Morgunblaðið - 11.10.1979, Síða 27

Morgunblaðið - 11.10.1979, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1979 27 Alþýðuflokkur og S jálf stæðis- flokkur verða að fylgja f ram ósk með st jórn — segir Lúðvík Jósepsson form. Alþýðubandalagsins „MÉR FINNST í stöðunni eðlilegt að forsætisráð- herra biðjist lausnar fyrir sig og ráðuneytið, þar sem stjórnin nýtur nú ekki lengur stuðnings meiri- hluta Alþingis. Eg skil vel að lausnarbeiðnin hafi þótt óviðurkvæmileg svona daginn fyrir þing- setningu, eða á þingsetn- ingardaginn sjálfan, en úr þessu á ég von á henni. En ég undirstrika að þetta er algjörlega mál forsætis- ráðherra,“ sagði Lúðvík Jósepsson formaður Al- þýðubandalagsins í sam- tali við Mbl. að lokinni þingsetningu í gær. „Þegar þetta hefur gerzt þykir mér einsýnt að hafnar verði til- raunir til stjórnarmyndunar að nýju og ég tel að nú liggi fyrir nýr meirihluti á Alþingi um það að rjúfa þing og efna til kosninga í desember," sagði Lúðvík. „Alþýðu- flokkur og Sjálfstæðisflokkur verða að framfylgja ósk sinni um kosningar á þessu ári á þennan hátt. Eg fullyrði að það ætti ekki Leiðrétting I tónlistargagnrýni Jóns Ás- geirssonar í blaðinu sl. þriðjudag misritaðist nafn fiðluleikarans, en rétta nafnið er Hlíf Sigurjónsdótt- ir. að verða heilsdagsverk fyrir þessa tvo flokka undir núverandi kring- umstæðum að mynda sína ríkis- stjórn til að rjúfa þing og boða til kosninganna. Að fá óskina upp- fyllta kostar að menn þori að standa við hana.“ 10 kr. dag- sektir á bók Reyðarfirði. 10. okt. BÓKASAFN Reyðarfjarðar hef- ur verið opnað að nýju eftir gagngerðar breytingar. Jósefína Olafsdóttir bókasafnsfræðingur og Guðný Sigurðardóttir bóka- vörður unnu í allt sumar við skráningu og flokkun bóka. Þá var og breytt um útlánakerfi. Hér hefur verið sá háttur á að greitt hefur verið félagsgjald fyrir árið, en nú fáum við út- lánskort og ef gleymist að skila bókum fyrir tilsettan tima koma 10 kr. dagsektir á bók. 5000 bækur eru nú i safninu. Boka- safnið var stofnað 14. des. 1924 og fyrsti bókavörður var Sæ- mundur Sæmundsson, Sigurjón Gíslason formaður og meðstjórn- andi Jón Pálsson og Ferdinand Magnússon. Þá voru greiddar 6 kr. fyrir árið og fyrstu tekjur eftir árið voru 765 kr. I stjórn bókasafnsins eru nú Karl Ferdinandsson formaður, Jósefína Ólafsdóttir bókasafns- fræðingur og Kristinn Einarsson. Bókasafnið er nú í mjög góðu húsnæði í ráðhúsi hreppsins. Gréta Hörku árekstur í gærkvöldi Allharkalegur árekstur varð í gærkvöldi við Elliðavoginn er tveir fólksbílar rákust þar saman og stórskemmdust eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Ekki munu hafa Orðið alvarleg slyS á fÓlkÍ. Lió«mynd JúHus SIKurjón8««n. Cr einni ferð Útivistar, leirbað í Landmannalaugum. Ljósmynd Jón I. Bjnrna«,n Haustferd Útivistar f arin um næstu helgi HAUSTFERÐ Útivistar í Land mannalaugar, Jökulgil og Hatt- ver verður farin um næstu helgi segir í frétt frá félaginu. Lagt verður af stað á föstudagskvöld og komið til baka á sunnudags- kvöid. Ennfremur segir að náttúru- fegurð Landmannalauga sé al- kunn, en færri þekki fegurð Jökulgilsins og gróðurvina Hatt- vers. Þá er fyrirhugað að ganga á Skalla í ferðinni. Þá verða farnar styttri göngu- ferðir um nágrenni Lauganna, eftir þörfum allra. Landmannalaugar munu einna frægastar fyrir heita sundlaug frá náttúrunnar hendi, en einnig er fyrir hendi leirbað og gufubað. Gist verður lags íslands. i skála Ferðafé- Ritgerðasamkeppni í til- efni 20 ára afmælis EFTA Tæplega fimm milljón króna verðlaun í boði Fríverzlunarsamtök Evr- ópu, EFTA, efna nú til verðlaunasamkeppni til að minnast tuttugu ára af- mælis gildistöku Stokk- hólmssamþykktarinnar um stofnun samtakanna. Af- mælisdagurinn er 3. maí 1980. Verðlaunasamkeppn- in er opin öllum þeim sem áhuga hafa á einingu Evr- ópu. Væntanlegir þátttakend- ur eiga að leggja fram frumsamda ritgerð, sem næst 20 vélritaðar síður, um efni sem snertir verk- efni EFTA og árangur sem samtökin hafa náð á 20 ára ferli sínum, eða þá um framtíðarverkefni þeirra í þágu efnahagslegrar ein- ingar Evrópu. Samkeppnisritgerðir mega vera á hverju eftirtalinna tungumála: Ensku, frönsku, þýzku, finnsku, íslenzku, ítölsku, norsku, portú- gölsku eða sænsku. Ritgerð ber að senda nafnlausa en auðkennda með málshætti eða talshætti. Hann þarf einnig að letra á lokað umslag utan um nafn og heimilis- fang keppanda, sem fylgja skal ritgerðinni. Alþjóðleg dómnefnd, skipuð fulltrúum EFTA-landanna og framkvæmdastjóra samtakanna eftir vali EFTA-ráðsins, dæmir ritgerðimar til verðlauna. Fundir dómnefndar verða lokaðir og val hennar endanlegt. Verðlaunaupphæðin nemur 20 þúsund svissneskum frönkum, eða tæpum fimm milljónum íslenzkra króna, fyrstu verðlaun skulu þó ekki vera lægri en fimm þúsund svissneskir frankar eða um 1,2 milljónir íslenzkra króna. Með þátttöku í samkeppninni fellst keppandi á að EFTA sé heimilt að notfæra sér ritgerð hans vinni hún til verðlauna. Starfsmönnum fastanefnda EFTA-landanna í Genf, embættis- mönnum EFTA-landa sem fjalla beint um málefni samtakanna og starfsliði aðalstöðva EFTA er óheimil þátttaka í keppninni. Rit- gerðirnar skal senda í ábyrgðar- pósti til EFTA Secretariat, 9—11 Rue de Varembé, 1211 Geneve 20, Schweiz, fyrir febrúarlok 1980. Póststimpill sker úr um hvort settur frestur er haldinn. Gítartónleikar í Félagsstofn- un stúdenta þEIR Símon ívarsson og Sieg- fried Kobliza halda gitartónieika í Félagsstofnun stúdenta í kvöld. fimmtudagskvöid. kl. 8.30. Eru þetta síðustu tónleikar þeirra félaga að sinni en þcir halda nú utan til Vínar til frekari tónlist- arnáms. Á efnisskrá tónleikanna verður spænsk tónlist og flamenco-tónlist en báðir hafa þeir lagt sérstaka stund á þess konar tónlist í sínu námi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.