Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ1979
Bergþór Sigurðs-
son -Minningarorð
Fæddur 20. júlí 1929.
Dáinn 26. júní 1979.
Bergþór Sigurðsson andaðist í
Landakotsspítala 26. júní s.l. eftir
langt og erfitt helstríð. Andlát
hans kom engum á óvart, því að
undanfarin ár var hann þrotinn
heilsu og kröftum, þó að hann
væri maður á bezta aldri. En nú,
þegar dauðinn hefur lagt yfir
hann sína líknandi hönd, gapir
tómleikinn við okkur aðstandend-
um hans, því að rúmið, sem hann
átti í hugum okkar og hjörtum,
var svo óendanlega stórt, og ekk-
ert getur fyllt það að nýju.
Bergþór var fæddur í Reykjavík
20. júlí árið 1929, og myndi því
hafa orðið fimmtugur í næsta
mánuði, hefðu honum enzt lífdag-
ar. Hann var einn af fjórum
sonum hjónanna Ingibjargar Eyj-
ólfsdóttur og Sigurðar Jónssonar
kaupmanns. Sú fjölskylda er nú
öll horfin yfir móðuna miklu, og af
afkomendum Ingibjargar og
Sigurðar lifa aðeins tvö barna-
börn. Bergþór var aðeins 15 ára
gamall, er hann missti móður sína
eftir þungbær veikindi, en mjög
skömmu áður hafði Halldór bróðir
hans farizt, er þýzkur kafbátur
sökkti Goðafossi í Faxaflóa. Þessi
áföll mörkuðu djúp spor í perónu-
gerð Bergþórs og hafa eflaust átt
þátt í að efla næmi hans og
virðingu fyrir lífinu og mannleg-
um verðmætum í hinum
fjölbreytilegustu myndum, en þau
færðu honum einnig æðruleysi og
trúarstyrk, sem aldrei varð frá
honum tekið. Þessir eiginleikar
hans samfara góðri greind og
hárfínu skopskyni gerðu það að
verkum, að þar fór óvenjulegur
maður, bæði til orðs og æðis. Fas
hans var prúðmannlet og honum
hraut aldrei blótsyrði af vörum,
né heldur hnýfilyrði í garð nokk-
urs manns. Viðræður við hann
voru ómetanlegar sælustundir.
Hann hreif mann með sér yfir
stað og stund með geislandi
+
GUDBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR,
MjóuhlíA 8,
andaðist 23. júní. Jarðarförin hefur fariö fram.
Þökkum sýnda samúð.
Vandamenn.
+
Eiginkona mín
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
fró Mel,
andaöist í sjúkrahúsi Sauöárkróks 3. júlí.
Jón E. Jónasson.
+
Eiginkona mín
UNNUR VALDIMARSDÓTTIR
Varmadal Kjalarnesi,
veröur jarösungin föstudaginn 6. júlí kl. 10.30 frá Fossvogskirkju.
Jarðsett veröur aö Lágafelli.
Fyrir hönd aöstandenda.
Jón Jónsson Varmadal.
Faöir okkar + SIGFÚS JÓNSSON,
Reynihvammi 12,
Kópavogi,
verður jarösunginn frá Fossvogskirkju þann 6. juli kl. 13.30.
Ingileif Sigfúsdóttir Ríkharður Sigfússon
Aðalsteinn Sigfússon Jón Karl Sigfússon
+
Hjartans þakkir til allra sem auösýndu okkur samúö og vinarhug
við andlát og jaröaför sonar okkar og bróöur,
JÓNS BJARNASONAR,
Heiöargeröi 1, Húsavík,
sem lést af slysförum 17. júní.
Elín Siguröardóttir, Bjarni Jónsson,
Gerður Bjarnadóttir.
SVAR MITT
W r1#1 mwmM m m
EFTIR BILLY GRAHAM
Samkvæmt rannsóknum nútfmans er Biblían ekki annað
en frásögn af Gyðingum og frumkristninni. Ég skil ekkert
í, hvernig þér getið trcyst Biblíunni svo fullkomlega sem
þér gerið.
Traust mitt á Biblíunni hvílir á tvennum rökum.
Hin fyrri eru þau, að ég virði innri vitnisburð
Biblíunnar. Þessi bók gerir kröfu til að vera orð Guðs.
Jesús sagði: „Orðin, sem ég hefi talað við yður, eru
andi og eru líf“ (Jóh. 6, 63). Ennfremur: „Himinn og
jörð munu líða undir lok, en mín orð munu alls ekki
undir lok líða“ (Lúk. 21, 33).
