Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ1979 Bílaleiga Á.G. Tangarhöföa 8—12 Ártúnshöföa. Sími 85544. Höfum Subaru, Mözdu og Lada Sport. GHANA — 17 ára karlmaður, sem hefur áhuga á að skiptast á gjöfum, póstkortum o.fl. Francis Ekow Annobil House no. B 99/3 Chapel Square Cape Coast Ghana, West-Africa. GHANA — 17 ára karlmaður, sem hefur áhuga á sundi, póst- kortum, frímerkjum og að skipt- ast á gjöfum. Robert James King Ray Baffoe House no. A 15/4 Buckman Avenue Cape Coast Ghana, West-Africa SRI LANKA — 16 ára stúlka, sem hefur áhuga á að safna frímerkjum og að skrifast á. Kalyani Mangolika Damayanthi 5/32 Milidu mawata Ariyawa Rambukkana Sri Lanka Útvarp kl. 22.50: „Áfangar” Eins og flestir hlustendur Áfanga hafa tekð eftir hefur síðustu þáttum eingöngu verið varið til kynningar á lítt þekkt- um hljómsveitum sem sumar hafa fengið svokallaðan „ný- bylgju“-stimpil á sig. Þykir nú stjórnendum nóg að gert í þessu efni og verður þessum þætti, eins og þeim síðasta, varið til kynningar á nýútkomnum plöt- um ýmissa listamanna. Þær plötur sem kynntar verða eru sumar svo nýjar að þær hafa komið í verslanir nær samdæg- urs og þátturinn er sendur út. Þeir listamenn sem kynntir verða eiga það m.a. sameiginlegt margir hverjir, að þeir hafa verið virtir í tónlistarheiminum undanfarin ár eða áratug. í síðasta þætti voru kynntir tónlistarmenn frá Bretlandi og má þar nefna m.a. Robert Fripp gítarleikara hljómsveitarinnar King Crimson og Georg Chap- man fyrrum söngvara Family. í þessum þætti verða einungis kynntar bandarískar hljómsveit- ir og tónlistarmenn, sem unnið hafa sér einhvern sess í tónlist- arheiminum. Meðal þeirra sem fram koma má nefna Danny 0’ Keefe, Joni Mitchell o.fl. Leikin verða lög af nýjustu plötu henn- ar, Mingus, en þessi plata er af mörgum talin merkur áfangi í tónlistarsköpun hennar. Tónlist- Guðni Rúnar Agnarsson og Ásmundur Jónsson, stjórnendur Áfanga. Ljósm. EmiKa. in á plötunni er eftir Charlie heitinn Mingus, og er þetta eitt af hans síðustu verkum, en hann lézt sem kunnugt er í upphafi þessa árs. Að sögn stjórnenda þáttarins er ekki alveg fullákveðið hverjir koma fram í þættinum, en það ræðst mjög af því hvaða plötur koma í verzlan- ir að morgni þess dags sem þátturinn er sendur út. Má hafa þetta til marks um það hversu nýjar plötur þarna eru á ferð- inni, og eru því líkur á að hlustendur bíði þess óþreyjufull- ir að heyra svo glænýja tónlist, frá mörgum þekktustu tónlistar- mönnum Bandaríkjanna. Útvarp kl. 20.10: „Innbrotsþi ófurinn” í kvöld verður flutt leikritið „Innbrotsþjófurinn" eftir Christian Bock. Þýðinguna gerði Þorsteinn Ö. Stephensen og leik- stjóri er Benedikt Árnason. Þrjú hlutverk eru í leikriti þessu og eru þau í höndum þeirra Bessa Bjarnasonar, Gísla Halldórsson- ar og Helgu Þ. Stephensen. Leikritið tekur rúman hálftíma í flutningi og er því með styztu leikritum sem útvarpið flytur. Þetta er gamansamt leikrit og hefst á því að hjónin Eduard og Marianne vakna við það um miðja nótt að einhver er kominn inn í íbúðina. Þegar að er gáð reynist hinn innkomni vera mannveslingur og fær hann heldur háðulega útreið. Verst þykir honum þó þegar Eduard fer að þylja yfir honum ljóð eftir sjálfan sig, enda líklegt að svo yrði um fleiri, því maðurinn er afar vont skáld. En fáir eru svo aumir að þeir eigi sér ekki viðreisnar von og það sem snýr niður í dag getur snúið upp á morgun. Christian Bock var einn vin- sælasti höfundur útvarpsleikja í Þýzkalandi eftir síðari heims- styrjöldina. Hann fæddist árið 1906 en lézt 1976. Síðustu æviár sín bjó hann í Hamborg og vann eingöngu að ritstörfum. I hópi þekktra leikrita hans má nefna „Fjögur ár og einn dagur“ (1951), „Pabbi kaupir bíl“ (1956) og „Sérkennilegur sími“ (1961). Útvarpið hefur áður flutt tvö leikrita Bocks, „Blákaldan sann- leik“ og „Jóhann síðasta". Útvarp Reykjavík FIM41TUDKGUR 5. júlí MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Heiðdís Norðfjörð heldur áfram að lesa „Halla og Kalla. Palla og Möggu Lenu“ eftir Magneu frá Kleifum (12). 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Tónleikar. 11.00 Verzlun og viðskipti: Umsjón: Ingvi Hrafn Jóns- son. Heimsókn í stórmarkað. 