Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1979 Hinrik A. Þórðarson: Skemmdar- verk eða hvað? Nóttin var liðin hjá, og brátt mundi sólin fara að gægjast upp fyrir brúnir austurfjallana. Hálfur máni glotti í útsuðri, og dofnaði stöðugt fyrir vaxandi dagsbirtu. Hann sýndist stafna- hvass, sem boðaði þurrviðri og kulda. Þennan morgun, sem var fimmtudaginn þann 15. september, 1881, höfðu safnast saman nokkur hundruð karlmenn á nöturlegum sandfáka, flestir höfðu komið kvöldið áður og verið í tjöldum yfir nóttina. Aðrir sem skemmra áttu til, komu að morgni. Hundruð hesta stóðu í höftum í heiðinni skammt austar, þangað hafði sandfokið ekki náð. En kringum safnaðinn var örfoka land, þakið hraungrýti sem eyðingaröfiin höfðu ekki getað tekið með sér í herferðinni gegn gróðri og léttari jarðefnum. En til hvers skyldi þessi mann- fjöldi ætlaður? A sturlunga-öld hefði ekki þurft að fara í graf- götur með erindið, það mundi vera mannráð, rán og gripdeildir. Sú öld var löngu liðin, og vopnin ekki til lengur. Þó veru menn þessir' vopnaðir. Þeir báru járnkarla, sleggjur og grjótklöppur, rekur og torfljái, og fleira það er koma mátti að notum verkhögum manni. Með þessi vopn í höndum var hópnum ætlað að byggja stærstu fjárréttir landsins, Skeiðaréttir, sem síðar urðu frægar líkt og Jörfagleðin forðum. Og svo æfintýralega var áætlað, að verkinu átti að ljúka á einum degi. Osjálfrátt kom í hugann sög- urnar af skessunum sem lögðu fyrir gesti sína óleysanleg verk- efni sem átti að vera lokið að kvöldi. Á svæðinu öllu, milli Þjórsár og Ölfursár-Hvítár, voru átta af- réttarfélög. Tvö þeirra, hrepparn- ir, sem næstir eru upprekstrar- landinu, höfðu hvort sínar réttir. En hin afréttarfélögin sex, Skeið og Flói þurftu að hafa Skaftholts- réttir sem aðalrétt. Draga þar í sundur og reka fé sitt heim. Tekur það allt að tveim dögum með fjárrekstur, neðst í Flóa. Að vísu voru Dælaréttir bæjar- leið sunnan Skeiða, en þær voru ekki stórar og munu mest hafa verið nýttar sem skilarétt, þær eru taldar einhverjar elstu réttir landsins eða síðan á 12. öld, og eru nú friðlýstar. Því var það að bændur á Skeiðum og Flóa komu sér saman um að byggja réttir sem skemmra væri að sækja til, og svo stórar að rúmuðu allt þeirra afréttarfé. Á Reykjum á Skeiðum hafði sandfok og uppblástur herjað svo að til auðnar horfði, þar fékkst hinn ákjósanlegasti staður fyrir réttirnar. Lágréttur sandur, alltaf þurr hvernig sem viðrar, er það mikill kostur á fjárréttum. Efni var nærtækt því allt var ein grjóturð ofan á sandinum. Til verksins átti hver bóndi að leggja tvo menn, Og eftir mann- tali og býlafjölda frá þessum tíma, mun safnaðurinn hafa verið um eða yfir sex hundruð manns. Nær verður naumast komist með töluna. Til yfirstjórnar á verkinu og gerð réttanna, var fenginn Magnús Einarsson, bóndi í Hnausi í Flóa, og verður eigi annað sagt en sú umsjá tókst með miklum ágætum. Magnús var fæddur á Urriða- fossi í Flóa, 18. október, 1822. Bjó fyrst í Vatnsholti og síðar í Hnausi, í sama hreppi. Fluttist til Kanada 1887, með konu og öll börn sín, nema eina dóttur. Bjó hann lengi í Þingvalla-nýlendu í Kanada, og lést þar hjá syni sínum, 23. mars, 1909, 87 ára gamall. Dóttir hans sem