Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1979 MORö’Jfv KAFr/NO GRANIGÖSLARI fl JÍ J— & 1#0iÍ7-6I6 Sjáðu ég íékk tvær í staðinn fyrir hana Lillu! 7ÆÍ- Hví, hví þarf alltaf að vera einhver ástæða? — hví gefur fólk ekki bara? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Á Evrópumótum hefur íslenska landsliðinu yfirleitt gengið vel í leikjum gegn Danmörku. En á síðustu árum hafa Danir eignast mjög gott lið og hafa skipað sér í fremstu röð. Spilið í dag er frá leik íslend- inga við Dani á mótinu í Ostende árið 1973. Austur gaf, allir á hættu. Norður H.AD107 T. KD973 L. KG6 Vestur S. ÁKG743 H. 9 T. G52 L. D102 Austur S. 2 H. 632 T. Á10864 L. Á954 COSPER Því kvartar þú ekki yfir matnum við yfirþjóninn? Áhriiln að utan Eins og geislar sólar brjóta sér braut til jarðar okkar (þessa 150 millj. km leið) og eru ein af forsendunum fyrir viðhaldi alls lífs á jörðinni, eins streyma hingað án afláts lífgefandi geislar frá öflugum lífstöðvum annars- staðar í geimi. Án þeirrar tilsendu geislunar væri hér ekki um líf að ræða. Þetta er undirstöðuskilningur, og vanti hann verður stöðnun í sannri framsókn vísinda og í raunverulegum framförum jarð- arbúa. Vegna skorts á þessum frum- skilningi, er mannkynið nú á rangri leið. Vísindamenn eru þeir, sem mest áhrif hafa á skoðanamyndun al- mennings, og þar með á fram- vinduna í heild. En meðan þeir vita ekki af áhrifunum að utan eru þeir ekki í stakk búnir til að veita mannkyninu þá forustu, sem þeir annars væru kjörnir til. Til vísindamanna er litið með von um betri tíð, en á meðan þeir vita ekki og vilja ekki vita um tilvist aðsendrar lífgeislunarorku, eru þeir ekki því hlutverki vaxnir, að vera leiðandi afl í vandamálum heimsins, svo sem ætti að vera. Þó eru nú þegar á lofti merki um betri tíma, þrátt fyrir allt. Nokkrir vísindamenn ýmissa fræðigreina, um víða veröld, hafa að nokkru látið sér skiljast áhrif- un að utan. Þetta eru fyrirburða- fræðingar (parapsykologists) þeir, sem hafa snúið sér frá ýmsum stöðnuðum fyrirframsannfæring- um um lífið og tilveruna, og hafa nú tekið til við rannsóknir ýmissa fyrirbæra, sem rekja má beint til áhrifanna að utan. Hafa þeir á fáum árum komist að ýmsum markverðum niðurstöðum, sem í framtíðinni munu hafa gagnger áhrif á hugsunarhátt og heims- skoðun jarðarbúa, svo fremi, að hin rétta skilningsundirstaða verði ávallt höfð að leiðarljósi. Og er þá skammt til þess að áhrifin að utan (lífgeislunaráhrifin frá æðri lífstöðvum annarsstaðar í geimi) fari að geta komið sér við, svo að duga muni, til að breyta hér um stefnu. Hér þarf að skapa betri skilyrði til móttöku hinnar aðsendu líf- geislunar. Hér þurfa margir að leggja hönd á plóginn. Til að beisla sólarorku beint og hagnýta hana þarf hugvit vísinda- Suður S. D10865 H. KG854 T. - L. 873 Á báðum borðum varð loka- sögnin fjögur hjörtu spiluð í suður en vestur hafði opnað á einum spaða. Út kom spaðaás og síðan skipt í lauf, gosi og ás. En þá skildu leiðir. í opna herberginu spilaði ís- lendingurinn tígulásnum, sem Daninn trompaði og tók síðan tvo slagi á tromp. En eftir það var ekki hægt að vinna spilið úr því tíglarnir skiptust ekki 4—4. Dan- inn fékk tvo slagi á tígul, einn á lauf og sex á tromp, einn niður. Á hinu borðinu spilaði austur aftur laufi eftir laufásinn. Jón Ásbjörnsson var með spil suðurs og hann féll ekki í þá gildru að spila trompunum. Hann spilaði tígulkóngnum frá borðinu, tromp- aði ásinn, spaði á tromp, lét lauf í tíguldrottninguna og víxltrompaði þar til slagirnir voru orðnir tíu. Leið Jóns var heldur betri en leiðin, sem valin var á hinu borð- inu og