Morgunblaðið - 17.05.1980, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ1980
13
Frú Stella G. Si>?urðardóttir oj* Zóphónías Pétursson.
Z: Já. Hann var hreintrúaður Og
ágætismaður. Dálítill gleðimaður
og mér þótti vænt um hann.
Víðsýn
trúarstefna
R: Voru foreldrar þínir það sem
kallað er kirkjurækið fólk, eða
trúaðar manneskjur? Sóttu þau
kirkju reglulega og hvöttu þau
ykkur til þess?
Z: Þau sóttu kirkju dálítið, en þó
mest þegar sr. Haraldur Níelsson
var að predika í Fríkirkjunni. Þau
fóru þangað í hvert einasta sinn. Og
mig langaði mjðg mikið til að fara
með þeim. Við bjuggum uppi á
Grundarstíg, og ég elti þau oft
áleiðis, gekk með þeim í þeirri von,
að mér yrði boðið að vera með, en
það varð nú aldrei, enda var ég ef til
vill ekki reiknaður til manna þá,
heldur bara svona strákkjáni. Eins
var það með Guðspekifélagið. Það
var þarna rétt hjá með aðsetur sitt,
í Ingólfsstrætinu, og þangað fór
móðir mín og faðir einstöku sinn-
um, meðan ég var ungur, en þangað
komst ég heldur aldrei með þeim —
þótti of ungur.
R: Prófessor Haraldur Níelsson
var merkiiegur maður í kristnisögu
okkar. Hvað var það, að þínum
dómi, sem kom allri þessari hreyf-
ingu af stað í kringum hann, varð
það persónuleiki mannsins eða
kenningin — eða hvort tveggja?
Z: Ég held, að það sé rétt sem þú
segir, að það hafi verið hvort
tveggja. Persónuleikinn var stór-
kostlegur og þegar maður sá hann,
þá hlaut maður að taka eftir
þessum manni hvar sem hann fór.
Það var eitthvað yfir honum og
Einari Kvaran, sérstæð reisn sem
án efa varð til að bera uppi
baráttumál þeirra. Hitt er það að
frjáls trúarstefna var fullkomlega
tímabær að mínum dómi í íslensku
kirkjunni, því að þetta er hin sanna
og rétta hugmynd um hina sönnu
og réttu frumkristni sem þarna er
verið að boða.
R: Þú ert ekki á þeirri skoðun að
þetta hafi verið trúarlegu lífi lands-
manna til tjóns og fordjörfunar,
þessi „grautartrú", sem sumir ungir
menn vilja kalla í dag?
Z: Ef menn vilja segja að Jesús
hafi verið grautartrúar, því að það
er bersýnilegt af öllum guðspjöllun-
um, að hann var spíritisti, þá verða
menn að afskrifa kristnina í heild,
að mínum dómi. Annaðhvort er að
taka andlegum lækningum eins og
hann og ósýnlegum verum eins og
hann, eða hvað voru englarnir í
kringum hann og hvað var þetta
allt? Ef þetta væri allt saman
strikað út þá væri lítið eftir af Nýja
Testamentinu.
R: Fólk vill ef til vill fá ævintýri
að heyra eins og í Efesus forðum,
guðfræðin of þurr og andlaus til að
höfða til venjulegra manna?
Z: Ég held, að höfuðmeinsemdin
liggi ekki hjá prestunum sjálfum,
heldur liggur hún í kenningu Lúth-
ers. Lúther var mikill tímahvarfa-
maður, en hann hefur aldrei ætlast
til þess, að ég hygg, að kenningar
hans ættu að standa óumbreytan-
legar, maður sem sjálfur var „ref-
ormator", veit öðrum betur að ný
túlkun hlýtur að eiga sér stað á
kristnum boðskap á skemmri tíma
en 5 öldum. Mér virðist í seinni tíð
frekar vera um afturför að ræða
hjá íslensku kirkjunni — öpun
kaþólskra siða og bókstafsbundin
guðfræðitúlkun.
R: Hvor stendur nú nær hjarta
þínu kaþólska kirkjan eða sú lúth-
erska, spyr ég Zópónías.
Z: Þessu er vandi að svara. Siðir
kaþólsku kirkjunnar standa mér
nær sem listrænt tjáningarform, en
ef lútherska kirkjan tæki í raun og
veru frumkristnina í sína þjónustu,
þá er hún miklu stærri andlega séð,
en kaþólska kirkjan gdtur nokkru
sinni orðið.
