Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.07.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1979 27 Aldarafmælis Þingeyrar- kirkju í Húnaþingi minnst Þingeyrarkirkja. Gagnger viðgerð hefir nú farið fram á Þingeyrakirkju í Húna- þingi. Kirkjan, sem er aldargömul, reist á árunum 1864 — 1877, er ein af elstu steinbyggingum landsins. Hún er hlaðin úr íslensku grjóti, er ekið var á ís yfir Hópið, er skaflajarnaðir uxar drógu, vestan úr svo kölluðum Ásbjarnarnes- björgum. Aðalhvatamaðurinn að kirkju- byggingunni, var Ásgeir Einsars- son, bóndi og alþm. á Þingeyrum. Kirkjunni var valinn staður á hæð norðvestur við Þingeyrabæinn, þannig að hún sést úr 7 hreppum sýslunnar. Yfirsmiður við kirkjusmíðina var Sverrir Runólfsson, stein- höggvari úr Reykjavík, og telja má nokkuð öruggt, að hann hafi gert uppdrætti að kirkjunni. Inn- réttingar í kirkjuna mun hafa smíðað Þorgrímur Austmann, kunnur kirkjusmíður úr Breiðdal eystra, sem hafði numið erlendis. Við tréverk vann m.a. Friðrik Pétursson, trésmiður en hann málaði kirkjuna að innan. Hann var faðir sr. Friðriks Friðriksson- ar, æskulýðsleiðtogans mikla. Kostnaður við kirkjusmíðina var um 16. þús. kr. Þar af greiddi Ásgeir Einarsson úr eigin vasa 10. þús. kr. I kirkjusjóði voru 6. þús. kr. Til hliðsjónar má benda á, að í fyrstu fjárlögum íslendinga, sem Álþingi samþykkti og tóku yfir árin 1876 og 1877 voru útgjöld áætluð 450 þús kr. Kirkjan, sem er 1 rómönskum stíl, er með þriggja feta þykkum veggjum, 5 bogagluggum á hvorri hlið og hundrað rúðum í hverjum glugga. Hvelfingin er með 1000 gylltum stjörnum. Margt dýrmætra gripa prýða kirkjuna, svo sem altarisbrík úr alabastri. Er hún talin komin frá Nottingham á Englandi á 15. öld og einu mynjarnar, er varðveittst hafa frá hinu forna klaustri. Predikunarstóll í barokstíl, lík- lega hollenskur að uppruna með ártalinu 1696. Áttstrendur skírn- arfontur með himni yfir og þykkri silfurskál. Á honum er ártalið 1697 og áletrun með nafni Lárusar Gottrups, lögmanns að Norðan og Vestan og Katrínar konu hans, en hann sat á Þingeyrum á árunum 1685 — 1721. Margt annara dýr- mætra gripa prýða kirkjuna frá fyrri öldum, svo og síðari tímum. Kirkjan var vígð þann 9. sep- tember árið 1877, 15. S.d. e. Trin og framkvæmdi sr. Eiríkur Briem, prófastur Húnvetninga vígsluna. Þingeyrakirkja er því liðlega aldargömul, en eigi þótti fært, að minnast afmælis hennar fyrr en nú, sakir viðgerðarinnar, er staðið hefir allt til þessa. Sjálf kirkjubyggingin er næsta iítið breytt frá upphaflegri gerð. En nokkrar endurbætkur hafa farið fram á kirkjunni á undan- förnum 100 árum. Upphaflega var á kirkjunni helluþak og var svo fram undir árið 1960, en þá fauk hluti af hellunum af þakinu í ofsaveðri. Var þak kirkjunnar þá koparlagt. Árið 1966 var steingirðing sett umhverfis kirkjuna og kirkjugarð- inn. Drýgsta þáttinn í þeirri framkvæmd átti ólafur Jónsson frá Brekku í Þingi, en hann lagði fram mikið fé til framkvæmdar- innar. Ólafur fluttist ungur til Vesturheims og býr nú í hárri elli í borginni San-Fransiskó í Banda- ríkjunum. Nú hefir kirkjan verið máluð öll að innan og loft einangrað. Einnig hefir rafmagnshitun verið sett upp í kirkjunni. Auk þess hefir upphaflegum ljósahjálmum verið komið fyrir á sinn fyrri stað og Ijósaskyldir hreinsaðir og fægðir. Var Guðrún