byggðist í rauninni á, að vestur ætti hjartaníuna en annars voru spaðatrompanirnar í borðinu ekki öruggar. Lausnargjald í j- Eftir Evelyn Anthony Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á íslénzku 12 hann veit — þetta simanúmer... — Komdu honum hið snar- asta frá Teheran. Það er örugg- ara. Ardalan finnur ótrúleg- ustu hluti á sér. — Ég skal sjá um það mál, sagði Sýrlendingurinn. — Svo að dagurinn er þá ákveðinn. — Við förum ekki á morgun heldur hinn. Það var Madeleine sem varð fyrir svörum. Hún stóð á fætur og fór að taka saman óhreina kaffibolla og tæma öskubakka. — París og síðan London. Við skiljum í París og komum hvort í sínu lagi til Englands. — Og þar munum við síðan reka endahnútinn á undirbún- inginn, sagði Peters. — Renais mun slást í för með Madeieine í París og þau koma saman til Englands. — Ég óska ykkur góðs geng- is, sagði Sýrlendingurinn. Hann þrýsti hendur þeirra, gekk til dyra og hneigði höfuðið iítillega, lyfti höndinni með krepptum hnefa og gekk á braut. Madeleine bar bollana fram í eldhúsið, hún v.ar ekki húsleg í sér og hafði Jitinn áhuga á að fást við slík störf. Á heimili hennar í Beirut höfðu verið ótal þjónustur til að gera þar hvert handtak. Hún hafði sfðan brugðist svo við að hún hafði viðbjóð á iburði og ríkisæmi og leit á alit slíkt sem ógeðslegt merki spillingar og úrkynjun- ar. í fyrstu hafði hún klætt sig í drusluleg föt og lagt metnað sinn í að vera ótilhöfð og þvoði sér sjaldan. meira að segja áður en hún rauf öll tengls við fjölskyldu sína tvftug að aldri, hafði hún yndi af því að ergja móður sína, sem að þessu leyti var dæmigerður Þjóðverji og vildi hafa röð og reglu á hlutun- um. En nú þegar hún hafði orðið ástfangin af Peters breytti hún um, klæddi sig snyrtilega og reyndi eftir föng- um að vera þokkafull. Hún vildi gera Peters til geðs og hún vildi það af allri þeirri ástrfðu sem henni var gefin. En umfram allt vildi hún að hann segðist elska hana. Hún var of raunsæ til að halda að hann meinti það. Hún skildi óhreinu bollana eftir í vaskinum í cldhúsinu og fylgd- ist með honum inn í svefnher- bergið. Hann hafði klætt sig úr að ofan og girnd hennar var samstundis vakin þegar hún horfði á fturvaxinn lfkama hans. Hún kom til hans og þrýsti sér að honum strauk hann hátt og lágt og fór að mundra ástarorð á frönsku vegna þess að henni fannst enska jafn órómantfskt mál og þýzka. Hann tók utan um hana. Hún Relt áfram að játa honum ást sfna löngu eftir að ástarleik þeirra var lokið og Peters svar- aði henni ckki. Hún var ástrfðu- full kona og hann dáðist að henni fyrir ýmsa eiginleika hennar. En hann elskaði hana ekki og hann hefði kosið að hún blandaði ckki tilfinningum inn í þetta samband þeirra. Það var ekkert pláss fyrir slíkt rugl, þau höfðu nóg að gera að berjast fyrir sameiginlegum málstað. Hann hafði forðast að blanda ástarlffi inn f starfið og hafði yfirleitt ekki tekið upp sambúð við kvenfólk sem hann vann með. Honum var langtum mikilvægara að hafa gott sam- starf á því sviði við konu en sænga hjá henni. Hann færði sig frá henni og samstundis hafði hann gieymt að hún var þarna nærri honum. Hann var með allan hugann bundinn við það sem fyrir lá. Þetta hafði verið undirbúið á ráðstefnu í Miinchen í mafmán- uði. Það var auðvelt fyrir félag- ana í miðnefndinni að hittast í Þýzkalandi og var áhættu- minna en að biðja evrópska félaga að koma til Damaskus, þar sem vitað var að fsraelska leyniþjónustan var með útsend- ara á hverju strái. Það var mikill fjöldi Araha f Þýzka- landi og þar var fátt auðveld-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.