Morgunblaðið - 31.05.1980, Qupperneq 48
Sími á ritstjórn og skrifstofu:
10100
LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1980
Byrjað að bora
við Kröflu eftir
tveggja
BORANIR hófu.st að nýju við
Kröflu síðasttiðinn fimmtudag,
en þar hefur ekki verið borað
fyrir gufuvirkjunina síðan 1978.
Starfsmenn Jarðhorana ríkisins
byrjuðu að vinna fyrir RARIK og
Kröfluvirkjun 19. þessa mánaðar
við flutning borsins og uppsetn-
ingu.
Boraðar verða 2 holur við Kröflu í
sumar og er áætlað að 45 daga taki
að bora hvora holu. Síðan er
ára hlé
mögulegt að Jötunn bori eina holu
fyrir Jarðvarmaveitur ríkisins í
Námafjalli eftir gufu fyrir Kísiliðj-
una. Ef fjárveiting fæst ekki til
þessa verkefnis verður Jötni Iagt að
loknu verkefninu við Kröflu.
Borinn Narfi er þessa dagana að
Ijúka borun á holu 4 við Ytri-
Tjarnir fyrir Hitaveitu Akureyrar,
en verður síðan fluttur að Kröflu,
þar sem hann á m.a. að hreinsa
holu 9 þar.
Spariskírteini ríkissjóðs:
Fráfarandi formaður borgarstjórnarflokksins, Birgir ísl. Gunnarsson, óskar nýkjörnum formanni, Davíð
Oddssyni, til hamingju. Ljósm. Mbi. ói.K. M.
Búið að selja fyrir
4 milljarða af 5
„I>AÐ er búið að selja spariskír-
tcini ríkissjóðs fyrir tæplega
fjóra milljarða króna af 5 millj-
arða útboði alls.“ sagði Sighvatur
Jónasson sölustjóri hjá Seðla-
bankanum í samtali við Mbl. í
12% hækkun
á saltfiski
HEIMILUÐ hefur verið 12%
hækkun á saltfiski til neytenda og
kostar kg af ósundurskornum
saltfiski nú 1180 kr. í stað 1050 og
kg af skornum saltfiski hækkar úr
1180 kr í 1325.
gær en sala á þessum spariskír-
teinum hófst fyrir liðlega einum
mánuði. Frá og með 1. júní
hækkar söluverð spariskírtein-
anna um 5% þannig að 100 þús.
kr. bréf hækkar í 104.980 kr. sem
er vísitölu- og vaxtahækkun.
Sala þessa útboðs spariskírteina
hefur ekki selst eins ört og oft
áður, er svipuð útboð hafa átt sér
stað. Hugsanleg ástæða þess er, að
ríkisstjórnin hefur nú ákveðið í
samráði við Seðlabankann að taka
upp verðtryggða sparireikninga,
sem opnaðir verða eigi síðar en 1.
júlí. Er stofnun þeirra í undirbún-
ingi, en verðtrygging þeirra verð-
ur samkvæmt lánskjaravísitölu.
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins:
Davíð Oddsson
kjörinn formaöur
Birgir ísl. Gunnarsson lætur af því starfi
DAVÍÐ Oddsson, borgarfulltrúi,
var kosinn formaður borgar-
stjórnarflokks Sjálfstæðisflokks-
ins á fundi hans í gær, en
fráfarandi formaður, Birgir ísl.
Gunnarsson, gaf ekki kost á sér
til endurkjörs.
I viðtali við Morgunblaðið, sem
Söluerfiðleikarnir á Bandarikjamarkaði:
Breyting í framleiðslu
óhagstæð frystihúsunum
VEGNA þeirrar sölutregðu, sem
gætt hefur í sívaxandi mæli á
frystum sjávarafurðum í Banda-
ríkjunum, er útlit fyrir að draga
verði verulega úr framleiðslu á
dýrum flakapakkningum. Hins
vegar yrði framleiðsla á ódýrari
fiskblokkum aukin, en þetta
hefði í för með sér mikla erfið-
leika hjá frystihúsum hér heima.
Þetta kemur m.a. fram í viðtali
Morgunblaðsins við Þorstein
Gíslason, forstjóra Coldwater
Seafood Corporation í Banda-
rikjunum, sölufyrirtækis SH, en
viðtalið er birt á blaðsíðu 22 í
blaðinu í dag.
Að sögn Þorsteins er markaðs-
ástandið á fiskmörkuðum okkar í
Bandaríkjunum það versta, sem
verið hefur í mörg ár og salan
hefur ekki verið tregari í áratugi.
Fyrstu fjóra mánuði þessa árs
varð salan 13% minni en á sama
tímabili í fyrra miðað við magn
og 7% minni í verðmætum. Sagði
Þorsteinn að sölutregðan hefði
farið vaxandi og væri nú með
alversta móti.
