Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ1979 íslenzk tæki geta spar- að hundruð milljóna í olíu á fiskiskipin Mikill áhugi og kaup á sýningu í London Á NÝAFSTAÐINNI sýningu á tækjum í skip í London, svonefndri Eurocatch, sýndi ís- lenzka fyrirtækið Tæknibúnaður nýtt tæki, svokallaðan eyðslu- reikni eða Ecomatic, sem þegar hefur verið og er verið að setja í íslenzka togara og báta. Þetta tæki, sem unnið er við að setja saman hjá Öryrkjabandalaginu, mælir eyðsluna á eldsneyti á sjómflu og gefur vélstjóra og skipstjóra jafnóðum upplýsingar og útgerðinni í landi útskrift. Með vali á réttum hraða er hægt að draga gífurlega úr eldsneytis- eyðslu. Ætti þannig að vera hægt að spara með hverju prósentu- stigi allt að 200 milljón krónur í fiskiflotanum, og ekki ólíklegt að meðalsparnaður á bát gæti orðið 5—8% eða 10—15 milljónir króna á ári. sem að sjálfsögðu á eftir að koma betur í ljós. Á sýningunni í London vakti tæki þetta gífurlega athygli, og voru gerðar pantanir á staðnum frá útgerðaraðilum í Aberdeen, Frakklandi, Ástralíu, Skotlandi og Kanada fyrir allt að 200 millj. króna, sem er álíka magn og pantað hefur verið í íslenzku skipin, samkvæmt upplýsingum Gunnlaugs Jósefssonar, tæknilegs framkvæmdastjóra fyrirtækisins. En það rekur hann ásamt Árna Fannberg og fjölskyldum þeirra. En íslenzka fyrirtækið hefur sam- vinnu við bandaríska fyrirtækið Avicon í Texas, sem hefur á hendi Bandaríkjamarkaðinn og hefur þegar selt tækið í dráttarbáta, ferjur og járnbrautarlestir. Hafa verið seld 800 tæki í Bandaríkjun- um, m.a. í rannsóknaskipið Seapro. „MÉR fyndist það með ólíkindum að farið yrði að leyfa rekstur sölutjalds í Nauthólsvík“, sagði Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, í samtali við Mbl. í gær. En á síðasta fundi borgarráðs var lagt fram bréf heilbrigðiseftirlitsins frá 20. júní varðandi heimild til að reka sölutjald við heitavatnslækinn f Nauthólsvík. Samþykkt var á þessum fundi borgarráðs að vísa málinu ásamt bréfi blakdeildar Fram um leyfi til reksturs sölu- tjalda. til umhverfismálaráðs borgarinnar. Hafliði Jónsson er ritari um- hverfismálaráðs og sagði hann að • Komin í ísl. skip. Með því að nota þetta tæki og nýta upplýsingarnar mun vera hægt að spara mjög mikið elds- neyti á þann hátt að velja réttan hraða á hverja vél miðað við eyðslu hennar, en eldsneytisaukn- ingin hættir að skila afköstum við ákveðinn hraða og notað er marg- falt meira á hverja viðbætta sjómílu þegar komið er nálægt þessum afkastamörkum. Hafa starfsmenn tæknideildar Fiskifé- lags ísiands á undanförnum tveimur árum gert rannsóknir á eldsneytisnotkun íslenzkra fiski- skipa og birtust nákvæmar niður- stöður í 11. hefti Ægis 1978 á tilraunum í íslenzkum togurum og nótaveiðiskipum. Sagði Gunnlaug- ur Jósepsson að þessar rannsóknir hefði orðið fyrirtækinu að miklu liði við gerð mælanna. — Okkar heppni er hin gífur- lega þörf, sem nú er fyrir elds- neytissparnað hér og hvarvetna í heiminum, og þær rannsóknir, sem tæknimenn Fiskifélagsins höfðu þegar gert, sagði hann. Hefur kanadíska ríkisstjórnin nú ákveðið að gera svipaða úttekt og Fiskifélagið, og eyddu fulltrúar þeirra með okkur í London nær tveimur dögum. En slíkar rann- sóknir munu hvergi annars staðar hafa verið gerðar. Þegar er búið að setja þessi tæki í togarana Elínu Þorbjarnardótt- ur og Ásgeir RE og verið er að setja þau í marga fleiri, m.a. aflaskipið Guðbjörgu, Bjarna Benediktsson í Rvík, Eldborgu í Hafnarfirði, Guðbjart, Gylli, Er- ling, Bessa og Heiðrúnu o.fl. Þegar mælarnir eru komnir í skipin, líklega yrði þetta mál tekið fyrir á næsta fundi ráðsins sem verður i næstu viku. Hafliði sagði að aðstaðan í Nauthólsvík væri í algjöru lág- marki og svæðið allt mjög illa útlítandi. Fyrir umhverfismála- ráði lægi nú skýrsla um ástand þessa svæðis og framtíð þess. „Ástandið þarna er vægasta sagt komið á mjög lágt plan og varla á það bætandi," sagði Hafliði. „Læk- urinn er orðinn mjög útbýjaður og engin hreinlætisaðstaða fyrir hendi og því spurning hvort það sé forsvaranlegt að hafa þessa lind þarna opna.