Morgunblaðið - 14.02.1980, Síða 32

Morgunblaðið - 14.02.1980, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980 70% landsmanna biía við hitaveitur Tíu þingmenn Sjálfstæðisílokks, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Matthias Bjarnason, Sverrir Hermannsson, Eyjólfur Konráð Jónsson, Jósef H. Þorgeirsson, Steinþór Gestsson, Pétur Sigurðsson, Salóme Þorkelsdóttir, Egill Jónsson og Halldór Blöndal hafa flutt eftirfar- andi tillögu til þingsályktunar i orkumálum vegna húshitunar: Alþingi ályktar að ríkisstjórnin feli Orkustofnun að gera áætlun um framkvæmdir í orkumálum vegna húshitunar. Skal áætlunin gerð til næstu fjögurra ára og miða að því að • 1) innlendir orkugjafar komi i stað oliu, • 2) ódýrari innfluttur orkugjafi verði nýttur í stað dýrari, • 3) orkunýting verði bætt. Áætlunin skal ná til eftiríarandi verkefna: • 1. Jarðhitaleit. • 2. Framkvæmdir við hitaveitur. • 3. Lagning aðalháspennulína rafmagns. • 4. Styrking rafdreifikerfis. • 5. Sveitarafvæðing, sem ólokið er. • 6. Orkusparandi aðgerðir. í áætlun þessari skal tilgreina kostnað við framkvæmd hennar, og fjármagn það, sem þarf, skal fá með lántökum og beinum framlögum úr ríkissjóði, enda njóti framkvæmdir þessar forgangs. Áætlunargerð þessari skal hraðað og vera lokið ekki síðar en 1. júlí 1980. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins: ORKUSTOFNUN a VESTMANNAEYJAR 64* . NÝTING JARÐVARMA Á ÍSLANDI 1979 ■BD HITAVEITURd' REKSTRI.Í BYG6IN6U AÆTLAÐAR) VW RAFÖRKUSTÖÐVAR (i REKSTRI.I BYGGIN6U.ÁÆTLAÐAR) •O IÐNA6ARFYRIRTÆKI *( í REKSTRI, ÁÆTLU6) A GRÓÐURHÚSASVÆ6I + SUNDLAUGAR Framkvæmdir í orku- málum til húshitunar Hitunar- kostnaður húsa í greinargerð með tillögunni segir m.a.: Tillaga þessi til þingsályktunar er flutt til að bæta úr því ástandi, sem nú er hjá þeim hluta þjóðar- innar sem notar olíu til upphitun- ar húsa. Upphitunarkostnaður þessa fólks er nú svo mikill að óbærilegt er. Til að létta þessar byrðar þarf þegar í stað að auka niðurgreiðslu olíu. En ekki má þar við sitja. Þjóðhagslega varðar mestu að leysa hina dýru orku- gjafa af hólmi svo sem verða má. En til þess þarf tíma. Olíuniður- greiðslan á því að vera bráða- birgðaúrræði til að gera ástandið bærilegt meðan unnið er að fram- búðarlausn, sem er fólgin í hag- nýtingu innlendra orkugjafa í stað olíu. Jafnframt þarf að vinna að því, að sú notkun erlendra orku- gjafa, sem óhjákvæmileg er, verði sem hagkvæmust, hagnýtt verði sem best afgangsorka og gerðar verði ráðstafanir til orkusparnað- ar. Þessi þingsályktunartillaga fjallar um áætlunargerð til þess að unnið verði skipulega og markvisst að þeim framkvæmd- um, sem -nauðsynlegar eru til að koma á sem fyrst frambúðarlausn þess vanda sem hér er um að ræða. Hér er ekki fjallað um fram- kvæmdaráætiun fyrir orkumálin í heild. Tillagan er takmörkuð við þann þátt þeirra, sem varðar upphitun húsa. Hún er um hag- nýtingu jarðvarma í þessu skyni, jarðhitaleit og hitaveitur. Einnig fjallar hún um hagnýtingu orku til upphitunar húsa. Þá er hún um nýtingu ódýrari innfluttra orku,- gjafa í stað dýrari. Enn fremur tekur tillagan til bættrar orkunýt- ingar, svo sem hagnýtingar af- gangsorku og bættrar einangrun- ar húsa. En hér er ekki fjallað um áætlanir um virkjun fallvatna til framleiðslu raforku heldur er hér fengist við verkefni, sem vinna þarf til þess að framleidda orku megi hagnýta til upphitunar húsa eftir því sem hagkvæmt þykir. Hins vegar hafa að sjálfsögðu framkvæmdir, sem tillaga þessi varðar, svo sem lagning aðalhá- spennulína og styrking rafdreifi- kerfis, jafnframt gildi fyrir al- menna heimilisnotkun og iðnað. Tillaga sú til þingsályktunar, sem hér er lögð fram, snýr að verkefni sem vinna þarf til að ná tilteknum markmiðum, sem varða upphitun húsa í landinu. Skal nú gerð grein fyrir eftirfarandi verk- efnum, sem gert er ráð fyrir að framkvæmdaáætlun sú, sem til- laga þessi fjallar um, nái til: Jarðhitaleit Um 70% landamanna búa nú við hitaveitu. Gert