R: Ég hef stundum spurt mig að
því, hvers vegna þú hafir ekki gerst
prestur, Zóphónías, því að einhvern
veginn finnst mér andleg mál, sem
við nefnum svo, eiga hug þinn allan,
og þótt ég dræpi þarna á áhuga
þinn á spilum og öðru slíku, þá hef
ég aldrei orðið var við að þú hefðir
áhuga á öðru meir en trúmálum.
Z: Ég geri ráð fyrir því að ef ég
hefði lokið stúdentsprófi og haldið
áfram námi, hefði ég sennilega lent
í guðfræðinni. En ég held, að það
hafi verið gott fyrir biskupsvaldið
eða kirkjuvaldið, að ég lenti þar
ekki, því að ég hefði orðið einn af
uppreisnarbræðrunum í hópnum.
Ég hefði kennt það sem ég kalla
kristni, ekki kristindóm, þar sem ég
geri mikinn greinarmun á Kristi og
því sem kennt er um hann. En
Haraldur Níelsson hann útrýmdi
ljótu kenningunni, eins og Einar H.
Kvaran, kallaði það, eða helvítis-
kenningunni, en hún virðist vera
farin að skjóta upp kollinum á ný.
R: Kynntistu þeim persónulega
síðar þessum tveim heiðurs-
mönnum Einari Kvaran og prófess-
or Haraldi?
Z: Ég kynntist Einari Kvaran
lítilsháttar. Það var þegar verið var
að æfa upp Hafstein Björnsson
miðil. Við vorum miklir vinir við
Hafsteinn, eins við ísleifur Jónsson,
sem æfði hann líka. Ég var þarna
oft sem sitjari við æfingarnar. Og
þá kynntist ég því hvaða öðlings-
maður Einar var og djúpvitur.
Um sálfarir
R: Minnistu þess frá bernsku-
eða unglingsárum að hafa séð í jörð
og á, eins og sagt er, eða skynjað
það sem almenningur ekki skynj-
aði?
Z: Ég hef lítið séð, meira skynjað
en mér hefur reynst skynjunin ekki
síðri en sjón, því hún er margþætt-
ari. Mest hef ég þó orðið var við það
að ég hef verið í sálförum allt frá
því að ég man eftir mér. Það eru
eiginlega mínar fyrstu minningar
að ég fór sálförum, þó að ég skildi
það ekki strax. En eftir að ég var
búinn að ná í þessi guðspekirit, þá
fór ég að skynja sjálfan mig miklu
betur.
R: Þessi rit hafa opnað þér nýjan
skilning á sálförum. En hvað er það
sem gerist í þessum sálförum. Þetta
er kallað OBE á enskri tungu, —
out of the body experience — og er
fyrirbæri sem sálfræðingar eru að
rannsaka mikið nú síðustu árin,
sérstaklega í Bandaríkjunum. En
hvað er það sem gerist?
Z: Frá mínum bæjardyrum séð,
er það sem gerist, að hinn innri
maður sumra er lausari í samteng-
ingu sinni við iíkamann heldur en
er hjá öðrum.
R: Þú segir hinn innri maður.
Áttu þá við það sem við myndum
kalla yfirsjálfið?
Z: Það er raunverulega hinn
innsti kjarni. Ég myndi segja, að
maðurinn væri líkami, sál og andi.
Þetta er eiginlega líkami sem er
mjög líkur hinum, er eiginlega ...
R: Astrallíkaminn?
Z: Já, mætti kalla hann astrallík-
ama, en það er dálítið bögglulegt
orð, en við höfum sennilega ekkert
annað betra. Dulræn reynsla mín
hefir sannfært mig um það, að hver
einasti maður fer úr líkamanum við
svefn, því að það er eins og hann
liggi, þótt hann hafi ekki hugmynd
um það, rétt fyrir ofan sinn eigin
líkama. Þetta er einhverskonar
hleðsla, orkuhleðsla, sem þarna fer
fram og Rússar hafa mikið athugað
þetta nú í seinni tíð, og eru komnir
að sömu niðurstöðu og ég, að þessir
líkamar þurfi að skiljast að til þess
að hlaðast. Það gæti orðið mönnum
að aldurtila ef' þeir eru sviptir
þessari hleðslu. Og Zóphónías held-
ur áfram að lýsa því hvernig menn
liggja rétt ofan við sinn eigin
líkama, flest allir liggja þannig,
segir hann, eða þá sitja á rúm-
stokknum. Hann bætir síðan við:
— Ég get sagt þér mismuninn á
draumi og sálför. Hann er sá, að í
draumi eru menn ævinlega óvirkir
þoiendur, en í sálförum hafa menn
frumkvæðið að því sem gerist. Á
þessu ér ge.vsimikill munur.