Aðspurður hvort lækkanir á
afurðum væru yfirvofandi, sagði
Þorsteinn, að þess væri ekki að
vænta á þorskflökum. Hins vegar
kynni að verða nauðsynlegt að
lækka verð í öðrum tilfellum.
Aðspurður um birgðir sagði
Þorsteinn, að í Bandaríkjunum
væru birgðir með meira móti og
sömuleiðis hjá frystihúsum SH
hér á landi.
í viðtalinu kemur fram hversu
gífurleg aukning hefur orðið á
sölu Coldwater í Bandaríkjunum
síðan árið 1974. Það ár nam sala
fyrirtækisins 78 milljónum doll-
ara en 224 milljónum dollara á
síðasta ári. — Sjá bls. 22.
birt er á bls. 3 í dag, segir Birgir
Isl. Gunnarsson, að ekki fari
saman seta á Alþingi og forysta
fyrir borgarstjórnarflokknum og
þess vegna hafi hann tekið
ákvörðun um að gefa ekki kost á
sér á ný.
Birgir ísleifur bar upp tillögu
þess efnis að Davíð Oddsson yrði
kjörinn formaður borgarstjórnar-
flokksins, Magnús L. Sveinsson
varaformaður og Markús Örn
Antonsson ritari. Þessi tillaga
Birgis var samþykkt einróma. Þá
voru þeir Birgir og Albert Guð-
mundsson kosnir aðalmenn
flokksins í borgarráði, fyrsti vara-
maður var kosinn Davíð Oddsson
og Magnús L. Sveinsson annar
varamaður.
Ólafur B. Thors sem verið hefur
varaformaður borgarstjórnar-
flokksins og varamaður í borgar-
ráði gaf ekki kost á sér til
endurkjörs í þessi embætti.
Einhugur var á fundi borgar-
stjórnarflokksins og voru menn
sammála um að áðurnefndir menn
væru mjög hæfir til að gegna
þessum trúnaðarstörfum, enda
hlutu þeir kosningu með öllum
greiddum atkvæðum.
SH-menn
ræða við
ráðherra
FORRÁÐAMENN Sölumiðstöðv-
ar hraðfrystihúsanna hafa óskað
eftir viðræðum við forsætisráð-
herra, Gunnar Thoroddsen, um þá
alvarlegu stöðu, sem nú snýr að
hraðfrystiiðnaðinum í landinu
vegna mikillar sölutregðu á
Bandaríkjamarkaði. Fundurinn
verður á mánudag klukkan 15.
Samþykktir Fiskveiðasjóðs:
Nýsmíði á 3 togurum í
Stálvík og á Akureyri
Á FUNDUM Fiskveiðasjóðs i
vikunni var samþykkt að veita
lán til nýsmíði innanlands á
skuttogurum fyrir Ilúsavík.
Skagaströnd og Ilólmavík. Þá
var nýlega staðfest samþykkt
frá árinu 1978 um lán til
nýsmíði á togara i Noregi fyrir
eigendur Guðbjargar á Isafirði.
Hins vegar var synjað um lán til
nýsmíði á skuttogara fyrir Þing-
eyringa og um lán til Eskifirð-
inga vegna skipta á 5 ára
frönskum togara og Hólmatindi,
sem er 13 ára gamalt skip.
Togarar þeir, sem smíðaðir
Eskfirðingum synjað um lán
vegna togaraskipta
verða hér á landi fyrir aðila á
Húsavík, Skagaströnd og
Hólmavík, eru allir skuttogarar
af minni gerðinni. Tveir þeirra
verða smíðaðir hjá Slippstöðinni
á Akureyri, en togari Hólmvík-
inga hjá Stálvík í Arnarvogi. Þá
var á fundi Fiskveiðasjóðs á
fimmtudag samþykkt lán til
smíði á tveimur bátum hjá Báta-
lóni í Hafnarfirði og verða þeir
um 20 tonn að stærð.
Á fundi Fiskveiðasjóðs fyrir
nokkru var synjað um lán til
nýsmíði á skuttogara fyrir Fáfni
hf. á Þingeyri, en það fyrirtæki
gerir út skuttogarann Framnes.
Hugðust Þingeyringar láta smíða
nýja togarann á Akureyri. Að
sögn Svavars Ármannssonar að-
stoðarforstjóra Fiskveiðasjóðs
var fyrir nokkru staðfest sam-
þykkt sjóðsstjórnar frá 1978 um
lán til smíði „nýrrar Guðbjargar“
í Noregi. Sömuleiðis hefðu verið
samþykktar á sínum tíma ián-
veitingar til kaupa á togurum frá
Portúgal, en um önnur lán til
smíði fiskveiðiskipa erlendis
hefði ekki verið að ræða síðan
1978.
Um syíijun á beiðni Aðalsteins
Jónssonar á Eskifirði um lán
vegna togaraskipta sagði Svavar,
að lánsfjáráætlun gerði ekki ráð
fyrir frekari skipakaupum er-
lendis frá en þegar hefði verið
tekin ákvörðun um.