Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ1979 11 nm Fréttir af landsbyggðinni Fréttir af landsbyggðinni F réttir af landsbyggðinni Fréttir af landsbyggðinn i „Eríitt er að vera bóndi í dag“ Borg, Miklaholtshreppi, 2. júlí. OKKUR heíur hrjáð kalt vor. Þessi kuldi var þangað til í lok maímánaðar en þá tók við vot- viðrasamur júnímánuður. En að- faranótt hins 24. júní snjóaði hér í hlíðum og muna elstu menn ekki slíkt á þessum árstíma. Fé hefur nú verið í húsum í 7 mánuði og fylgja því kvillar í sauðfé, sem koma fram þegar þvf er sleppt. Grasspretta er einum mánuði á eftir miðað við venjulegt árferði. Bændur hafa orðið að grípa til vorbeitar á heimatúnum, en það fer illa með túnin. Eftir eina til tvær vikur fer að verða hægt að byrja slátt sums staðar en almennur sláttur hefst líklega ekki fyrr en seint í júlí. Síðastliðin ár hefur oft verið hægt að byrja slátt viku af júlí, en nú er tíðin önnur. Það er erfitt að vera bóndi í dag þegar bændur hrjá bæði erfitt veðurfar og erfitt stjórnarfar. A Jónsmessu var hér haldin Bændasamkoma með afbrags- góðum skemmtiatriðum sem fólk héðan úr sveitinni flutti. Meðal annars tróðu hér upp brottfluttir Snæfellingar með söng og margt fleira var gerðu menn sér til gamans á þessari samkomu. - Fréttaritari. Forðast að minnast á slátt Lónseyri, ísafjarðardjúpi. 2. júlí. GRÓÐURINN er rétt kominn af stað og nú erum við að láta út kýrnar. Við höfum lokið við að bera áburð á tún þannig að gróður er að taka við sér á heimatúnum. Hér er forðast að minnast á slátt, — svo fjarlægt er það okkur að geta hafið hann. Það má búast við því að hægt verði að byrja slátt að einhverju gagni um mánaðamótin júlí—ágúst eða um miðjan ágúst. Sauðburður gekk ágætlega og ekki var mikið um vanhöld. Afréttir á fjöllum eru alveg ógrón- ir. Það má segja að jörð grænki hér mánuði síðar en í lélegu meðalári. Ennþá er nú klaki í jörð. Vegir eru þokkalegir og raunar með betra móti í samanburði við fyrri ár. - Jens. Aldrei almennileg hlýindi í sumar Skálholti. Biskupstungum, 2. júlí. HÉR hefur verið kalt og gras- spretta er tveimur til þremur vikum á eftir. Ennfremur seink- aði áburði til okkar vegna verk- falls farmanna. Harðindunum hefur fylgt aukinn kostnaður við fóðurbætiskaup, þar sem kúm var ekki hleypt út fyrr en fyrir hálfum mánuði. Sauðfé hefur verið beitt á heimatún en því miður fer það illa með túnin. Ef tíð verður sæmileg og það tekur að hlýna má búast við því að sláttur geti hafist um 20. júlí. En það sem af er sumrinu hafa aldrei orðið almennileg hlýindi. Bændur eru byrjaðir að rýja og í næstu viku verður byrjað hleypa fé á afrétti, en ástand afrétta er víða mjög lélegt. Hér er mikil gróska í reiö- mennsku og þessa dagana er í gangi námsskeið fyrir hestamenn úr sveitinni á vegum hestamanna- félagsins Loga. Þátttakendur á námsskeiðinu sem fer fram á nýjum velli á Torfastöðum eru 40 talsins. Leiðbeinandi á þessu námsskeiði er Guðmundur Gísla- son á Torfastöðum. - Fréttaritari. Fáir ferðamenn ennþá Lagarfelli. Norður-Múlasýslu. 