Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1979 31 kjördæmi Reykjaness fyrst. Fram er komið að nesið sjálft unir því ekki að vera alger minnihlutaaðili í kjördæminu og þar með háð tveim af „svefnbæjum“ þeim sem lifa af atvinnustarfsemi höfuðstaðarins. Nesið er lítið eitt fjölmennara en Hafnarfjörður og sýnist mér réttlátt að norðurmörk hans yrðu norðurmörk 6 þing- manna kjördæmis þó það hefði þá ögn færra fólk en Reykjavík að baki þingsætis (alla vega yfir 80% lágmarkinu). Einn hreppur Gullbringusýslu, Alftanesið, yrði ásamt tveim kaupstöðum sunnan Fossvogs afgangs frá núv. Reykja- neskjördæmi. Byggðarlag forseta- bólstaðarins á þá að ráða nafni nýs kjördæmis, sem þarf til að ná sjö þingsæta vægi að ná líka yfir allstórt reykvískt hverfi, sennilega (að miklum hluta) Breiðholtið, sem hefur alveg sams konar áhugamál og Kópavogur. Vænta má að kjördæmið Reykjavík fengi 8 þingmenn og næði í aðaldráttum yfir það svæði’ sem var orðið að borg um 1942, þegar þingmannatala hennar komst fyrst í átta; mýrlend svæði voru að auki. Bann er að vísu ekkert við því að Álftaneskjör- dæmi yrði látið ná 8. þing- manninum af Reykjavík ef Alþingi vill það í kosningalögum. Kjalarneskjördæmi yrði í fram- tíð allt staðsett milli Hvalfjarðar og Elliðaánna en þangað til yrði Alþingi að flytja mörk þess alltaf öðru hverju, miðað við að þing- menn þess verði stöðugt 6. Á fyrsta skeiðinu mundi Sundahöfn (póstumdæmi 104) líklega tilheyra því en hverfa einhverntíma á ný til Reykjavíkurkjördæmis. Einnig yrði Seltjarnarnes í kjördæminu meðan fyrri tengsl þess við Kjósarsýslu og önnur rök aftra hugsanlegri inngöngu þess í Rey kj a víkurkj ördæm ið. Einhverjir kunna að furða sig meira á heiti þessa Nesjakjör- dæmisins en hinna, sem verða í landnámi Ingólfs og goðorði Þorkels mána, Reykvíkings og lögsögumanns fyrir kristnitöku. Sú furða er óþörf. Skýrsla Ara fróða um upphaf þingræðissögu vorrar hljóðar svo: „Alþingi var sett að ráði Úlfljóts og allra landsmanna, þar er nú er. En áður var þing á Kjalarnesi, það er Þorsteinn Ingólfssonur landnámamanns, faðir Þorkels mána lögsögumanns, hafði þar og höfðingjar þeir er að því hurfu.“ — Þó íbúar Kjalarneshrepps væru aðeins um 250 árið 1977 stefnir ört að því að þar rísi einn af „svefn- bæjum,, tengdum höfuðstað en þó óski flegtir komandi íbúar Kjósar- sýslubyggða (sem voru) sér annars kjördæmisnafns en hins reykvíska. Lífskraftur fornrar sögu veldur því að í þingsölum mundi hljóma vel það ávarp á fulltrúana þeirra að þeir heiti þingmenn Kjalarness, líkt og fylgdarflokkur Þorsteins Ingólfs- sonar hét þarna fyrir þúsund árum. Vesturlandsfjórðungurinn, tvö kjördæmi með 5 þingsæti hvort, en nokkru fámennari en Norður- land eystra með 6 þingmenn. Engri réttarjöfnun kjördæma verður við komið ef þessi fjórðungurinn þarf að hafa fleiri þingsæti en 8 alls og eru þá góð ráð dýr. Ef við réttlætum at- kvæðamisvægi með óvanalegri strandlengjulengd og vondum vetrarsamgöngum kemst maður ekki hjá að álykta af sömu sökum að kjördæmaskilin ætti að færa norðar en þau eru, þangað sem helst mótar fyrir aðskilnaði ólíkra samgangnakerfa og verslunarum- dæma. Nú ætti 31. gr., sem fyrr segir, að vernda Vestfjarðakjördæmið fyrir þeim háska að hugsanleg mikil landskerðing þess geti til þess leitt að þingmönnum