Jónsdóttir, arkitekt ráðin til þess, að hafa umsjón með verkinu. Naut hún m.a. aðstoðar þjóðminjavarðar Þórs Magnús- sonar. Hlaut kirkjan nokkurn styrk úr Þjóðhátíðarsjóði og Hús- friðunarsjóði til verksins. Að viðgerðinni unnu m.a. Sig- urður Snorrason, málarameistari frá Stóru-Gröf í Skagafirði, Hall- grímur Hansson, trésmiður úr Reykjavík og Gestur Guðmunds- son, rafvirkjameistari á Blöndu- ósi. Auk þess annaðist trésmiðjan Stígandi á Blönduósi smíði á tréverki að hluta. Hátíðarguðþjónusta fór fram í tilefni aldarafmælis kirkjunnar þann 10. júní s.l. er hófst með skrúðgöngu presta og sóknar- nefndar til kirkjunnar. Biskup Islands, herra Sigurbjörn Einars- son, predikaði en sóknarprestur- inn se. Árni Sigurðsson, þjónaði fyrir altari, ásamt sr. Pétri Þ. Ingjaldssyni, prófasti á Skaga- strönd og sr. Hjálmari Jónssyni á Bólstað. Kirkjukór Þingeyrakirkju söng undir stjórn Sigrúnar Gríms- dóttur, organista. Að guðþjónustunni lokinni, flutti Guðrún Jónsdóttir, arkitekt erindi um Þingeyrakirkju. Gat hún að nokkru byggingarsögu kirkjunnar og þeirrar lagfæring- ar, er fram hefir farið undanfarið. Síðan fór fram hátíðarsamkoma í Flóðvangi, þar sem sóknarnefnd Þingeyrasóknar, bauð öllum kirkjugestum til kaffisamsætis. Sóknarpresturinn sr. Árni Sig- urðsson, flutti ávarp og minntist m.a. Ásgeirs Einsarssonar, bónda og alþm. á Þingeyrum, er var frumkvöðull og aðalhvatamaður að kirkjubyggingunni, svo og þeirra, er komið hafa mest við sögu hennar á s.l. 100 árum. Svo sem Jóns S. Pálmasonar, er var kirkjuhaldari og annaðist kirkj- una um 60 ára skeið og dvaldi jafnlengi á Þingeyrum. Hann lést árið 1976. Bændaöldungurinn Sigurður Erlendsson, á'Stóru — Giljá var meðhjálpari kirkjunnar í 53 ár og nær jafnlengi í sóknarnefnd, en hann er nú á 93. aldursári og var þrátt fyrir háan aldur viðstaddur afmælishátíðina. Sr. Þorsteinn B. Gíslason, fyrrv. prófastur í Steinnesi, vígðist ung- ur til Þingeyraklausturspresta- kalls og þjónaði kirkjunni lengur en nokkur annar prestur eða í 45 ár. Kona han frú Olína Benedikts- dótir gengdi organistastörfum við kirkjuna um nokkurt skeið. Frú Hulda Á. Stefásndóttir, fyrrv. skólastýra Kvennaskólans á Blönduósi, bjó ásamt manni sínum Jóni S. Pálmasyni á Þingeyrum um árabil. Var hún organisti kirkjunnar um langt skeið, auk þess sem hún hefur lagt kirkjunni lið á ýmsan hátt á liðnum áratug- um. Voru henni ásamt framan- greindum þökkuð ágæt störf í þágu kirkjunnar. Sr. Guðmundur Þorsteinsson frá Steinnesi, sóknarprestur í Árbæjarprestakalli í Reykjavík, flutti erindi um kirkju og klaustur á Þingeyrum, en Jón biskup Ög- mundarson á Hólum, stofnaði þar fyrsta íslenska klaustrið, er stóð frá árinu 1133 til 1551. Var það af reglu Benedikts frá Nursia. Stóð bókleg iðja þar lengi með miklum blóma. Varð þar til sá arfur íslenskrar menningar-sagnritun- ar, sem um aldir hefir varpað skærustum ljóma yfir land og þjóð. Kveðjur og árnaðaróskir fluttu sr. Pétur Þ. Ingjaldsson, prófast- ur, frú Hulda A. Stefánsdóttir og sr. Sigurður Pálsson, vígslubiskup. Auk þess bárust kveðjur og árnað- ar óskir frá skagfirskum prestum og fyrrv. prófasti sr. Þorsteini B. Gíslasyni og konu hans en þau sáu sér eigi fært að sækja hátíðina. M.a. er sóttu jæssi hátíðarhöld var sonarsonur Ásgeirs Einsarssonar, Magnús Jónsson, bókbindari í Reykjavík, en