Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1979
23
Eltu skæru-
liðana inn
til Angola
Windhoek. Suð-vestur-Aíríku, 4. júlí — AP.
S-AFRÍSKIR hermenn eltu skæruliða SWAPO yfir
landamærin til Angóla og drápu 12 þeirra. að því er
talsmaður hersins í Windhoek sagði í dag. Hann sagði
að í Angóla hefðu hermenn S-Afríku fundið vélbyssur.
eldflaugar og matarbirgðir. sem meðal annars var
stimplað á „Gjöf frá Hollandi" og „Gjöf frá Danmörku“.
Talsmaðurinn sagði. að eftirförin hefði átt sér stað á
þremur síðustu dögunum.
Hann sagði, að hermenn stjórn-
arinnar hefðu elt skæruliðana
eftir að hafa veitt þeim fyrirsát
skammt frá landamærum Angóla.
Þá sagði hann, að vopnin, sem
hefðu fundist, hefðu verið tékk-
nesk og sovésk. Nokkrar Evrópu-
þjóðir hafa sent frelsissamtökum
SWAPO matarbirgðir. SWAPO
hafa nú í 12 ár barist gegn
yfirráðum S-Afríkustjórnar í Suð-
vestur-Afríku. Sameinuðu þjóð-
irnar viðurkenna ekki rétt S-Af-
ríkustjórnar í landinu. Þrátt fyrir
að tilkynning S-Afríkustjórnar
væri hin fyrsta, þar sem viður-
kennt var að hermenn hefðu farið
yfir landamærin til Angóla, frá
því 6. marz þá hefur stjórn Angóla
hvað eftir annað ásakað S-Afríku-
stjórn um að hafa sent hermenn
yfir landamærin.
Sá siður er á Eskifirði að báta- og skipafloti staðarins sigli saman inn fjörðinn á
sjómannadag og svo var venju samkvæmt gert í ár. Hluti bátanna sést á þessari mynd
Ævars Auðbjörnssonar, en einnig hluti útbæjarins.
Æ f ærri Israel-
ar vilja láta her-
teknu svædin
Tel Aviv, 3. júlí. Reuter.
AÐEINS þriðjungur ísraels tel-
ur rétt að þeir aísali sér her-
numdu svæðunum og fái í stað
friðinn. að því er kemur fram í
niðurstoðum skoðanakönnunar
sem var birt í ísraelskum blöð-
um í dag.
Tekið var úrtak 1200 manna
og þeir spurðir hvort Israelar
ættu að láta af hendi megnið af
Vesturbakkanum og Gazasvæð-
inu þegar gengið yrði frá samn-
ingum, með því skilyrði að ísra-
elar héldi varðstöðvum á þessum
svæðum. Aðeins 34 prósent svör-
uðu játandi, en fyrir hálfu ári
voru 47 prósent á því að Israelar
ættu að láta hernumdu svæðin
af hendi.
Um það bil helmingur spurðra
vildi ekki undir neinum kring-
umstæðum iáta svæðin af hendi
jafnvel ekki þótt friður yrði
tryggður.
Veður
víða um heim
Akureyri 9 rigning
Amsterdam 7 skýjað
AÞena 37 heiðskírt
Barcelona 25 léttskýjað
Berlín 21 skýjað
BrUssel 23 skýjað
Chicago 28 skýjaö
Frankfurt 20 skýjað
Gent 20 mistur
Jerúsalem 29 heiöskírt
Jóhannesarb. 14 lóttskýjað
Kaupmannah. 17 léttskýjaö
Lissabon 29 lóttskýjaö
London 23 heiðskírt
Los Angeles 22 heiðskírt
Madríd 26 lóttskýjað
Malaga 24 skýjað
Mallorca 26 skýjað
Miami 32 skýjað
Moskva 21 skýjað
New York 31 heiðskírt
Ósló 20 lóttskýjað
París 22 skýjað
Reykjavík 7 skúrir
Rio De Janeiro 29 skýjaö
Rómaborg 29 lóttskýjað
Stokkhólmur 20 skýjað
Tel Aviv 30 skýjað
Tókýó 23 skýjað
Vancouver 20 skýjað
Vínarborg 13 skýjað
Sovéskur
hermaður
flýði yfir
til Noregs
Frá fréttaritara Mbl.
i Ósló. 4. júlí
19 ÁRA gamall sovéskur
hermaður flúði yfir landa-
mærin til Noregs á mánu-
dag. Hann fór yfir landa-
mærin í Finnmörku og var
hann borgaralega klædd-
ur og óvopnaður. Hann
hefur beðið um hæli í vest-
rænu ríki sem pójitískur
ílóttamaður.
Flóttamaðurinn er nú í gæslu í
Ósló á meðan mál hans er tekið
fyrir. Enn hefur ekkert heyrst frá
sovéskum yfirvöldum um flóttann.
Hermaðurinn hefur sagt, að verði
hann framseldur til Sovétríkjanna
bíði hans dauðadómur. Síðast
flúði sovéskur maður yfir til
Noregs fyrir tveimur árum og
fékk hann hæli í Bandaríkjunum.
Eskifirði, 4. júH.
