Morgunblaðið - 05.07.1979, Síða 46

Morgunblaðið - 05.07.1979, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ1979 Valur mætir Víking Einn leikur fer í kvöld fram í 16—liða úrslitum bik- arkeppni KRÍ og er þaö við- ureign Víkings og Vals. Leik- urinn, sem fram fer á Laug- ardalsvellinum, hefst klukk- an 20.00. Bæði þessi lið hafa verið að ná sér á strik að undanförnu í 1. deildar keppninni og ætti því að geta orðið um spenn- andi og tvísýna viðureign að ræða. Santos meistari SANTOS varð brasilískur meistari í knattspyrnu um helgina, í fyrsta skiptið síð- an 1973, en aiiar götur síðan að Peie hætti með félaginu, hefur uppskeran verið frek- ar mögur þar til nú. Unglingamót í sundi Unglingameistaramót Is- lands í sundi verður haldið á Sauðárkróki dagana 25.-26. ágúst 1979. Þátttökutilkynningum skal skilað á tímavarðarkortum til skrifstofu SSÍ íþrótta- miðstöðinni Laugardal fyrir sunnudaginn 12. ágúst ’79 ásamt skráningargjöldum, sem ákveðín hafa verið krón- ur 300 pr. skráningu. Athygli skal vakin á því að engar skráningar sem ekki verða greiddar á þeim tíma verða teknar til greina. Þá hefur stjórn SSÍ ákveð- ið að sundþing 1979 verði haldið á Sauðárkróki dagana 24.-25.-26. ágúst, um leið og meistaramótið fer fram. Dagskrá þess, staður og tími verður auglýst síðar. Ailar frekari upplýsingar gefa: Olafur Þór Gunnlaugsson, Hjallabraut 19 Hfj. S: 53379 og 15004 og Guðfinnur ólafs- son, Gyðufelli 10 Rvk. S: 72379. Mótanefnd SSÍ. Meistaramót í sundi Meistaramót íslands f sundi utanhúss verður haid- ið í sundlauginni í Laugar- dal dagana 27—28—29. júií 1979. Þátttðkutilkynningum skal skilað á tímavarðarkortum til skrifstofu SSÍ íþrótta- miðstöðinni í Laugardal fyrir kl. 21.30 mánudaginn 23. júlí en þá mun niðurröðun í riðla fara fram. Af gefnu tilefni er félögum bent á að engar skráningar verða teknar til greína eftir þann tíma og að skráningargjöld skulu fylgja með skráningun. Frekari upplýsingar veita: Ólafur Þór Gunnlaugsson, Hjallabraut 19, Hfj. S:53379 og 15004 og Guðfinnur Ólafsson, Gyðu- felli 10, Rvík. S: 72379. Mótanefnd SSÍ. knettinum upp f loftið við þetta tækifæri. Ljósm. RAX. Ekki færri en sjo HjálA IA — Þróttur Nes 7:0 Lið ÍA hafði mikla yfirburði yfir Þrótt frá Neskaupstað í leik iiðanna f bikarkeppninni f gær- kvöldi. Voru Þróttarar lengst af yfirspilaðir og áttu f vök að Sovétmenn vanmátu Finna Finnar og Sovétmenn gerðu jafntefli í iandsleik í knatt- spyrnu sem fram fór í Helsinki í gær, 1 — 1. Leikur þessi var liður í Evrópukeppni landsliða. Sovét- menn eiga nú enga von með að komast áfram f riðlinum. En frammistaða Finna hefur vakið mikla athygli. Þeir hafa áður sigrað Grikkland 3—0, og Ung- verja á heimavelli 2—1. Hapsalis skoraði fyrst fyrir Rússa f fyrri hálfleik, en Atik Ismail tókst að jafna eftir horn- spyrnu. Finnar voru sterkari aðilinn f ieiknum og eftir hann viðurkenndi þjálfari Rússa, að þeir hefðu vanmetið finnska lið- ið. verjast. Samt var langt frá þvf að Skagamenn sýndu einhverja snilldartakta í leiknum. Mörk IA skoruðu þeir Sigurður Lárusson strax á 4. mínútu, og skömmu síðar bætti Sveinbjörn Hákonarson öðru marki við. Sig- urður Halldórsson sá um það þriðja og Kristinn Björnsson sem nú er farinn að leika á fullri ferð eftir meiðslin, sem hann hlaut í Indónesíuferðinni, skoraði falleg- asta markið í leiknum, það fjórða, er hann skallaði í netið eftir góða fyrirgjöf. í síðari hálfleiknum skoraði Sigþór Ómarsson fimmta markið. Sveinbjörn náði tvennu er hann negldi því sjötta og Sigþór einnig er hann rak endahnútinn með að skora sjöunda og síðasta mark leiksins. IA heldur áfram í keppninni og eru þeir ákveðnir í að verja bikarinn. - þr. Blikarnir ætla langt í bikarnum • Vignir Baldursson t.v. virðist spyrna bæði Guðmundi Einarssyni og UBK— FYLKIR 4:0 BLIKARNIR unnu verðskuldað- an sigur á Fylki á góðum gras- vellinum í Kópavogi í gærkvöldi. Úrslitin urðu 4:0, 2 mörk skoruð f hvorum hálfleik. — Við förum langt f bikarnum f ár, sögðu ánægðir Bikarstuðningsmenn að lciknum loknum f gær. — Liðið okkar er miklu betra en mörg liðanna, sem eftir eru f keppn- inni, sögðu þeir. Ólafur Björnsson skoraði fljót- lega í fyrri hálfleiknum laglegt skallamark og annar ungur Bliki, Sigurður Grétarsson, bætti um betur um miðjan