Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1979
Fræðslufundur Verzlunarráðs Islands um vísitölureiknisskil;
„Hendi næst að miða við kaupmátt
vísitölu verðs vöru og þjónustu”
— segir í erindi eftir Ama Vilhjálmsson prófessor
Frá fræðslufundi Verzlunarráðs íslands um vísitölureiknisskil á Hótel Loftleiðum.
Verzlunarráð íslands gekkst s.l.
mánudag fyrir fræðslufundi um
vísitölureiknis8kil á Hótel Loftleið-
um. A fundinum var fjallað um
gildi þess að taka verðbreytingar
inn í dæmið og leiðrétta ársreikn-
inga fyrirtækja, meðal annars með
tilliti til þeirra. Einnig var fjallað
um reynslu fyrirtækja af vísitölu-
reiknisskilum og gerður var
samanburður á aðferðum við slík
reiknisskil.
Á fundinum sem var mjög fjöl-
mennur fluttu erindi, auk Hjalta
Geirs Kristjánssonar formanns
Verzlunarráðsins, Christopher
Lowe, starfsmaður og meðeigandi
Coopers og Lybrand, eins stærsta
endurskoðunarfyrirtækis í heimin-
um, ólafur Haraldsson forstjóri
Fálkans hf. og Árni Árnason fram-
kvæmdastjóri Verzlunarráðsins
flutti erindi sem Árni Vilhjálmsson
prófessor hafði samið og ætlaði að
flytja en forfallaðist á síðustu
stundu.
I setningarræðu sinni fjallaði
Hjalti Geir Kristjánsson m.a. um
þann skaða sem verðbólgan veldur
atvinnurekstrinum og tók sem dæmi
um athugun sem gerð var í Banda-
ríkjunum á síðasta ári, á áhrifum
verðólgu á raunverulega afkomu
fyrirtækja. Kom þar m.a. eftirfar-
andi í ljós: — A síðasta ári var
bandarískum fyrirtækjum gert að
greiða 25% hærri tekjuskatt en
hefði verið, ef verðlag hefði verið
stöðugt. — Fyrirtækin héldu sig
vera að greiða hluthöfunum 42% af
hagnaði til ráðstöfunar í arð, en
hlutfallið var í reynd 65%. — Fyrir-
tækin héldu sig hafa eftir 69 millj-
arða Bandaríkjadollara til endur-
fjárfestingar, en í reynd voru það
aðeins 27 milljarðar.
Þessar tekjur eru að mestu til-
komnar vegna vanmetinnar vöru-
notkunar og fyrninga. Vegur hagn-
aður af óverðtryggðum lánum létt á
móti þeim skaða, sem verðbólgan
veldur atvinnurekstrinum.
Hjalti Geir sagði eina meginfor-
sendu vaxtar og viðgangs atvinnulífs
á Islandi og þar með betri lífskjara
þá, að atvinnurekstri væri gert kleift
í skattalögum að leiðrétta afkomu
Kjartan Jónsson rekstrarhag-
fræðingur hefur nýverið hafið
störf í markaðsdeild Eimskipafé-
lags íslands, en hann starfaði
áður sem hagfræðingur Vinnu-
veitendasambands íslands. Mbl.
ræddi við Kjartan af þessu tilefni
og spurði hann fyrst í hverju
starf markaðsdeildar og þá hans
starf jafnframt væri fólgið.
„Hér er um aukin störf Eim-
skips að ræða og mun deildin hafa
með höndum almenna sölu- og
upplýsingastarfsemi félagsins. Þá
verður hlutverk deildarinnar að
skapa sem bezta nýtingu út úr
tækjum og eignum félagsins og
má í því sambandi geta þess að
félagið á í dag 24 skip og hefur tvö
skip á leigu, og á um 1800 vöru-
gárna." Aðspurður sagði Kjartan
ennfremur, að á s.l. ári hefðu skip
félagsins flutt alls samtals 589
þúsund tonn, en árið áður voru
flutt alls samtals um 553 þúsund
tonn.
Kjartan benti sérstaklega á að
17 af 24 skipum félagsins væru í
föstum áætlunarferðum árið um
kring milli hafna erlendis og
Reykjavíkur og hafna út um land.
sína með tilliti til verðbre’ tinga og
boðaði hann sérstaklega tillögugerð í
þessu máli á vegum skattanefndar
Verzlunarráðsins.
Christopher Lowe:
Lowe fjallaði einkum um nauðsyn
vísitölureiknisskila og þróun þeirra í
heiminum. Kom fram í máli hans, að
þar sem verðbólga skerti upplýs-
ingagildi hefðbundinna reiknisskila
gæti hún leitt til rangra ákvarðana
og áætlana sem gætu reynzt örlaga-
ríkar fyrir rekstur fyrirtækis.'Þetta
ætti ekki einungis við forráðamenn
fyrirtækja heldur og ýmsa aðra.