Ósýnilegir
hjálpendur
R: Ég hef heyrt, að reynsla sem
menn verða fyrir í þessum sálförum
sé ekki lík draumreynslunni heWur
sé hún jafnvel með enn meiri
raunveruleikablæ, en það sem við
nefnum raunveruleika eða dag-
reynslu. Ert þú sammála þessu,
spyr ég Zópónías.
Z: Þegar það rennur upp fyrir
manninum, að hann er ekki lengur
óvirkur dreymandi, heldur orðinn
gerandi, þá uppgötvar hann það að
lokum, að hann er í rauninni ennþá
betur vakandi, athygli hans öll
vökulli en í vökuvitundinni. Hann
hefur miklu meiri möguleika til
margs sem honum er ókleift í vöku.
Ég tala nú ekki um ef menn vilja
hjálpa einhverjum, þá geta menn
verið á augabragði komnir hvert á
land sem er. Og margir eru það,
sem hjálpa á spítölum og víðar, svo
og syrgendum i húsum og annars
staðar. En það er hægt að æfa upp
heilan hóp til þessara starfa og í
sambandi við þá jókaskóla sem ég
hef haldið þá hef ég hvatt nemend-
urna til þess að bætast í hóp
ósýnilegra hjálpenda fyrir utan
hina almennu jókakennslu.
R: Áttu þá við að menn geti, ef ég
mætti segja svo, mælt sér mót utan
líkamans, eftir að þeir hafa skynjað
sig í sálförum?
Z: Já. Það er algengt að þeir
menn sem gefa sig að þessum
hjálparstörfum hafi kennara til að
byrja með, jarðneskan kennara eða
þá kennara sem er farinn. Og það er
oft að fleiri en einn og fleiri en tveir
starfa saman, en þessa hjálp er
eiginlega ekki hægt að veita nema í
tengslum við farið fólk, en þetta er
ákaflega margbrotið mál. Margir
hafa skynjað þetta þegar þeir hafa
verið skornir upp, — þá hafa þeir
farið út fyrir líkamann og skynjað
sjálfan sig, læknana hérna megin
og læknana hinum megin og hjúkr-
unarfólkið hinum megin. Þá hafa
margir skynjað þessa veröld sem ég
er að tala um.
R: Upp í huga minn kemur saga
sem gamall vinur minn, sem nú er
látinn fyrir skömmu, sagði mér.
Hann var hætt kominn á skurðar-
borði, og er þá skyndilega kominn
heim til sín í fjarlægan stað, sér
þar óvænta gesti og reynir að ná
sambandi við konu sína, en það
kemur fyrir ekki. Hann gengur um
götur bæjarins og heilsar upp á
menn, en þeir virðast ekki sjá hann.
Þetta var furðuleg og sérstæð
reynsla. En hann fékk fullar sönnur
á því, að þetta hafði verið raunveru-
leiki, því að hann gat á eftir sagt
konu sinni og öðrum hvar þau hefðu
verið og hvað þau hefðu verið að
aðhafast á þessum tiltekna tíma og
það reyndist allt rétt.
— Þetta er merkileg reynsla,
segir Zóphónías, en í þessu sam-
bandi skal ég segja þér frá atviki
sem gerðist hér hjá okkur. Ég hafði
jókaskóla hér á Stapa og þurfti að
skreppa til Reykjavíkur. Gat ég
ekki komið fyrr en sama dag og
skólinn átti að byrja og ætlaði að
koma fljúgandi vestur í Rif. Nótt-
ina áður, meðan ég var enn í
Reykjavík, er nemandi minn frá
Ísafirði á leið hingað að Arnarstapa
og er í bíl með sveitunga mínum og
góðkunningja niöur með Stapafell-
inu. Þau sjá mig þá allt í einu ganga
þvert yfir veginn framan við bílinn
og halda upp Fellið. Hætta við að
stansa og bjóða mér far, því þeim
sýndist ég eiga brýnna erindi upp
Fellið en við sig. Þegar þessi
ferðalangur hittir aðra nemendur
skólans á Arnarstapa segir hann
frá ferð minni upp Stapafellið og
þykjast þá allir vita að ég sé
nýkominn vestur. Daginn eftir hitt-
ir kona mín þetta fólk þegar hún er
að búa sig af stað að sækja mig að
Rifi. Verða þá allir undrandi og
ekki síst sá sem sá mig kvöldið áður
— en ég gerði þetta vitandi vits að
koma þarna í veg fyrir þau í
sviplíkamanum — til þess að skapa
rétta stemmningu í upphafi skól-
ans, og ég held mér hafi tekist það,
þau sem sáu mig gleyma því a.m.k.
aldrei.