þess fækki meira en niður í þrjá. Ég sting einkanlega upp á að Austur-Barðastrandarsýsla bætist við Vesturlandskjördæmi svo að það fái haldið þeim 5 þingsætum sem það hefur. Flutningur yfir- valds yfir sýslunni í hendur Dala- sýslumanns í Búðardal væri hentug viðbótarráðstöfun en liggur utan greinarefnis. Mönnum hefur annars dottið í hug hið gagnstæða, að leggja Dalasýslu undir Vestfjarðakjördæmið, en á því yrðu miklu stærri meinbugir engum hagur. Fækkun á þingmönnum Norðurlands vestra úr 5 í 4 virðist óumflýjanleg og þrátt fyrir hana kæmu þar aðeins um 2630 íbúar bak við hvern þeirra fjögurra. Austfirðir með sína 12600 íbúa og óravíða fiskisókn til hafsins yrðu að láta sér 4 þingsæti nægja. En ef Norðurland vestra yrði ekki stækkað og hin feiknarlega raforka Austurlands hefði nokkr- ar afleiðingar í atvinnumálum, færi ekki lengi hjá því að styrkur og fólkstala þessara 2 kjördæma misjafnaðist svo að annað fengi fimm þingmenn og hitt þarafleið- andi þrjá, sbr. niðurlag I. kap. míns og 80% reglu. Læt ég lokið þessum storkunum komandi kosningalaga í kjölfari stjórnarskrár. Neytendasamtökin á Akureyri og nágrenni: Viðræður um meðferð- armerkingar Neytendasamtökin á Akureyri og nágrenni hafa að undanförnu átt viðræður við forsvarsmenn í Efnaverksmiðjunni Sjöfn á Akur- eyri um að meðferðarmerkja framleiðslu sína úr spunaefnum. Ef svo verður raunin á verður Efnaverksmiðjan Sjöfn þar með fyrst íslenskra verksmiðja til að meðferðarmerkja vörur sínar án þess að fyrst þurfi að lögfesta slíkt. Sjálfstæðisflokksins sem byggir á mætti hvers og eins til bjargar sér og sinni þjóð. Fleiri og fleiri sjá að vinstri stjórnir, sem koma og hverfa og villa mönnum sýn, eru liðin tíð. Máttur hvers og eins vex þegar hann veit að til mikils er að vinna og við getum reist landið úr rústum ef við sameinumst. Þeir sem að framleiðslustörfum vinna þurfa að finna að þeir hafa þar möguleika sem verkalýðsfor- ystan heldur fyrir þeim. Fólkið í landinu er óöruggt í dag en það sér í gegnum vefinn. Fleiri og fleiri finna vor í lofti og hjarta viturs manns stefnir til hægri, til öryggis, og þeim fjölgar með degi hverjum sem sjá engan veg annan en veita Sjálfstæðisflokknum meirihluta í næstu kosningum, en þá missa þeir vinstri og „verndar- ar“ verkalýðsins spón úr askinum og eru kannski ekki að sjálfs dómi búnir að hafa nóg upp úr krafsinu fyrir sjálfa sig, en það verður að hafa það, þegar heill þjóðarinnar krefst þess. Og þá verður þeim lægst launuðu ekki gleymt, þeim sem hafa erfiði og þunga allrar framleiðslunnar. Þá verður fyrir- tækjum gert kleyft að greiða starfsmönnum þau laun að þeir megi vel við una. Óþarfa í þjóð- félaginu verður að uppræta og ýmislegt það sem afvega fer nú fært til betri vegar. Þetta er hægt. Það kostar stjórn og aga og skilning. Þetta á flokkurinn fyrir hendi og á seinasta Landsfundi voru þessi spor mörkuð. Þetta vill almenningur nú reyna og forysta flokksins skilur að af verkunum verður hún dæmd og eigi flokkur- inn vaxandi fylgi meðal þjóðar- innar að fagna verður hann að standa sig, leggja niður allar innbyrðis deilur, taka höndum saman til sameiginlegra átaka fyrir alla þegna landsins. Þessi stund er ef til vill nær en þú heldur og ef hver landsmaður gerir sína skyldu þá birtir yfir og aftur kemur vor