Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MAÍ1980 BLðM VIKUNNAR UMSJÓN: ÁB. Nytjajurtir Þriðji hluti í vor hafa þegar birst í BLÓMI VIKUNNAR tveir þættir um nytjajurtir eftir Sigurlaugu Árnadóttur í Hraunkoti. Það ágæta efni sem hún miðlaði þættinum reyndist mun drýgra en ég hafði gert mér grein fyrir og verður birtingu þess því áfram haldið svo lengi sem það endist. Ums. SAVOY KÁL — blöðrukál öðru nafni er feikna gróskumikið og talið sérlega góð lækningajurt við allskonar bólgum. RAUÐKÁL er einnig hægt að rækta hér ef maður nær í hraðvaxin afbrigði. KÍNAKÁL. Síðastliðið sumar sáði ég að gamni mínu nokkrum fræjum af kínakáli, en nokkur afbrigði af káltegundum frá Kína eru nú að verða vinsæl víða um lönd. Kínakálið spratt ágætlega hjá mér, en virtist hafa tilhneigingu til að fara fljótt í spírur. Það líkist spínati en er þó ljósara að lit og ljúffengara. Allar káltegundir sem mynda höfuð eru nokkuð plássfrekar. Blómkál og toppkál þurfa um það bil 40 sm milli plantna, höfuðkál um það bil 50 sm. Kál þarf mikinn áburð og kalkríkan jarðveg. í hvítkáli eru mörg snefilefni í góðum hlutföllum fyrir líkamann. Þar má nefna magnesíum, kalí, brennistein, kalsíum, clóroph- yll o.fl. Einnig er það vítamínauðugt. Neysla þess eykur lífskraft og það byggir upp mótstöðukraft frumanna, eflir varnir gegn og fyrirbyggir ýmsa kvilla, hefur læknandi áhrif á blóðleysi, gigt, bronkítis, og öll sár og bólgur, lagar meltinguna, bætir slappleika, styrkir nýrun o.fl. Hollast er kálið hrátt en er einnig gott og gilt soðið. Vetrargeymsla á höfuðkáli er best með því að toga kálið upp með rót og stilk, hrista af mold, fjarlægja laus blöð og raða því síðan á hillu í kjallara eða á öðrum frostlausum stað. Tvennt er það sem oft ergir þegar verið er að rækta höfuðkál. Fyrst að stundum eru plönturnar tregar til þess að mynda höfuð. Þá er helst til ráða að fara með hníf niður með rótinni á einum stað, þegar manni finnst plönturnar vera orðnar það stórar að þær ættu að fara að setja höfuð, og skera á rótarsprota. Þó þarf auðvitað að gæta hófs, skera ekki aðalrót og ofgera ekki. Þessi erting verkar oft þannig á plöntuna að hún fer að mynda höfuð. Hitt atriðið er ásókn kálflugunnar, sem eyðileggur plönturnar ef hún nær sér niðri. Þarf þá að grípa til einhverra ráða gegn henni. Helsta úrræðið er oft að úða eiturefnum yfir plönturnar. En þó slíkar aðfarir séu almennar eru þær að mínu viti neyðarúrræði. Hafa einkum á síðari árum komið fram sífellt háværari raddir um að leita frekar náttúrlegra ráða gegn þessum og öðrum meinvættum í gróðri. Ýmsir telja og að eiturúðun geti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar á heilsufar manna sem leggja sér plönturn- ar til munns. En eitthvað verður að gera og hvað er þá til ráða? Athyglin hefur beinst að því að margar kryddjurtir eru þeim eiginleikum gæddar að skordýr forðast þær og þau þrífast ekki séu þær einhversstaðar í námunda. Kryddjurtir gera því margfalt gagn,.