Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1979 Morgunblaðið leiðir fjóra prófessora út á hálan ís Hörður Bergmann: Standa prófessorarnir ekki í stykkinu? Eru þeir að tryggja sér þægilegt líf á kostnað skattgreiðenda? Meginefni Lesbókar Morgun- blaðsins 1. júlí fjallar um undir- búning nemenda undir háskóla- nám. Prófessorarnir Sigurður Lín- dal, Vilhjálmur G. Skúlason, Þórir Kr. Þórðarson og Þórir Einarsson svara þar spurningunni: Finnst þér nemendur við háskólann lakar undirbúnir nú en áður? Efnið vekur einkum athygli fyrir tvenrlt: annars vegar gremjublandna for- dóma, rembing og reiði tveggja þeirra fyrrnefndu og hógværa viðleitni hinna síðarnefndu til að vega og meta af sanngirni. Hins vegar það hvernig Mbl. tekst með vali á fyrirsögnum, uppsetningu, inngangi og niðurröðun að kaf- færa sanngirnina og upphefja fordómana. Völt vísindi — rótgrónir fordómar I svari sínu við áðurnefndum spurningum bendir Sigurður Lín- dal m.a. á að það sé hverjum manni vænlegt til þroska að reyna að tileinka sér vísindin og hafa þau að leiðarljósi, hver svo sem árangurinn verður". Hann viður- kennir örðugleikana á að hafa vísindin að leiðarljósi þegar spurningunni er svarað: „Eðlileg- ast væri til viðmiðunar, hversu stúdentum hefur vegnað í háskólanámi, en um það eru ekki til neinar aðgengiiegar skýrslur." Engu að síður kemst þessi vísindamaður umsvifalítið að þeirri niðurstöðu „— að stúdentar séu ekki sem skyldi búnir undir háskólanám og hafi hrakað undangengin ár.“ Niðurstaðan er fengin á grundvelli vísindalegra athugana af þessu tagi: „Ennfremur má skírskota til nokkuð einróma álits háskóla- kennara um að undirbúningi stúdenta hafi hrakað." Að þessari niðurstöðu fenginni setur prófessorinn fram tilgátur til að skýra hana. Þær eru þríþættar: 1) „— vöntun á skýru markmiði með menntaskólanámi og öðru undirbúningsnámi fyrir háskólann." 2) „— vaxandi áhrif skemmtanaiðnaðarins." 3) „— áhrif þeirrar verkalýðshreyf- ingar, sem virðist ekki hafa annað til mála að leggja en gera kröfur á hendur öðrum." Og prófessorinn hnykkir á: „Verður ekki betur séð en myndazt hafi samstaða áhrifa- mikils hóps kennara og neménda um að tryggja sér þægilegt líf á kostnað skattgreiðenda þessa lands." Eg mun ekki fara mörgum orðum um gildi þessara tilgátna er skýra skal hinar ósönnuðu fullyrðingar sem áður er vikið að. Hér er í rauninni vikist undan alvarlegri umræðu og tækifærið notað til að ryðja úr sér vanga- veltum um félagslega og pólitíska þróun sem virðist heltaka hug S.L. um þessar mundir. Frekari um- ræða um þau efni liggur utan ramma þessarar greinar. Hins vegar er vert að benda á að fullyrðingum S.L. um annmarka og stefnuleysi í undirbúningsnámi fyrir háskóla er á vissan hátt svarað í greinum Þóris Kr. Þórð- arsonar og Þóris Einarssonar. Sá fyrrnefndi segir í upphafi síns máls: „Mín reynsla er sú, að þegar ég kom að Háskólanum haustið 1954, kom það stúdentum í opna skjöldu, að ég beindi til þeirra spurningum um þeirra eigin af- stöðu, óháða fyrirlestrum mínum og kennslubókum. Nú taka stúdentar það hins vegar sem gefinn hlut, að við kennarar í guðfræðideild hvetjum stúdent- ana til frjálsrar akademiskrar athugunar í hverju máli tii þess, að þeir hafi persónulega skoðun á málefnum. Þetta er mikil breyting á 25 árum.