er ráð fyrir, miðað við þekkingu á jarðhita- möguleikum nú, að 80% af íbúum landsins geti fengið hitaveitur. Fyrir fjórum árum bjuggu um 53% landsmanna við hitaveitu. Sýnir þetta miklar framfarir á skömmum tíma. En betur má ef duga skal. Mestur hluti þess jarðvarma, sem nýttur hefur verið til þessa, er fenginn á lághitasvæðum. Er þetta einkum vegna þess að lág- hitasvæði eru yfirleitt betur í sveit sett en háhitasvæði, en einnig vegna þess að varmi lág- hitasvæða er aðgengilegur til beinnar nýtingar og hentugri við upphitun húsa en gufa eða vatn frá háhitasvæðum. Til hagnýtingar á jarðvarma þarf umfangsmiklar aðgerðir. Kemur þar fyrst til sjálf jarðhita- leitin, rannsóknir og boránir. Áð- ur en boranir eru gerðar á ein- hverju jarðhitasvæði er nauðsyn- legt að gera ýmsar rannsóknir. Fer það eftir aðstæðum, hversu yfirgripsmiklar slíkar forransókn- ir þurfa að vera. Við slíkar rannsóknir er beitt þeim aðferðum í jarðfræði, jarðeðlisfræði og jarð- j efnafræði, sem nauðsynlegar eru ýmist til upplýsinga um hvar sé að vænta jarðhita eða til að ákvarða sem best legu, stærð og hitastig jarðhitakerfis á staðbundnu jarð- hitasvæði. Síðan þurfa að koma til rannsóknaboranir til viðbótar yfirborðsrannsóknum til að fá upplýsingar um raunverulegt hitastig, vatnsæðar og afkasta- getu tiltekins jarðhitasvæðis. Þó að jarðhitarannsóknir sjálf- ar séu grundvöllurinn eru vinnslu- boranir eftir heita vatninu fyrir- ferðarmestu framkvæmdirnar í jarðhitaleitinni. Vinnsluborunum hefur fleygt fram á síðari árum. Aukin tækni og bættur tækjakost- ur hefur gert þetta mögulegt. Nauðsynlegt er að hraða þessum framkvæmdum svo ekki verði óþarfadráttur á því, að jarðvarm- inn verði hagnýttur hvar sem við verður komið. Mikill kostnaður fylgir þessu og ekki fyrir fram víst um árangur í hverju tilfelli. Samt er réttlætanlegt að leggja í hinn mikla kostnað þar sem svo mikið er í húfi. Það verður að leita af sér allan grun um hagnýtanlegan jarðvarma, þar sem hann er lang- samlegasta hagkvæmasta lausnin til upphitunar húsa. En eftir því sem frumrannsóknir jarðhitaleit- arinnar eru vandaðir geta boranir verið hnitmiðaðri og minni sú fjárhagslega áhætta sem jafnan er samfara borunum. Með tilliti til þessa er ljóst, hve mikilvægt er að gera áætlun um framkvæmd þeirra verkefna, sem nú kalla að í jarðhitaleitinni, svo að þeim verði unnið með sem markvissustum og skipulegustum hætti. Hitaveitur Ekkert er mikilvægara en að hagnýtanlegur jarðvarmi verði tekinn í gagnið svo fljótt sem verða má til upphitunar húsa. Þjóðhagslega er ekkert brýnna en hitaveituframkvæmdir. Um 20 hitaveitur hafa nú verið stofnsett- ar víða um landið og eru þær nær allar í eigu sveitarfélaga. Hita- veita Suðurnesja, sem tók til starfa árið 1978, er að því leyti sérstæð, að hún er sameign ríkis og sveitarfélaga. Orkubú Vest- fjarða, sem tók til starfa í ársbyrj- un 1978, er einnig sameign ríkis og sveitarfélaga. En hlutverk þess er bæði að annast vinnslu og dreif- ingu raforku svo og að byggja og reka hitaveitur. Koma þarf í veg fyrir að erfiðleikar fjárhagslega veikra sveitarfélaga hamli eða seinki hitaveiturframkvæmdum. En mál þetta varðar fleira en jarðvarmaveitur. Á þéttbýlis- | stöðum víðs vegar um landið, þar sem jarðvarmi er ekki fyrir hendi, þarf einnig að gera gangskör að því að koma upp hitaveitum. Hér er um að ræða hitaveitur sem hafa annan orkugjafa en jarðvarma. Á þessum stöðum þurfa að vera fjarvarmakerfi með kyndistöð. Er þá reiknað með tvöföldu vatns- dreifikerfi. Þetta verður þó að vera með þeim fyrirvara, að ekki sé fyrir hendi eitthvert sérástand, svo sem að þéttleiki byggðarinnar valdi því, að á einhverjum þéttbýl- isstöðunum eða hluta þeirra verði styrking rafdreifikerfis hagkvæm- ari framkvæmd og því réttara að hafa þar beina rafhitun en óbeina. Gert er ráð fyrir, að kyndistöðv- arnar séu rafkyntar og kyntar með olíu eða öðrum orkugjöfum, svo sem kolum. Slíkar fram- kvæmdir eru einnig mjög mikil- vægar