Morgunblaðið - 05.07.1979, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 05.07.1979, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ1979 35 stjórnvöld blöðum að birta ekki. Tilraun Pilsudskis til að ná Úkraníu á sitt vald er af mörgum talin ein af tíu frækilegustu her- ferðum sögunnar Hitt er annað mál að Pólverjar biðu hrikalegt afhroð af innrásinni og ólíklegt er að þeir framvegis sveigi inn á brautir herskárrar þjóðernis- hyggju í anda Pilsudaski. Kirkjan talarí nafni þjóðarinnar Eigi pólska þjóðin sér framtíð- arhugsjón er hún í anda þeirrar þjóðernishyggju sem kirkjan hef- ur reynt að standa vörð um. Pólverjum þykir ekki eingöngu vænt um kirkju sína heldur telja þeir hana gegna mikilvægu samfé- lagslegu hlutverki. María mey er „drottning Pólverja". Prestur í sveitaþorpi hefur álíka mikil áhrif og ekki minni völd en fulltrúi kommúnistaflokksins í viðkom- andi kjördæmi. Mörgum þykir þó forræði presta sem slíkra of mikið og íhaldssemi þeirra í ýmsar siðvenjur kaþólskunnar ganga of langt. Eins og kunnugt er af fréttum hefur æðsti maður kirkjunnar í Biskupar á ráðstefnu í höll Wyszynzkis ■i Póllandi, Wyszynski, ítrekað reynt að fá stjórnvöld til að samþykkja kirkjuna sem löglega stofnun og einnig að hún fái frjálsan aðgang að fjölmiðlum. Hvorugri beiðninni hefur verið sinnt. Samt eru gagnkvæmar vænting- ar við lýði milli kirkju og stjórn- valda í Póllandi, eins konar mála- miðlunar samkomulag. Kirkjan hefur bein afskipti af félags- og velverðarvelferðarmálum og getur óhikað talað í nafni allrar pólsku þjóðarinnar án þess að vera sökuð á nokkurn hátt um það sem miður fer í stjórn landsins. „...Þá er páfi pólskur þjóðernissinniu Nú er æðsti yfirmaður kaþólsku kirkjunnar pólskur. Heimsókn hans til föðurlands síns nokkrum mánuðum eftir að hann tekur við embætti hefur að vonum beint athygli manna að samskiptum kirkju og ríkis þar. Heimsókn páfa leusti úr læðingi margvíslegar tilfinningar. Jóhannes Páll II. er í orði og æði fulltrúi þeirrar þjóðernishyggju sem hér hefur verið rædd. „Ef sá maður kallast þjóðernissinni sem ann landi sínu“ eins og Mark Frankland orðar það“... Þá er páfinn pólskur þjóðernissinni." Jóhannes Páll II. er samt ekki þjóðskrumari. Til þess er hann of vel gefinn. Frankland sagði að margir blaðamannanna sem fylgt hefðu páfa eftir í Póllandsferðinni hefðu haft orð á því að andagift páfa, ræður hans og hvernig hann reifar skoðanir sínar á trúmálum hafi verið einstæð reynsla. Þótt ýmsir gagnrýni páfa fyrir íhald- semi á ýmsa siði kaþólskunnar er hann sérstaklega vinsæll meðal þeirrar kynslóðar sem sízt þekkist íhaldsemi, þ.e. ungs fólks. Jóhannes Páll páfi er óvenju- legur maður Það virðist þeim sem til hans hafa heyrt flestum bera saman um. Því er ekki furða þótt pólska þjóðin sé stolt af því að einn úr hennar hópi hafi verið kjörinn til hins virðulegasta embættis innan kaþólsku kirkj- unnar. Heldur hlýtur að blunda með þjóðinni von um að staða hans í Vatíkaninu í Róm verði lyftistöng fyrir kirkjuna heima fyrir. Skrif um páfa ritskoðuð Hitt er svo annað mál. Hvað fær þjóðin í raun að vita um störf Páfi krýpur á pólska jörð. í baksýn er Wyszynski æðsti yfirmaður kaþólsku kirkjunnar í Póllandi. páfa? Tímaritið Time Magazine skýrði frá því nú í vikunni að pólskum sjónvarpsmönnum hefði verið bannað að sýna myndir af miklum fjölda að fagna páfa. Þá var blaðamönnum óheimilt að birta greinar sem fjölluðu um fortíð páfa því það kæmi sér illa fyrir yfirvöld. Þá gaf miðnefnd kommúnista- flokksins út tíu síðna „minnisbók" fyrir blaðamenn, þar sem þeim var fyrirskipað að undirbúa þjóð- ina undir heimsókn páfa með hugmyndafræðilegri upplýsingu um slæmsku kirkjunnar og ógn við mannkyn. Pólskum blaðamönnum var sagt að skrif þeirra yrðu ritskoðuð af tveim fimm manna nefndum. I einni fréttamynda í sjónvarpi kom glögglega í ljós að þessi fyrir- skipun var rétt, því myndavélinni var stöðugt beint að þyrlu páfa í nokkrar mínútur en ekki að páfa og mannfjöldanum fagnandi. í minnisbók miðnefndar flokks- ins var pólskum blaðamönnum einnig fyrirskipað að vera á varðbergi gagnvart vestrænum fréttamönnum sem létu einhverja andúð í ljós. Pólskum dagblöðum var fyrir- skipað að birta eingöngu mynd af páfa og smáfréttir en alls ekki að minnast á fortíð hans sem kardínála í Kraká og gagnrýni hans þá á pólsk yfirvöld. Að heimsókn páfa lokinni var pólskum fjölmiðlum sagt að skrifa rækilega um Salt II önnur erlend málefni til að beina athyglinni frá páfa. Reynslan hefur þó margoft sýnt að málefni sem eru efst á baugi í dag eru fallin í gleymsk'u á morgun. Það sem greypist í huga fólks er reynsla sem það sjálft verður fyrir. An efa má því draga þá ályktun að páfi hafi með orðum sínum haft mikil áhrif á landa sína. Aheyrendur hans gleyma honum ekki þótt stjórnvöld geri sitt til að glepja fyrir fólki í gegnum fjölmiðla. Meiri hluti þjóðarinnar játar kaþólska trú. Heimskulegt væri að ætla að sami meiri hluti viðurkenndi ríkjandi stjórnvöld. Þjóðin veit að hún á framvörð fyrir þjóðernishyggju sína. í Póllandi er það enn þá kirkjan. í Vatíkaninu í Róih er #inn úr þeirra hópi, Jóhannes Páll II. páfi, og þrátt fyrir mikilvægt embætti er hann ennþá pólskur þjóðernis- sinni. - H. Þ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.