Morgunblaðið - 31.05.1980, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1980
7
r
Hver er metn-
aður Alþýðu-
bandalagsins?
í sjónvarpinu á dögun-
| um kom glöggt fram í
■ máli Lúövíks Jósepsson-
' ar formanns Alþýðu-
| bandalagsins, að hann og
flokkur hans væru and-
I vígir hækkun vaxta um
| næstu mánaðamót. Nú
hefur það hins vegar
| gerst, að ríkisstjórnin
• hefur samþykkt tillögu
I Seðlabankans um vaxta-
| hækkun og þess má um
leið geta, aö formaður
I bankaráðs Seðlabankans
■ er Ingi R. Helgason full-
' trúi Alþýðubandalagsins
| og trúnaðarmaður þess í
. mörgum greinum.
Þegar frá samningun-
I um um Jan Mayen var
gengið í andstöðu við
vilja Alþýöubandalagsins
sagði Hjörleifur Gutt-
ormsson iðnaðarráð-
herra, að það mál væri
ekki á valdsviði ríkis-
stjórnarinnar heldur Al-
þingis. Þess vegna kæmi
það ekkert því við, hvort
Alþýöubandalagið sæti í
ríkisstjórn eða ekki.
Þessi röksemd Hjörleifs
verður ekki notuð um
vaxtamálið. Alþingi kem-
ur þeírri ákvörðun hvergi
nærri, hún er alfarið í
höndum Seðlabanka og
ríkisstjórnar og 1. mars
sl. mæltist ríkisstjórnin til
þess að þá yrði vaxta-
hækkun slegiö á frest.
Lúðvík Jósepsson virt-
ist í fyrri hluta umrædds
sjónvarpsþáttar aö
minnsta kosti í andstöðu
við stefnu núverandi
ríkisstjórnar. Og nú hafa
mál gengið fram á þann
veg, að ríkisstjórnin hefur
brotið algjörlega í bága
við þau sjónarmið, sem
Lúövík setti fram. Þá er
þess og aö minnast, að
Alþýðubandalagið hefur
lýst sig andvígt lækkun á
gengi krónunnar, en eins
og tölur sanna, hefur með
heimild ríkisstjórnarinnar
veriö staðið þannig að
gengismálum, að verð-
gildi krónunnar minnkar
stöðugt.
Þess vegna er engin
furða, að menn velti því
nú fyrir sér, hver sé
metnaður Alþýðubanda-
lagsins. Niðurstaða slíkra
vangaveltna verður helst
á þann veg, aö Ólafur
Ragnar Grímsson hafi
flutt með sér inn í Al-
þýðubandalagið henti-
stefnuna, sem hann læröi
í Framsóknarflokknum á
sinni tíð. Og horfir þá
ógæfulega fyrir íslensku
þjóðinni, ef hún á eftir að
sítja uppi með tvo Fram-
sóknarflokka eftir allt
samanl
Þjóöviljinn og
ritskoöun
Eins og ævinlega er,
þegar menn vilja fá að
skoða forsendur frétta-
flutnings í ríkisfjölmiðl-
unum um einhver þau
málefni, sem Þjóðviljan-
um eru kær, rýkur blaðið
út fyrir öll skynsamleg
mörk í kvörtunum sínum
yfir ritskoðun. Þetta hefur
gerst í kjölfar þess að
Markús Örn Antonsson,
sem sæti á í útvarpsráði,
óskaði eftir því að fá allt
það, sem birst heföi í
útvarpsfréttum um ný-
legar aðgerðir herstöðva-
andstæðinga og „kjarn-
orkuupphlaupið" mikla í
síðustu viku. Viöbrögð
Þjóðviljans benda óneit-
anlega til þess, að það
telji hér um viðkvæmt
mái fyrir sig að ræöa.
Oneitanlega blandast
Þjóðviljinn inn í þetta
mál, því aö hann tók sig
til eftir VÍDSJA hljóö-
varpsins og sló upp á
forsíöu sinni með stríðs-
letri „frétt“, sem blaðið
hafði þó tvisvar sinnum
birt áður, fyrst fyrir jótin
1975 og síöan í janúar
1976. En í síöustu viku
voru henni gerð best skil,
þar sem fréttastofa hljóð-
varpsins var nú orðin
heimildin. Fyrir þá menn,
sem mestan áhuga þykj-
ast hafa á fjölmiðlun,
væri ekki úr vegi, aö þeir
tækju sér fyrir hendur og
skrifuðu fræðilega rit-
gerð um þessar starfsað-
gerðir og sögur þeirrar
„fréttar", sem hér um
ræðir og hvernig hún
hefur skolast frá einum
miðlinum til annars og úr
einu landinu í annað og
skýtur alltaf upp kollin-
um, þegar best hentar í
baráttu sérsinna minni-
hlutahóps hér á landi,
sem fyrst og síöast geng-
ur þeirra erinda aö gæta
hernaðarhagsmuna Sov-
étríkjanna.
Og svo gerist það, þeg-
ar menn reyna að grafast
fyrir um upptökin, að þá
eru þeir sakaöir um „rit-
skoöun". Allt þetta mál er
þannig vaxið, að Þjóðvilj-
inn vill alls ekki hafa það
sem sannara reynist.
höf um opiö um
laugardag sunnudag
10-18 ■ ICI 13-18
Innréttingahúsið býður fjölbreytt úrval eldhús- og baðinnréttinga.
Nokkrar gerðir innréttinganna eru uppsettar í 200 fermetra
sýningarsal okkar, og bjóðum við þér að líta á þær, auk mynda sem við
höfum af þeim innréttingum, sem ekki eru enn uppsettar.
Norema innréttingar eru norsk framleiðsla, semerþekktvíðaum Evrópu,
og þykja með betri stöðluðum innréttingum sem fáanlegar eru.
Hringið eða skrifið eftir litmyndabæklingi okkar.
KNOREMA
Innilegar þakkir fyrir sýnda vináttu og
viröingu á 85 ára afmæli mínu.
Árni G. Eyiands.
NÝTT SÍMANÚMER FRÁ 1. JÚNÍ
83222
GUÐMUNDUR JÓNASSON H/F.
Feröaskrifstofa
Sérleyfis-og hópferöir
Borgartúni 34 — Reykjavík.
Aðaiskrifstofa Brautarholti 2, (áöur Hús-
gagnaverslun Reykjavíkur).
Símar: 39830,39831 og 22900.