í dal. Árni Helgason. Leikári Þjóðleikhússins lokið Leikhúsgestir í vetur voru um 120 þúsund Leikári Þjóðleikhússins lauk sunnudaginn 24. júní með sýningu á leikriti Guðmundar Steinssonar, Stundarfriði. Sýningar leikhússins í vetur urðu samtals 346 og sýningar- gestir alls 119.738. Þetta er sjötta árið í röð sem leikhúsgestir eru yfir hundrað þúsund. Á stóra sviðinu voru alls 237 sýningar og sýningargestir þar 107.210 og hafa þeir aðeins einu sinni áður verið fleiri á einu leikári frá þvi að leikhúsið tók til starfa fyrir tæpum þrem áratugum. Sýningar á Litla sviöinu voru 67 og 42 sýningar voru utan leikhússins, þar af 7 erlendis. 19 viðfangsefni voru á verkefnaskrá Þjóðleikhússins í vetur og voru 10 þeirra íslensk. Eins og síðastliðin ár nutu íslensku verkin mestra vinsælda. Leikrit Jökuls Jakobssonar, Sonur Skóarans, var sýnt 55 sinnum og sáu tæplega 27 þúsund manns þá sýningu. 32 sýning- ar urðu á Krukkuborg og áhorfendur um 14 þúsund og leikrit Guðmundar Steinssonar Stundarfirður var sýnt 31 sinnum fyrir um 17 þúsund áhorf- endur og verður það tekið aftur til sýninga í haust. Bandaríski gamanleikurinn Á sama tíma að ári naut einnig mikilla vinsælda, urðu sýningar á stóra sviðinu 49, en höfðu áður verið 83 utan leikhússins, þannig að leikritið var alls sýnt 132svar sinnum og hefur aðeins eitt leikrit verið sýnt oftar á vegum Þjóðleikhússins, en það er Inúk. Alls voru fjórar sýningar leikhúss- ins sýndar erlendis, Inúk, Fröken Margrét, Flugleikur og ballettinn Sæmundur Klemensson. íslenski dansflokkurinn starfaði sem fyrr í tengslum við leikhúsið. Á haustmánuðum voru 10 sýningar á danssýningu hans á ballettinum Sæmundur Klemensson ásamt nútímadönsum og klassískum ballett eftir Anton Dolin. Dansflokkurinn tók þátt í endursýningum á Kátu ekkjunni og dansaði nýjan ballett, Tófuskinnið, sem finnski - dans- höfundurinn Marjo Kuusela samdi sérstaklega fyrir flokkinn eftir sögu Guðmundar G. Hagalín. Þá kom flokkurinn einnig fram í tengslum við vorsýningu Listdansskóla Þjóð- leikhússins. Níu leikstjórar störfuðu við leik- húsið 'í vetur, en þeir eru Baldvin Halldórssin, Benedkit Árnason, Brynja Benediktsdóttir, Dania Krupska, Gísli Alfreðsson, Helgi Skúlason, Stefán Baldursson, Sveinn Einarsson og Þórhalldur Sigurðsson. í vor hófust æfingar á fyrstu verkefnum næsta leikárs. Flugleikur, sem áður var nefndur, verður tekinn til sýninga hér heima í haust. Þá voru hafnar æfingar á nýlegu leikriti Tennessee Williams, Leiguhjallur- inn, í þýðingu Indriða G. Þorsteins- sonar. Leikmynd gerir Sigurjón Jóhannsson en leikstjóri er Benedkit Árnason. Einnig hófust æfingar á nýju íslensku leikriti eftir Nínu Björk Árnadóttur, Hvað sögðu englarnir?, en ráðgert er að sýna það á Litla sviðinu. Leikstjóri er Stefán Baldursson, leikmynd og búninga gerir Þórunn S. Þorgrímsdóttir. Úr „Syni skóarans“ (Þóra Friðriksdóttir og Rúrik Haraldsson). Hafnarstrœti 5, Tryggvagötumegin, sima 16760. ABLl er eina firmaö i heiminum sem veitt hefur íslenzkum stangaveiðimönnum árlega heiöursverölaun fyrir væna fiska — enda er óhætt aö treysta þeirra vörum ÁriÖ 1978 greiddí j kr. 330.000 verölaun til íslenzkra veiöimanna Kynniö ykkur reglurnar í „Napp og Nytt“ sem er afhent ókeypis hjá okkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.