Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1979 33 vörum eða annarri þjónustu, t.d. í matvöruverslunum eða veitinga- húsum, er áfengissalan oftast arðvænlegust og önnur starfsemi verður meira og minna háð sölu áfengis. Ef ekki er gripið inn í þetta með sérstökum aðgerðum, styrkir áfengissala bæði nytsöm og vinsæl fyrirtæki og tengist þeim þannig stjórnmálalega. Ég vildi gjarnan spyrja danska þátt- takendur hvernig þeir héldu að kaupmenn í Danmörku tækju því, ef þingið ætlaði að lögleiða sams konar einkasölu á áfengi og er í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi? Hér er enn einn óskynsamlegur þáttur, sem vinnur gegn skynsamlegri áfengismálastefnu. Reynslan sýnir, að skoðanir, sem bundnar eru hagsmunum, eiga yfirleitt greiðan aðgang að fjölmiðlum. Hagsmunahópar tengja sig oft misjafnlega trúverð- um sérfræðingum og gera allt sem þeir geta til að sýnast traustvekj- andi og ábyrgir í málflutningi sínum. Þeir sem hagnast á áfengissölu eiga drjúgan þátt í að láta umræður um áfengismál fá á sig yfirbragð hugmyndafræðilegra gervideilna. Engin lög — engin lögbrot Það eru til rök gegn áfengislög- um, sem ekki er hægt að láta sem vind um eyru þjóta. Lögin er hægt að brjóta, og ef það er gert, minnkar virðingin fyrir þeim. Þetta er hægt að segja um öll lög, miklu leyti bundin afstöðu ^g skoðunum, og ég held, að áfengis- löggjöfin hafi sjálf áhrif á afstöðu og skoðanir. Ef samfélagið sýnir í verki, að það leitist við að vinna gegn áfengisbölinu, mótast við- horf fólks af því. Þó að áfengislög okkar séu ströng, er almennings- álitið andsnúið til að mynda heimabruggi og leynivínsölu. Ég vil þó ekki neita, að til séu gagnstæð áhrif löggjafar. Ég vil leggja áherslu á, að ekki er rétt að gera ráð fyrir, að ströng áfengis- lög auki hættu á lögbrotum. Hvað er til ráða? Að lokum vil ég benda á nokkur atriði, sem ættu að vera í skyn- samlegri áfengismálastefnu. Ég miða við ástandið í Svíþjóð og gegn því, sem ég sting upp á, eru tæpast til alvarleg rök. 1. Verð áfengis stígi sjálfkrafa í hlutfalli við aukningu dýrtíðar. Það er engin ástæða til kerfis sem gerir ráð fyrir skyndi- hækkunum öðru hverju. Slíkt leiðir til hömstrunar og sveiflu- kenndra neysluhátta. 2. Bannað verði sterkt öl. Það er drykkur, sem ekki var til í Svíþjóð fyrir 1955, en þá leyfð- ur til að stuðla að minni neyslu sterkra drykkja en meiri neyslu hinna veikari. Nú kemur sterka ölið að nokkru í staðinn fyrir milliölið sem ekki er selt leng- ur. Sterka ölið dregur fólk að vínbúðum og veldur sennilega aukinni sölu sterkra drykkja. en tvímælalaust eru mörg óvenju- lega góð dæmi um slíkt á sviði áfengismála. Hættan á, að lögin séu almennt brotin, veldur aðal- örðugleikunum við smíði virkra áfengislaga. Menn verða þó að gera sér ljóst, að hættan á stórfelldum brotum, heimabruggi, smygli, leynivínsölu o.s.frv., hefur ætíð verið notuð sem röksemd gegn áfengislaga- setningu, jafnvel hinni bestu og árangursríkustu. Röksemd, sem alltaf má beita, verður að gjalda varhuga við; samhengi hluta er ekki einfalt. Það getur farið svo, að ströng áfengislög minnki frem- ur en auki ekki ólöglega meðferð áfengis. Aðalrökin gegn skömmtunarkerfinu í Svíþjóð voru þau, að það gæti tilefni til leyni- vínsölu. En þegar skömmtunin var afnumin, kom í ljós, að leynivín- sala jókst stórum. Orsök þess getur hafa verið sú, að frjáls áfengissala olli aukinni neyslu, aukinni eftirspurn eftir áfengi, sérstaklega meðal stór- neytenda. En ég get hugsað mér, að það séu einnig til aðrar skýr- ingar á þessu. Löghlýðni fólks, þegar um áfengi er að ræða, er að 3. Afnema ber tollfrjálsa áfengis- sölu til áhafna og farþega í millilandaferðum. Við getum byrjað með slíkt innan Norður- landa. 