2. júlí. HÉR er allt mánuði seinna á ferð en vanalega. En ef hlýnar í veðri þá horfir allt til betri vegar. Ef við fáum hlýindi í eina til tvær vikur þá má búast við góðri sprettu. Veðurfar hér hefur verið frábrugðið því sem við höfum áður átt að venjast. Vanalega hefur hér gert þurrka á þessum árstíma sem hafa staðið gróðri fyrir þrifum. En nú horfir svo við að oft gerir skúrir, sem þýðir að spretta gæti orðið góð ef hlýnar. Laxveiði á Héraði er ekki hafin en hún hefst hér yfirleitt síðar en í Aðaldal og Vopnafirði. í júlí eða águst fara að koma laxar í laxa- stigann í Lagarfljóti. Minna er um ferðamenn en vanaleg, enda eru vegir ekki búnir að jafna sig og ennþá er klaki í jörðu. Nú um síðustu helgi hélt ÚIA héraðsmót að Eiðum og var það fjölsótt. - Fréttaritari. Brá til betri tíðar í júní Scljavöllum. A-Skaftafellssýslu. 2. júlí. HÉÐAN er sömu söguna að segja um maí og víðar af landinu. Maí var ákaflega kaidur í júníbyrjun var 70 cm klaki í jörðu. Þetta segir sína sögu um ástandið. Síðan brá til betri tíðar í júní og gerði þurrviðri og góðviðri, sem gerði það mögulegt fyrir bændur að vinna að jarðrækt. Sáð var í kartöflugarða hálfum mánuði síðar en vanalega og enginn veit hvað árangri sáning í frosna jörð skilar. Áburðardreif- ing tókst vel en dróst lengur en æskilegt var vegna farmannaverk- fallsins. Annars höfðu menn næg hey til að gefa. Sauðburður gekk ágætlega hér vegna þess að fé var vel fram gengið. Gróður kom seint og það var ekki fyrr en 20. júní að gróður var kominn í úthaga. í síðari hluta júní kom rekja og þeir bændur sem höfðu nægan áburð um mánaðamótin maí—júní hafa nú tún sem hægt er að fara að slá. Almennt má þó telja að menn geti hafið slátt á tímabilinu 15. til 25. júlí. - Egill. Hjálpar- beiðni frá Kvenfélagi starfs- manna SÞ í Hondúras Frá Kvenfélagi starfsmanna Sameinuðu þjóðanna í Hondúras, Kvenfélag þetta hefur tekið að sér að reyna að sjá fyrir 99 drengjum og ungum piltum á aldrinum 6—18 ára, sem flýðu frá nágrannaríkinu Nicaragua þar sem nú ríkir styrjaldarástand. Þeir eru allir munaðarlausir og hafa verið á hæli fyrir munaðar- lausa pilta, scm kaþólskur prestur, Rafael Maria Fabreto, hefur rekið í Nicaragua um þrjátíu ára skeið. Hann flýði með þá yfir fjöllin til Hondúras vegna bardaganna og standa drengirnir nú allir uppi slyppir og snauðir. I Hondúras eru nú tugþúsundir flóttamanna frá Nicaragua og eiga margir í miklum erfiðleikum. Atvinnu fá þeir þar enga og matvæli eru af skornum skammti. Rauði krossinn í Hondúras hefur haldið uppi búðum fyrir flóttafólk frá Nicaragua alveg frá því átökin hófust þar í landi í fyrra. Hefur sú starfsemi verið vel skipuleg til þessa, en hefur að undanförnu mjög farið úr böndum vegna hinn- ar geysiörD fjölgunar flóttamanna síðustu vikurnar. Kvenfélag starfsmanna Sameinuðu þjóðanna er eins og nafnið bendir til félag kvenna sem starfa á vegum S.Þ. í Hondúras og eiginkvenna karla er á vegum samtakanna starfa. Hafa þær allar leitað aðstoðar í heimalönd- um sínum og kemur hjálparbeiðn- in til íslendinga frá Áðalheiði Guðmundsdóttur, eiginkonu Sveins S. Einarssonar, verkfræðings, sem starfar sem ráðgjafi Sameinuðu þjóðanna í jarðhitamálum fyrir öll ríki Mið-Ameríku með aðsetri í Hondúras. Brýnust er þörf félagsins fyrir fjárhagsaðstoð en einnig kæmi til greina, ef áhugi væri fyrir hendi af einhverra hálfu, að drengirnir færu í fóstur utan Hondúras, ef áfram heldur bardögum í Nicaragua. Hjálparstofnun kirkjunnar mun veita- viðtöku framlögum til styrktar flóttadrengjunum frá Nicaragua, á gíróreikning nr. 20005. LAUGAVEGI47, BANKASTRÆTI 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.