Tekjuskattar grundvallast á hagn-
aði, launakröfur á afkomu fyrir-
tækja o.s.frv. Af þessum sökum
hlýtur að vera augljós nauðsyn þess
að reyna að útiloka skekkjuvalda
verðbólgunnar og taka upp vísitölu-
reiknisskil. Væri það mjög mikil-
vægt verkefni bókara og endurskoð-
enda að sjá svo um, að tölur, sem
sýna hvernig rekstur fyrirtækis
hefur gengið, gengur eða hvernig
búizt er við að hann gangi í framtíð-
inni, séu ekki settar fram á villandi
hátt, en slíkt er nær ómögulegt að
forðast í hefðbundnum reiknisskil-
um við ríkjandi verðbólgur.
Varðandi þróun mála erlendis
kom fram, að nokkur lönd höfðu
Hin skipin væru svo í sérstökum
flutningum, sérstaklega útflutn-
ingi á hinum ýmsu afurðum okk-
ar. Á s.l. ári höfðu skip félagsins
alls um 170 viðkomur í Noregi, 136
viðkomur í Bandaríkjunum og
tugi viðkoma í hinum ýmsum
höfnum á meginlandi Evrópu og í
Bretlandi.
„Til þess að auka enn frekar á
þjónustuna í höfnum erlendis
hefur það farið vaxandi að félagið
hafi eigin menn í hinum ýmsu
höfnum auk hinna erlendu um-
boðsmanna. Til að mynda eru
menn frá félaginu nú starfandi í
Norfolk í Bandaríkjunum, Kaup-
mannahöfn og í Noregi," sagði
Kjartan.
Þá sagði Kjartan ennfremur að
þróun síðari ára hefði orðið sú að
eigin skipum félagsins hefði fjölg-
að ört og leiguskipum af sama
skapi fækkað og í dag mætti segja
að íslenzkir aðilar flyttu yfirgnæf-
andi meirihluta vöru til landsins
og frá.
„Hvernig er háttað þjónustu
félagsins við „ströndina“?
„Við höfum í gegnum árin stöð-
ugt verið að auka þjónustuna við
fyrir alllöngu innleitt vísitölu-
reiknisskil og verðbindingu, oft með
töluverðum árangri. Umræða væri
mjög mikil um þessi mál og nauðsyn
breyttra aðferða orðin flestum ljós. í
Englandi komu fyrr á þessu ári fram
tillögur um fyrirkomulag vísitölu-
reiknisskila þar í landi og er búizt
við að skrefið verði stigið til fulls
með lagasetningu upp úr næstu
mánaðamótum.
Að síðustu ræddi Lowe um nota-
gildi vísitölureiknisskila í víðara
samhengi. Ekki væri nóg að nota
slíkar aðferðir aðeins í uppgjöri
fyrirtækja heldur einnig í öllum
áætlunum og rekstrarbókhaldi.
Einnig verða stjórnvöld að viður-
kenna þessar aðferðir sem grundvöll
skattlagningar, opinberrar verð-
landsbyggðina og má í því sam-
bandi nefna að viðkomur skipa
félagsins á s.l. ári í Vestmannaeyj-
um voru 109, Akureyri 95 og á
Siglufirði 49. Þá hefur félagið
bætt mjög aðstöðu sína á landi
víðs vegar á þeim viðkomustöðum
sem mest er komið til, eins og t.d.
Kjartan Jónsson
lagningar á vöru og þjónustu at-
vinnuveganna og vegna upplýsinga-
skyldu við stjórnvöld svo eitthvað sé
nefnt. Síðast en ekki sízt væri
nauðsynlegt að gangverðs- eða vísi-
tölureiknisskil væru nothæf og
samanburðarhæf milli landa.
Pramlegð fyrirtækisins
ofmetin vegna
vanmetinnar vörunotkunar
Ólafur Haraldsson, forstjóri Fálk-
ans hf., fjallaði um reynslu Fálkans
af vísitölureiknisskilum og niður-
stöðum þeirra í samanburði við
hefðbundin reiknisskil til skatts.
Sýndi Ólafur með línuritum muninn
á helztu reiknistölum Fálkans,
1976—1978, miðað við hefðbundin
á Akureyri, þar sem Oddeyrar-
skáli hefur verið tekinn að fullu í
notkun, en flatarmál hans er alls
3200m2 að viðbættu 3900mz úti-
svæði.
Annars má segja um strand-
flutninginn að við búum við mjög
einkennilega samkeppni frá
Skipaútgerð ríkisins. Á s.l. ári
greiddi ríkið um 10 þúsund krónur
með hverju tonni sem flutt var
með Skipaútgerðinni og á þessu
ári má gera ráð fyrir að niður-
greiðslurnar nemi 15—20 þúsund-
um.
Hvað með nýja skrifstofuhús-
næðið í Reykjavík?
„Það er unnið á fullu við fram-
kvæmdir þar og ein deild félags-
ins, þ.e. tölvudeildin, er þegar flutt
inn. Búist er við að hægt verði að
flytja inní nýja húsnæðið að
mestu um næstu áramót og mun
þá öll aðstaða batna stórlega hér,
sérstaklea með tilliti til hagræðis
fyrir viðskiptavini félagsins. T.d.
verður afgreiðslusalurinn fluttur
niður á jarðhæð, þar sem aðstaðan
verður í alla staði mun rúmbetri
og hagkvæmari.
reiknisskil annars vegar og vísitölu-
reiknisskil hins vegar.