4. Hindra ber, eins og mögulegt er, framleiðslu, innflutning og sölu á nýjum áfengum drykkj- um. Reynslan sýnir, að nýjar drykkjuvenjur bætast við þær, sem fyrir eru en koma ekki í staðinn fyrir þær. Þessar tillögur ættu að vera óumdeilanlegar, með hliðsjón af félagslegum viðhorfum. Ég sleppi því að benda á framtíðarverkefni, t.d. skráningu áfengiskaupa og bann við sölu til ofdrykkjumanna, en ég veit að margir áhugamenn eru tortryggnir á slíkt. Þau atriði, sem ætti að geta orðið samstaða um, eru nógu mikilsverð. En við verðum að gera okkur ljóst, að meðan einhverjum þykir áfengi eftirsóknarvert, og á meðan einhverjir hafa hagnað af áfengis- sölu, þá munu einnig uppi hafðar þær skoðanir, að best muni að draga úr tjóni af völdum áfengis með því að hafa það ódýrt og sem víðast á boðstólum. Óskhyggjan er oft síðasta haldreipi mannsins. Er að ganga í Selá — Þetta hefur nú farið rólega af stað hjá okkur, en þó ekki verið verra en gengur og gerist, hér gengur laxinn ávalt frekar seint. I morgun voru 11 laxar komnir á land, en áin var opnuð fyrir veiði 2. júlí, sagði Þorsteinn Þorgeirsson á Ytri-Nýpum í Vopnafirði í spjalli í gærdag. Sagði Þorsteinn að áin hefði verið mjög vatnsmikil að undan- förnu og gruggug var hún í síðasta mánuði. En hún hefur verið tær og vel til veiða fallinn þá fáu daga sem veitt hefur verið til þessa. Laxarnir sem á land hafa komið hafa verið 10-14 pund og allir lúsugir. Ekki hefur mikill lax sést í ánni, en lúsin bendir til þess að töluvert sé þó farið að ganga í ána. 6 stangir eru leyfðar í Selá. Utlendingar í Norðurá Fyrsti útlendingáhópurinn er að veiðum í Norðurá í Borgar- firði. Mbl. fékk þær upplýsingar í veiðihúsinu, að nú viðraði nokkuð vel til veiða, skýjað en þurrt. Hefur slíkt veður verið þar að undanförnu ef frá er talinn mánudagurinn, en þá var úrhellisrigning. Útlendingarnir hófu veiðar á mánudaginn og veiða fram til dagsins í dag, en hver hópur er þrjá daga í ánni. Útlendingarnir, sem eru Englendingar og Ameríkanar, hafa veitt nokkuð vel að undan- förnu, talið var að veiðst hefðu milli 30 og 40 fiskar. Þessir eins og flestir aðrir útlendingar, veiða einungis á flugu, og veiða þeir síst minna en Islendingar, þó þeir beiti maðkinum einnig. Vinsælasta flugan til þessa er Colle Dog, og hafa flestir fisk- arnir veiðst á hana, en einnig nýtur Black Doctor mikilla vin- sælda. Islendingarnir sem voru í sí- ðasta innlenda „hollinu" veiddu dável, eitthvað rétt innan við 80 fiska. Þess ber þó að geta að þá voru 14 stengur í ánni en nú, á útlendingatímanum eru aðeins 8 stengur leyfðar. Eins og áður sagði viðrar þokkalega til veiða, hins vegar er vatnið í ánni í minna lagi, en það ku ekki standa veiðimönnum fyrir þrif- um. Víða góð silungsveiði Það er stutt að sækja góða silungsveiði frá Reykjavík, sil- ungsveiði þar sem engan fyrir- vara þarf til að tryggja sér veiðileyfi ög einnig eftir atvikum ódýr. Það er t.d. stutt í Elliðavatnið. Þar hefur veiðst mjög vel að undanförnu, en vorkuldarnir gerðu það að verkum, að lítið var þar að hafa allan maímánuð. Eftir að hlýna tók, tók veiðin mikinn kipp og margir hafa veitt í soðið og vel það á þessum slóðum. Bleikjan í Elliðavatni er mjög falleg og vel haldin, yfir- leitt 1—2 pund. Flestir sem veiða eitthvað að ráði í Elliðavatni, veiða á flugu en veiði getur verið misjöfn. Af góðum flugum í Elliðavatni má nefna Tiel and Black, Tiel and Red, Mallard and Claret, Black Zulu og fleiri auð- vitað. Ein er góð í dag og önnur á morgun. Enn styttra frá höfuðborginni (fer reyndar eftir því hvar í Reykjavík búið er) er smávatn að nafni Vífilsstaðavatn, en nú orðið er hægt að fá keypt veiði- leyfi í vatnið. Áður var það lokað. Þarna er svipuð bleikja og í Elliðavatni, 1—2 punda. Hún tekur fluguna best oftast nær. Bæðí við Vífilsstaðavatn og Elliðavatn er ótrúlega mikil náttúrufegurð og kyrrð og ró, miðað við hve skammt vötn þessi eru utan borgarmarkanna. Þá hefur veiðin glæðst mjög í Þingvallavatni að undanförnu, en þar var hún mjög lítil framan af vegna kuldanna. Góður mögu- leiki er jafnán á mjög vænni bieikju innan um í Þingvalla- vatni. Veiðileyfi í framangreind vötn liggja á lausu, Vatnsendi, Elliða- vatn, Gunnarshólmi selja leyfi í Elliðavatnið, að Valhöll fást leyfi í Þingvallavatn og á Vífils- staðahælinu má kaupa leyfi í Vífiisstaðavatn. Upplagt er að skreppa i silung milli laxveiði- ferðanna, sem hjá flestum eru allt of fáar á surnri hverju. Má þannig halda sér „volgum". - gg/oj. OSTER skolphreinsitæki fyrir: stærri sem smærri byggðarlög, frystihús, félagsheimili, sjúkrahús, skip og báta G. J. Fossberg, vélaverzlun hf. | Skúlagötu 63 - Reykjavlk \ 330

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.