hálfleikinn úr vítaspyrnu. Fylkismaður datt á boltann og handlék hann, þannig að ekki var um annað að ræða en dæma víti, þar sem brotið var innan teigs. I seinni hálfleiknum leið hálf- tími án þess að skorað væri, en þá loks tókst Sigurði Halldórssyni að skora úr sinni fyrstu spyrnu í leiknum, en hann var nýkominn inn á sem varamaður. Ögmundur hafði varið vel skot Hákonar, en misst knöttinn frá sér fyrir fætur Sigurðar, sem fylgt hafði vel. Síðasta orðið í leiknum átti síðan Sigurður Grétarsson með marki af stuttu færi. Enn hafði Ögmundur varið vel skot úr markteignum, að þessu sinni frá Heiðari Breiðfjörð, en misst boltann frá sér. Stórsigur Blikanna var í höfn og það var aldrei spurning hvort liðið var betra. Hins vegar áttu Fylkis- menn talsvert í leiknum úti á vellinum, en gekk afleitlega að skapa sér tækifæri. Blikarnir hins vegar óðu í færum og hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk ef Ögmundur markvörður Krist- insson hefði ekki verið þeim óþæg- ur ljár í þúfu. Auk hans slapp Konráð Hinriksson allvel frá leiknum, en Fylkisliðið í heild getur mun meira. Sendingar leikmanna voru fyrir neðan allar hellur í þessum leik og alltof oft hirtu Blikarnir knöttinn af tám sofandi Fylkismanna. Sigurður Grétarsson vakti at- hygli í Blikaliðinu og Helgi Helga- son var allt í öllu í vörn Breiða- bliks. Bæði liðin notuðu þennan leik til að gera tilraunir með uppstillingu og gáfust þær misvel. - áij. Jón Odds meiddist í MIÐJUM fyrri hálfleik leiks KR og KS gerðist það, að miðherji KR, Jón Oddsson, meiddist ilia á ökla, er hann lenti í slæmu samstuði við varnarmann KS. Var Jón fluttur á sjúkrabörum af vettvangi og rakleiðis á slysavarðstofuna til rannsóknar. Var hann til að byrja með mjög kvalinn, eða þar til fótur hans var kældur og að sjá illa marinn. Það yrði mikið áfall fyrir KR að missa Jón hvort sem verður í lengri eða skemmri tíma vegna meiðsla þessara, en svo kann að fara. Pétur á að verða lykilmaðurinn í landsliðinu í • Pétur Guðmundsson, sem leik- ur í Bandaríkjunum, er nú þegar undir smásjá atvinnumannaliða. Á blaðamannafundi KKÍ í gær- dag var kynnt nýlega skipuð landsliðsnefnd og val á 17 manna landsliðshóp. Landsliðsncfnd KKÍ skipa Agnar Friðriksson, Steinn Sveinsson og Kristinn Stefáns- son. Nefndin hefur ráðið Einar Bollason sem landsliðsþjálfara og valið landsliðshópinn. Eftir- taldir leikmenn skipa hópinn. Fram: Símon Olafsson, Þor- valdur Geirsson. Í.R.: Kristinn Jörundsson, Jón Jörundsson, Kol- beinn Kristinsson. Í.S.: Bjarni Gunnar Sveinsson, Jón Héðins- son. K.R.: Jón Sigurðsson, Geir Þorsteinsson, Garðar Jóhanns- son. U.M.F.N.: Gunnar Þor- varðarson, Jónas Jóhannesson, Guðsteinn Ingimarsson. U.M.F. Tindastóll: Kári Marfusson. University of Washington: Pétur Guðmundsson. Valur: Torfi Magnússon, Rfkharður Hrafn- kelsson, Kristján Ágústsson. Landsliðsnefnd KKÍ mun starfa sjálfstætt og hafa sjálfstæðan fjárhag. Þá mun nefndin hafa með höndum öll erlend samskipti og hefur nú þegar ritað 12 þjóðum bréf þar sem óskað er eftir lands- leikjum. írar hafa sýnt mikinn áhuga og verður væntanlega leikið við þá í Reykjavík í haust. Lands- liðsnefndin hefur í huga að byggja upp tveggja ára tímabil og stefna markvisst að Evrópukeppni lands- liða í apríl 1981. Þar á að setja markið hátt og reyna að komast í B-riðil keppninnar. Polar Cup keppnin verður í Noregi í apríl 1980 og sagði nýi landsliðsþjálfar- inn á blaðamannafundinum að ísland ætti jafnvel að geta náð körfu öðru sæti á mótinu yrði rétt á málunum haldið. Landsliðsnefndin stefnir að því að 10 landsleikir verði leiknir á ári. Æfingar hefjast fljótlega með liðinu, og reynt verður að fara í æfingabúðir í Vestmannaeyjum í lok ágústmánaðar. Lykilmaðurinn í íslenska landsliðinu verður ris- inn Pétur Guðmundsson sem feng- inn verður heim í landsleikina. Þá mun Einar Bollason fara utan til Washington og kynna sér þjálfun hjá liði því sem Pétur leikur með og hvernig hann er notaður með liðinu. Síðan mun verða reynt að heimfæra það upp á íslenska liðið. Það kom fram á fundinum að ýmis atvinnumannalið í Bandaríkjun- um eru nú þegar farin að fylgjast með Pétri og árangri hans. En hann á samt eftir tvö ár með háskólaliðinu. — þr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.