Biblían ber fram þá einstæðu fullyrðingu, að aðrar
bækur í heiminum jafnist ekki á við hana.
I annan stað hef ég komizt að raun um, að Biblían
stenzt í ljósi þessarar kröfu. Hún sannast, bæði í lífi
mínu og í lífi ótal margra annarra. Ég hef séð það
rætast, sem Biblían segir:
Það er þessi sönnun lífsins, sem veitir mér þá fullu
vissu, að Biblían sé ekki aðeins greinargerð um
Gyðinga og um upphaf kristinnar trúar. Þessi bók er
hið sígilda, lifandi og kröftuga orð Guðs, sem á við
alla tíma. Þar finnum við vopn og búnað til kristilegs
lífs.
Sannleikur hennar varir enn, þó að efasemdamenn
hafi afneitað honum. Ráð hennar við syndinni er enn í
fullu gildi.
maríngæzku sinni, gáfum og víð-
sýni. Nálægð hans ein fyllti mann
vellíðan og öryggiskennd. Hann
var eins og klettur, sem aldrei
bifaðist, en einnig svo ljúfur og
hlýr, að hann vermdi allt í kring-
um sig.
Maðurinn er ekki það sem hann
á, og ekki það sem hann gerir,
heldur það sem hann er. Þetta
spakmæli á vel við um Bergþór
Sigurðsson. Hann lét hvorki eftir
sig auð né afrekaskrár og aldrei
sóttist hann eftir mannvirðingum.
Störf sín vann hann í kyrrþey, —
lengst af hjá Flugmálastjórn og
um nokkurt árabil í Vélsmiðju
Hafnarfjarðar, en síðustu árin var
hann óvinnufær vegna heilsuleys-
is. Alltaf var hann þó samur og
jafn og hélt sinni reisn hvað sem á
dundi. Sjálfum fannst honum
hann vera sólarmegin í tilverunni,
ekki sízt af því að konan hans,
Kristbjörg Þorvarðardóttir,
frænka mín, reyndist honum
dyggur lífsförunautur og hún
lagði rækt við sömu verðmæti og
hann. Heimili þeirra var yndisleg-
ur staður, þar sem aldrei skorti
neitt, þegar gest bar að garði. Þau
Kristbjörg og Bergþór eignuðust
engin börn, en áttu lítinn hóp
tryggra vina, sem supu af þeirra
nægtarbrunnum. í þeim hópi var
ég og fjölskylda mín, en um langt
árabil var daglegur samgangur á
milli okkar og þeirra. Öll fórum
við saman í ferðalög og áttum
saman hátíðastundir og hvers-
dagslegri stundir, en reyndar var
hversdagsleikinn yfirleitt víðs
fjarri, þegar Bergþór var annars
vegar.
Það er okkur nokkur huggun á
sorgarstundu, að Bergþór hvarf
héðan sáttur við lífið. Hann átti
hér enga ógoldna reikninga, en
örugga vissu fyrir framhaldslífi
,með algóðum guði. Hann verður
jarðsettur á morgun í heimagraf-
reit í Hítardal, en þar dvaldist
hann sín bernskusumur. Hinzta
ósk hans var sú, að fá að hvíla þar
hjá hjónunum Sigríði Teitsdóttur
og Finnboga Helgasyni, sem höfðu
veitt honum mikið ástríki í upp-
vextinum. Sú ósk sýnir glöggt
tryggð og trúfesti hins góða
drengs.
Blessuð sé minning hans
Heiðveig Guðmundsdóttir.
„Þegar ég hungraður bið um
brauð, býður mér heimurinn
steina...“ (Grétar Ó. Fells).
Hversu oft skyldi þessi ljóðlína
ekki hafa hrotið honum af munni.
Flest vitum við hvernig andvakan
er og við vitum líka hverja líkn
svefninn veitir okkur. En svefninn
langa þekkjum við ekki, ekki fyrr
en á reynir og þá er enginn til
frásagnar. Dauðinn kemur í heim-
sókn, við óttumst hann, við látum
okkur bregða, við stöndum orð-
vana, máttvana, og vanmáttur
okkar er aldrei ljósari en þegar
þessi gestur heimsækir okkur.
