Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ1979
17
það séu ótó ein“ (enn tilvitnun í
áðurnefnda grein) sem stillt hafi
verið í ráðherrastóla. í fjarska
sýnist það einfaldast, að ríkis-
sjóður sjálfur eigi ráðherrabílana,
Með því fyrirkomulagi sem er í
dag, þá greiðir ríkissjóður allan
rekstrarkostnað ráðherrabifreið-
ar, ríkisjóður lánar 35—40% af
bílverði á vöxtum, sem „lætur
nærri að (þeir vextir) séu þeir
sömu og ríkissjóður greiðir af
yfirdráttarskuld sinni hjá Seðla-
bankanum", eins og segir í áður
tilvitnaðri Mbl. grein. Ennfremur
mun í þessum nýju reglum gert
ráð fyrir, að ríkissjóður greiði
eigendum fyrir afnot af bifreiðun-
um og mun sú greiðsla eiga að
svara til 10% afskriftar bifreiðar
á endurkaupsverði. Þegar ríkis-
sjóður innir allar þessar greiðslur
af hendi, þá er það a.m.k. fyrir
mér óljóst, hvernig það getur veið
óhagstæðara fyrir ríkissjóð að
eiga bílana sjálfur. En það hefur
komið fram í umræðum, að
útreikningar sýni, að það sé hag-
stæðara fyrir ríkissjóð, að
ráðherrar eigi bílana sjálfir, ríkis-
sjóður sjái um rekstur þeirra, láni
til bílakaupanna og greiði síðan
fyrir afnotin af bílunum með
verðbólgutryggðu afskriftagjaldi.
Mér finnst endilega, að það gæti
verið fróðlegt að fá þennan
útreikning birtan opinberlega.
En það er tvennt við þessar nýju
reglur, sem vakti athygli mína. Að
því er varðar lánakjörin, þá vekur
athygli orðalagið „lætur nærri".
Svo virðist sem ríkissjóður taki
ián hjá Seðlabankanum (með
auknum yfirdrætti) á hærri
vöxtum en hann (ríkissjóður)
síðan endurlánar til ráðherra.
Ríkissjóður borgar sem sé með
láni til ráðherra ainhvern ákveð-
inn vaxtamismun. Ætli sá vaxta-
mismunur eigi að teljast til tekna
hjá lántakanda, sbr. ákvæði 58. gr.
nýju skattalaganna um óvenjuleg
skipti í fjármálum?
Hitt atriðið sem athygli mína
vakti er reglan um peningalega
greiðslu úr ríkissjóði á 10%
afskrift bifreiðar á endurkaups-
verði. Flesta mun reka minni til,
að á s.l. ári ráku aðstandendur
núverandi ríkisstjórnar mikinn
áróður gegn því, sem þeir kölluðu
skattfríðindi atvinnurekstrarins í
landinu. En þau fríðindi áttu að
vera fólgin í því, að atvinnu-
rekstraraðilum var heimilað að
telja sem rekstrarútgjöld sérstaka
afskrift og sem kölluð var
verðhækkunarstuðull afskrifta. Þó
engan veginn væri fullnægjandi,
m,a. vegna mistúlkunar við fram-
kvæmd, þá var þessi
verðhækkunarstuðull afskrifta
örlítil tilraun löggjafans til að
færa afskriftirnar — greiðslunar
fyrir afnotin — nær endurkaups-
verði þeirra eigna sem afskrifaðar
voru. Ef verðhækkunarstuðull
mælir allar verðhækkanir, þá gæti
hann í reynd verið það sama og
afksrift af endurkaupsverði. Slík
afskrift var í augum núverandi
ráðamanna þjóðarinnar af hinu
illa þegar atvinnufyrirtæki áttu í
hlut, því þessar afskriftir táknuðu
minni tekjur fyrir ríkiskassann.
Og fyrsta verk núverandi ríkis-
stjórnar var að búa til afturvirk-
andi lög, þar sem þessar sérstöku
afskriftir voru felldar niður við
álagningu sérstaks skatts á s.l.
hausti og síðan var þessi
verðhækkunarstuðull afksrifta
felldur niður með öllu við álagn-
ingu yfirstandandi árs. En svona
verðhækkunarstuðull afskrifta
virðist vera af hinu góða, þegar
sækja á beinharða peninga-
greiðslu í ríkiskassanum fyrir
afskrift af ráðherrabíl.
Og í lokin: Peningagreiðsla úr
ríkissjóði fyrir afskrift af
ráðherrabíl — eru það skattskyld-
ar leigutekjur af bifreið?
Læt ég hér þá staðar numið, en
væntanlega fæst svar við þessari
síðustu spurningu minni svo og
öðrum, er settar hafa verið fram í
þessu greinarkorni.
Reykjavík 28. júní 1979.
Sigurður Tómasson.
líkt og færleikur er nútíma hesta-
manni.
Lokaorð
Ef einkabílum fækkaði verulega
á götum Reykjavíkur yrði borgin
vinalegri, jafnvel þótt fjölga yrði
strætisbílum nokkuð, sem hver og
einn leysti 50 til 60 einkabíla af
hólmi. Þetta yrði neytendum
raunhæf kjarabót og bætti
geðheilsu margra.
Ymsir mundu segja að niður-
greiðslur borgarsjóðs væru þegar
yfrið nógar þótt umsvif Strætis-
vagna Reykjavíkur væru ekki
aukin. Þá er því að svara að nýting
strætisvagna ykist og slit á götum
minnkaði. Kynni svo að fara að
halli og ábati borgarsjóðs vægi
salt. Enn er ótalið sem mestu
varðar, örkuml og dauðsföll í
umferðinni yrðu fágætari. Mál er
að linni.
Væri ekki tímabært af lofa
einkaframtaki að spreyta sig á að
flytja fólk um götur Reykjavíkur.
Það gafst vel fyrrum. Hinn ágæti
forstjóri Strætisvagna Reykja-
víkur, Eiríkur Ásgeirsson, sæmdi
sér vel sem forstjóri slíks félags.
Nefndir og ráð yrðu honum þá
ekki fjötur um fót.
Jón Á. Gissurarson.
BK
Teppi i sérflokki
Aöeins það besta er nógu gott.
Verö viö allra hæfi.
„r ... e\
FRIÐRIK BERTELSEN,
LÁGMÚLA 7, SÍMI 86266
OOOO^®
EIGENDUR
VOLKSWAGEN OG AUDI BIFREIÐA
Verkstæði okkar verður lokaö vegna sumar-
leyfa frá 16. júlí til 13. ágúst.
Þeir sem þurfa 1000 km uppherslu og skoöun á nýjum
bílum hafi samband viö afgreiöslu verkstæðisins.
Einnig veröur leitast viö aö sinna minni háttar og
nauösynlegustu viögerðum.
Viö viljum einnig vekja athygli viöskiptavina okkar á
því aö eftirtalin Volkswagenverkstæöi veröa opin á
þessum tíma:
Bílaverkstæöi Jónasar, Skemmuvegi 24, sími 71430.
Vélvagn, bílaverkstæöi, Borgarholtsbraut 69, Kópa-
vogi, sími 42285.
Bílaverkstæöi Björn og Ragnar, Vagnhöföa 18, sími
83650.
Bíltækni h.f., Smiöjuvegi 22, Kópavogi, sími 76080.
Smurstöð okkar
verður opin eins og venjulega.
HEKLA HF.
Laugavegi 170—172 — Sími 21240