Morgunblaðið - 08.05.1980, Page 36

Morgunblaðið - 08.05.1980, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1980 Danir sýna ekki „prinsessuna46 Kaupmannahofn. AP. DANSKA sjónvarpið ákvað í dag að sýna ekki hina umdeildu brezku sjónvarpskvikmynd „Dauða prinsessu“ sem olii milli- ríkjadeilu milli Breta og Saudi- Araba. Dagskrárdeildarstjórinn Hans Jörgen Jensen sagði að ákvörðun- in hefði eingöngu verið tekin með hliðsjón af gæðum kvikmyndar- innar. Hann minnti á að danska iðnað- arráðið hefði sagt að sýning myndarinnar myndi skaða efna- hagslega hagsmuni Dana, einkum í olíumálum, en einnig hefði verið gerð grein fyrir þeirri afstöðu að ef myndin yrði ekki sýnd mundi það brjóta í bága við skoðana- frelsi. En hann sagði að þótt hliðsjón hefði verið höfð af báðum þessum sjónarmiðum áður en endanleg ákvörðun var tekin hefði eingöngu verið dæmt um það hvort myndin væri nógu góð til sýningar eða ekki. Niðurstaðan var sú, að myndin væri ekki nógu góð þar sem hún væri of mikið í æsingastíl og upplýsingagildi hennar of lítið. Yfirmaður víkingasveitanna í tran Mælti meö brott- för frá íran — eftir að þyrlurnar þrjár biluðu Washinvfton. — AP. YFIRMAÐUR víkingasveitanna. sem gerðu tilraun til þess að ná bandarísku gíslunum úr sendiráð- inu í Teheran, sagði á blaða- mannafundi í Washington, að hann hefði án nokkurs hiks mælt með því, að víkingasveitirnar yrðu á brott úr íran eftir að þrjár þyrlur sveitanna biiuðu. Charles Beckwith ofursti sagði, að eftir að þyrlurnar hefðu bilað hefði verið Ijóst, að ekki væru nægilega marg- ar þyrlur til að framfylgja áætlun- inni. „Það hafði verið gert ráð fyrir því að ef færri en sex þyrlur væru til taks til að komast út úr landinu, ætti að hætta við leiðang- urinn,“ sagði hann. Hann sagði, að það hefði verið heimska að ætla að halda áfram ferðinni. Eftir að til eyðimerkur- innar kom, var áætlun víkinga- sveitanna sú, að fara til felustaðar í fjöllunum skammt fyrir utan Teheran og síðan á vörubílum inn í borgina og ná gíslunum. í eyði- mörkinni rakst þyrla á C-130 flutn- ingavél og átta manns fórust. Beekwith sagði að 39 hermenn hefðu bjargast út úr brennandi flutningavélinni um einar dyr. Hann var spurður hvort hann myndi fara öðru vísi að ef önnur tilraun yrði gerð og svaraði hann því neitandi. Beckwith ræddi við fréttamenn um atburðina í eyði- mörkinni, en honum var óheimilt að ræða um undirbúning ferðar- innar og þá áætlun, sem fylgja átti eftir að komið var til felustaðarins skammt frá Teheran. Þrálátur orðrómur var í Wash- ington um að Carter forseti hefði ákveðið að hætta við leiðangurinn þrátt fyrir mótmæli Beckwith. „Það er tóm vitleysa,“ sagði Beck- with. Bandarískar þingnefndir, bæði í fulltrúadeildinni og öld- ungadeildinni, hafá farið fram á að ræða við Beckwith til að fá botn í það, af hverju hætt var við leiðang- urinn. Rússar óttast um Ólympíuleikana bað verður ekki fyrr en eftir að póstburðarmaðurinn hefur kvatt dyra í Gorkystræti númer 22a í Moskvu, laugardaginn 24. maí næstkomandi að Sovétmenn komast að raun um hvort eitt- hvað verður úr ólympíuleikunum i sumar. Samkvæmt frásögnum fulltrúa Sovétríkjanna á fundi Alþjóða- ólympíunefndarinnar (IOC) í Lausanna í Sviss fyrir skömmu hafa fulltrúar a.m.k. 105 ríkja lýst S-Afríka Pink Floyd bannaðir HnfAahorK. Suður Afríku. RÍKISSTJÓRN