þjóðhagslega, þar sem slíkar hitaveitur geta hagnýtt afgangsrafmagn frá orkuverum landsins og afgangsvarma frá verksmiðjunr og kælivatn dísil- véla. Er þá ónefndur sá mikli kostur, að olía, sem kyndistöðvar slíkra hitaveitna nota, er miklu ódýrari en sú sem ella er notuð til upphitunar húsa, þar sem notuð er svartolía, en ekki gasolía. Hitaveitur með kyndistöðvum þurfa að koma til, þó að ekki sé fullreynt nema jarðvarmi kunni að finnast á viðkomandi stað. Það kann að minnsta kosti sums stað- ar að verða seint endanlega úr því skorið. Hafa verður í huga, að það, sem kann að teljast óhugsandi í dag, kann síðar að verða mögulegt vegna bættrar tækni og rann- sókna. Ef jarðvarmi finnst þannig síðar er búið að búa í haginn fyrir notkun hans, því að vatnsdreifi- kerfi hitaveitu er fyrir hendi. Ekkert mælir því með frestun slíkra framkvæmda sem hér um ræðir. Kostirnir eru einsæir. Nú þegar hefur verið hafin starfsemi hitaveitu með kyndistöð á Isafirði og í undirbúningi er slík framkvæmd á Höfn í Hornafirði. Varðar nú miklu, að slíkar fram- kvæmdir komi til annars staðar í landinu þar sem þær eiga við. Framkvæmdir við hitaveitur, sem tillaga þessi fjallar um, er þeim mun stærra átak í orkumál- um landsins þar sem um er ræða allar hitaveitur, hver sem orku- gjafinn er. Aðalháspennulínur Eitt meginverkefni á undan- förnum árum hefur verið sam- tenging landsins í eitt raforku- kerfi. Af hagkvæmni- og öryggis- ástæðum þarf að tengja saman orkuver landsins í eitt aðalorku- flutningskerfi og reka þau í full- komnum samrekstri með fyllstu nýtingu orkugjafa, mesta rekstr- aröryggi og lægsta vinnslu- og flutningskostnað fyrir augum. Mikið hefur áunnist í þessum efnum með tilkomu Norðurlínu og Austurlínu. Og treysta verður því, að á þessu ári ljúki lagningu Vesturlínu, svo sem ráð er fyrir gert nú. En mikið er enn ógert í þessum efnum. Sumar byggðir hafa ekki enn verið tengdar landskerfinu og raforku verður þess vegna að framleiða með dísilvélum. Ýmsar línur í aðalorkuflutningskerfinu eru enn ólagðar. Tryggja þarf innbyrðis samræmi í heildarflutn- ingskerfinu varðandi öryggi gegn línubilunum þannig að einum hluta þess sé ekki að marki hættara við bilunum en öðrum. Það eru slík verkefni sem þessi sem nauðsyn er að vinna skipulega og markvisst að samkvæmt fram- kvæmdaáætlun þeirri sem tillaga þessi gerir ráð fyrir. Styrking rafdreifikerfis Rafvæðingu sveitanna, sem hófst að verulegu marki fyrir um það bil aldarfjórðungi, er nú svo langt komið, að samveitur ná nú til um 98% allra sveitabýla í landinu. Rafvæðing sveitanna hef- ur kostað mikið fé, sem hefur komið frá ríkinu gegnum Orkusjóð sem óendurkræft framlag. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á að koma sem flestum notendum í samband við samveitur. í mars 1979 samþykkti Orkuráð að leggja til við iðnaðarráðherra, að hafist verði handa um að styrkja rafdreifikerfið í strjálbýli hér á landi til þess að það geti flutt rafmagn er nægi til al- mennra heimilisnota í sveitum, fullrar hitunar húsa með raf- magni og búnota hvers konar svo og til margvíslegra annarra nota í strjálbýli, svo sem þjónustu og minni háttar iðnaðar. Samþykkt Orkuráðs var gerð á grundvelli ítarlegrar athugunar á dreifikerfi sveitanna og leiðum til að auka flutningsgetu þess, sem ráðið lét gera og byrjað var á síðla árs 1976. Þessi samþykkt tók til verks, sem áætlað var að kostaði 8800 millj- ónir króna á verðlagi í byrjun árs 1979. Má með sanni segja, að sú styrking rafdreifikerfisins í strjálbýli, sem hér um ræðir, megi með nokkrum rétti kallast önnur rafvæðing sveitanna. En styrking rafdreifikerfis er ekki bundin við sveitirnar. Þar sem sérstakar aðstæður á þéttbýl- isstöðum gera beina rafhitun hag- kvæmari en óbeina þarf að styrkja innanbæjarkerfi viðkomandi stað- ar. Þetta er eitt hinna mikilvægu verkefna, sem gert er ráð fyrir í framkvæmdaáætlun þeirri sem þingsályktunartillaga þessi fjallar um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.