þær eru ómissandi til bragðbætis í matargerð, margar hverjar drjúgar lækningajurtir og í þriðja lagi eru þær sumar varnarplöntur gegn ýmisskonar óþrifum, þar með talin kálflugan. I næsta þætti verður sagt frá nokkrum kryddjurtum og nytsemi þeirra. Vænn grænkálsbrúskur. Gísli Baldvinsson, kennari: Reglugerð og ráðuneyti Þann 1. febrúar sl. undirritaði þáverandi menntamálaráðherra Vilmundur Gylfason reglugerð um námsmat í grunnskólum. I reglu- gerðinni er margt til bóta sem kennarastéttin hafði bent á s.s. færsla nemenda milli bekkja, nýj- ungar á námsmati og fækkun á samræmdum prófum (heimild). Það er nú oftast þannig er nýjar reglur og reglugerðir eru settar að menn eru ekki á eitt sáttir með þær breytingar sem verða. Þá er barið í þá bresti sem mönnum sýnast myndast við breytinguna. Þetta greinarkorn er bókstafnum A, 60% —79% fái bók- stafinn B og svo frv. Til skýringar þá er sú aðferð notuð í dag að fyrirfram er ákveðið að 7% fái A, 24% fái B, 38% fái C, D fái 24% og lestina reka þeir sem fái E eða 7%. Af hundrað manna hóp fá einungis 7 nemendur bókstafinn A jafnvel þó t.d. 9 nemendur hafi 80% árangur. Þetta er „leiðrétt" þannig að A-markið er hækkað t.d. í 82 stig. Þegar fimm stiga kvarði er notaður getur verið mikill munur á A-nemanda og B-nemanda. Því væri eðlilegra og meiri upplýs- ingar fyrir framhaldsskólanna að Sameining kennarasamtak anna á grunnskólastigi engin undantekning enda marg- endurtekið í greinargerð er fylgir reglugerðinni, að reglugerðin eigi að vera til hliðsjónar og nauðsyn- legt fyrir kennara að ræða um framkvæmd hennar. Námsmat í bókstöfum Varðandi stafina fimm A-E sem gefnir eru eftir samræmdu prófin í 9. bekk er ég enn þeirrar skoðunar að fyrirgjöfin sé að mörgu leyti gölluð. Þá á ég við að samræmda prófið sé samanburð- arpróf en ekki mælikvarði á það hvort námsmarkmiðunum sé náð eða mælikvarði á kunnáttu nem- enda (í þröngri merkingu). Mér finnst eðlilegra að prófin mæli hlutfallslegan árangur nemenda. Þá á ég við að nái nemandinn 80% árangri eða meira eigi hann rétt á vita að einkunnin sé hlutfallsein- kunn. Ég er ekki beint að lýsa yfir stuðningi við hugmyndir Sigríðar Þ. Valgeirsdóttur prófessors um fyrirgjöf. En þær gera ráð fyrir því að raunstig einkunna og pró- sentkvarðar stiga séu gefin upp á einkunnaspjaldinu. Það þótti hvimleitt er gefið var í tíundu hlutum eða í hundraðshlut- um. Þá var horfið í það að gefa í heilum og hálfum, síðan eingöngu í heilum (1 — 10), og að lokum í bókstöfum A, B, C, D og E. Þegar það er einu sinni ákveðið að gefa fyrir í svo stórum skrefum á ekki að gefa nemandanum raunstigin. Með því er verið að hverfa tvo áratugi aftur í tímann. Nemand- anum líður ekkert betur að vita að hann vantaði 1/100 til að ná einum bókstaf ofar. Þó ég sé ekki hlynntur boðum og bönnum frá ráðuneyti þá á að setja blátt bann við slíkum upplýsingum nema sérstaklega standi á. Um einstakar greinar reglugerðarinnar Sé borin saman 10. og 14. grein reglugerðarinnar kemur í ljós sérkennileg flétta. Sérfróðir menn í námsmati eiga að sjá um gerð og úrvinnslu samræmdu prófanna. Ég hef alltaf haldið að kennari með nokkra kennslureynslu sé orðinn „sérfróður" í námsmati en eins og því er háttað í dag þá fara ekki margir starfandi kennarar yfir úrlausnir samræmdu próf- anna. Það mætti hugsa sér að nýta betur þá kennara sem vilja, til yfirferðar eða aðstoðar við vinnslu á úrlausnunum. í 14. grein eru svo settir prófdómarar yfir þá „sér- Háttvirtur menntamálaráð- herra. Hér með sendi ég yður í opnu bréfi afrit af bréfi mínu til háskólaráðs Háskóla íslands dags. 29. maí sl. Sem æðsta manni islenskra menntamála er yður málið að sjálfsögðu skylt og þvi eðlilegt, að þér getið fylgst með gangi mála. Ástæðan fyrir því að ég kýs að hafa