eftir varð hér heima, bjó í Króki í Holtum, og er nokkuð niðja hennar þar og í Skeiðahreppi. Magnúsi er svo 'lýst, að hann hafi verið atgervismaður hinn mesti. Yfir sex fet á hæð og afrenndur að afli. Silfur- og koparsmiður góður. Smíðaði ljósa- hjálma í ýmsar kirkjur. Var einn þeirra sendur á sýningu í Kaup- mannahöfn, og þótti listasmíð. Magnús smíðaði svipu og gaf Kristjáni IX er hann kom hér 1874, og þá af kóngi silfurbikar að launum. Þeir hlutir sem þekktir eru eftir Magnús, er ljósahjálmur í Villingaholtskirkju, með fanga- merki hans. Ljósahjálmur í krikj- unni á Minni-Borg í Grímsnesi. Var áður í Klausturhólakirkju og er með ártalinu 1866 og stöfunum M.E. Koparstjaki er í kirkjunni í Gaulverjabæ. Magnús var söngelskur sem hann átti kyn til. En fátækur eins og flestir á þeim tíma, og mann- virðingar hans þar eftir. Fleira kom þó til. Hann var í háttum og tilsvörum nokkuð frá því sem aðrir menn, og hlaut stundum aðhlátur fyrir óspakra manna. Enginn efaðist þó um verkhæfni hans þar sem hann bar hönd að. Eftir lýsingu nágranna Magnús- ar, sem þekktu hann vel, hefur hann verið að ýmsu leyti, ekki með öllu ólíkur Jóhannesi Kjarval, málara, í sumum tiltektum. Magnús var samferða vestur Éiríki Ingimundarsyni frá Ár- hrauni, efnuðum dugnaðarbónda. Lést Eiríkur strax og hann komst á leiðarenda. í þeim stað var hvergi í nánd prestur, kirkja eða vígður grafreitur. Sú fregn barst heim til Islands, að Magnús hefði jarðsungið Eirík við kofavegginn, og því bætt við að einhverntíma hefði Eiríki ekki þótt sú útför við hæfi. Til aðstoðar sér við verk- stjórnina hafði Magnús Jón Jóns- son, hreppstjóra í Skeiðholti. Hann var silfursmiður og kunni á mörgu góð skil. Sagt er að Magnús hafi gert uppdrátt af réttunum. En ekki veit ég sönnur á því. Hitt er víst, að hann mældi fyrir þeim, og ákvað gerð þeirra, sjálfsagt með ráði framámanna afréttarfélag- anna. Verkið upphófst að morgni og um kvöldið var hleðslunni lokið. En ekki stóðst áætlunin með öllu, því eftir var að ganga frá ýmsu, og mesta verkið að setja torf ofan á veggi, til að binda efsta grjótlagiö. Hvergi í nánd fannst efni til þeirra hluta og varð því að sækja það drjúga bæjarleið, út að Álfs- stöðum. Um hádegi var lokið við að tyrfa hringinn um almenning- inn, og verkinu lokið í það sinn. Eftir var að tyrfa ytri hringinn, um dilkana og veggina á milli þeirra. Hvort ætlunin hafi veri ð að gera það síðar, er ekki vitað. En það var aldrei gert. Og eru þess mörg dæmi, að verk sem ekki er lokið við í upphafi, vill dragast úr hömlu. Skeiðaréttir eru hringlaga. Innri hringurinn kringum al- menninginn er 39 m. í þvermál. En ytri hringurinn umhverfis réttina er 97 m. í þvermál. Milli hring- anna eru dilkarnir 29 talsins. Mismunandi stórir eftir þörfum hvers dilkafélags. Einn dilkurinn, sá þrítugasti, er opinn utanfrá inn í almenning, og er þar rekið inn. Dyr inn í dilka voru með trégrind á hjörum og reft yfir. Þær voru ekki hærri en það að rétt mátti koma berbökuðum hesti í gegn. Hlaðnar tröppur voru beggja megin almenningsdyra, mátti ganga þar upp á vegginn og allan hringinn kringum almenninginn. Gerðu það sumir þeir sem sjá vildu yfir, og ekki sýsluðu við fjárdráttinn. Dyr voru út úr hverjum