Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1980 5 Nú er það Kolbeinsey Sögufélag Vestmanna- eyja nýlega stofnað STOFNAÐ hefur verið Sögufélag Vestmannaeyja og á stofnfundin- um voru samþykkt félagslög þar sem kemur fram að tilgangur félagsins er söfnun. varðveizla, skráning og útgáfa á heimildum um sögu Vestmannaeyja, að gefa út ársrit, efla rannsóknir á sögu Vestmannaeyja og styðja söfn er lúta að sögu Vestmannaeyja. Þá var á stofnfundinum kosin stjórn og skipa hana: Helgi Bern- ódusson formaður, Ragnar Ósk- arsson varaform., Hermann Ein- arsson ritari, Agúst Karlsson gjaldkeri, Haraldur Guðnason og Ingólfur Guðjónsson meðstjórn- endur. Á fyrsta fundinum var Haraldur Guðnason ráðinn rit- stjóri ársrits, sem mun fyrst koma út á næsta ári. I ráði er að birta greinar um byggðasögu Vest- mannaeyja, alþýðlegan fróðleik, myndir, kveðskap o.fl. Meginverk- efni fyrstu stjórnarinnar verður að kanna ýmsar heimildir og ná sambandi við fróðleiksmenn er kynnu að eiga óbirt efni um Vestmannaeyjar. Þorsteinn Þ. Víglundsson var kjörinn heiðurs- félagi Sögufélags Vestmannaeyja í virðingar- og þakklætisskyni fyrir framlag hans til byggðasögu Vest- mannaeyja. Hótel Bjarkar- lundur opnar um hvítasunnuna Midhúsum, Reykhólasveit 16. maí. NÚ UM hvítasunnuna verður Hótel Bjarkarlundur opnaður, en hann er rekinn í ár eins og i fyrra sem Edduhótel. Hótelstjóri er Vilborg Eggertsdóttir frá Búð- ardal. Hótel Bjarkarlundur hefur um þriggja áratuga skeið verið þjón- ustustaður fyrir Vestfjarðaum- ferðina, en með tilkomu Stein- grímsheiðarleiðarinnar verður umferðin um Hótel Bjarkarlund það lítil að vafasamt verður að teljast að hægt verði að reka þar hótel áfram. Því að á undanförn- um árum hefur reksturinn gengið erfiðlega og á síðasta ári varð Gestur hf., sem er eigandi hótels Bjarkarlundar að selja annað hót- el sitt, Flókalund, en með þeirri sölu tryggði félagið rekstur Hótels Bjarkarlundar um óákveðinn tíma. Núverandi eigandi Flóka- lundar er Alþýðusamband íslands og mun hann notaður sem hvíldar- staður fyrir félaga í ASI. Sveinn Helgi Hálfdanarson: Leiðrétting FYRIR vangá um eitt atriði í orðsendingu minni til dr. Þor- steins Sæmundssonar í Morgun- blaðinu í gær vil ég að þetta komi fram: Á Islandi fengu konur og hjú kosningarrétt til alþingis árið 1915; en til ársins 1903 var kosið í heyranda hljóði bæði til alþingis og sveitarstjórna. Með þökk fyrir birtingu. 16.5.1980. Þakkarávarp Vinum mínum og sveitung- um, sem heiöruöu mig með kveðjum, heimsóknum og gjöfum á 75 ára afmæli mínu þann 11. maí sl., þakka ég af heilum hug og bið þeim allrar blessunar. Guðmundur P. Valgeirsson, Bæ. ÞAU mistök urðu á baksíðu á fimmtudags- blaði Mbl., að þar var birt mynd og sagt, að hún sýndi Kolbeinsey. Myndin var hins vegar af Geir- fugladrangi, tekin í júlí- mánuði 1979. Mbl. biðst afsökunar á þessum mis- tökum. Ingólfur Kristmunds- son, Vesturbergi 10, hefur sent Mbl. mynd af Kol- beinsey, sem hann tók frá varðskipinu Ægi sumarið 1978, og Tómas Helgason, flugmaður, mynd af Kol- beinsey, sem hann tók frá flugvél Landhelgisgæzl- unnar í aprílmánuði sl. Þessar myndir birtast hér með og má nú ljóst vera, hvernig Kolbeinsey lítur út. Sala ársmiða Miðar á alia heimaleiki KR í deildinni seldir við innganginn KR-inqar Fyllum völlinn — Takið vini og kunningja með EG ER H3C adiads FELAGS TRYGGínGAKISSM f PRFNTSMIDJAN VÉLAR & TÆKI SKJOLAKJÖR A. KARLSSON GODDISF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.