Þegar ég lít aftur í tímann, allt
til æskuára minna, er Bergþór
meira eða minna tengdur hverri
minningu. Hann er í hugskoti
mínu sem ungrar telpu, mynd
ungs manns, sem prúðmennskan
einkenndi og það var annað og
meira, góðsemdin og hlýjan bók-
staflega streymdi frá honum. Ekki
var hann margmáll né skrumari.
Hann hlustaði á það sem aðrir
höfðu að segja og aldrei lét hann
álit sitt í ljós nema að yfirveguðu
ráði. Athygli hans var sí vakandi,
hann var alltaf nemandi í lífsins
skóla. Það má segja, að hann hafi
verið fagurkeri og sælkeri, því
hann elskaði allt sem fagurt var,
bókmenntaunnandi var hann mik-
ill og myndirnar-málverkin, hann
bókstaflega elskaði þetta allt, að
ógleymdri tónlistinni.
Fyrir meira en þrjátíu árum
kynntist hann og giftist móður-
systur minni Kristbjörgu Þor-
varðardóttur. Heimili þeirra var
sannkallað Gósenland, og þar var
húsbóndinn sitjandi í stólnum
sínum, með pípuna. Og þvílíkt
heimili, fegurðin, smekkurinn,
ylurinn og hlýjan. Vandamálin,
harmurinn, raunir okkar. Hann
skildi allt sem tilheyrði mannssál-
inni og hann kunni huggunarorð
eða ráð við flestu.
Óneitanlega ganga ekki allir
sólarmegin í lífinu og Bergþór fór
ekki varhluta af því fremur en ég
og margir aðrir. Hann varð að
heyja sína baráttu við eigin erfið-
leika og sjúkdóm. Hann barðist
sem hetja árum saman, við þá hel,
sem loks lagði hann að velli. Það
er þó huggun harmi gegn, að hann
fór kvalalaust og án þess að gruna
að hverju dró.
Bergþór Sigurðsson var frá góðu
og traustu heimili, hann var sonur
hjónanna Sigurðar Jóhannssonar,
sem var eigandi að og alltaf
kenndur við Verslunina Geysi og
Ingibjargar Eyjólfsdóttur. Þau
hjónin eignuðust fjóra syni. Gunn-
ar sem var þeirra elstur lést fyrir
nokkrum árum, Halldór, sem var
á heimleið frá námi í Bandaríkj-
unum með Goðafossi, þegar hann
fórst og Jóhann, sem var yngstur
og dó kornungur af slysförum.
Við hjónin og drengirnir okkar,
dætur og tengdasynir þökkum vini
okkar og frænda, Bergþóri
Sigurðssyni, samfylgdina, sem var
alltof stutt.
Frænku minni, Kristbjörgu
Þorvarðardóttur, vottum við ein-
læga samúð okkar.
Skrifað í Mosfellssveit,
3. júlí 1979.
Selma Guðmundsdóttir.
+ Faöir okkar
GUDMUNDUR HALLMUNDSSON,
bifreióarstjóri,
er lést af slysförum þann 26. júní veröur Bústaöaklrkju föstudaglnn 6. júlí kl. 3 e.h. jarösunginn í
Börnin.
+
Þökkum Innilega auösýnda samúö viö fráfall og jaröarför
JAKOBS EINARSSONAR,
bólstrara,
Hátúni 8.
Sérstakar þakkir til starfsfóiks Borgarspítalans og Röntgendeildar
Landspítalans.
Þórunn Elísabet Sveínsdóttír
Ingvi Br. Jakobsson Ragnheiöur Jónsdóttír
Hólmfríöur Jakobsdóttir Þorsteinn S. Jónsson
Sveinn Jakobsson
Þórdfs Baldvinsdóttir
börn og barnabörn
Gróta Jónsdóttir
Einar Kjartansson
+
Innilegar þakkir fyrir samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför
móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
JÓHÖNNU FRIÐRIKSDÓTTUR,
Fellsmúla 18.
Sérstakar þakkir til Magnúsar Ólafssonar læknis, svo og til lækna
og hjúkrunarfólks á bæklunardeild Landspítalans.
Friörik Daníelsson
Kristín Daníelsdóttir
Ágústa Daníelsdóttir
Daníel Daníelsson
Jóhanna Daníelsdóttir
Oddur Daníelsson
Anna Daníelsdóttir
Guöbjörg Daníelsdóttir
Barnabörn og barnabarnabörn
Elísabet Finsen
Ronald H. Reid
Lawrence Rooney
Helga Geirsdóttir
Árni B. Jónsson
Béra Sigurjónsdóttir
Siguróur Magnússon
Ólafur Magnússon