dilki, og hlaðin í þær einföld grjóthleðsla. Veggir milli dilka eru nokkru þynnri en í hringnum. Hlaðnir eftir hinu forna lögmáli með fláa, fet á fimm álnum. Samanlögð lengd allra veggja réttanna mun vera sem næst 1300 m. Þegar jarðskjálftarnir gengu yfir Suðurland síðsumars, árið 1896 og allt hrundi sem hrunið gat, komu Skeiðaréttir lítt skemmdar úr því jarðbrimi. Svo var það um og fyrir 1920, að sandur fauk í dilkana sem snéru móti norðri. Varð að hreinsa þá fyrir rekadag. Kom þá upp að færa réttirnar suður á Skálmholt, þó var horfið frá því óráði, og ekki nefnt síðan. Nokkuð hafa réttirn- ar látið á sjá hin síðari ár, enda haldið bæði lítið og illa við. Enn bera þær þó merki snilldar-hand- bragða þeirra sem verkið unnu í upphafi. Það er sagt nokkuð algengt að þeir sem hafa daglega fyrir augum sér vel gerð mannvirki, eða fagurt umhverfi, veiti því síður eftirtekt en aðkomumenn. Fyrir þá sem hafa verið árlega í Skeiðaréttum frá barnæsku, er fjallsafnið það sem mest ber á, og tekur gjarnan hugann allann, enda aðal erindið að draga féð í sundur, svo hver fái sitt. Aðhaldið, réttirnar sjálfar hverfa því í skuggann af jarmandi fjárfjölda, og öðru því sem fyrir kemur í önn dagsins. Þeir sem koma í réttirnar fjár- lausar á sumardag, og gefa sér Hinrik A. Þórðarson. tíma til að skoða þær með opin augu, þeim verður flestum ljóst hvert afrek þar var unnið fyrir nær einni öld. Ég hef tvisvar komið þar með arkitekta, sem búnir voru að flakka víða um heim. Svo undrandi varð, sérstak- lega annar þeirra, að slíkt mann- virki skyldi vera til hér á landi, að hann gat naumast slitið sig frá því. Ekki trúði hann þó að verkið hefði verið unnið á rúmum degi, og er hann ekki einn um þá skoðun. En hann sagði að væri það rétt, að byggingin hefði tekið svo skamman tíma, hefði hvergi fyrir sig borið neitt sem hægt væri til að jafna. Og þó sérstaklega þegar á það er litið, að þarna unnu að flestir verkfærir menn af stóru svæði, án aðstoðar nokkurs verk- menntaðs manns. Eitt sinn fór bóndi úr Flóanum með arkitekt frá Kaliforníu, ásamt fleira fólki, til að skoða réttirnar. Og það varð sama sagan, engin trúði því að verkið væri unnið á einum degi, því slíkt gæti ekki átt sér stað. Þetta er þó ekki eins stórkost- legt og sýnist í fljótu bragði, vegna þess að hver maður þurfti ekki að hlaða nema rúma tvo lengdarmetra í vegg svo verkið næði fram að ganga. Á þeim tíma kunnu flestir að leggja frá sér stein svo vel færi, en það er list sem nú er að mestu glötuð. Einar Jónsson, myndhöggvari frá Galtafelli leit á þetta nokkuð frá öðru sjónarhorni. Það er eftir honum haft að Skeiðaréttir séu að allri gerð mesta listaverk sem til er hérlendis og þó víðar væri leitað. Það munu margir ætla að nokkurt mark megi taka á umsögn hans. Kröfur mannanna eru breyting- um háðar. Hver kynslóð leggur niður nokkuð af fornum venjum, og tekur upp nýjar sem henni er betur að skapi. Hvort þar er alltaf valið og hafnað til bóta, getur stundum reynst álitamál. Síðustu áratugina hafa lífshættir þjóðar- innar breytzt meira, en á öllum þeima öldum til samans, sem liðnar eru frá því að landið byggð- ist. Skeiðaréttir eru eitt af mörgu, sem ekki þykja lengur svara kröf- um tímans. Þær eiga