11.15 Morguntónleikar: Narc- iso Yepes og Sinfóníuhljóm- sveit spænska útvarpsins leika Gítarkonsert eftir Ern- esto Halffter; Adón Alonso stjórnar./ Fflharmoníusveit- in í Varsjá leikur Sinfoníettu fyrir tvær strengjasveitir eftir Kazimerz Serocki; Wit- old Rowicki stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegistónleikar: Heinz Holliger og Ríkishljómsveit- in í Dresden leika Öbókon- sert í C-dúr op. 7. nr. 3 eftir Jean Marie Leclair og Óbó- konsert í d-moll eftir Ales- sandro Marcelli; Vittorio Negri stj. Franco Tantini og Tino Bacchetta leika Fiðiu- konserta nr. 10, 11 og 12 eftir Benedetto Marcello með Einleikarasveitinni í Mflanó; Angelo Ephrikian stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Lög úr ýmsum óperett- um. 17.20 „Rauðu skórnir", ævin- týri eftir H.C. Andersen Steingrímur Thorsteinsson þýddi. Knútur R. Magnússon les. 17.45 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Árni Böðvarsson flytur þátt- inn. 19.40 íslenzkir einsöngvarar og kórar syngja. 20.10 Leikrit: „Innbrotsþjófur- inn“ eftir Christian Bock. Þýðandi: Þorsteinn Ö. Steph- ensen. Leikstjóri:. Benedikt Árna- son. Persónur og leikendur: Eduard/ Bessi Bjarnason. Innbrotsþjófurinn/ Gísli Halldórsson. Marianne/ Helga Þ. Stephensen. 20.40 Islenzk tónlist a. Dúó fyrir óbó og klarí- nettu eftir Fjöini Stefánsson. Kristján Þ. Stephensen og Einar Jóhannesson leika. b. Strengjakvartett eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Saulesco-kvartettinn leikur. 21.00 Þankar um frelsi Umsjón: Ásgeir Beinteins- son. M.a. rætt við dr. Arnór Hannibalsson um hugtakið frelsi. Lesari: Róbert Arn- finnsson. 21.40 Frá Savonlinna-tónlist- arhátfðinni í Finnlandi á sl. ári. Elly Ameling syngur lög eftir Franz Schubert. Dalton Baldwin leikur á píanó. 22.00 Á ferð um landið Fyrsti þáttur: Snæfellsjök- ull. Umsjón: Tómas Einars- son. Rætt við Sigurð Stein- þórsson jarðfræðing og Tryggva Halldórsson múr- ara. Lesari: Valdemar Helga- son. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Áfangar Umsjónarmenn: Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.35 Fréttir. Dagskráriok. FÖSTUDKGUR 6. júií MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tón- leikar. 9.05 Morgunstund barnanna: Heiðdis Norðfjörð heldur áfram að lesa „Halla og Kalla, Palla og Möggu Lenu“ eftir Magneu frá Kleifum (13). 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Tónleikar. 11.00 Morguntúnleikar: Kyung-Wha Chung og Kon- unglega fflharmonfusveitin f Lundúnum leika Fiðlukon- sert nr. 1 í g-moll eftir Max Bruch; Rudolf Kempe stj./ Sinfóníuhljómsveitin í Prag leikur Sinfónfu nr. 3 í Es-dúr eftir Antonín Dvorak; Václav Smetácek stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Kapp- hlaupið“ eftir K&re Holt. Sigurður Gunnarsson les þýðingu sína (23). 15.00 Miðdegistónleikar: Francois Daneels, Clovis Lienard, EUie Apper, Jean Cunche og Belgfska rfkis- hljómsveitin leika Diverti- mento fyrir saxófónkvartett og hljómsveit eftir Jean Absil; Daniel Sternefeld stj. Benny Goodman og strengja- sveit Columbiu-sinfóníu- hljómsveitarinnar leika Klarfnettukonsert eftir Aaron Copland; höfundurinn stj. 15.40 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Popphorn: Dóra Jóns- dóttir kynnir. 17.20 Litli barnatíminn. Sigríð- ur Eyþórsdóttir sér um tím- ann. Hallveig Thorlacfus seg- ir frá dvöl sinni f Grúsíu og les tvær þarlendar þjóðsög- ur. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.40 Leikið á tvö pfanó. Gísli Magnússon og Halldór Haraldsson leika tónlist eftir ^ítraví nqlfí 20.00 Púkk. Sigrún Valbergs- dóttir og Karl Ágúst Úlfsson stjórna þætti fyrir unglinga. 20.4Ö Af hverju eru ekki járn- brautir á íslandi? Ýmsar vangaveltur um samgöngur. Umsjón: ólafur Geirsson. 21.10 Einsöngur: Aksel Schiötz syngur lög eftir Weyse. Her- mann D. Koppel leikur á pfanó. 21.40 Plokkað á bassa. Guðrún Guðlaugsdóttir ræðir við Árna Egilsson kontrabassa- leikara. 22.05 Kvöldsagan: „Grand Baylon hótelið“ eftir Arnold Bennett. Þorsteinn Hannes- son les þýðingu sína (7). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Eplamauk. Létt spjall Jónasar Jónassonar og lög á milli. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.