“ Og síðar: „Mennta- skólarnir riðu á vaðið um sjálf- stæða menntun nemandans, og með ritgerðasmíð og umræðum efla þeir sjálfstæða skoðanamynd- un nemenda sinna. Ég tek eftir þessari breytingu hjá nemendum guðfræðideildar." Ekki er auðvelt að svara því hvers vegna sumir prófes-orar taka eftir slíkum breytingum og aðrir ekki. Menn hafa misjafnlega opinn hug, misnæman skilning. Sjá ekki það sem er í andstöðu við fyrirfram rígbundnar skoðanir þeirra. Eða telja bölið m.a. fólgið í sjálfstæðari skoðunum nemenda. Einnig er vert að vekja athygli á því að Þórir Einarsson svarar óbeinlínis fullyrðingum tvímenn- inganna um verri undirbúning. Hann lýsir vel hvernig hann hefur breyst og segir m.a. „Sumir menntaskólarnir hafa svipaða deildaskiptingu og háskólinn og eru í síðasta bekk komnir með svipað námsefni og finna má í háskólanum. Þar eru þeir nánast orðnir vasaútgáfa af háskóla." Hér er að sjálfsögðu verið að benda á þróun sem getur falið í sér betri undirbúning fyrir háskólanám þótt vissir annmark- ar fylgi eins og Þórir víkur að. Fullyrðingu S.L. um síminnkandi kröfur til náms- afkasta og námsárangurs" er fróð- legt að bera saman við skoðanir Þóris, t.d. þessi ummæli: „Fátt hvetur meira til dugnaðar en eigin ákvarðanir og ábyrgð á afleiðing- um þeirra. Að þessu leyti til er sérhæfing og valkerfi menntaskól- anna rökrétt og eðlileg afleiðing breyttra aðstæðna". Er S.L. ókunnugt um að hundruð nem- enda hafi notfært sér áfangakerf- ið til að „afkasta" meira í námi en bekkjakerfið býður upp á? Stytta námstímann og spara þannig skattgreiðendum fé! Og ekki fæ ég skilið að sú staðreynd að meðal- einkunn á stúdentsprófi hefur farið lækkandi geti verið sönnun þess að kröfur um námsárangur hafi minnkað. Við sem ekki erum í vísindum höldum nefnilega að það sanni fremur hið gagnstæða. Gagnsemi fáfræðinnar Viss fáfræði er mikill styrkur hverjum þeim sem vill haida fast í skoðun sem byggist á þröngsýni og ósanngirni. Vilhjálmur G. Skúla- son er í litlum vafa um hverjir bölvaldarnir eru: mengjakennsla, tilraunakennsla, hópvinna og „sér- hæfing í atvinnuaugnamiði" í grunnskóla. „Mér er minnisstæð mengjakennsla, sem átti að vera stökkbreyting í framfaraátt, en varð að flestra dómi til hins verra og reyndar hafa ekki mér vitan- lega verið gerðar heiðarlegar tilraunir til þess að bæta það tjón, sem illa undirbúin mengjakennsla varð bæði fyrir kennara og nemendur." Hversu margir skyldu þeir vera orðnir sem notað hafa þessa aðferð til að vekja tortryggni á tilraunastarfsemi í námi og kennslu? Vekja upp draug og blása í hann lífi hvert sinn sem óttinn við hann virðist eitthvað vera í rénum. Skyldi nokkur skóla- maður hafa fengið aðrar eins ákúrur fyrir frumkvæði og tilraunir til breyttra kennsluhátta í námsgrein og Jónas B. Jónsson, fyrrverandi fræðslustjóri í Reykjavík, fyrir hlut sinní að skapa áhuga á nýju námsefni í stærðfræði í umdæmi sínu fyrir 15 árum eða svo? Og enn skal draugurinn magnaður „— hafa ekki mér vitanlega verið gerðar tilraunir til að bæta það tjón —“. Nær 10 ára starf fjölda kennara við að semja, aðhæfa og prófa nýtt námsefni í stærðfræði á vegum skólarannsóknadeildar mennta- málaráðuneytisins skal þagað í hel en mengjadraugurinn skal lifa. Fer ekki að verða tímabært að leyfa honum að hverfa úr því að þær aðstæður sem skópu hann eru ekki lengur fyrir hendi? Erfitt er að gera sér grein fyrir hvaða „sérhæfing í atvinnuaugna- miði“ innan