Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ1979
3
Dræm hrefnuveiði
síðustu vikurnar
Veiða má 200 hrefnur við landið í sumar
HREFNUVEIÐAR gengu vol íraman a£ sumri íyrir Norður-
landi, en afleitlega nú síðustu þrjár vikurnar, að því er Davíð
Kristjánsson á Akureyri sagði í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins í gær. Davíð gerir út tvo báta á hrefnuveiðar
frá Akureyri og rekur fyrirtækið Reykmiðstöðina sem vinnur
afurðir úr hrefnukjötk Auk báta Davíðs er einn bátur gerður
út á hrefnuveiðar frá Árskógssandi, þannig að þeir eru þrír í
Eyjafirði í sumar.
Davíð kvaðst ekki vita nákvæm-
lega hve margar hrefnur hefðu
veiðst í sumar, en alls er leyfilegt
að veiða 200 hrefnur hér við land í
sumar. Er það sami aflakvóti og
verið hefur undanfarin þrjú ár.
Veiðitímabilið er afmarkað þann-
ig að byrjað er á ákveðnum degi á
vorin, og síðan veitt þar til leyfi-
legum hámarkskvóta er náð. I vor
hófust veiðarnar þann 20. maí, en í
fyrravor hófust þær 25. apríl.
Fjórtán bátar höfðu hrefnuveiði-
leyfi í fyrra, en ekki er um það að
ræða að kvótanum sé skipt niður á
báta, þannig að þeir veiða mest
sem fyrstir ná í aflann.
Hrefnan, sem er lítill hvalur, er
einkum veidd út af Eyjafirði,
Skagafirði og Skjálfanda, en ann-
ars heldur hrefnan sig umhverfis
allt landið, allt frá Faxaflóa og
norður og austur um að sögn
Davíðs Kristjánssonar, til dæmis
sagði hann alltaf vera talsvert um
hrefnu inni á Breiðafirði. Einnig
sagði hann hrefnu vera veidda
talsvert fyrir Austfjörðum, en þar
hefði veiðin verið mjög dauf í
sumar, eða nánast engin.
Hrefnukjötið fer allt á innan-
landsmarkað, nema rengi og spik
sem fer á markað í Japan. Að sögn
Davíðs hafa undanfarin ár verið
gerðar talsverðar rannsóknir á
hrefnustofninum hér við land, en
ekki mun fullljóst hvort íslenski
stofninn er sá sami og sá hrefnu-
stofn sem Norðmenn veiða austur
af Jan Mayen og vestur af Hvarfi.
Ryksugan sem svíf ur
HOOVER Töfradiskurinn S 3005 er ryksuga sem vekur
undrun, vegna þess hve fullkomlega einföld hún er.
Sogstyrkurinn er ósvikinn frá 800 W mótor, og rykpok
rumar 12 litra. já 12 litra af ryki. HOOVER S 3005 er
ennfremur léttasta ryksuga sem völ er á, hún líður uni
gólfið á loftpúða alveg fyrirhafnarlaust
fyrir þig, svo létt er hun.
i "gerlé^ust...
í*ú n
c g 2 Ih a y | 9 e
iMade in OSa)
Kynningarverö
30% afsláttur
Kr. 65.590.-
$0^
Grunnvatnsstada
á Suðvesturlandi
lækkar stöðugt
„I>AÐ þarf að fara að aðgæta með
vatn á Reykjavíkursvæðinu, því
grunnvatnsstaðan suðvestan-
lands er orðin svo lág og heldur
áfram að lækka. og sú þróun
getur leitt af sér vatnsskort. að
minnsta kosti verður erfiðara að
ná í vatn,“ sagði Sigurjón Rist
vatnamælingamaður í samtali við
Mbl. í gær.
Sigurjón sagði að hann setti skil
við höfuðdag 1976, en síðan hefði
grunnvatnsstaðan suðvestanlands
farið stöðugt lækkandi. Mælingar
í efri hluta Heiðmerkur sýndu, að
grunnvatnsstaðan þar væri nú 7
metrum lægri en hún var 1976 og í
neðri hluta Heiðmerkur er munur-
inn 1.3 metrar. Suðurá, sem renn-
ur úr Silungapolli, mældist 400
sekúndulítra í júnílok 1976 en 260
lítrar nú, og Hólmsá, sem var 6
teningmetrar (6000 lítrar) á sek-
úndu 1976, mældist í lok júní sl.
rúmlega hálfur teningsmetri, eða
580 lítrar á sekúndu. Sama þróun
væri annars staðar, t.d. sýnir síriti
í Kleifarvatni að vatnið er á
niðurleið.
Sigurjón sagði, að venjulega
hækkaði grunnvatnið á vorin, en
nú hefði svo brugðið við, að frá því
leysingar hófust 23. maí og til
júníloka hefðu leysingarnar ekki
gert betur en að halda grunn-
vatnsstöðunni í horfinu.
HOOVER er heimilishjálp
FALKIN N
SUOURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
FerSaskrifstofan
Ferðaskrifstofan
usturstræti 17, II. hæð, símar 26611 og 201
Þú getur enn átt sumar í Utsýnarferð
LIGNANO —
GULLNA STRÖNDIN
Allar aðrar brottfarir
uppseldar til 26. ágúst
Verö frá kr. 170.400
Útborgun kr. 40.000 eftirstöövar á 5 mánuðum