hann og Ásgeir bróðir hans, er látinn er, höfðu áður fært Þingeyrakirkju að gjöf forna Biblíu, fagurlega innbundna af Magnúsi. Ólafur Magnússon, hreppstjóri á Sveinsstöðum þakkaði gjafir er kirkjunni höfðu borist í tilefni afmælis hennar. Sr. Þorsteinn B. Gíslason og kona hans frú Ólína Benediktsdóttir færðu henni róð- urkross á altari, að gjöf. Kristinn Magnússon, fyrrv. verslunarstjóri á Kleifum og kona hans frú Ingileif Sæmundsdóttir, færðu kirkjunni að gjöf ljósprenun af Guðbrandsbiblíu, en á hana er ritað: Gjöf til Þingeyrakirkju, til minningar um hjónin frá Ægis- síðu á Vatnsnesi, Sigurlaugu Guð- mundsdóttur f. 30. sept. 1853, d. 30. apríl 1927 og Magnús Kristins- son f. 22. sept. 1853, d. 3. okt. 1925 og syni þeirra Guðmund, Ásgeir, Björn, Magnús og Sigþór. Þess má geta, að hjónin Magnús Kristinsson og Sigurlaug Guð- mundsdóttir voru bæði fædd í Þingeyrasókn. Magnús á Hólabaki en Sigurlaug á Refsteinsstöðum og alin þar upp og í Enniskoti í sömu sveit. Þau dvöldu bæði um skeið á Geirastöðum og á Þingeyrum. Þau voru bæði fermd i Ólsenskirkju, en gift í kirkju Ásgreirs á Þingeyr- um. Á árunum 1864 — 1865 vann Magnús, ásamt fleiri sóknarmönn- um við grjótflutning til Þingeyra- kirkju. Þá afhentu systkinin Ingibjörg Lovisa Guðmundsdóttir, Stóra- gerði 26, Reykjavík og Jón Sigurð- ur Guðmundsson, en hann er búsettur í Bandaríkjunum, minn- ingarsjóð um móður þeirra Jór- unni Loftsdóttur, er dvaldi um skeið á Þingeyrum, en hún var fædd 25. október 1897 að Miðhóli í Sléttuhlíð í Skagafirði, dáin 26. maí 1975 í Reykjavík. En hún hefði orðið 80 ára á afmælis ári kirkjunnar. Þau systkinin eru bæði fædd á Þingeyrum og skírð í Þingeyrakirkju. „Sjóðurinn er stofnaður í þeim tilgangi, að aðstoða við viðhald kirkjunnar á Þingeyrum í Austur-Húnavatns- sýslu, svo og umhverfi kirkjunnar, svo framarlega, sem það er í eigu kirkjunnar," eins og segir í stofn- skrá sjóðsins. Stofnfé sjóðsins er kr. 400.þús. Kvenfélag Sveinstaðahrepps gaf 6 kirkjustóla í kór, til notkunar m.a. við fermingarathafnir. Sigurður Erlendsson á Stóru-Giljá færði kr. 500. þús — til viðhalds kirkjunni. Guðrún Jónsdóttir arkitekt, sem alin er upp á Þingeyrum, gaf kirkjunni alla vinnu sína við kirkjuna. Kvenfélagskonur í Svein- staðahreppi, er sáu um veitingar gáfu andvirði þeirra. Margar aðrar gjafir bárust kirkjunni í munum, peningum svo og áheitum. Öllum þeim er hér áttu hlut að máli voru fluttar þakkir. A þessum hundrað árum hafa sex prestar þjónað Þingeyrakirkju en þeir eru: sr. Eiríkur Briem, sr. Hjörleifur Einarsson, sr. Þorvald- ur Ásgeirsson, sr. Bjarni Pálsson, sr. Þorsteinn B. Gíslason og nú- verandi sóknarprestur sr. Árni Sigurðsson. I sóknarnefnd Þingeyrasóknar eru: Ólafur Magnússon, bóndi og hreppstjóri á Sveinsstöðum, for- maður, frú Guðrún Vilmundar- dóttir í Steinnesi og Erlendur Eysteinsson, bóndi á Stóru-Giljá, gjaldkeri, en hann er jafnframt meðhjálpari. Hátíðahöldin fóru fram í ágætu veðri og sóttu þau auk safnaðar- fólks, fólk víða að úr Húnaþingi, svo og lengra að. amCONCORD 4x4 Amerískí lúxusbfllinn Concord er væntanlegur meó fpórhpóladrifi og hækkaóur Sölumenn okkar taka nú þegar á móti pöntunum og veita nánari upplýsingar Allt á sama staó Laugavegi 118- Simar 22240 og 15700 EGILL VILHJALMSSON HE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.