grunnskóla skaðar undirbúning undir háskólanám Höröur Bergmann svo mjög. Af texta prófessorsins verður ekki betur séð en það sé um að ræða þá starfskynningu sem sumir skólar bjóða nemendum í 9. bekk eina viku eða einn dag á vetri. Mikill skaðvaldur það. Af málfari og stafsetningu á rannsóknarskýrslum ályktar prófessorinn að „— hvoru tveggja hrakar ískyggilega með hverju árinu sem líður“. Flvernig endar þetta? í athugun sem gerð var 1925 meðal prófessora við Háskóla Islands kom í ljós að þó að margir annmarkar væru á undirbúningi stúdenta væru þó hin slöku tök þeirra á móðurmálinu sínu verst að þeirra dómi. Gera prófessorarnir nægilegar kröfur til sjálfra sín? Grunnskólar og framhaldsskól- ar þarfnast gagnrýni og til þeirra á að gera meiri kröfur en gerðar eru í dag. Starfstíminn þarf að lengjast og kennsla og ytri búnað- ur að batna. En gagnrýni getur því aðeins orðið að gagni að hún byggist á þekkingu, rökum og sanngirni. Gagnrýni af því tagi, sem hér hefur verið til umfjöllun- ar, er fremur til tjóns en gagns, enda mótuð af sterkri tilhneigingu til að upphefja sjálfa sig á kostnað annarra. Yfirlæti prófessoranna Sigurð- ar Líndals og Vilhjálms G. Skúla- sonar má e.t.v. skýra með því að athuga frá hvers konar sjónarhóli þeir skoða málin, hvers konar viðmiðun gildir um störf þeirra sem kennara. Háskólinr. býður nemendum sínum kennslu í u.þ.b. 25 vikur á ári, (verkfræðideild býður þó nemendum meiri kennslu en aðrar deildir hvernig sem á því stendur). Kennararnir ákveða í rauninni sjálfir kennslu- skyldu sína, þ.e. háskólaráð, og getur hún farið niður í 4—5 tíma á viku sé notað fyrirlestraform sem margir telja úrelt. Þeir hafa einn- ig þá aðstöðu að 40% af vinnu- tímanum skal verja til rannsókna — og sérfræðistarfa en enginn aðili framfylgir því að það sé gert. Háskólaráð eða stjórn þeirrar stofnunar, sem háskólakennari vinnur við, getur veitt leyfi til að minnka eða fella niður kennslu- skyldu, veitir leyfi frá störfum á fullum launum allt að ári sé yissum skilyrðum fullnægt og ákveður greiðslu ferðakostnaðar háskólakennara sem hljóta rann- sóknarleyfi. Enginn starfshópur í landinu hefur jafnmikið ákvörðunarvald um starfsskilyrði sín og háskólakennarar. Þessi forréttindi fela að sjálfsögðu í sér vissar hættur. T.d. er hætta á að fólk, sem býr við slík starfsskil- yrði, hætti að gera eðlilegar kröf- ur til sjálfs sín. Eða eru e.t.v. einhver frambærileg rök til fyrir því að bjóða stúdentum jafn litla kennslu og nú er gert? Hvernig ætlar háskólinn að bregðast við hárri fallprósentu? Kenna öðrum um að gera auknar kröfur til starfsliðsins? Þau skrif, sem hér hafa verið til umræðu, bera einmitt vott um hvaða hættur fylgja starfsskilyrð- um háskólakennara. Nú þegar eru til prófessorar sem reka upp ramakvein þegar þeim er ætlað að kenna nemendum sem tilheyra þeim fjórðungi árgangs sem best gengur í bóklegu námi í stað þess að mega láta strangt úrval þeirra allrabestu stunda einhvers konar sjálfsnám undir verndarvæng sín- um. „Áður réð stúdent því að mestu hvernig hann hagaði námi sínu — það var aðallega sjálfs- nám“, segir Sigurður Líndal með saknaðartón. Það er orðið tíma- bært að þessir menn læri að gera meiri kröfur til sjálfra sín og hætti tilraunum til að varpa sök- inni af eigin mistökum og værðar- móki yfir á aðra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.