I þessum samanburði kom greini-
lega fram að framlegð fyrirtækisins
væri ofmetin vegna vanmetinnar
vörunotkunar. Þar sem fyrningar
fyrningar væru stórlega vanmetnar
vegna hraðhækkandi endurkaups-
verðs fjármuna, væri hagnaður fyrir
tekjuskatt ofmetinn þrátt fyrir
hagnað af óverðtryggðum skuldum.
Tekjuskattur væri af þessum sökum
ofmetinn og hátt hlutfall hagnaðar
hefði farið til arðgreiðslna. Þannig
verður of lítill hagnaður eftir í
fyrirtækinu til nauðsynlegrar endur-
nýjunar birgða og fastafjármuna. Á
þennan hátt rýrnaði staða fyrir-
tækisins sífellt og nefndi Ólafur, að
nánast ómögulegt hefði verið að
viðhalda sama birgðamagni vegna
hins síhækkandi endurkaupsverðs
birgða, sem ekki fengist leiðrétt í
skattauppgjöri.
Kvað Ólafur nokkuð augljóst að
atvinnureksturinn hagnaðist ekki á
verðbólgunni, eins og margir kynnu
að halda, heldur væri hún á góðri
leið með að koma honum á vonarvöl.
Sýndu dæmi hans um rekstraraf-
komu Fálkans s.l. þrjú ár, að gagn-
gerra endurbóta er þörf á reiknis-
skilum og skattalögum, þannig að
reikningar sýni raunverulega út-
komu í stað þeirra villandi upplýs-
inga, sem hefðbundin reiknisskil
gefa í þeirri öru verðbólgu, sem
Islendingar búa við.
fiendi næst að
miða við kaupmátt
vísitölu verðs vöru
og þjónustu
Erindi Árna Vilhjálmssonar
prófessors fjallaði um tvær aðferðir
við vísitölureiknisskil, aðferð sem
kennd er við stöðugan kaupmátt og
gangverðsreiknisskil. Aðferð stöðugs
kaupmáttar miðar að því, að sérhver
liður efnahags- og restrarreiknings
sé tjáður ídkrónum með sama kaup-
mætti. Væri hér hendi næst að miða
kaupmátt við vísitölu verðs, vöru og
þjónustu. í gangverðsreiknisskilum
beinist athyglin hins vegar fyrst og
fremst að verðbreytingum þeirra
sérstöku gæða, sem fyrirtækið notar.
Lýsti Arni tæknilegri framkvæmd
þessara tveggja aðferða og gerði
samanburð á notkun þeirra og gildi.
Fór hann einnig nokkrum orðum um
þróun þessara mála í Bretlandi, en
Bretar eru á góðri leið með að
innleiða vísitölureiknisskil, eins og
kom fram í máli Christophers Lowe
áður.
Almennt kom fram í erindi Árna,
að gangverðsreiknisskil væru það
sem koma skyldi að hans mati.
Þannig væru ársreikningar leiðréttir
fyrir verðbreytingum á gæðum þeim,
sem fyrirtækið notar.
Hins vegar taldi Árni meiri vanda
á höndum hér á landi vegna fámenn-
is og smæðar fyrirtækja. Væri þann-
ig kostnaðarsamt að viðhalda þeim
fjölda vísitalna sem nota þyrfti við
útreikning endurkaupsverðs. Rétt
væri að fylgjast náið með þróun
mála erlendis og hagnýta sér þá
reynslu sem fengist. Taldi hann
Verzlunarráðið og Félag löggiltra
endurskoðenda þurfa að hafa frum-
kvæðið.
Varðandi skattamál taldi Árni, að
þegar hefði verið stigið spor í rétta
átt með því að leggja tekjuskatt á
rauntekjur. Herzlumuninn vantaði
á, að tekjustofn íslenzkra fyrirtækja
mætti teljast grundvallaður á raun-
tekjum og væri einkum tvennt ógert
í því sambandi:
— Að heimila frádráttarlið í ætt
við álag á kostnaðarverð seldra vara.
Einföld leið væri sú að heimila
skattfrjálsa upphækkun einhverrar
vísitölu altæks verðlags.
— Hyggja nánar að meðferð
vaxta og vaxtaígildis í samhengi við
það hagræði eða óhagræði, sem
fyrirtæki hefur af stöðu peningaliða,
svo að greint væri milli verðrýrnun-
ar og vaxta, þannig að einungis
vextir en ekki verðrýrnun teldist til
tekna og gjalda.
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
Umsjón: Sighvatur Blöndahl
Kjartan Jónsson nýr starfsmaður markaðsdeildar Eimskips:
„ AðaMutverk deildarinnar er
sölu- og upplýsingastarfsemi”
-s