bréf mín til yðar opin er hins vegar sú, að ég tel að Sigrún Gísladóttir: fundi sínum þ. 18. jan. sl. og var Ásthildur Erlingsdóttir skipaður prófdómari með bréfi mennta- málaráðuneytis dags. 1. febr. sl. Það var þó ekki fyrr en 12. mars sl. (þ.e. 6 vikum síðar) að prófdómari skilaði greinargerð sinni til há- skólans. Rétt er að árétta, að sá dráttur er brot á 49. gr. í reglugerð fyrir Háskóla Islands. Mér voru hinsvegar ekki kynntar niðurstöð- ur prófdómara fyrr en að eigin frumkvæði þ. 23. maí sl. í viðtali Opið bréf til menntamálaráðherra Háskóli Islands sé ekki einkamál fárra útvaldra heldur eigi þjóðin öll rétt á að vita hvað þar er að gerast. Sú vitneskja er eflaust mörgum sár, því öll viljum við geta verið stolt af háskóla okkar en ekki þurfa að bera kinnroða hans vegna. Reykjavík, 31. maí 1980, Sigrún Gísladóttir. Reykjavík, 29. maí 1980. Háskólaráð c/o Guðmundur Magnússon rektor, Háskóla íslands Eins og yður er kunnugt var próf í „Textafræði“ (kennarar Lotte Maybom B.A. og Knud-Erik H. Pedersen, exam.art.) í B.A. námi í dönsku við Háskóla íslands þ. 10. jan. sl. Af ástæðum, sem yður eru kunnar, óskaði ég þess formlega þ. 14. jan. sl. að skipaður prófdómari mæti allar prófúr- lausnir mínar og gerði jafnframt þá kröfu, að hann hefði prófúr- lausnir og einkunnir allra annarra próftaka í sama fagi til saman- burðar og viðmiðunar. Heimspeki- deildarráð varð við þeirri ósk á sem ég óskaði eftir og átti við Guðmund Magnússon rektor, vegna þessa máls þann dag tjáði hann mér, að enda þótt niðurstaða prófdómara lægi fyrir yrði engin leiðrétting gerð á einkunnum í „Textafræði", þar eð ólöglegt hefði verið að skipa prófdómara í faginu eftir að einkunnir voru færðar í skýrslur. Á fundi heimspekideildarráðs þ. 18. jan. sl. sem ég var boðuð á var, eins og fyrr segir, samþykkt að prófdómari yrði fenginn til að dæma próf mín. Þann sama dag gekk ég við á skrifstofu heim- spekideildar og var tjáð þar, að einkunnir í „Textafræði" væru ekki komnar inn. Fund heimspeki- deildarráðs sátu Knud-Erik H. Pedersen annar kennara í „Texta- fræði" og Peter Söby Kristensen, eiginmaður Lotte Maybom hins kennarans í nefndu fagi. Kennur- um í „Textafræði" var því kunnugt um ákvörðun heimspekideildar- ráðs um prófdómara áður en einkunnir voru færðar í skýrslur skólans. Þegar af þeim ástæðum eru engin haldbær rök til að neita mér um réttmæta leiðréttingu á prófmati og einkunn í „Texta- fræði“ á röngum forsendum. Ákvörðun heimspekideildarráðs ein sér, um prófdómara og skipun hans í framhaldi af henni, er staðfesting á því, að einkunnir hafa þá (18. jan. sl.) ekki verið færðar eða a.m.k. ekki skipt máli á hvaða stigi þær voru. Skipun prófdómara af hálfu ráðuneytis er ennfremur staðfesting á því, að matsniðurstöður hans skuli gilda hvernig svo sem kennarar í „Textafræði" hafa hagað skilum sínum á einkunnum. Þá má einnig minna á 54. gr. í reglugerð fyrir Háskóla íslands sem er svohljóð- andi: „Háskólaráði er heimilt, eftir tillögum háskóladeildar, að víkja lítils háttar frá settum reglum um kennslu og próf.“ Framangreind atriði nægir að nefna til að sýna fram á, að skylt er að leiðrétta prófmat og ein- kunnir kennara á úrlausnum mínum í „Textafræði" í samræmi við niðurstöður prófdómara. I niðurlagi greinargerðar próf- dómara segir svo orðrétt: „Séu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.