“ skrá þeir eldsneytiseyðsluna, hvort sem um er að ræða diesel- olíu eða svartolíu, þannig að bæði skipstjóri og vélstjóri geta lesið jafnóðum af þeim og hagað hraða skipsins eftir því. En jafnframt fær útgerðin í landi útskriftina og getur borið saman útkomuna eftir árið og gert sínar hagræðingar- ráðstafanir. • Unnin aí ísl. öryrkjum Upphaf málsins er það, að því er Gunnlaugur upplýsti, að fyrirtæk- ið Avicon Development Corp. í Texas hefur leitt þessa tækni og notað í flugvélar. íslenzku aðilarn- ir fengu svo leyfi til að breyta þeirri tækni til notkunar í skip og til að nýta sér hana, en markaðin- um skiptu fyrirtækin þannig að Bandaríkjamennirnir hefðu mark- aðinn í USA, en íslenzka fyrirtæk- ið aðra markaði. Hafði bandaríska fyrirtækið sent fulltrúa á sýning- una í London til að vera Gunn- laugi til aðstoðar. Tæknin, eins og hún er nú, er því í eigu þessara tveggja fyrirtækja. Síðan um áramót hefur tækið verið unnið hjá Öryrkjabandalag- inu. Sagði Gunnlaugur að allt að 6 öryrkjar hefðu haft af þessu atvinnu, og nú mundi geta orðið aukning á. Sagði hann þá mjög góða vinnukrafta. Vinnuafköstin væru síst minni en hjá öðrum. Minni hraði ynnist upp á færri mistökum. • 1000-1600 millj. sparnaður? Um hve mikið væri hægt að spara í eldsneytiseyðslu, sagði Gunnlaugur að fyrir olíukreppuna hefði eldsneytiskostnaður ekki verið mjög stór liður í útgerðar- kostnaðinum. Og að skip- stjórnarmenn hefðu heldur ekki fram að þessu haft möguleika á að vita um eyðsluna. Olíukaup handa fiskiflotanum numu á sl. ári 10 milljörðum króna og sparar þá hver hundraðshluti um 100 millj. kr. yfir árið, að því er Helgi Laxdal hjá tæknideild Fiskifélagsins upp- lýsti við Mbl. Eldsneytisverð hefði nú tvöfaldast og yrði sparnaður- inn um 200 millj. kr. á árinu fyrir hvert prósentustig. Nemi sparnað- urinn því 5—8%, eins og Gunn- laugur telur ekki ólíklegt að náist að meðaltali, getur sparnaður numið allt að 1000 til 1600 milljón- um á ári. Og meðaltal á bát yfir árið getur verið 10—15 millj. kr. og bátarnir eru um 70 talsins. Sé þessi eyðslumælir notaður og tæknin nýtt mun á einstökum skipum vera hægt að komast upp í 15—20% sparnað. - E.Pá. Sölutjald í Nauthólsvík? Enn um ÍOO skólanemar án atvinnu í Reyk javík Enn er all stór hópur skóla- fólks án atvinnu 1 Reykjavík samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér ( gær. Munu enn vera tæplega eitt hundrað skólanemar sextán ára og eldri, sem ekki hefur tekist að fá vinnu í sumar. Skólanemar eiga ekki rétt á atvinnuleysisbót- um. Áslaug Guðjónsdóttir hjá ráðn- ingaskrifstofu Reykjavíkurborgar sagði, að nú væru á atvinnuleysis- skrá 12 piltar og 15 stúlkur. Flestir voru á skrá þann 31. maí, eða 351, þannig að margir hafa fengið vinnu síðan. Sagði Áslaug að eitthvað hefði liðkast til eftir að farmannadeilunni lauk, einkum voru það piltar sem þá fengu vinnu, en undanfarna daga sagði hún lítið hafa breyst og mjög fáir fengið vinnu. Guðrún Jónsdóttir hjá atvinnu- miðlun skólafólks sagði í samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær, að þar væru enn á skrá milli 70 og 80 manns. Væru þeir á aldrinum 16 ára og talsvert upp yfir tvítugt. Guðrún taldi enn ekki alveg úti- lokað að útvega mætti þessu fólki vinnu, daglega kæmi eitthvað inn af atvinnutilboðum. Hinir at- vinnulausu eru af báðum kynjum að sögn Guðrúnar, en þó heldur fleiri strákar en stelpur. Allt í allt sagði hún að um 410 manns hefðu skráð sig atvinnulausa hjá at- vinnumiðluninni, þannig að mikill hluti þeirra hefur fengið vinnu er leið á sumarið. John Savage og Robert De Niro í hlutverkum sínum í The Deer