því ekki að fá að verða 100 ára. Samþykkt hefur verið, að rifa þær til grunna og byggja upp aftur. Ekki á einum degi eins og upphaflega var gert. Heldur á fjórum sumrum, og á því að verða lokið 1981. Verkið er þegar í stað komið. Fengnir voru vanir hleðslumenn, og unnu þeir við réttirnar næstliðið sumar. Þeir voru velvirkir og skiluðu útlits- góðu klípuhleðslu, en hún er ekki talin um of stöðugt á sessi, þar sem jarðhræringar eru tíðar. Ekki er hægt að segja, að flanað hafi verið að neinu, þegar upp kom að eindurbyggja réttirnar. Margir fundir voru haldnir um málið, og tillögur fram lagðar. Ein var sú, að jafna réttirnar við jörðu, og reisa aðrar úr timbri og bárujárni. Sú aðferð þótti ekki nýtanleg nema að nokkru leyti. í Skeiðahreppi setti hrepps- nefndin nefnd til að gera tillögur um gerð hina nýju rétta. Skilaði hún áliti á hreppsfundi, og urðu tillögur hennar aðallega þær að Skeiðamenn þyrftu fyrir sitt af- réttarfé, helminginn af dilkum réttanna. Var þó ekki öllum lög- býlum hreppsins ætlað dilkapláss. Rétt er nú að staldra við, og líta örlítið á fáa þætti sem þetta mál varða. Afréttur Flóa og Skeiða er mjög lélegur og hefur lengi verið. Kólnandi veðurfar síðasta áratug- inn bætir þar ekki um. Hann þolir því sáralitla fjárbeit, og ætti að vera friðaður ef vel væri. Til þess að hægt sé að hafa þar fé skamm- an tíma á sumrin, er dreift um hann áburði úr flugvélum. En það eru talin dýrustu strá sem vaxa á íslandi. Um margra ára skeið ráku Flóamenn ekki fé sitt til afréttar, en við fjárskiptin tóku sumir það upp aftur. Þó er það fátt sem þá leiðina fer, og hjá því sem áður var. Bæði er, að landrými er víða til sumar-beita í Flóanum og féð ekki fleira en svo að heimlöndin geta fóðrað það á sumrin til fullra þrifa. Öðru máli gegnir með Skeiða- hrepp. Þar eru heimalönd mjög lítil, svo eigi verður teljandi sauð- fé haft þar á sumrin, því reynslan hefur sýnt að sauðkindin þarf landrými eigi hún að skila góðum arði. Það munu vart fleiri en þrjár jarðir í hreppnum nógu stórar til að bera hálfan bústofn af sauðfé, og er þá átt við að féð gangi heima allt árið. Hinsvegar eru Skeiðin mjög góð til nautgripaeldis. Mikið ræktað land og heyfengur eftir því. Nú eru lítil takmörk fyrir, hvar hægt er að hafa sauðfé, aðeins ef ein- hver sumarbeit er til staðar, og jafnvel þótt hún sé engin. Féð má taka í hús með kúnum, og láta það út á túnin með þeim aftur á vorin. Bera svo áburð með flugvélum á öræfin, og flytja féð þangað til geymslu út sumarið. Láta svo sláturlömbin á kálakur að haustinu, en ásetningsféð inn í hús á gjöf. Þetta er vel mögulegt, og nálga&t raunar að vera gert. En hvað pundið kostar í því er önnur saga. Það er min skoðun að menn eigi að vera það sem þá helst langar til, innan þeirra takmarka að það komi ekki öðrum að sök. En þá vandast líka málið. Nú er allt fé keyrt á bílum í afréttinn, og Flóamenn keyra heim sitt fé úr réttum jafn ótt og það er dregið. Nema úr einum hreppi, þeim næsta, er enn rekið. Flóamenn þurfa því minna réttarrúm í dilkum fyrir sitt fé en fyrr á árum, þegar allt var rekið heim. Það Hluti af einúm dilk í Skeiðarétt, en þeir eru alls 29 mjög misstórir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.