÚT ÍBUSKANN MARGIR athyglisverðir staðir eru í í nágrenni höfuðborgarinn- ar, sem almenningi eru ekki kunnir. nema að litlu leyti. Einn þessara staða er Búrfell og gjáin, sem við það er kennd. ^ámarbœli' 'atnsendaborgX Heyitriki ) /, Hnífhóll ^keiövöijuf tGróheUuhrauri' Bleiksteinsháls (j' Smyrltbúá | ’Y' Seibiitíi 'JV ^ Selhraun tlihhoh. Búrfellog Búrfellsgjá Búrfell er í austur frá Hafnar- firði. Búrfell er eldgígur, sem talið er, að hafi gosið fyrir um það bil 7200 árum og í því gosi rann það hraun, sem nú þekur nágrenni Hafnarf jarðar og Garðabæjar. Frá Búrfellsgíg hefur hraunið runnið eftir mjórri rás til vesturs og heitir þessi hrauntröð Búr- fellsgjá. Gjáin er eitt mesta náttúruundur hér í nágrenni Reykjavíkur og þess verð, að eytt sé dagstund til að skoða hana. Ef þú leggur leið þína þangað, er farið fram hjá Vífilsstöðum, og inn með Vífilsstaðahlíð, gegnum hliðið á Heiðmerkurgirðingunni og inn með hlíðinni að sunnan- verðu, milli hennar og Urriða- vatnshrauns, en svo heitir hraun- ið frá Búrfelli á þessum kafla. Við austurendann á Vífilsstaðahlíð- inni beygir vegurinn til norðurs um svonefnda Hjalla, en þá leið heldur þú ekki, heldur yfirgefur bílinn við bugðuna á veginum og ferð áfram gangandi í áttina að gjánni, með stefnu á Búrfell, sem er beint framundan. Leiðin liggur ofan í Búrfellsgjá, sem nú blasir við sjónum. Vestast er gjáin grunn. I þeim enda hennar er gömul fjárrétt, er nefnist Gjá- rétt, eða Gjáarrétt. (Mönnum greinir á um rithátt). Hér var fyrrum skilarétt, og hingað var safnað fé frá hreppunum í kring. Var oft glatt á hjalla, nóttina fyrir réttardaginn, meðan vakað var yfir safninu. Var stundum slegið upp dansleik og seldar veitingar á Garðaflötum skammt frá réttinni. Réttin er skoðunarverð og eins nátthaginn, sem er fyrir sunnan hana. Einnig er athyglisvert að skoða vatnsbólið, sem hér er. í norðurjaðri gjárinnar, þar sem hún er að grynnast, rís lítill hamraveggur mót suðri eða suð- vestri. Hann er 3—4 m á hæð og 10—15 m langur. Grjót og gróður gengur að berginu, en nyrst við hamravegginn er svolítið op og þar, fyrir neðan hellir. í botni hans er vætnsbólið. Þarf að klöngrast niður að því. Þú skalt skoða vatnsbólið, en eftir það skalt þú ganga upp eftir gjánni og upp á Búrfellið. Þetta er ekki löng ganga, en hún býður upp á margt skemmtilegt að skoða, veggi gjárinnar, botn hennar og gígana sjálfa, svo eitthvað sé nefnt, auk þess útsýnis, sem fyrir augun ber. Gjárétt er nú friðlýst af þjóðminjaverði, en Búrfell og gjáin eru á náttúruminjaskrá og bíða algjörrar friðlýsingar. Má því engu spilla á þessu svæði. borgín sem heillar Er það ekki að bera í bakkafullan lækinn að ætla sér að lýsa París i stuttu máli? Eigum við ekki að láta okkur „nægja" að segja að þar sé: — vagga og uppeldisstöð vestrænnar menningar, — eitt fjölskrúðugasta næturlíf Evrópu, — einn sá besti matur í Evrópu, — athyglisverðustu söfn Evrópu, — einhver fallegustu mannvirki Evrópu, — fjölbreyttasta listamannalíf Evrópu, — kaffihúsamenning, sem á sér enga hliðstæðu í Evrópu og þótt viöar væri leitað, — miðstöð Frakklands — o.m.fl. — o.m.fl. I sumar bjóðum við upp á vikuferðir til Parísar, þar sem ykkur gefst færi á að láta áralangan draum rætast og lifa ykkur inn í líf Parísar, sjá öll söfnin, skemmta ykkur, borða vel og skoða mannlífið Til aó auðvelda ykkur þetta er farið í skoðunarferðir á sunnudögum um París og á miðviku- dögum til Versala. í báðum þessum skoðunarferðum er islenskur fararstjóri. BROTTFÖR. Farið er frá íslandi: 30 júní 14. júlí 28 júlí 11. ágúst 25. ágúst Tvenns konar gisting stendur til boða og er hvort tveggja á 4 stjörnu miðborgarhótelum: Hotel Commodore og Hotel Royal Saint Honoré. Bæði eru hótelin í mjög rólegu hverfi. VERÐ frá 197.000- Innifalið í verði: Flugfar, flugvallarskattur, gisting, morgunverður, ferðirtil og frá flugvelli og íslenskur farar- stjóri í skoðunarferðum. FERDASKRÍFSTOFAN VIÐ AUSTURVÖLL SÍMI 26900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.