Hunter. Hér eru þeir að flýja úr fangabúðum og eru komnir yfir fljótið Kwai. The Deer Hunter á íslandi * Fimmföld Oskarsverðlaunamynd Regnboginn hefur í dag sýn- ingar á ensk-bandarísku Óskars- verðlaunamyndinni The Deer Hunter sem á íslensku hefur hlotið heitið „Hjartarbaninn". Myndin hlaut 5 Óskarsverðlaun í ár m.a. sem besta mynd ársins 1979. Myndin er gerð hjá EMI-kvikmyndafyrirtækinu undir stjórn John Peverall. Kvikmyndahandritið er eftir Derek Washburn og Michael Cimino sem jafnframt er leik- stjóri. Tónlistin við myndina er eftir Stanley Myers. Sýningar- tími hennar er rúmar 3 klukku- stundir. Með aðalhlutverkin í kvik- myndinni fara Robert De Niro, Christopher Walken og John Savage. Myndin greinir frá þremur vinum sem fara í Víetnamstríðið og örlögum þeirra. Mynd þessi hefur vakið mikla athygli víða um heim og hlotið ýmis verð- laun. Tían tefst enn VONIR stóðu til, að DC-10 vél Flugleiða fengi lofthæfniskír- teini bandarfskra flugmálayfir- valda f þessari viku, en að sögn Sveins Sæmundssonar, blaðafull- trúa Flugleiða, bendir margt til þess, að það verði ekki fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. Sveinn Sæmundsson sagði í samtali við Mbl. að svo virtist sem það væru einkum lagaleg atriði sem tefðu, að flugvélarnar fengju lofthæfni- skírteini. Samkvæmt þeim skeyt- um sem Flugleiðum hefðu borist væri búið að ganga frá þeim Jóhann á heims- meistaramót sveina og Margeir á heimsmeistara- mót unglinga JÓIIANN Hjartarson tekur þátt í 3ja heimsmeistaramóti sveina, sem fram fer í Belfort, Frakk- landi, 8. til 20. júlí og verður Jón Pálsson aðstoðarmaður hans. Þetta er í annað skipti sem Jóhann teflir á heimsmeistara- móti sveina, en síðast varð hann 6. af 39 keppendum. Sem kunn- ugt er sigraði Jón L. Árnason í fyrsta mótinu og er nú orðinn Fide-meistari fyrir vikið. Margeir Pétursson teflir í Skien í Noregi 27, júlí til 10. ágúst á heimsmeistaramóti unglinga og verður aðstoðarmaður hans Guð- mundur Sigurjónsson. Margeir er nú í Bandaríkjunum, þar sem hann teflir á World Open og að því loknu teflir hann á öðru móti vestra, Philafelphia Open. Að loknu heimsmeistaramóti ung- linga teflir Margeir á alþjóðlegu móti í Gausdal í Noregi og síðari hluta ágúst ætlar Margeir að tefla á móti í London. Mun Margeir, ef allt fer sem horfir, tefla 51 kapp- skák á 5 mótum á 62 dögum. tæknilegu atriðum sem þarf að kanna í hverri vél áður en þær fá leyfi til að fljúga aftur. „Douglas-verksmiðjurnar og bandaríska flugmálastjórnin eru í þann veginn að ljúka undirbúningi undir réttarhöldin og búist er við að þau hefjist 10. júlí. Litlar líkur eru á að vélin komist á loft fyrr en i fyrsta lagi þá,“ sagði Sveinn Sæmundsson. Ekki er enn búið að ákveða hvernig Flugleiðir leysa vanda þann, sem kyrrsetning DC-10 vélarinnar veldur á næst- unni. Á þriðjudag rann leiga Laker-vélarinnar út, en Flugleiðir höfðu haft þá vél á leigu frá því á fimmtudag í síðustu viku. Ekki er búið að ákveða hvort um frekari leigu verður að ræða þar til DC-10 vél Flugleiða kemst í gagnið á ný. Leikmanna- námskeið á Hólastað Á MORGUN hefst í Hóladóm- kirkju á vegum kirkjunnar í Hóla- stifti námskeið fyrir leikmenn og mun þátttaka vera góð. Námskeið- ið er fyrir leikmenn, sem starfa vilja með kirkjunni að ýmsum verkefnum hennar, einkum þó varðandi messugjörð. Kennarar verða prestar í Hólastifti og flytja þeir fyrirlestra. Almennar helgi- stundir verða kvölds og morgna í kirkjunni. Námskeiðinu lýkur með messu, sem öllum er opin, gestum og gangandi. Verður hún í Hóla- dómkirkju kl. 2 síðd. á sunnudag- inn. Séra Þorsteinn Ragnarsson prédikar. Prófastur sr. Gunnar Gíslason, og sóknarprestur, sr. Sighvatur B. Emilsson, þjóna fyrir altari. Formaður undirbúningsnefndar námskeiðsins er vígslubiskup, séra Pétur Sigurgeirsson á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.