MIKIl atvinna hefur verið
við fiskvinnslu hér á Eski-
firði að undanförnu enda
mikill og góður afli, sem
togararnir hafa komið með
að landi. Hólmatindur kom
með 105 lestir í vikunni og
Hólmanesið um 200 lestir
eftir stuttar veiðiferðir.
Mikið af aflanum var ýsa.
Unnið er fram á kvöld í
frystihúsinu og undanþága
frá helgarvinnubanni hefur
fengizt.
Veðurblíða er nú á Aust-
urlandi, hlýtt og sól.
Frá Evrópumótinu í bridge:
—
Island vann N oreg en
tapadi f yrir Póllandi
ISLENDINGAR unnu
Norðmenn í fimmtu um-
ferð Evrópumótsins í
bridge sem fram fór í
fyrrakvöld í Lusanna í
Sviss. Höfðu íslendingarn-
ir 40 punkta yfir í hálfleik
en Norðmenn jöfnuðu leik-
inn í seinni hálfleik og
endaði leikurinn 12—8.
í norska liðinu eru meðal
annarra Per Breck og Reidar
Lien en þeir voru boðsgestir á
Stórmóti BR sem haldið var á
Hótel Loftleiðum í vetur.
í fimmtu umferð sem spiluð
var í gærdag spilaði íslenzka
liðlið gegn Pólverjum. Var leik-
urinn jafn framan af en Pólverj-
ar höfðu betur er á leið og endaði
leikurinn 17—3 Pólverjum í vil.
Pólverjar eru nú komnir í annað
sæti í keppninni. Óvæntustu
úrslit í sjöttu umferð voru þau að
írar unnu Breta 20—0. Þá töpuðu
Frakkar sínum fyrsta leik í
mótinu en þeir spiluðu gegn
Israelum og töpuðu með minnsta
mögulega mun, 9—11. Þá unnu
Finnar Itali óvænt 12—8.
Staða efstu þjóða: Frakkland
98. Pólland 89, Italía 82, írland
- ÉG HEFI aldrei farið í
launkofa með að ég hefi
alltaf verið hlynntur frið-
un Bernhöftstorfunnar. en
áður en það skref er stigið
vildi ég þó að umsögn
Reykjavíkurborgar lægi
fyrir, sagði Ragnar Arn-
alds menntamálaráðherra
er Mbl. spurði hann um
friðun Bernhöftstorfunn-
ar.
80, Svíþjóð 76. íslenska sveitin er
með 64 stig og er í 8. eða 9. sæti.
í gærkvöldi var frí, en í dag
spila íslendingar gegn Hollend-
ingum og í kvöld gegn Þjóðverj-
um.
— Borgin verður að hafa frum-
kvæðið og hún hafði fullan rétt til
að gefa sína umsögn. Loksins
þegar umsögn hennar er komin
liggur næst fyrir að undirbúa
friðunaraðgerðir og verða þær
ræddar í ríkisstjórninni, en ég
hygg að ekkert verði af þeim
viðræðum alveg á næstunni og
vart nýrra frétta að vænta fyrr en
eftir 2 vikur, sagði Ragnar Arn-
alds.
Ragnar Arnalds:
Alltaf verið hlynntur
friðun Bernhöftstorfu
Nýr skemmtistadur fyr-
ir unglinga - Diskóland
NÝR SKEMMTISTAÐUR
fyrir unglinga opnar n.k.
föstudagskvöld, 6. júlí og er
hann til húsa að Vagnhöfða
11 í Reykjavík þar sem er
veitingastofan Artún. Er
skemmtistaður þessi ætlaður
unglingum frá 16 ára aldri.
Óskar Karlssön einn aðstand-
enda staðarins, sem nefnist Diskó-
land, sagði í samtali við Mbl. að
ætlunin væri að hafa unglinga-
dansleiki næstu föstudagskvöld kl.
9—1 fyrir unglinga frá 16 ára
aldri og ef aðsókn yrði góð væri
hugsanlegt að hafa opið oftar og
bæta fleiri aldurshópum við, t.d.
14—16 ára og jafnvel yngri. Á
dagskrá verða m.a. poppkvik-
myndir, svipaðar og sýndar hafa
verið í sjónvarpinu að undan-
förnu, sem verða fengnar frá
umboðsmönnum hljómplötufyrir-
tækja, ljósasýningar o.fl. sem
fylgir diskótekum að því er Óskar
sagði og kvað hann vera hátt til
lofts og vítt til veggja og bjóst
hann við að allt að 500 manns
gætu rúmast innan dyra í tveimur
sölum, um 200 í öðrum og 300 i
hinum, en endanlegar tölur kvaðst
hann ekki hafa fengið enn. Óskar
sagði að hugmyndin væri einnig
að gefa hinum ýmsum æskulýðs-
félögum kost á að kynna starfsemi
sína í Diskólandi, og kvaðst hann
vænta góðs samstarfs við forráða-
menn félaganna, staðurinn væri
ekki hugsaður sem samkeppni við
þau heldur gæti vonandi verið um
samstarf að ræða. Aðgangseyri
kvað hann verða kr. 2.000 sem
væri hið sama og á sveitaböllum.