ígegnum heilt
R: Ég hef heyrt að það sé reynsla
sumra sálfara, að þeir eigi misjafn-
lega erfitt með að komast í gegnum
heilt, eins og húsveggi, hurðir og
annað. Hefur þú orðið fyrir því að
það væri í einn tima orðugra en í
annan?
Z: Það var það einstaka sinnum
þegar ég var óvanur þessum ferða-
lögum. Sér í lagi var mér illa við
alla rafmagnsvíra og allt slíkt. Ég
skynjaði sviðið utan á vírunum og
mér var illa við að koma nálægt
þeim. Ég hef því alltaf valið mér
glugga eða hurðir til að fara í
gegnum, en ekki veggi, vegna þess
að það er eitthvað í mér að ég kæri
mig ekki um steinveggi. En þetta er
aðeins tilfinning, og skiptir ekki
máli í sjálfu sér.
R: Þú óttast kannski það sama og
vinnukonan í sögunni um tíaldra-
Loft, skýt ég inn í ...
Z: Já. Ég hef einu sinni gert það
að gamni mínu, að fara mjög hægt
gegnum hurð og þá er það eins og
maður láti sig síga hægt niður í
vatn. Annar parturinn er niðri i
vatninu, en hinn fyrir ofan.En
maður finnur ekkert fyrir þessum
hlut í raun og veru. Hurðin hefur
enga þýðingu í sjálfu sér. En
venjulega fer maður þannig í gegn-
um hurð eða glugga að maður er
kominn í gegn, ef maður ætlar sér í
gegn. Er kominn á svipstundu.
R: Sem sagt, maður hugsar sig í
gegn, spyr ég.
Z: Það er þannig að mínu viti.
Hugurinn er alls ráðandi. Stjórnar
öllu í sálförum. Við stjórnumst
auðvitað af huganum í dagvitund-
inni, en við verðum ennþá áþreifan-
legar vör við það hvað við stjórn-
umst af huganum í sálförum.
R: Ganga menn eða svífa eða
gerist allt í andrá þegar þeir
flytjast milli staða á þennan hátt?
Z: Byrjendur ganga oft eða svífa
lítilsháttar en þeir sem orðnir eru
vanir svífa eingöngu og að þeim
punkti sem þeir ætla á . Maður
getur gengið í herbergi af því að
það er heppilegra, t.d. í kringum
rúm, en yfirleitt svífur maður og er
kominn strax, tímalaust, á þann
stað sem maður ætlar sér á. Maður
getur líka farið hægara. Ég kannast
við það að svífa svona í rólegheit-
um, segir Zóphónías og brosir.
R: Er nokkur leið fyrir mann í
þessu ástandi að hræra við hlutum
sem hann nálgast? Léttum hlutum
fremur en þungum?
Z: Það þarf geysilegt átak, kraft,
til að geta hreyft allt það sem er
efnislegt, að mínum dómi, og í raun
og veru ekki orku í það eyðandi.
R: Er orkan sem notuð er til
lækninga fengin eftir öðrum leið-
um?
Z: Hún fer eftir öðrum leiðum. Þá
vinnur maður í sambandi við
horfna lækna eða jafnvel lækna
hérna megin, án þess að vita það.
Það er hægt að þrýsta hugsun inn í
vitund lifandi manns, ekki síður en
látins. Það er hægt að þrýsta inn í
huga læknis að gera einhvern
ákveðinn hlut, sem hann ef til vill
hefði ekki gert á þeirri stundu, eða
jafnvel alls ekki. En aftur á móti er
ekki hægt að fá mann til að gera
neitt þvert gegn vilja sínum — og
engin ástæða til. En ég endurtek
það, að það er unnt að þrýsta inn í
huga læknis að gera þetta eða hitt,
sem framliðni læknirinn sendir til
mín, og ég sendi síðan til hins
lifandi læknis, og honurn finnst þá
sjálfsagt að gera það, finnst það
vera sín eigin hugsun.
R: Hvað varst þú gamall þegar þú
varðst fyrst fyrir þessari reynslu?
Z: Ég man eftir því að það var
þegar ég var lítill og svaf fyrir ofan
ömmu mína, að þá var það oft á
morgnana, þegar hún var farin
niður að ég fór að stjákla um húsið
og stundum að svífa upp fyrir það
og niður aftur. Það var aðallega á
SJÁ NÆSTU SÍÐU