Suður-Afríku hefur bannað fjórar hljómplöt- ur, þar á meðal plötu Pink Floyds „Another Brick in the Wall“ en söngva af henni sungu skólanemendur hástöfum er þeír voru að mótmæla ójöfnuði í menntunaraðstöðu hvítra barna og ungmenna annars vegar og kynblendinga og svertingja hins vegar. Engin forsenda var birt fyrir banni þessu. Auk hljóm- platnanna var birtur listi yfir óæskilegar útgáfur og plögg ýmiss konar. Hinar plöturnar þrjár sem voru bannaðar voru „Broken English" með Marianne Faithful, „Zappa in New York“ með Frank Zappa og „The Wall“ sem einnig er flutt af Pink Floyd. því að viðkomandi ríki muni tilkynna formlega þátttöku fyrir 24. maí, en þá rennur út frestur til að tilkynna þátttöku. Fulltrúar Bandaríkjanna sögðu hins vegar að um 70 þjóðir ætluðu að fara að fordæmi Bandaríkja- manna og taka ekki þátt í leikun- um, en þar sem aðeins 143 þjóðir hafa rétt til þátttöku í leikunum, er ljóst að það verða hvorki Bandaríkjamenn né Sovétmenn sem hljóta gullverðlaun fyrir stærðfræði. En hvað sem því líður er ljóst að Sovétmenn hafa þegar þungar áhyggjur vegna leikanna, og ótt- ast jafnvel að mótið verði bara ein Spartakíaðan í viðbót. Það tekur þá sérstaklega sárt að Bandaríkja- menn og Vestur-Þjóðverjar verða fjarverandi. Við það verða Aust- ur-Þjóðverjar handhafar flestra verðlauna og þar af leiðandi hinir eiginlegu sigurvegarar leikanna. Sovétmenn viðurkenna loks nú að leikarnir eru í hættu. Þeim hefur verið það ljóst að Willi Daume forseti ólympíunefndar V-Þýzkalands hefur áhuga á að verða arftaki Killanins lávarðar sem forseti IOC, og hafa því gert hosur sínar grænar fyrir honum. Þeir hafa lofað honum stuðningi Austantjaldslandanna í þeirri von að Vestur-Þjóðverjar tækju þátt í leikunum, því verði þeir fjarver- andi hefur Daume enga möguleika á að hljóta embættið. Nú hefur stjórn V-Þýzkalands lagt að vestur-þýzku ólympíunefndinni að senda ekki íþróttamersn til Moskvu, en nefndin hefur enn ekki tekið formlega afstöðu. Símamynd AP. Hua Kuo-Feng kom til Belgrad á þriðjudag og lagði þá blómsveig að kistu Títós. Hann var fyrsti þjóðarleiðtoginn sem kom til Belgrad til að vera viðstaddur útför hins látna þjóðarleiðtoga Júgóslavíu. Símamynd AP. Heiðursvörður úr Þjóðvarðliði Júgóslavíu við kistu Titos forseta. Myndin er tekin í þinghúsinu í Ljúblíana áður en lík Titos var síðan flutt til Belgrad. KGB-maður fékk hæli í Bretlandi BRETAR hafa veitt póli- tískt hæli sovézkum KGB-manni sem vann að nafninu til fyrir TASS- fréttastofuna í WIIO í Genf, að því er heimildir brezku ríkisstjórnarinnar greindu frá í dag. Þarna er um að ræða Ilya Dzhirkvelov sem er 53 ára gamall og tókst honum að leita hælis í Bretlandi ásamt konu sinni og dótt- ur fyrir um það bil mán- uði. Ekki er Ijóst hvenær hann flýði, en haft er fyrir satt að Dzhirkv- elov hafi gefið brezku leyniþjón- ustunni ómetanlegar upplýsingar um njósnanet Rússa síðan hann flýði. Lundúnablaðið Daily Mail segir að Dzhirkvelov hafi skipulagt flótta sinn svo vendilega að Sovét- menn hafi ekki einu sinni haft hugboð um það þegar hann komst frá Sviss. Hann hafði verið í Genf frá 1977, vann hjá WHO og var eins og fyrr segir að nafninu til fréttaritari TASS. Sögusagnir eru um að Sovétríkin hafi marga KGB-menn í slíkum störfum vítt um heim.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.